Dagur - 17.01.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 17.01.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 17. janúar 1951 D A G U R 5 armanna og Frægiir blaða- raaðor ræðir horf- iirnar í Kóreu (Framhald af 1. síðu). sem meðal annars skyldi annast innkaup á efni, vélum og vara- hlutum fyrir meðlimi sína. Það var von okkar og trú, að með því að vera sameinaðir myndu inn- flutningsyfirvöldin frekar taka tillit til okkar,. svo og hitt, að ef leyfi fengjust, gætum við gert stærri innkaup og þá sætt betra verði, og umfram allt fengið vör- urnar sentlar beint hingað, án þess að greiða flutningsgjöld frá Reykjavík, en það' hækkar verð á járni ca. 13—20%. Félag okkar, (en það hefur innan sinna vé- banda 6 vélsmiðjur, 1 blikksmiðju - og 1 ofnasmiðju, með öðrum orð- um allan járniðnað á Akureyri, annað en bifreiðaaðgerðir), gerði . fyrst á sl. ári áætlun um efnisþörf á árinu og hve mikið þyrfti að sækja um af gjaldeyris- og . innflutningsleyfum, þar sem . ljóst var að . gjaldeyrir var af skornum skammti, stilltum við leyfisbeiðnum okkar svo í hóf, sem frekast var kostur á, og sótt- um alls um kr. rúml. 500 þús. kr. til efnis-, vél- og varhlutakaupa .. og var að miðað við eldra gengið. Árangurinn af essum um- sóknum var 29.000.00 (tuttugu og níu þúsund) leyfisveiting til okkar allra samanlagt og voru þau Ieyfi, að okkur forspurðum afhent innflytjanda í Rvík og höfum við ekki eim séð nema Iítið af þessu efni og auðvitað kom það um Reykjavik. Á miðju ári fengum við svo önnur 29 þús., en frá áramótum fram að þeim tíma vorum við svo aðþrengdir að flestir okkar höfðu reytt eitthvert efni út úr inn flytjanda í Rvík og urðum við að greiða þá efnisúttekt með þeim leyfum. Er hér var komið mun ofnasmiðja Höskulds og Stef. Steindórssona hafa fengið efnis- leyfi af Marshallfé. f nóvember fengum við 6 þús. kr. leyfi og um miðjan des. 62 þús. leyfi og auk þess einhver smáleyfi. En nú hafði sagan endurtekið sig, svo að við skulduðum talsvert af þessum leyfum, enda kom að alleyfið svo seint á árinu, að það létti ekkert efnisútvegun ársins 1950. Þess skal getið, að flest verkstæðin hafa einhverja fram leiðslu með höndum, sjá auk þess um viðhald norðlenzka fiski veiðiflotans og síldarskipa að sumrinu, hafa með höndum að gerð á landbúnaðarvélum og framleiðslu í þarfir landbúnaðar- ins, auk viðhalds á ýmiss konar iðnaðarvélum, höfum við stund um ekki getað gegnt þessu hlut- verki sökum efnisskorts og vöntunar á vélum. Alls .hefur allur jámiðnaður Akureyrar því fengið veitt leyfi á órinu 1950 192.320.00 (eitt hundr að níutíu og tvö þús.), hann hefur í sinni þjónustu rúml. 70 menn leyfi á mann er kr. 2.700.“ Hér lýkur bréfi járniðnaðar- fyrirtækjanna, og er lýsingin á viðskiptum þeirra við stjórnar- völdin sannast sagna næsta ófög- ur, og þó meira en það, hún er alvarlegt mál fyrir þennan bæ og þetta hérað, og fyrir allt framtak manna úti um land. Markviss stefna stjómarvald- ma. Hér er aðeins rakið eitt dæmi en fleiri hlið stæð mætti rekja. Þau mundu öll leiða hið sama í ljós, að fyrirtæki í Reykjavík eiga mun greiðari aðgang að gjaldeyr- isyfirvöldunum en fyrirtæki manna úti á landi. Og það þykir svo sjálfsagt orðið að sunnlenzk iðnfyrirtæki