Dagur


Dagur - 17.01.1951, Qupperneq 4

Dagur - 17.01.1951, Qupperneq 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 17. janúar 1951 DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 25.00 Gjalddagi er 1. júlí. PR.ENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. Iðnaðurinn úti um landið og stjórnarvöldin FYRIR ARI EÐA SVO urðu nokkrar umræður í blöðunum um leyfisveitingar gjaldeyrisyfirvald- anna til bókaverzlana í landinu. Þá kom í ljós' m. a., að allar bókaverzlanirnar bér á Akureyri höfðu ekki fengið neitt viðlíka mikil leyfi hjá þessum yfirvöldum, til bóka- og blaðakaupa er- lendis frá, og ein miðlungs bókaverzlun í Reykja- vík. Nú um áramótin hafa aftur orðið nokkrar um- ræður um gjaldeyrisleifaveitingar til einstakra fyrirtækja í sunnanblöðunum. í þeim umræðum hafa verið birtar tölur, sem sýna, að allur járn- iðnaðurinn hér á Akureyri — samtals 8 fyrirtæki með um 70 manns í þjónustu sinni líefttr ekki fengið nema lítið brot af þeirri leyfisúpþhseð, sem einu miðlungsfyrirtæki í Reykjavík var veitt. Sunnlenzka fyrirtækið fékk efnivörur erlendis frá, fyrir sem svaraði 25.400 krónum á hvern starfsmann, en fyrirtækin hér fengu 2400 krónur. Má því geta nærri hver muni vera hlutur járn- iðnaðarins hér samanborið við jámiðnaðinn í Reykjavík í heild. Má yfirleitt kalla það furðu- legt, að unnt skuli hafa verið að halda hér gang- andi þessum iðnaði á sl. árum, þegar eins er að búið og reynslan sýnir. Verður þó ekki um það deilt, að þessi iðnaður er hin mesta nauðsyn fyrir framleiðsluna til sjós og lands. T. d. er hún mikil nauðsyn fyrir hina vaxandi togaraútgérð héðan o. s. frv. YFIRLEITT er það stefna gjaldeyrisyfirvald anna, að birta almenningi ekki neinar skýrslur um það, hvaða aðilar baða sig í náðarsól þeirra, og hverjir verða að hafast við í forsælunni. Það er hrein undantekning ef fram koma opinberlega upplýsingar um leyfisveitingar í einstökum at- vinnugreinum eða til einstakra fyrirtækja. En í þau fáu skipti, sem almenningi gefst kostur að sjá slíkar tölur, eru þær allar á þá leið, sem hér hefur verið rakið um leyfisveitingar til járniðnaðar- manna og bóksala. Allt landið utan höfuðborgar- innar er kannske hálfdrættingur við eitt fyrirtæki í Reykjavík eða þaðan af vesælla. Þeir, sem kunn- ugir eru þessum málum, munu tæpast telja að þær tölur, sem fyrir liggja, um leyfisveitingar til járn- iðnaðarmanna og bóksala á liðnum árum, séu nein tilvjljun, eða einangrað fyrirbrigði, heldur séu þær allgóð mynd af framkvæmd gjaldeyrismál anna og þeirri stefnu, sem ríkt hefur með þjóð- inni í verzlunar-, iðnaðar- og siglingamálum tmdanfarin ár. Og forustumenn þeir, sem þessum málum hafa stjórnað, gátu með stolti séð nokkurn hlutann af árangri verka sinna nú á dögunum, er stjórnarvöldin tilkynntu að af 52 millj. króna stóreignaskatti hefðu 44 milljónir verið lagðar á í ; Reykjavík. Hér eru tölur, sem tala, svo að ekki verður um villst. | % • NÚ ER EKKI NÓG MEÐ það, að iðnaðurinn úti um landið eigi erfiðara uppdráttar en iðnaður höf- uðborgarinnar vegna skilningsleysis gjaldeyrisyf' irvaldanna. Aðdi-ættir allir eru í reyndinni dýrari úti um landið en syðra. Þar hefur „óskabarn þjóðarinnar, gegnt sínu hlutverki til þess að full- ,komna áhrifin af stefnu gjaldeyrisyfirvaldanna. Þegar búið er að binda leyfisveitingar til kaupa á vörum erlendis, og siglingarnar til landsins, við eina höfn, fer að halla undan fæti fyrir þau fyrir- tæki, sem aðrir landsmenn hafa komið á fót' og eiga líf sitt undir nokkrum erlendum efnivörum og sæmilega greiðum siglingum. í greinargerð járniðnaðarmanna um viðskiptin við gjaldeyrisyfir- völdin, sem birt er annars staðar í blaðinu, er greint frá því, að þeir hafa mátt sæta járnkaupum frá innflytjendum í Reykjavík vegna efnisskortsins hér, og greiða 13—20% hærra vcrð fyrir vöruna en ella, vegna flutnings- kostnaður frá Reykjavík norður. Þetta er ekkert einsdæmi. Það þykir nú orðið