Dagur - 21.02.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 21.02.1951, Blaðsíða 1
12 síður Akureyringar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í shna 1166. DAGUR er eina blaðið á land- inu, sem flytur fastan búnað- arþátt. — Bændur! Gerizt áskrifendur! XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. febrúar 1951 8. tbl. Frá fuglasýningunni í barnaskólanum Frá fuglasýningu Dýraverndunarfélagsins í samkomusal Barnaskól- ans. Þarna eru sýndar um 100 tegundir fugla, og hafa allir fuglarnir vcrið fangaðir hér á landi og hefur Kristján Geirmundsson upp- stoppað þá alla. Myndin sýnir ugl'urnar, sem á sýningnnni eru, snæ- ug!u, cyrúglu, branduglu og kattuglu, og grænlenzka hvítfálkann, sem hingað sækir endrum og eins. í baksýn eru liin smekklegu tjöld Elísabetar Geirmundsdóttur. Nánar er greint frá sýningunni annars síaðar í blaðinu. — Edvard Sigurgeirsson tók myndina. Óvenjulega skemmtileg afmælisgjöí: Þúsund úrvals trjáplönlur af psum tegundum í sérstökum trjálundi Fjórir vinir Sigurðar 0. Björnssonar, prent- meistara, þakka honum skógræktarfram- kvæmdir á skemmtilegan hátt Brezkir þingmenn krefjast takmarkana á fisklönd unum erlendra skipa r Hvað ræddu fulltráar Islands í Strass' bourg við brezk stjórnarvöld? Sigurði O. Björnssyni prcnt- meistará á Akurcyri bárust niargar góðar gjafir og veglegar á fimmtugsafmælinu, 27. f. m., en ein gjöfin mun þó þykja sér- kennilegust. Fjórir vinir Sigurðar og sam- starfsmenn í skógræktarmálun- um, sendu honum svofellda orð- sendingu heim á afmælisdaginn: „I tilefni af fimmtugsafmæli þínu, höfum við undirritaðir ákveðið að gróðursetja trjálund að óðali þínu. Sellandi í Fnjóskadal, á vori komanda. í þessum afmælislundi þín- um verða þúsund lirvals trjá- plöntur af ýmsum tegundum, og í honum látum við reisa stein með áhöggnu nafni þínu og afmæliskveðju. Skógarlundur þessi mun að von okkar og ósk verða þér sí- feildur ánægjuauki og þakk- íætisvottur fyrir áhuga þinn og framkvæmdir í þágu íslenzkrar skógræktar. Með alúðarkveðjum, Hákon Bjarnason, Einar E. Sæmundsen, Skarphéðinn Ásgeirsson, Árni Bjarnarson.“ Það er alveg vafalaust, að hin- oim mikla skógræktarmanni Sig- urði O. Björnssyni þótti sérstak- lega vænt um þessa gjöf, en ekki mun honum síður hafa þótt vænt um það fordæmi, sem þarna var gefið. Þama er bent á óvenjulega skemmtilega aðferð til þess að gefa góðar afmælisgjafir — gjafir, sem standa lengur en flcstar aðrar og eru varanleg- ur minnisvarði yfir bæði þiggjanda og gefanda. Og með þessum hætti niætti auka trjá- plöntunina á ári hverju og koma fleiri cinstaklingum en Engin mjólk harst til bæjarins í gær f fyrrinótt brast á norðaust- an stórhríð hér um slóðir, með mikilli fannkoniu og svo miklu hvassviðri, að ilfstætt var á bersvæði. Saingöngur allar ] innan héraðs hafa teppst og í gær var ekki öðrum bílum fært um bæinn en jeppum og vörubílmn, og veittist fullerf- I i itt. Bifreiðastöðvarnar voru I lokaðar. í gær barst engin mjólk til | bæjarins. Einn bíll mun hafa lagt af stað í gærmorgun — úr Arnai'nesshreppi — en snúið við fljótlega, enda var stór- .hríðin óskapleg og vegurinn brátt ófær. Enda þótt upp stytti í dag, má búast við því að tafir verði á því að koma mjólk til bæjarins vegna ófærðar. Vi; =...... -- 9 umsækjendur um hafnarvarðarstarfið Umsóknarfrestui' um hafnar- varðarstarfið hér í bænum, var útrunninn um miðjan mánuðinn og bárust 9 umsóknir, frá þessum mönnum: Árni Sigurðsson, Björn Einarsson, Jakob Jónsson, Har- aldur Guðnason, Axel Jóhanns- son, Sigurður Sigurðsson, Valdi- mar Sigtryggsson, Viktor Jak- obsson og Þorsteinn Stefánsson. Á fundi Hafnarnefndar 17. fe- brúar var rætt um veitingu starfs ins og gat nefndin ekki orðið sammála um að benda bæjar- stjórn á neinn einn mann úr hópi umsækjendanna, en stungið var upp á 2 mönnum, þeim Viktor Jakobssyni skipstjóra og Þor- steini Stefánssyni skipstjóra. ÞORSTEINN STEFÁNSSON KJÖRINN. Á bæjarstjórnarfundinum í gær, var Þorsteinn Steíánsson skipstjórinn kjörinn í hafnar- varðarstöðuna með 6 atkv. — Viktor Jakobsson skipstj. fékk 5 atkv. ella í beint og lífrænt samband við skógræktina. Um þessar mundir auglýsa skógræktarfélögin eftir pöntun- um í trjáplöntui’, sem eiga að af- greiðast í vor. Nú er því tæki- færi til þess að undirbúa