fái 10—15 sinnum :iri gjaldeyrisleyfi til sinna narfa en fyrirtæki hér um slóðir, að ef einhver smávægilegur mis- brestur verður á því um stundar- sakir, er farið með það í blöðin og leiðréttinga krafizt tafarlaust! Hvað mundu fyrirtækin 8 hér, sem skiptu með sér 190 þús. kr. leyfum á heilu ári, þá mega segja um viðskiptin við gjaldeyrisyfir- völdin og aðstöðu sína í þjóðfé- laginu? Fögur orð — en engar efndir. Sannleikurinn í málinu er sá, að þrátt fyrir fögur orð stjórnar- valdanna og fjálglegar ræður um það á tyllidögum, að hlynna beri og framtaki manna úti um landið og forðast ofvöxt höfuðborgar- innar umfram það sem orðið er, er stefnan sífellt hin sama. Kostir landsmanna eru sífellt þrengdir í gegnum verzlunarmálin, sigl- ingamálin og stjórn gjaldeyris- og innflutningsmálanna. Hvað eru fulltrúar landsbyggðarinnar á Alþingi að hugsa og gera, meðan nefndir ríkisins þrengja þannig hag umbjóðenda þeirra? Kommúnistðr halda áfram að breiða úf óhróðurssögur um Olíufélagið Engin lausn án sam- vinnu við Kína Hljómleikar Jórunnar Viðar Frú Jórunn Viðar hafði píanó- tónleika í Nýja-Bíó í fyrrakvöld, á vegum Tónlistarfélags Akur- eyrar. Er þetta í fyrsta sinn, sem frúin kemur fram á hljómleikum hér. Á efnisskránni voru verk eftir Beethoven, Béla Bartók, Kodály, Stravinsky og Schu' mann. Blaðið hefur ekki aðstöðu til að listdæma hliómleikana, en áheyrendum ber saman um, að þeir hafi tekizt ágætlega, efnis skráin hafi verið nýstárleg og skemmtileg, og leikur frúarinnar smekkvís og fágaður. Var henni ágætlega fagnað. - Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). dytta að húsinu“, eins og segir í fundargerð, en ráðið gerir samt ekki ráð fyrir að húsið verði not- að til hestageymslu til frambúð- ar, og mun það rétt skoðað. Þyrfti hús þetta að hverfa úr miðbæn- ftm hið allra fyrsta. En jafnframt er nauðsynlegt, og enda skylt, að sómasamlegt hesthús sé til ein- hvers staðar í bænum, fyrir hesta ferðamanna, einkum að vetrin um. Einn kunnasti blaðamaður sam- tímans, Waller Lippmann, birti hinn 9. þ. m. athyglisverða grein um Kóreumálið í Netv York Herald Tribune og ræðir þar opinskátt um ranti möguleika, að herir Samein- uðu þjóðanna liörfi algerlega írá Kórcu. Hann segir, að herfræðingar tali að vísu um tvö liernaðarlega möguleika og sé annar að halda brú- arsporði umhverfis Pusan, en slíkt geti ekki talist nein smávægileg hernaðaraðgerð, eins og málum er komið, en hin sé að liöría með allan herinn til Japan, en sá kostur sé heldur engan veginn góður vegna þess að þegar kínverskir herir séu komnir til strandar syðst í ICóreu, hljóti það jafnframt að vera ógnun við Japan og kosta aukinn viðbún- að þar. Styrjaldarhættan í Asíu mundi ekki minnka er þannig væri komið. Þó telur Lippmann þetta ekki ólíklegasta möguleikann nú á næstunni. LIPPMANN svarar þeim Banda- ríkjamönnum, sem vilja styrkja Chiang Kai Sltek til þess að ráðast á meginland Kína„ og er því alveg andvígur að í nokkurt slíkt fyrir- tæki sé ráðist. Eins og málum er nú komið í Kóreu cru engir kostir góðir og hvernig sem Kóreumálið útleiðist í bráðina hlýtur ófriðar- hættan að vera mikil í Asíu fram- vegis. Lippmann varpar síðan fram þeirri spurningu, hvernig standi á því, að