Dagur - 17.01.1951, Qupperneq 1
Enn liggja nokkrar póstkröfur
fyrir síðasta árgjaldi hjá póst-
húsum víðs vegar um landið.
Skorað er á menn að innleysa
þær strax!
Þeir, sem enn skulda blaðinu
árgjöld sl. árs, eru áminntir
um að gera skil nú þegar.
. XXXIV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 17. jan úar 1951
3. tbl.
ifi reykvískí iðnfyrirtæki fékk 700 þús. kr. leyfi á sama tíma og
Eisenhower kemur til íslands
innan skainms
Ih ers vegna jíessi leynd um utanríkismál?
Dwight D. Eisenliower hershöfðingi, hinn
nýskipaði yfirmaður varnarhers Vestur-Ev-
rópu, er um þessar mundir á ferðalagi í milli
höfuðborga Atlantshafsríkjanna og hefur rætt
við stjórnir ríkjanna um landvarnarmálin og
sköpun Evrópuhers.
Hefur hex-shöfðingjanum hvarvetna verið vel
fagnað, nema hvað kommúnistar hafa enn sýnt
þjónkun sína við rússnesku heimsvaldastefn-
una með því að gera tilraunir til að æsa til
mótmælafunda.
Það er nú kunnugt, að Eisenhower hershöfð-
ingi er væntanlegur til Reykjavikur nú á næst-
samfðls 190 þús. kr.
Leyí:
isveitiugin syðra 25 þús. á hvern
starfsmann, en hér 2 |)íisnml
Markvíst stefnt að því að drepa all framtak
úti á landi
Nú eftir áramótin hefur staðið yfir í Reykjavíkurblöðunum deila
milli Ofnasmiðjunnar h.f. og gjaldeyrisyfirvaldanna um leyfisveit-
ingar á árinu 1950 og starfsemi bessa fyrirtækis, sein hefur þótzt illa
haldið af gjaldeyrisstjóminni.
Bærinn rafmagns-
lans síðan á
laugardag
Seint á laugardagskvöhl sl.
féll snjóflóð á háspennustaur-
ana í Ljósavatnskarði og braut
fimm þeirra. Rofnaði þá straum
ur til bæjarins og varð bærinn
rafmagnslaus og hélzt svo seint
í gær, er þetta var ritað, en
búizt við því að viðgerð mundi
þá og þegar lokið. Vinnuflokk-
ar fóru héðan austur á sunnu-
dag og mánudag, og auk þess
munu menn úr sveitinni hafa
unnið að viðgerðinni, en færi
er mjög illt og aðstaða erfið.
Ekki þarf að eyða mörgum orð-
um að því, hvert tjón svo lang-
vinn rafmagnstruflun hefur í
för með sér fyrir atvinnulíf
bæjarins, fjölda fyrirtækja og
cinstaklinga, og svo Rafveituna
sjálfa. Línan í Ljósavatnsskarði
er í sífelldri hættu frá snjóflóð-
um, þegar veðurlag er eins og
í vetur, og viðgerðarmenn í sí-
felldri lífshættu. Sýnist fyrir
löngu tímabært að gera veru-
lega bragarbót á línunni á þess-
um stað, annað tveggja leggja
liana í jörðu — þótt dýrt sé í'
bráðina — eða flytja hana vest-
ur fyrir vatnið. Forráðamenn
Rafveitunnar gera sér það von-
andi ljóst, eftir þessa síðustu
truflun — sem ekki er þó víst
að verði sú síðasta á vetrinum
• — að nauðsyn er að gera
breytingu á Ljósavatnslínunni
hið allra bráðasta og þarf að
hefja undirbúning svo snemma,
að unnt sé að framkvæina það
verk í sumar.
Kóreustríðið:
Herir Sameinuðu þjóð-
anna í sókn á vestur-
vígstöðvunum
Herir Sameinuðu þjóðanna í
Kóreu hófu sókn á vesturvíg-
stöðvunum í Kóreu í fyrrinótt og
höfðu sótt fram um 30 km. vega-
lengd í gær og haldið inn í borg-
ina Suwon, um 30 km. fyrir sunn-
an Seoul. Annars staðar á víg-
stöðvunum hefur aðstaðan lítið
breytzt síðustu daga. Halda her-
ir SÞ flestum stöðvum sínum
sunnan Wonju.