sjálfsögð hefð, að landsmenn greiði slíkan skatt til höfuðborgarinnar og fyrirtækja þar, sem nokkurs konar refsingu fyrir að halda við byggðinni úti um landið. Ríkið gekk lengi vel á undan í þessari starfsemi með því að selja einkasöluvörur dýrari •úti á landi en í Reykjavík. Marg- víslegir hagsmunir standa að þessari starfsemi. Má í því sam- bandi mina á, að sunnlenzkir út gerðarmenn hafa nýlega beitt sér gegn því að olíuverð yrði jafnað um landi. Vex þeim ekki í augum að stéttarbræður þeirra hér um slóðir þurfi að greiða um 70 krón- um rrieirá fyrir lestina en þeir sjálfir. Sama er að segja um kol- in, og fjölda margar aðrai' vöru- tegundir. Dýrtíðin úti um landið er mun meiri á flestum sviðum en í Reykjavík. Þannig hefur höfuð- borgarstefnunni tekizt að snúa við ástandinu, sém ríkti fyrir stríð. Þá var ódýrara að lifa úti á landi en í Reykjavík og þá hófst þi'ó- unarskeið iðnaðarins hér. Nú er svo að sjá, sem gjald- eyrisyfirvöldunum og „óskabarn- inu“ ætli að takast í samein- ingu, að koma þessum atvinnu- vegi á kaldan klaka. STUNDUM velta landsmenn því fyrir sér, hvort þingmenn landsbyggðarinnar séu ekki helzt til athafnalitlir í þessum stórkost- lega þýðingarmiklu málum. Það er vissulega ekki einskis virði fyrir kjördæmi þeirra, að þau hljóti sanngjarnan skerf af vegafé ríkisins, en hitt er þó margfalt veigameira atriði, að landsbyggð- in hljóti eðlilegan hlut af gjald- eyri þjóðarinnar og að verzlun og iðnaður fái að dafna þar til jafns við. atvinnugreinar höfuð- staðarins. í íþessum málum öll- um — og eru siglingamálin þar með talin — sýnist Alþingi fui'ðu lega áhugalaust, á meðan nefnd- irnar ráða ráðum sínum og bera hlut landsmanna fyrir borð. FOKDREIF AR Þegar enginn iiirðir peningana Eg sá nýlega í dönsku blaði, að þar í landi liggja góðgerðarfélög, stofnanir og jafnvel ríkið, með tugi eða hundrúð þúsunda af reiðu fé ,sem eru happdrættisvinningar, sem engir hafa vitjað um. A. m. k. eitt íbúðarhús, margir bílar, ra£- magiistæki í eldhús í tugatali og alls konar annar varningur bíður þess, að eigendurnir gefi sig fram. Vafa- laust mun eitthvað af þessum varn- ingi ganga út, en ekki allur. í þessu sambandi riijaöist það upp fyrir mér, að um hver áramót, þegar maður gerir lireint í hirzlum sín- um, kóma í leitirnar fleiri eða færri happdrættismiðar, sem maður hefur í augnabliksléttúð keypt á árinu. Samkvæmt orðanna liljóðan á mið- um þessum, á fyrir löngu að vera búið að draga, en þótt það sé þar skrifað, er samt engin trygging fyrir því að það sé rétt. Oftar skeður hitt, að drætti er frestað, stundum oft. Eigendur miðanna átta sig ekki á þessu og fleygja þeim eða týna. Og loksins, þegar dregið er, hafa þeir enga hugmynd um, hvort þeir hafa unnið eða ekki. Líkur eru fyrir því, að þeir sjái aldrei auglýsinguna um vinningsnúmerin, því að birtingin er með ýmsum hætti, stundum í út- varpi aðeins, stundum í einu blaði eða tveimur, og vel má vera, að sum happdrætti séu aðeins auglýst á símastaurum. Að minnsta kosti er það svo, að árlega kaupi ég miða í einhverju happdrætti, sem ég síð- an fæ aldrei að vita/ livort dregið hefur verið í eða ekki. Það er nauð- synlegt að gera breytingu á þessum happdrættismálum. í fyrsta lagi þarf að fyrirbyggja að liægt sé að fresta drætti. í öðru lagi þarf að skylda þá, sem til liappdrættis stofna, að auglýsa rækilega vinn- ingaskrána. Happdrætti ríkisins ckki til fyrirmyndar í sambandi við vinningaskrárnar má geta þess, að ríkisvaldið, sem á að að hafa yfirumsjón happdrætt- anna, og er auk þess sjálft með stórhappdrætti, ér engin fyrirmýnd um að auglýsa vinningaskrá sína. Eg á nokkra miða í þessu happ drætti, en ég hefi ekki hugmynd um, livort vinningur liefur nokkru sinni fallið á (lau númer. Ég lief livergi séð vinningaskrána auglýsta. Meðan verið var að selja fólki þessa happdrættismiða, skorti ekki aug- lýsingarnar, en þegar málið snýr að fólkinu og frá ríkisvaldinu, þá er annar háttur