Bandaríkjamenn — og Sam- einuðu þjóðirnar séu komnar í þcssa aðstöðu og hann svarar því á þann veg, að það sé vegna þess, að ekki liafi verið tekið tillit til þeirrar staðreyndar ,að engin mál- efni verði afgreidd til neinnar fram búðar við bæjardyr Kínaveldis, nema með samþykki Kínverja. Mcnn liafi ekki horfst í augu við þá staðreynd, að Kína er hernaðar- legt stórvcldi, og þess megnugt að knýja vilja sinn íram með liervaldi, fái það honurn ekki framgengt með öðru móti. Þetta hafi nú sannazt í Kóreu, óg sé ekki um annað að ræða en viðurkenna staðreyndir, livort sem þær eru óþægilegar eða ekki, og breyta eftir þeim. Lippmann lýkur grein sinni með þessum orðum: í því uppgjöri, sem gera þarf eftir að Kóreustríðinu lýkur einhvern veginn, og í því end- urmati á stefnu okkar gagnvart Asíu, sem nú er verið að gera, hlýt ur raunhæfur skilningur og raun- hæft mat á aðstöðu og meginhags- munamálum í Asíu að verða undir staða þeirrar stefnu, sem tekin verð ur. Þjóðviljinn birti í sl. viku mikla árásargrein á Olíufélagið h.f. og bar félagið þar þeim sökum að það hefði framið stærsta vcrð- lagsbrot á íslandi og á þann hátt dregið sér um 2 millj. króna. Verkamaðurinn hér lapti þessa sögu Þjóðviljans upp í síðasta tbl. í tilefni af skrifum þessum, hefur verðgæzlustjórinn gefið út eftir- farandi tilkynningu: Út af blaðaskrifum í sam- handi við innflutning og verð- lagningu á olíum hjá Olíufélag- inu h.f. um það , ley.ti, scm gcngisbreytingin varð sl. vet- ur, skal tekið fram, að athugun á þessu máli er eltki lokið, en nánari greinargerð má vænta fyrir lok næstu viku, þ. e. fyrir vikulokin næstu. Eins og sjá má af tilkynningu þessari, er von á greinargerð frá verðlagsyfirvöldunum um mál þetta og mun þá koma í Ijós, hvert hald er í þessari olíusögu kommúnista. En það er vert að vara menn við því að taka nokk- urt mark á söguburði Þjóðviljans um Olíufélagið h.f. og starfsemi þess. Kommúnistar hafa sýnt fé- laginu og forráðamönnum þess fullan fjandskap, allt síðan það var stofnað. Má í því sambandi minna á skrif kommúnista um félagið og forustumenn þess og samvinnusamtakanna í heild um það bil er félagið festi kaup á olíustöðinni í Hvalfirði. Sú fram- kvæmd, sem hefur orðið til mik- illa hagsbóta fyrir þjóðina í heild, var þá útbásúneruð í blöðum kommúnista sem sérstök íand- ráðastarfsemi. Reynslan hefur nú sýnt, hvert mark var takandi á æsifréttum kommúnista í þá daga, og mestar líkur eru til þess, að hin síðasta olíusaga þeirra sé af sama toga spunnin. FRA BOKAMARKAÐíNUM Snorri Sigfússon segir nokkur orð um fjórar barnabækur Á iorJagiTCskunhkr 'kómá alltaf að segja sögur og leiðbeina börnum út gúðar barnabækur, Nú fyrir jól- alla ævi. Mér finnst að allar þessar kom út bók eftir Hannes J. Magnússon, sein hann neínir Sög- urnar liennar ömmu. Er það eins konar framliald af fyrri bókum höf- undar ?í ,æfintýrastíl og sú síðasta, eftir því.sem ságt’ e'r í éftirimála. Állar hafa þes,sar’‘Sögúr1 siðrænan ilgang, eru fimlega .sagðar og Vel stílaðar og leselni fyrir börin. Hafa sögur höfundar-orðið yinsælar, og svo jnun einnig verða með þessa bók, enda hafi þessi ævintýri í sér Íóígið lífsgildi, sem börnum er hollt að kynnast. Og ættu þvi sem flest börn að íá tækifæri. til að fá að lesa þau. Þá hefur Æskan einnig sent frá sér, nokkra þætti .