Kaupfélagsstjóraskipti
hjá Kf. Verkamanna
Um áramótin urðu kaupfélags-
stjóraskipti hjá Kaupfélagi Verka
manna hér í bæ. Erlingur Frið-
jónsson lét af starfinu fyrir r.ld-
urs sakir, en við tó': SigurJur
Kristjánsson.
unni, og verður Reykjavík síðasta
hcf uðborg Atlantshafsr ík j anna,
sem hann heimsækir í þessari
skyndiför til Evrópu, áður en
hann hverfur heim á ný.
Ilvers vegna leynd?
Erlend blöð hafa fyrir löngu
birt ferðaáætlun hershöfðingjans,
en hér heima hefur ekkert verið
sagt enn af opinberri hálfu um
þessi mál. Verða menn áð sækja
fregnir um þetta mál, o. fl., er við
kemur utanríkismálum íslands í
Erlend blöð. Víðast hvar í frjáls-
um löndum heims, eru engin mál
Inflúenzufaraldur hefur geysað
um Vestur-Evíópu síðan fyrir
jól og orðið mjög útbreiddur, t. d.
í Bretlandi. Hingað til lands mun
veikin hafa borizt fyrir jól, fyrst
til Norðfjarðar, og nú eftir ára-
inótin til Keflavíkurflugvallar.
Hennar mun og hafa orðið vart
í Reykjavík nú síðustu dagana.
Hingað hafði veikin ekki borizt
í gær, svo að vitað væri, að því
héraðslæknirinn, Jóhann Þor-
kelsson, sagði blaðinu. Hins veg-
ar má telja víst, að hún gangi
hér yfir.
Blnðagreinar ýktar
f þessu sambandi sagði héraðs-
læknirinn, að ástæðulaust væri að
óttast mjög komu veikinnar og
teldu beztu heimildir, að blaða-
fregnir, sem hér hafa birzt væru
ýktar. Rannsóknarstöð ríkisins á
Keldum hefur á hendi inflúenzu-
rannsóknir hér á landi, í sam-
vinnu við Heilbrigðisstofnun S.
þ., en höfuðstöðvar þessara rann-
sókna eru í London.
Dr. Björn Sigurðsson, læknir á
rædd meira opinberlega en ut-
anríkismál. Hér á landi hefur
þessu verið öfugt farið nú um
sinn. Djúp þögn ríkir yfirleitt á
æðstu stöðum um utanríkismál-
in, og borgarablöðin virðast lítið
vita, hvað gerizt. í skjóli leyndar
stjórnarvaldanna vinna komm-
únistar síðan að því að breiða út
hvers konar flugufregnir í sam-
bandi við utanríkismálin. Hér er
rangt að farið. Það þarf að ræða
þessi mál fyrir opnum tjöldum.
Enginn græðir á leyndarhulunni
nema kommúnistar og þeirra
fylgilið.
Keldum, hefur nú síðustu dag-
ana haft samband við rannsókn-
arstöðina í London og hefur þar
fengið þær fregnir, að ekki sé
rétt að telja inflúenzuna skæða
að þessu sinni, heldur aðeins mjög
ýtbreiddan faraldur og fremur
vægan. Reynsltn, sem fengizt
hefur af veikinni hér á landi sem
af er, styður og þessa skoðun.
í Norðfirði hafa margir veikzt,
en veikin gengur fljótt yfif og
eftirköst hafa ekki orðið alvarleg.
Hins vegar er ævinlega sjálfsagt,
er inflúenzan gengur, að fara var-
lega með heilsu sína, og einkum
gætilega eftir að sjúkdómurinn
er genginn yfir.
Gott heilsufar
Héraðslæknirinn sagði blaðinu,
að’ heilsufar hér væri allgott um
þessar mundir, nokkuð ber að
vísu á kvefi, en ekki meira en
venja er um þetta leyti árs. Ekk-
ert ldghóstatilfelli hefur komið
hér enn, og af mislingum aðeins
það eina tilfelli, sem áður er frá
greint.
í þessu sambandi hefur verið
upplýst, að fyrirtæki þetta fékk
ný leyfi á árinu 1950, til kaupa á
efnivörum erlenais, 640.000 krón-
ur, en alls fékk það leyfi, ný,
framlengd og viðbætur vegna
gengisbreytingar, kr. 711.865.00.
Hér er um að ræða iðnfyrirtæki,
sem hefur, að eigin sögn, 28 menn
í þjónustu sinni, og nema leyfis-
veitingarnir því um 25 þús. kr. í
efnivörum á hvern starfsmann.