á Iiafður. Þá altekur sparnaðarandinn forsjármennina svo, að þeir gleyma skyldum sínum gagnvart viðskiptamönnum happ- drættisins, og líklegast er, að ástand- ið lijá þeim sé eins og hjá Dönum, og að þeir liggí með stórar fjárfúlg- ur, sem enginn finnst eigandinn að, af því að vinningaskráin hefur ver- ið svo hörmulega illa auglýst. Göngum við til náða ríkir eða fátækir? Ég vil skora á forráðamenn ríkis sjóðshappdrættisins að bæta ráð sitt að þessu leyti og auglýsa nú rækilega um land allt þá vinninga, sem ekki liefur verið vitjað um til þessa, og síðan alla skrána við hvern drátt, svo að allir megi íyrirhafnar- lítið ganga úr skugga unt það, livort þeir hafi gengið ríkir eða fátækir til náða daginn, sem dregið er. Léleg aðbúð í hesthúsinu. BÓNDI í héraðinu kvartaði fyrir nokkru við blaðið yfir lé- legri aðbúð í hesthúsinu Caroline Rest og sagði hesta sína hafa orð- ið innkulsa af dvöl þar. Taldi hann bænum skylt að hafa hest húsið í sómasamlegu ásigkomu- lagi, og er sjálfsagt að taka undir það meðan bærinn viðurkennir skyldu sína til þess að hafa hest hús þetta í miðbænum. Nú sé eg að Dýraverndunarfélagið og Hestamannafélagið Léttir hafa skrifað bæjarstjórninni um málið og óskað þess að viðgerð á húsinu verði látin fara fram tafarlaust. Bæjarráð samþykkti að „láta (Framhald á 5. síðu). Sitt af hvoru tagi Hvaðan koma appelsínurnar? Appelsínurnar, sem við fengum fyrir jólin voru sannarlega kærkomin sendingr Það var á við dýr- legan sólskinsdag að geta sezt niður og gætt sér á hinum gullna ávexti í svartasta skammdeginu og kuldanum. Appelsínurnai' komu frá Spáni, en önn- ur lönd, sem rækta appelsínur eru: ítalía, Palestína, Kalifornía, Brazilía og Suðui'-Afríka. Appelsínurn- ar þroskast á ýmsum tímum árs, en það hefur það í för með sér, að þær eru á markaðinum allt árið um kring. Um næringargildi þeirra er það að segja, að 84% eru vatn. Við neyzlu fást úr hverju kílói 550 hitaeiningar. Appelsínurnar teljast til allra beztu C-vítamín-gjafa, og er talið, að 100 gr., þ. e. ein meðal stór appelsína, fullnægi dagsþörf okkar af C-vítamíni, þ. e. 50 mg. Það má því með sanni segja, að þær séu á við sólskin og ekki eru undur þótt við, sem búum norður við heimskaut, fögnum slíkri sendingu í svartasta skammdeginu. ELDHÚSIÐ. Matarbrauð með hveitiklíði. 1 bolli rúgmjöl. — 2 bollar hveitiklíð. — 3 bollar hveiti. — 7 matsk. sykur. — 1 tesk. salt. — 3 tesk. gerduft. — Mjólk eftir þörfum. Allt hnoðað vel saman. Búin til tvö brauð. Þeg- ar brauðin eru bökuð, eru þau smurð að ofan með volgu vatni. Ódýrar kleinur. 1 kg. hveiti. — 100 gr. smjör. — 250 gr. sykur. — 2 tesk. hjartarsalt. — 2 stk. egg. — 2 pelar mjólk. — 1 tesk. kardemommur. Kleinurnar eru búnar til á venjulegan hátt. Rúgbrauð. 3 kg. rúgmjöl. — 2Vz 1. vatn (sjóðandi). — 1 tesk. salt. — 1 tesk. edik. Hnoðað eins og venjulegt brauð og látið í lokaðan brúsa. Látið standa á heitum miðstöðvarofni um IV2 sólarhring. Bakað við lágan hita í 10—11 klst. Haft í ofnin- um Vi sólarhring. Húsráð. Gamlar ferðatöskur, sem orðnar eru snjáðar og ljótar má lífga upp með því að bera á þær sauma- vélaolíu og núa henni vel inn í þær. Útlit töskunnar vérður allt annað og betra eftir þessa meðferð. Vaxblettir. Eftir jólin getur oft að líta vaxbletti hév og hvar í heimilum okkar. Þessa bletti viljum við gjarna losna við. Hér eru nokkrar ráðleggingar. Af línoleumdúk: Vaxið er fyrst skafið af með hníf og síðan er bletturinn hreinsaður með benzíni. Þegar dúkurinn er orðinn þurr er bónað yfir blett- inn. Af gólfábreiðu: Reynið fyrst að ná eins miklu af vaxinu burt og mögulegt er. Síðan er bletturinn hreinsaður, fyrst með benzíni og þar á eftir með sjóðandi vatni. Af öskubökkum, kertastjökum o. þ. h. úr málmii Vaxið má ekki skafa af hlutunum vegna þess að við þagð rispast þeir. í þess stað eru þeir lagðir í sjóð- andi vatn, þurrkaðir og fægðir að því búnu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.