úr íslenditigasög- unum, umskriiáða af Marínó L. Stelánssyni kennara. Er þetta önn- ur bók um þetta efni og ncfnist Kappar II, en hin fyyri með sama nafni kom út í fyrra. Það er .ekki öllum hent að um- skrifa íslendingasögurnar svö vel faíi, enda er mikið í hú'fi ' óg má ekki hleypa. þar að 'néin'úin bögu- bósum. En það vissu ..þeir, sem þekkja vandvirkni og smekk.Marin- ós, að hann myndi ekki kasta til þess höndunum, enda hefur hann ekki gert það. Honum liefur tekizt prýðilega að halda stíl og blæ sagn- anna og gert samband milii hinna ýmsu viðburða og atriða sögulegt og spennandi. Og að öllu saman- lögðu er verkið af hön.dum leyst með prýði. Þess vegna á Marinó Stefánsson að halda þessu áfram, því að þama er ógrynni af ágætu lesefni fyrir hendi. Og það er því syo, að þessir fjarsjóðir verða ekki eign nema lítils hluta uppvaxandi æsku nema. þeir séu lienni fengnir á þennan hátt. Þá hafa, á végum Norðra, komið út sögur eftir Jóhannes Friðlaugs- son kennara. Nefnir hann þær Jóla- sögur og eru þær 14 alls. Jóhannes Friðlaugsson hefur ver- ið farkennari í heimasveife* sinni, Aðaldalnum yfir 40 ár, og stundað jafnframt búskap. Hann er gáfu- maður og skrifar góðan stíl og seg- ir vel írá, enda hefur Irann verið sögur beri góðum kennara gott vitni. Þær eru ýfirlætislausar og eiga allar eitthvert erindi inn í heiminn, og er það meira en hægt er að segja um æðimargt, sem út kemur af bókum nú. Og þótt segja rnegi að sumar sögurnar séu írek- ar við liæíi ungmenna og fullorð- inna en barna, þá rnunu greind og þroskuð sveitabörn njóta þeirra allra og hala gott af lestrinum. Og svo er það litla bókin úr Bárðardalnum, sem l’álmi II. Jóns- son hefur gefið út. Hún liefur al- veg sérstöðu að því leyti að hún er skrifuð af skólabörnum, og heitir Aljar og rúsir. Hinn hugkvæmi og skáldmælti barnakennari, Kári Tryggvason í Víðikeri hefur safn- að þessum ritgerðum barnanna sam- an og búið þær undir prentun. Og þetta er prýðilegt kver og verulega skemmtilegt að sjá hvað börnin geta. Kári Tryggvason skilur það rétt, að það er rétt og sjálfsagt að gefa börnum við og við nokkuð lausan taum í stflagerðinni, þótt liitt sé líka nauðsynlegt að kenna þeim að lorðast orðagjálfur og mærð. En þessir stílar bera þess vitni, að þau geta sagt mikið í stuttu máli. — Ég þykist viss um, að börn ntuni hafa garnan af að lesa þetta eftir þessa litlu rithöf- unda í Bárðardal, og kennarinn á þakkir skilið fyrir lrugkvæmnina og og fyrirhöfnina. Og bókin litia, sem kom út 1948, „Skólarím" frá sama skóla, bar líka merki merki- legrar viðleytni kennarans við rækt móðurmálsins, og er í raun og veru til fyrirmyndar. Í’cssar bækur ættu skólabörn að lesa, ljóða og stíla, sér til gamans og þroskaauka. Þá vil ég aðeins drepa á eina barnabók, sem út kom hjá Leiftri fyrir jólin í einföldu og óbrotnu gerfi og hversdagslegu, en það er bókin „Þegar við ICalli vorum strákar," eftir Örn Snorrason. — Af auðskildum ástæðum verður hún ckki dæmd af mér, en mikið má það \-era ef strákar hafa ckki gaman af henni, enda hvað liún hafa sclzt strax upp í sumum sjávárþorpum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.