Dagur - 17.01.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 17.01.1951, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 17. janúar 1951 Stjórn Laxárvirkjunarinnar býður út 5 milljón kr. skuldabréfalán Sala bréfanna hófst í gær um land allt Lýðræðissinnar fylkja liði gegn kommúnisfum í Verkamanna- félagi Ákureyrarkaupsfaðar Kosning stjórnar og trúnaðarmannaráðs fer fram um lielííina f gær auglýsti stjórn Laxár- virkjunarinnar útbo'ð 5 milijón króna handhafa skuldabréfaláns til þess að standa straum af inn- lendum kostnaði við Laxárvirkj- unina. Samtímis auglýsti stjórn Sogsvirkjunarinnar útboð 18 milljón króna láns, til virkjunar Sogsins. Ríkið og kaupstaðirnir, sem að virkjununum standa, þ. e. Reykjavík og Akureyri, eru í ábyrgð fyrir lánum þessum . 6% lán til 15 ára Lánin eru 6% lán, til 15 úra, og eru þriggja ára vextir greiddir strax við kaup bréfanna. Bréfin eru 300 ki'óna, 1000 króna og 5000 króna bréf. Verða þau til sölu í öllum bönkum og sparisjóðum, hjá rafveituskrifstofum og öðrum aðilum, sem auglýstir kunna að verða. Framkvæmdastjórn út- boðsins er sameiginleg fyrir bæði lánin og hefur Magnús Jónsson Blaðið hetfur áður greint frá helztu niðurstöðum fjárhagsáætl- unar bæjarins, eins og hún var til umræðu. Áætlunin var á dag- skrá bæjarstjómar í gær, til síð- ari umræðu. Bæjarráð lagði 'fyrir þennan fund nokkrar tillögur til breyt- ingar á áætluninni, og er heildar- niðurstaða þeirra, að áætluð út- svör lækka um 82 þús. kr., verða kr. 6.557.000,- en voru um kr. 6.635.000.00 áður. Aðalbreytingin er sú, að í stað þess að taka lán til Laxárvirkj- unar — 500 þús. kr. — að öllu leyti upp á gjaldahlið áætlunar- innar, var ákveðið að láta þar í móti koma lántöku 250 þús. Með þessu móti varð unnt að hækka framlög til nokkurra mála og bæta nýjum við, án þess að hækka útsvörin. Nýir liðir. Helztu nýir liðir eru framlag til vinnuskóla fyrir ungmenni 75 þús., og til viðhalds og endurbóta á íþróttahúsinu 40 þús. Breyting- ar eru helztar þessar: Til fegrun- ar í bænum, hækkar úr 86 þús. í 100 þús., styrkur til berklavarna- stöðvar hækkar úr 5 þús. í 6 þús., styrkur til vinnumiðlunarskrif- stofu 20 þús., fellur niður, sömu- leiðis kostnaður við úthlutun matvælaseðla, til verkfærakaupa verði varið 150 þús. í stað 50 þús. lögfræðingur í Reykjavfx verið ráðinn til að annast hana. Á Norðurlandi annast Tómas Árna- son lögfræðinguf dreifingu bréf- anna og er umboðsmaður lántak- anda. Þess er vænst að sölu bréfanna verði lokið fyrir 15. febrúar n. k. Ekki þarf að fjölyrða um, hvert nauðsynjamál er hér á ferðinni. Aukning orkuveranna er eitt hið mesta framfaramál, sem nú er á döfinni. Þótt ' erlend aðstoð sé fengin til þess, er eftir okkar hlutverk, að sjá um greiðslu inn- lends kostnaðar og má ekki minna vera en að það gangi greiðlega. Lán þetta er með svo hagkvæm- um skilmálum, að tvímælalaust er hagkvæmt fyrir fólk, sem á spari- fé á vöxtum, að kaupa bréfin. Er þess vænst, að undirtektir manna hér á Akureyri og í ná- grenni bæjarins, sem væntir raf- magns frá orkuveitunni, verði góðar. Albert Schweitzer er „maður aldarinnar“ að dómi listamanna National Art Foundation í Bandaríkjunum, en að stofnun þessari standa listamenn