Dagur - 17.01.1951, Blaðsíða 6

Dagur - 17.01.1951, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 17. janúar 1951 Viðburðarríkur dagur Saga eftir Helen Howe. &555555555555555555555555Í ' 22. DAGUR. (Frámhald). „Mamma, lofaðu mér að lesa svolítið lengur,“ bað Fay. ,,Hann er rétt að komast að skemmtileg- asta kaflanum í bókinni. „Gerðu það!“ Eric horfði á konu sína. Svipur háns var allur hógvær og undir- gefin spurning. Augu hans leituðu að dómsniðurstöðunni, sem beið hans. Hann óttaðist, að stundin væri komin, og dómsorðin mundu hljóma og hann reyndi að slá því á frest ofurlitla stund. „Náum við ekki, þótt ég lesi ofurlítið lengur?" spurði hann. Faith var aftur á móti ekkert að flýta sér að segja honum, að þau mundu ekki fara í leikhúsið, og hún var ekki ófús, að draga á langinn uppgjörið, sem framund- an var. Við höfum nógan tíma,“ sagði hún. „Haltu bara áfram. Eg þarf ýmislegt að gera á meðan.“ Þegar Faith kom inn til sín, settist hún framan við snyrti- borðið. Hún var örþreytt og and- varpaði þungan um elið og hún strauk hendinni í sífellu yfir hárið á sér. Hún grandskoðaði sjálfa sig í speglinum. Skyldi hún líta eins illa út og henni leið inni fyrir? Hún leit við, og inn í her- bergið þar sem þau voru, faðir og dóttir.. Fay sat uppi í rúminu. Skær og barnslegur hlátur kvað við eftir nær því hverja málsgrein, er faðir h.ennar las. Eric var ekki eins þungbúinn á svip nú eins og áður, én vissulega voru gráu hár- in orðin fleiri nú en fyrir nokkr- um mánuðum. Augnatillitið var ekki eins skært og fyrr, og það' voru þreytubaugar undir augun- uip, eins og hann hefði átt langar vökunætur. Faith fann til • með honum, það hlutu að hafa verið ömurlegar stundir, að vera and- vaka og þola svipuhögg samvizk- unnar í sífellu! Hann hlaut að hafa tekið út miklar sálarkvalir og jafnan óttast, að leyndarmál hans mundi komast á loft þann- ig, að það mundi valda miklum sársauka. Og sú hafði líka orðið reyndih. Faith fann, að hún hafði sjálf verið svo upptekin af að hugsa uni sinn hag og síná ógæfu, að hún hafði ekki gætt þess, að hún átti þarna ekki ein hlut að máli. Margt hafði kallað á ást hennar, traust og skyldurækni, en enn fleiri köllum hafði Eric orðið að gegna. Hánn var faðir tveggja barná, eiginmaður, sonur og for- stjóri, og allir þessir aðilar höfðu verið í styrjöld hver við annan. Það var aðéins nú á þessu augna- bliki, sem hertni fannst hún sjá hann í réttu Ijósi ,sern drenginn er þráði gleði og ástúð, er hann hafði ekki fundið í húsi móður sinnar. Síminn á náttbórðinu hennar hringdi. Faith svaraði, en talaði eins lágt og henni var unnt, til þess að trufla ekki föður óg dótt- ur í lestrinum. „Halló,“ sagði hún. „Sæl, elskan. Það er ég aftur — Dusty.“ „Halló, Dusty.“ Faith brosti. Héðan af var henni sama um Dusty. „Það var dásamlegt að spjalla við þig í morgun. Mig langar svo til að fá ykkur í mat í kvöld. Mér var sendur dásamlegur lax frá Kanada, ög hann er nógur til þess að fóðra. heilá herdeild.. Viljið þið Erie ekki vera svo væn að kotna?“ „Þakka þéi’ fyrir, .Dusty, en við erum að fará i leikhúsið.“ „Æ, það var leiðinlegt," sagði Dusty'eftir öfurlitia þögn. „Mik- il vonbrigði" bætti hún svo við. . .EnuFaith virtist í .besta skapi “Hefurðu séð Monu aftur?” spurði’bún;0'- -:c ' ~T”- „Já, ég Hitfi' h'ana um hadegið. Þetta var leiðinlegt. En ég vona, að ég fáí að sjá ykktrf 'einhrern tíma'fyHr iiimarið: Þetta er einn leiðinlegasti tími ársins. Allt á ferð og flugi, fólk að aka sig upp og flytja út í sveit. Kannt þú ekki illa við þetta ástand?