Dagur - 14.02.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 14.02.1951, Blaðsíða 1
Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 1166. AGU DAGUR er eina hlaðið á land- inu, sem flytur fastan búnað- arþátt. — Bændur! Gerizt áskrifendur! XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 14. febrúar 1951 7. tbl. Akiireyringar heiðra séra Friðrik J. ílafnar vígslubiskup með samsæti að Hótel Kea í kvöld Séra Friðrik J. Rafnar vígsiubiskup er sextugur í dag og af því tilefni gengst Sóknarnefnd Akureyrar fyrir samsæti, er haldið er til heiðurs vígslubiskupin- tim og frú hans, að Hótel KEA kl. 7 síðdegis í dag. Samsæti þetta sitja á ann- að hundrað manns og verð- ur þar mælt fyrir minni heiðursgestanna. Séra Benjamín Kristjáns- son ritar um séra Friðrik J. Rafnar á 5. síðu blaðsms í dag. Dagur sendir séra Frið- rik J. Rafnar kveðjur og árnaðaróskir á þessum tímamótum í ævi hans og þakkar honum langa og ánægjulega viðkynningu. af vörum á siðastliðnu ári Höfðu 18 sinnum viðkomu hér á Akureyri Á árinu 1950 liafði skipadeild SfS 22 leiguskip í förum, auk Sambandsskipanna tveggja, Hvassafells og Arnarfells, og fluttu öll þessi skip sam- tals 74216 smálestir af vör- um til landsins og frá því og milli hafna hér við land. Samtals höfðu skipin 315 viðkomur í 40 íslenzkum höfnum og 90 viðkom- ur í 32 erlendum höfnum í 13 löndum og 3 hehnsálfum. Ferðirnar skiptust þannig: Hvassafell fór 13 ferðir og hafði 99 viðkomur í 39 íslenzkum höfn- um og 24 í 19 erlendum höfnum. Skipið flutti samtals 19.900 smá- lestir að landinu og frá því og í milli hafna hér við land. Arnarfell fór 11 ferðir og kom 106 sinnum á 39 íslenzkar hafnir og 27 sinnum í 17 erlendar hafn- ir í 10 löndum og 3 heimsálfum. Skipið flutti samtals 22.361 smá- lest. Leiguskipin 22 fóru 40 ferðir og höfðu 110 viðkomur í 40 ís- lenzkum höfnum og 39 viðkom- ur í 11 erlendum höfnum .Þau fluttu alls 31.864 lestir af vörum, fóru-flest aðeins eina ferð hvert. Samtals verða vöruflutningarnir með Sambandsskipunum 74.216 smálestir, þar af 58.607 lestir til landsins, en 15.418 elstir frá land- inu og 189 lestir milli hafna hér. 18 viðkomur á Akureyri Komur skipanna á íslenzkar hafnir skiptast þannig: Reykja- vík 25 sinnum, Akureyri 18 sinn- um, ísafjörður 15 sinnum, Siglu- fjörður 14 sinnum, Skagaströnd 11 sinnum, Akranes 10 sinnum, Sauðárkrókur 10 sinnum, Húsa- vík 9 sinnum, Hafnarfjörður 9 sinnum, og síðan færri ferðir á ýmsar aðrar hafnir. Jökulfell, hið nýja kæliskip SÍS er væntanlegt til landsins í apríl n. k. Fyrstu nýju vélarnar á Gefjun teknar í notkun Rætt um hámarksverð á fiski í Bretlandi Nýtt hefti af Fishing News skýrir frá fundi, sem haldinn var laust fyrir mánaðamótin síðustu íneð fulltrúum útgerð- armanna og brezka matvæla- ráðuneytisins. Umræðuefnið var hið háa verðlag á fiski í Bretlandi og leiðir til að lækka það. í umræðunum lýsti mat- vælaráðherrann. Mauricc Webb, yfir því, að'hann hefði til atliugunar að setja aftur hámarksverð á fisk, ef ckki yrðu verulegar úrbætur á ríkjandi ástandi. Fulltrúar út- gerðarmanna lögðust eindreg- ið gegn hámarksverðinu og töldu að fiskverðið mundi lækka áður en langt um liði, og var talað um að breytingin mundi koma um 10. febrúar. Utgerðarmenn sögðu að allar fleytum, sem unnt væri að senda á sjó, væru á veiðum, og væru horfur á því að mikið fiskmagn bærist að landi. Síðustu sölur togar- anna I sl. viku seldi „Svalbakur" 3729 kit í Bretlandi fyrir 13.087 sterlingspund, og á laugardaginn seldi „Jörundur" 3374 kit fyrir 9634 sterlingspund. „Harðbakur" er nú á leið til Bretlands með fullfermi. „Kaldbakur“ er á veiðum, en væntanlegur hingað innan skamms. „Svalbakur" er kominn heim úr síðustu söluferð. Hvatning til íbúa orkuveitusvæðis f Laxárvirkjunarinnar um þátttöku f í lánsútboðinu Lánsútboð Laxárvirkjunarinnar er nú hafið og fást skulda- bréf hjá öllum sparisjóðum, rafveituskrifstofum og bankaúti- búum á orkusveitusvæði Laxár. Sala hefur gengið treglega, svo að horfur eru á, að verulegt innlent fjármagn skorti til framkvæmda. Mun þetta valda drætti á, að verkinu ljúlti. En það mun samdóma álit allra íbúa orkuveitusvæðisins, hvílíkt nauðsynjamál