í 17 löndum, beitti sér nýle'ga fyrir því, að lisíamenn í þessum lönd- um veldu 10 merkustu menn ald- arinnar, og skyldi sá, er flest at- kvæði hlyti, hijóta nafnbótina „maður aldarinnar". Flest at- kvæði hlaut rithöfundurinn, or- gelleikarinn, trúboðinn og mann- vinurinn Albert Schvveitzer. — Hann er frá Elsass — en hefur dvalið mesta hluta ævinnar í Af- ríku, við mannúðarstörf. Hann er heimsfrægur rithöfundur og hljómlistarmaður. Schweitzer er nú 74 ára, og starfar enn sem læknir og trúboði í Afríku. Afbragðs sala hjá ,.Jörundi“ í gær Togarinn Jörundur seldi afla sinn í Grimsby í gær, ca. 2400 kit, fyrir 10.263 sterlingspund, .og er þetta afbragðssala. Yfirleitt hafa íslenzku togararnir selt ágætlega að undanförnu, en sölur Akur- eyrartogaranna hafa verið hæst- ar, sem kunnugt er. Segir friðarhorfur vænlegar Harold E. Stasscn, hinn kunni stjórnmálamaður í Bandaríkjun- um, og líklegt forsetaefni, kom hcim til Bandaríkjanna í síðustu viku, eftir ferðalag til Evrópu og Asíu. Hann kom fréttamönnuin á óvart er hann sagði þeim, við komuna til Washington, að hann teldi friðarhorfur betri nú en nokkru sinni fyrr sl. þrjú ár, og mundi brátt sjást, að Rúesar mundu ekki halda heimsvalda- stefnu sinni til streitu, heldur slá af. Erlend flutningaskip lesta karfamjöl - losa timbur í gær komu hér tvö erlend flutningaskip. E.s. Armira, finnskt skip, lestar karfa- ög upsamjöl til Hollands, á vegum Síldarverksmiðja ríkisins. Skip- ið lestaði um 400 lestir á Dag- verðareyri, tekur um 690 lestir frá Krossanesi, og lestar síðan á Hjalteyri og í Siglufirði. Þá er enska skipið Reykjanes hér að lisa timbur, til KEA og SÍS. Meiri snjó hefur kyngt niður hér slóðir að undanfömu en komið hefur í mörg ár, og er nú geysilegt fannfergi alls staðar hér um slóðir og mun svo vera um allan Norðlendingafjórðung og eiimig á Austurlandi. Samgöngur yfir fjallvegi hafa alveg stöffvast, og víða innan liéraða cimiig. Hér í Eyjafirði hefur verið reynt að halda helztu vegum opnum með snjóýtum, og hefur það tekizt að nokkru leyti, en aðrir vegir eru ófærir með öllu. Ef enn snjóar má húast við aff bifreiðir stöðvist al- veg um héraðið því að snjógöngin, sein ýturnar hafa gert, eru nú mann- hæðar há og þar yfir, og mun reynast erfitt að ryðja snjó úr þeim ef verulega snjóar í þau. Kosning stjórnar og trúnaðar- mananráðs Verkamannafélags Akurcyrarkaupstaðar fer frarn á föstudag, laugardag og sunnudag næstkomandi, en aðalfundur fé- lagsins verður haldinn að kosn- ingunni lokinni á sunnudaginn. Frestur til að skila listum er útrunninn um hádegi f dag, og er vitað, að tveir listar koma fram, listi lýðræðissinna og listi kommúnista, sem stjórnað hafa félaginu undanfarin ár. Er þess að vænta að lýðræðis- sinnarœtandi fast saman um lista sinn. Miðað við atkvæðatölur frá sl. hausti, er nú svo komið að kommúnistar eru að missa tök á Verkamannafélaginu og ætti að vera unnt að steypa flokksyfir- ráðum þeirra þar, ef lýðræðis- sinnaðir verkamenn sækja kosn- inguna fast og reyna að vinna lista sínum allt það fylgi, er þeir mega. Listi lýðræðissinna. Á lista lýðræðissinna eru þessir menn, til stjórnarkjörsins: Stef- án Árnason, Norðurgötu 15, formaður, Torfi Vilhjálmsson, Eyrarvegi 