“ ':ij'- (Nfðtií'lág' nöJs't) / . , .. i í - 'A, v...J “'l Bergi í Glerárþorpi Okkur, vinum Ingibergs, varð hverft við, er við jlréttiim, að hann hefði látizt á Sjúkrahúsi Akúr- eyrar, Í7. okt. s. 1., nokkrum dög- um eftir læknisáðgerð vegna slyss, sem hann varð fyrir á leið heim tiÍ sín. Bergur var . .búinn að vera heilsubilaður í mörg ár, en alltaf var hann boðinn, og búinn að leysa hvefs manns vandfæði eft- ir því sem kraftar leyfðu, alltaf jafn áhugasamur um störf sín, áhugasamur og skilningsgóður um nýungar í starfinu, enda á- gætlega að sér í öllu, er að smíð- um lýtur, prýðilega viti borinn og kunni góð skil á öllu verklegu. Ingibergur var fæddur á Skeiði í Arnarfjarðardölum 14. júní 1894. Hann var yngstur af tíu systkirt- um, missti móður sína nýfæddur, og tók Guðríður systir hans, sem þá var um tvítugt, hann að sér. Eftir að hún giftist athafnamann- inum Guðmundi Jónssyni á Sveinseyri í Tálknafirði ólst hann upp á þeirra heimili, og naut hjá þeim hins sama ástríkis og þeirra eigin böm. Sjómennska og búskapur var stundað af kappi á Sveinseyri á þessum árum og tók Bergur þátt í þeim störfum, þegar kraftar leyfðu, enda snemma ötull og kraftamikill. — Um tvítugs aldur lærði Ingibergur skipasmíði hjá Gísla Jóhannssyni á Bíldudal. Stundaði hann svo þá atvinnu á Bíldudal til ársins 1924 að hann fluttist til Akureyrar. Vann hann að skipasmíði hjá.Gunnari Jóns- syni skipasmið nokkur ár, þar til hann, vegna vanheilsu, varð að láta af því starfi. Kom hann sér þá upp trésmíðavélum á Bergi í. Glerárþorpi og vann þar sjálf- stætt eftir því sem heilsan leyfði. Ingibergur giftist 30. sept. 1916 Helgu Pétursdóttur frá Sellátra- nesi við Patreksfjörð. Þeim varð ekki barna auðið, en þau tóku til fósturs tvö stúlkubörn, fyrst Guðrúnu Þorsteinsdóttur, bróð- urdóttur Bergs, frá þriggja ára aldri. Hún er nú hjúkrunarkona á Landakotsspítalanum. Annað árið, sem þau voru á Akureyri, tóku þau til fósturs Ingu Beno- nýju Ragnarsdóttur, sem þá var kornung. Hún andaðist 8. sept. 1939, fimmtán ára gömul. Heimili þeirra Helgu og Bergs er prýðilega snoturt og vistlegt, enda þreyttist Bergur ekki á því að bæta það og fegra, svo það mætti verða að öllu leyti snoturt lítið býli. Helga er ágæt húsmóð- ir, vandvirk og hreinlát, kann vel til matargerðar o gallra verka, enda á ungum aldri undir hand- arjaðri prýðilegrar húsmóður, frú •Ester lækniskonu á Patreksfirði. Hjónin voru samhent og sam- valin heiðurshjón, barngóð með afbrigðum og hjálpsöm. Okkur þorpsbúum bregður við að geta ekki leitað til Bergs með vandræði okkar, bann var jafn- ar rólegur, athugull og ráða- góður. Guð blessi hann. Halldóra Bjarnadóttir. Nýkomið Ræstiduft Fægilögur Glergljái Nýlenduvórudeildin og útibú. Tómar flöskur keyptar hæsta verði. Sápuverksmiðjan Sjöfn. Til sölti Tilboð óskast í seiidi-bif- reiðina A 397. Bifreiðin er nýyfirfarin og í ágætu standi. — Tilboðum sé skil- að í Verzlunina Flrísey, til Jóns Hinrikssonar, fyrir 25. þ. m., merkt: „Bifreið“. Yiiinubuxur Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeild. F... .....-.------- l," - '- •. ■-"■■ ■■■' " ■ ■■.... Peysur: Kven — Telpu Drengja — Karlmanna Kaupfélag Eyfirðinga V e fnaðarvöru deild. GÚMMISTÍGVÉL, fullhá (bússur) LEÐURSTÍGVÉL BOMSUR (rauðar og hvítar). Skóbúð . ..............■ ■ ■ ■ ■■'■-■■~—^--/ ... - .................■ ■■„■. Frá Húsmæðraskólanum Nokkrar konur geta ennþá komist á sýnikennslu- námskeiðið. FORSTÖÐUKONAN. £ — : f< Skagfirðingafélagið á Akureyri heldur AÐALFUND sinn sunnudag- inn 20. þ. m. að Túngötu 2> og liefst kl. 1.30 síðdegis. STTÓRNIN. Svartar herrabuxur töþuðust á leiðinni úr Inn- bænum og út á Hafnar- bryggju. — Finnandi vin- samlega beðinn að gera að- vart á afgreiðslu Dags. Blandað hænsnafóður riýkomið. Hafnarbúðin b.f. Sími 1094. . Súpujurfir í bréfum nýlcomnar. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild Togara-sjómaður óskar eftir herbergi, má , vera lítið. Afgr, vísar á. Eldri-dansa-klúbbur Dansleikur í Lóni laugar- daginn 20. jan. Hefst kl. 10 • e. h. — Félagar vitji að- göngumiða á sama stað íöstudagskvöld kb 8—10. Stjórnin. Gullhringur, með tveimur litlum stein- um, taþaðist 14. þ. m. — Finnandi vinsamlegast skili honum á afgreiðslu Dags, gegn fUndarlaunum. Barnarúm, sundurdregin, til sölu. Simi 1793.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.