það er þeirn, að framkvæmdum Ijúki sem fyrst. Þess vegna hvetjum við undirritaðir stofnanir og almenning I á orkuveitusvæðinu til að bregðast vel við og hefja eftir efn- um og ástæðum þátttöku í lánsútboðinu. Með því eina móti má tryggja fljóta framkvæmd þessa nauðsynja- og fram- faramáls. FRIÐJÓN SKARPHÉÐINSSON, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu og bæjarfógeti Akureyrar JÚL. HAVSTEEN, sýslumaður Þingeyjarsýslu og bæjarfógeti Húsavíkur. STEINN STEINSEN, bæjarstjóri á Akureyri. FRIÐFINNUR ÁRNASON, bæjarstjóri á Húsavík. $>Q>Q>G><$>Q>&&&S><$>Q>G>®<&&$>G>Q>Q><$>Gx§^>&$><í>§><&&$x§><í><$><$Q><&&&$x$>G><$><&§>&$>ö> Verksmiðjaii greidcli 5,2 millj. króna vinmilaon á síðastliðnii ári - á þriðja Iiundrað manns haf a atvimiu við verk- smiðjureksturinn og nýbyggisiguna Samband ísl samvinnufélaga hefur með höndum stórfelldar framkvæmdir á Gefjun og munu landsmenn almennt naumast hafa áttað sig á þeirri byltingu í ullariðnaðinum, sem þar er að verða, né heldur hafa Akureyr- ingar skilið til fulls, hverja þýð- ingu hin nýja Gefjun hefur fyrir atvinnulíf þeirra og efnahagsaf- komu kaupstaðarins. Nokkra hugmynd um þetta efni má þó fá af tölum, sem Sam- band ísl. samvinnufélaga birti í sl. viku, en samkvæmt þeim hef- ur Gefjun greitt 5,2 millj. ki-óna í vinnulaun á sl. ári, en 219 menn höfðu atvinnu við verksmiðjuna á árinu, 174 við ullarverksmiðjuna sjálfa, 20 við ullarþvottastöðina og 45 við nýbygginguna. Nú eftir áramótin mun þessi tala heldur hafa hækkað, því að unnið er við að fullgera nýja verksmiðjuhús- ið og er ætlunin að ljúka því í sumar. Fjórði hluti byggingarinnar er í notkun. Nú nýlega hefur um það bil Vi hluti nýbyggingarinnar verið tekinn í notkun og er þar komið fyrir nokkrum hluta hinna nýju véla, sem yerða í nýju verk- smiðjunni. Þegar er búið að reyna tvær svissneskar spunavél- ar, af nýjustu og fullkomnustu gerð, og hafa svissneskir sér- fræðingar verið hér til þess að setja þær upp, og eina kembi- vélasamstæðu, sænska, og hafa sænskir sérfræðingar unnið við að setja þá vel upp.Innanskamms verður komið fyrir nýjum vef- stólum í nýbyggingunni og verða þeir 16 talsins, þar af 8 algerlega sjálfvirkir, og er það ný og full- komin gerð vefstóla. Flestar hinna nýju véla til loðbands- og vefnaðardeilda verksmiðjunnar eru komnar hingað og verða settar upp eins fljótt og húsið er tilbúið að taka við þeim, en vélar í kambgarns- deildina eru ekki komnar enn. Verða það brezkar vélar af nýj- ustu gerð. Þegar nýja verksmiðjan tekur að öllu leyti til starfa, vei'ður hún fullkomin um allan vélabún- að og húsakynni og á að geta unnið úr mest allri ullarfram- leiðslu lnadsins. Aukning framleiðslunnar á síðastliðnu ári. Afköst gömlu verksmiðjunnar á árinu, sem leið, voru 75 þúst metrar af dúk, 2317 stk. teppi, 604 stk. stoppteppi, 26.949 kg. kamb- gamsprjónaband, 10.281 kg. ann- að band og 61.265 kg. lopi. Er þetta allveruleg framleiðsluaukn- ing í öllum greinum nema lopa, miðað við árið 1949, t. d. jókst dúkaframleiðslan um 14000 metra. Þrátt fyrir þessa aukningu getur verksmiðjan ekki fullnægt eftirspurn eftir dúkum og bandi. En þegra nýja verksmiðjan verð- ur að öllu leyti tilbúin, er þess vænzt, að ekki þurfi að verða skortur á þessum vörum. Minni sígarettureyk- ingar Tóbakseinkasala ríkisins skýrir svo frá, að íslendingar hafi reykt • 10 milljón færri sígarettur árið 1950 en áirð 1949, en samt reyktu þeir 128,2 millj. sígaretta á sl. ári, 2,284,000 stk. vindla og tóku 34,8 smálestir í nefið. Heildarsala einkasölunnar á sl. ári varð kr. 45.368.390.00. Dregið hefur úr reykingum á seinni árum, en notkun neftóbaks hefur heldur farið í vöxt. Sala Laxárbréf- anna aðeins 700 þús. kr. Skuldabréf Laxárvirkjunar- innar hafa nú selzt fyrir 700 þús. kr., en 4,3 millj. skort- ir á til að afla nauðsynlegs fjár til virkjunarinnar. Er því þörf á því að allir þeir, sem þess eiga nokkurn kost, íhugi vand- lega, hvort þeir geta ekki keypt bréf. Kjörin eru góð og mjög aukin sala skuldabréfanna er nauðsyn til þess að tryggja framgang málsins. Hér eiga allir íbúar orkuveitusvæðisins mikilla hagsmuna að gæta.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.