25, ritari, Eirikur Ein- arsson, Hólabraut 22, gjaldkeri, meðstjórnendur Haraldur Þor- valdsson, Munkaþverárstræti 30, og Hjörleifur Hafliðason, Þór- unnarstræti 122. Til trúnaðar- mannaráðsins stilla lýðræðissinn- ar þessum mönnum upp: Árni Þorgrímsson, Stefán Aðalsteins- son, Konráð Sigurðsson, Stefán Hólm Kristjánsson, Björn Ein- Tekizt hefur að fl.vtja næga mjólk til bæjarins. Enn sem komið er liefur tekizt aff flytja næga mjólk til bæjarins frá nærliggjandi sveitum, en ekki án mikilla erfiðleika fyrir bændur og nijólkurflutninga bílstjóra. Bíl- arnir úr Saúrbæjar- og Hrafnagils- hreppum voru t. d. 18 tíma á leið- inni, lógðu al stað nteð ýtu framan að kl. 6 á ntánudagsmorguninn, en komu í bæinn um liádegi í gær. Betur hefur gengið að flytja úr Öngulstaðahreppi, og úr Arnarnes- hreppi mun ltafa komið bíll í gær. Af Svalbarðsströnd er ntjólkin flutt sjóveg, en bílar voru í gær að reyna að brjótast frá Dalvík, en óvíst að það takist. Haglaust er nú með öllu ltér um slóðir og sést hvergi á dökkvan díl. Er útlitið harðindalégra en verið hefur um mörg undanfarin ár. arsson, Kristinn Árnason, Gunn- ar Aðalsteinsson, Baldvin Sig- urðsson, Anton Magnússon, Jak- ob Böðvarsson, Benedikt Valdi- marsson, Daníel Guðjónsson. Listi kommúnista. Kommúnistar stilla upp hreinum flokkslista, og skipa hann þessir menn: í stjórn: Björn Jónsson, formað- ur, Guðmundur Baldvinsson, ritari, Svavar Jóhannesson, gjaldkeri, meðstjórnendur Hösk- uldur Egilsson og Gestur Jó- hannesson. 1 trúnaðarmannaráð stilla kommúnistar upp þessum mönnum: Jóhannes Jósefsson, Loftur Meldal, Steingrímur Egg- ertsson, Sigurjón Jóhannesson, Stefán Eiríksson, Olafur Þórðar- son, Ólafur Aðalsteinsson, Ágúst Ásgrímsson, Þorsteinn Jónatans- son, Rósberg G. Snædal, Björg- vin Einarsson og Kristinn Árna- son. Þrír vélbátar hafa fengið leyfi til að kaupa fisksjá Fiskisjá heitir nýjasta tækið sem notað er til þess að leita að j fiski í sjónum, og þykir það taka öðrum slíkum tækjum fram. Hef- ur áður verið greint frá tæki þessu hér í blaðinu. Er það þýzki að uppruna. Nú hafa gjaldeyris- yfirvöldin veitt þremur fiskibát- um hér á landi leyfi til að kaupa slík tæki. Eru það vélbátarnir Hólmsteinn frá Stokkseyri og Gotta og Jötunn í Vestmannaeyj- um. Umboðsmenn fiskisjáarinnar hér á landi eru Sturlaugur Jóns- son & Co. í Reykjavík og Bryn- jólfur Sveinsson h.f., Akureyri. Kaffið lengi á leiðinni frá Reykjavík Kaffiskipið Selfoss, sem kom til Reykjavíkur 6. þ. m., er nú á leiðinni hingað, með kaffi það, sem hingað kemur, og er lengi á leiðinni. Mun skipið koma hér á morgun í fyrsta lagi. Ef áhugi hefði verið fyrir því hjá forráða- mönnum Eimskipafélagsins, hefðu þeir auðveldlega getað flýtt kaffisendingunni, t. d. með því að senda eitthvað af kaffinu með strandferðaskipunum, eða hraða meira för Selfoss. Ef Sam- bandið hefði haft sama snið á siglingum Arnarfells fyrir jólin og Eimskip hefur nú á för Selfoss, mundu appelsínumar hafa kom- ið hingað um nýársleylið. Útsvörin endanlega áætluS sex og hálf inilljón - 84 þús. lækkun frá fyrri áætlun Geysilegf fannfergi norðanlands Samgöngur stöðvast- haglaust með öllu víðast hvar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.