veglega afmælisgjöf, sem getur orðið til sæmdar og gleði og auk þess til mikils gagns fyrir landið og til yndisauka óbornum kynslóðum. Urvals trjáplöntur ætti að verða sú afmælisgjöf, sem mest og bezt verður metin á árinu 1951! Brezka ríkisstjórnin heíur bor- ið fram frumvarp um stofniin svonefnds Hvítfiskráðs (White Fisli Autority) og á ráð þetta að vinna að endurskipulagningu brezku fiskveiðanna og fiskiðn- aðins. Frumvarpið var til fyrstu um- ræðu í neðri málstofunni 25. jan- úar sl. og var vísað til nefndar. í umræðunum kom í ljós, að frum- varpið. hefur fylgi beggja flokk- anna, enda þótt gert sé ráð fyrir nokkrum breytingum í meðförum þingsins. Takmarkanir á fisklöndunum. í umræðunum um málið, sem einnig snerust um ástandið í út- gerðarmálum Breta yfirleitt, komu fram allháværar kröfur frá þingmönnum um takmarkanir eða jafnvel bann á fisklöndunum erlendra skipa í Bretlandi. Kvart að var undan samkeppni erlendra fiskiskipa og bent á, að Bretar hefðu ekki lagt sama kapp á að endurnýja togaraflota sinn og sumar aðrar þjóðir, t. d. íslend- ingar, enda væri samkeppni hörð frá þeim, og erfitt að standast hana. Kom þetta sjónarmið eink- anlega fram í ræðu, sem þing- maðurinn Mr. Duthie, frá Banff, flutti, en hann er íhaldsmaður. Hann sagði m. a.: „Síðan í stríðs- lok hafa sex nýjir togarar bætzt í togaraflota Aberdeen-manna, sem telur í allt 150 skip, er mörg hver þjónuðu ágætlega í styrjöldinni 1914—1918 og í síð- asta stríði. Megin hluti flotans er 20—50 ára. . . . þetta eru skipin, sem verða að keppa við nýtízku erlend skip, sérstaklega íslenzk, en íslendingar eru einna harð- astir keppinautar fiskimannanna í Aberdeen, og togarar fslendinga voru keyptir fyrir fisk, er þeir seldu okkui' meðan okkar eigin skip voru í þjónustu flotastjórn- arinnar. ... “ Kröfurnar um að takmarka landanir erlendra skipa í brezk- um höfnum, eða jafnvel að banna þær, fengu engar undirtektir hjá stjórninni. Offiski — viðræður í Strasbourg? Nokkrir brezku þingmannanna kvörtuðu sárlega yfir því, að er- lend fiskiskip sæktu fast á fiski- mið brezkra fiskimanna, eyði- Jegðu veiðarfæri þeirra og stefndu fiskistofninum í hættu. Var einkum talað um framkomu belgískra fiskimanna í Moray- firði, og um offiski þar. Einn þingmannanna benti á nauðsyn þessi að þriggja mílna landhelgin við strendur Bretlands, væri færð út á tímabilum, þar sem uppeld- isstöðvar fisksins eru. Þessi um- mæli brezku þingmannanna eru liin athyglisverðustu og ættu að geymast í minni næst er íslend- ingar ræða landhelgismál og of- fiski á íslandsmiðum við brezk stjórnarvöld. Annars var svo að heyra í þessum umræðum í brezka þinginu, að fiskveiðamál hefðu nýlega borið á góma í milli íslenzkra og brezkra stjórnar- valda, enda þótt ekkert hafi heyrzt um þau mál hér heima. Þegar Hector MeNeill, Skot- landsmálaráðherra, svaraði gagn- rýni þeirri, er fram kom á hvít- fiskfrumvarpið, sagði hann m. a. á þessa leið: „Hvað við kemur spurningunni um offiski, höfum við haft beint samband við ríkis- stjórnirnar tvær — þá íslenzku og þá belgísku — en þær hafa ekki enn sem komið er treyst sér til þess að taka sömu afstöðu og við. Háttvirtir þingmenn munu hafa séð ummæli, sem fram komu í Strasbourg, og vita því að full- trúar þessara tveggja ríkja létu í Ijósi fullan skilning á fyrirætlun- unum, en sýndu fram á, að í öðru tilfellinu voru það stjói'narfars- legir, en í hinu tekniskir erfið- leik, sem vörnuðu því að þau gætu tekið sömu afstöðu. . . . “ Eins og fyrr segir hefur ekkert heyrzt hér heima um neinar við- ræður um fiskveiðamál í Stras- bourg, en þar voru þrír fulltrúar íslands á Evrópuþingi sem kunn- ugt er. Thomas Mann aftur- kallar undirskrift á Stokkhólmsávarp ÞÝZKA SKÁLDIÐ Thomas Mann hefur afturkallað undir- skrif sína á Stokkhólmsávarp- inu, og segir í því sambandi, að hann telji nú sannað, að sérhver friðarhreyfmg, sem sé lirundið af stað af kommúnist- um, eða studd af þeim, geri heimsfriðinum ineira tjón en en gagn. Ekki hefur flak flugvélarinn- ar Glitfaxa fundist enn þrátt fyrir mikla leit á Flekkuvík og næsta nágrenni. Fyrir tveimur dögum var talið líklegt að flak- ið hefði fundizt á botninum, en er kafari fór niður, á 33 metra dýpi, reyndist þar vera tog- víraflækja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.