Samt telur þetta sunnlenzka fyr-
irtæki gjaldeyrisyfirvöldin hafa
stöðvað fyrirtækið að verulegu
leyti og skapað atvinnuleysi með-
al starfsmanna vegna tregðu á
gjaldeyrisleyfum. Þessar tölur, og
umræður í Reykjavíkurblöðun-
um, eru sérstaklega lærdómsrík-
ar fyrir fólkið úti á landi, því að
þær varpa ljósi á viðhorf inn-
flutningsyfirvaldanna til iðnaðar-
ins þar og sýna ljóslega, að ríkj-
andi stefna miðar að því að drepa
allt slíkt framtak úti um lands-
byggðina, útiloka samkeppni iðn-
aðarfyrirtækja þar við Reykja-
víkuriðnaðinn og koma fyrirtækj
um úti um landið á kaldan klaka.
Á sama tíma og eitt reyk-
vískt iðnfyrirtæki, með 28
starfsmenn í þjónustu sinni,
fær leyfi gjaldeyrisyfirvald-
anna til efniskaupa fyrir 711
þúsund krónur — þar af ný
leyfi 640 þús. — fá 8 liliðstæð
fyrirtæki á Akureyri með 70
manns í þjónustu sinni samtals
leyfi til efniskaupa fyrir 192
þúsund kr., eða 2700 krónur
fyrir hvern starfsmann, tniðað
við 25 þús. kr. á starfsmann hjá
Reykjavíkurfyrirtækinu.
Hér er um að ræða vélsmiðjur
og járnsmíðaverkstæði hér í
bænum, svo og Ofnasmiðju
Höskulds Steindórssonar, sem er
ein elzta ofnasmiðja landsins og
hefur fiamleitt ofna síðan löngu
fyrir stríð og hlotið viðurkenn-
ingu fyrir góða vinnu og sann-
gjarnt verð. Þetta fyrirtæki fékk
innkaupaleyfi samtals 50 þús. kr.
á árinu 1950, og er það að öllu
leyti sambærilegt fyrirtæki við
ofnasmiðjuna í Reykjavík, sem
hlaut 640 þús. kr. — og kvartar
yfir. — Má af þessum samanburði
sjá, hvernig það muni vera í fram
kvæmdinni að reka iðnfyrirtæki
úti á landi.
Upplýsingar járniðnaðarfyrir-
tækjanna.
Dagur sneri sér nú á dögunum
til járniðnaðarfyrirtækjanna hér
í bæ og leitaði frétta hjá þeim af
viðskiptunum við gjaldeyrisyfir-
völdin, í tilefni af skrifunum í
sunnanblöðunum, og staðfestu
fyrirtækin það, sem hér er á
undan sagt um leyfisvetitingarn-
ar á árinu. í bréfi, sem félag
járniðnaðarfyrirtækjanna hér
hefur skrifað blaðinu um þessi
mál, segir svo m. a.:
„Járniðnaðurinn á Akureyri
hefir átt við stöðugan efnisskort
að stríða nokkur undanfarin ár,
ber þar margt til, eldri brigðir
uppeyddar, þar sem þær voru þl,
siminnkandi leyfisveitingar til
efniskaupa og með vaxandi innfl.
véla og togaraútgerð héðan hefur
efnisþörfin aukizt frá því sem
áður var. Þessir sívaxandi erfið-
leikar verkstæðanna á efnisút-
vegun varð til þess að snemma á
sl. ári stofnuðu verkstæðiseig-
endur með sér hagsmunafélag,
Framhald á 5. síðu
„Svalbakur^ setti
sölumet
Togarinn „Svalbakur“ seldi
3064 kit í Aberdeen sl. mið-
vikudag og fimmtudag fyrir
12.782 sterlingspund og er það
bczta sala íslenzks togara síðan
í íyrravor. Varð „Svalbakur“
þannig hærri en „Kaldbakur“,
sem seldi nokkrum dögurn áð-
ur fyrir 12.712 sterlingspund.
Skipstjóri á „Svalbak í þessari
ferð var Jónas Þorsteinsson, 1.
stýrimaður, skipstjóra Stefáns-
sonar hér í bæ.
nflúenzan er konnin fil landsins
en hún er falin fremur væg
Læknar segja blaðafregnir af faraldrinum
erlendis mjög ýktar