Dagur - 04.04.1951, Síða 2
2
D A G U R
Miðvikudaginn 4. apríl 1951
Aukið fjármagn ti! landbúnaðar
(Framhald af 1. síðu).
6. Að boðin séu út handa Bygg-
ingarsjóði og Ræktunarsjóði lán
innanlands með þeim kjörum, að
kaupendum skuldabréfanna verði
tryggð greiðsla þeirra með sama
verðgildi gagnvart landbúnaðar-
framleiðslu og er á þeim tíma,
sem skuldabréfin eru keypt.
7. Að framlag ríkissjóðs til
Ræktunarsjóðs sé aukið svo sem
nauðsynlegt er til greiðslu á
vaxtamun þeirra lána, er hann
kemur til að veita, og þess láns-
fjár, er honum verður aflað.
8. Að stjórn Búnaðarfélags ís-
lands, stjórn Stéttarsambands
bænda, Nýbýlastjórn ríkisins og
Búnaðarbanki íslands skipi sinn
manninn hver í fjárfestingar-
nefnd landbúnaðarins, sem vinni
að því að landbúnaðinum sé ætl-
að nægilegt fé til þeirra fjárfest-
ingar, sem hér er farið fram á, og
tillögur um hvernig það skiptist á
milli hinna einstöku lánadeilda.
Greinargerð:
Búnaðarþing barst erindi frá
Stéttarsambandi bænda undirrit-
að af Sverri Gíslasyni formanni
sambandsins, þar sem lögð var
fram rækileg áætlun með grein-
argerð um fjárfestingarþörf land-
búnaðarins næstu 10 ár og bent
á leiðir til að framkvæma þá f jár-
festingu. Samkvæmt áætlun þess-
ari er fjárfestingarþörf landbún-
arins næstu 10 ár 1220 millj. kr.
en bent er þó á, að ef til vill
mætti lækka þessa áætlun í 1000
millj. kr. og myndi þá fjárfest-
ingin skiptist þannig:
1. Bústofnsaukn. (sauðfé fjölg-
í að í 700 þús. nautgr. í 60 þús.
: þar af. rúmlega 40 þús.' kýr)
120 millj. kr.
2. Ræktun (miðað við fóður
handa þessari bústofnsaukn-
ingu) 130 millj. kr.
3. Búvélar 230 millj. kr.
4. Ibúðarhús 220 millj. kr.
5. Heygeymslur (vegna aukins
heyfengs) 110 millj. kr.
6. Fjós (vegna fjölgunar. naut-
gripa) 26 millj. kr.
8. Hesthús og verkfærageymsl-
ur 4 millj. kr.
9. Mjólkurbú 4 millj. kr.
10. Sláfur og frystihús 11 millj. kr.
11. Ýmis verkf. og áhöld 10 m. kr.
Samtals 1000 millj. kr.
Búnaðarþing hefir svo stuttan
tíma til umráða og svo mörg mál
að afgreiða, að því er ekki fært
að grandskoða þessa áætlun í ein-
stökum atriðum eða það, hvort
hún muni vera að fullu fram-
kvæmanleg. En þingið lítur svo
á, að hér sé um svo mikilvægt og
áríðandi mál ‘að ræða, að eigi
verði fram hjá því gengið. Það
leggur þvi til, að næstu tvö ár
verði fjár-festingu landbúnaðar-
ins hagað svo, að höfð sé jöfnum
höndum hliðsjón af áætiun þess-
ari og þeirri fjárfestingu, sem
verið hefir í landbúnaði hin síð-
ustu ár. Eftir þeim upplýsingum
er Búnaðarþing hefir aflað sér,
hefir fjárfesting í landbúnaði árið
1950 verið um 50 millj. króna,
og er þá eigi með talin sú fjár-
festing, sem orðið hefur við kaup
á landbúnaðarvélum. Þetta svarar
til a. m. k. 70—80 millj. kr. fjár-
festingar miðað við núgildandi
verðlag, og er 1. liður ályktunar-
innör við þetta miðaður. Lítur
Búnaðarþing svo á, að ekki muni
vera rétt að spenna bogann hærra
eins og afkomu landbúnaðarins
er riú komið, enda muni verða
unnt að, auka fjárfestinguna eft-
ir því sem framleiðslan vex og
verði á þann hátt unnt að ná því
marki, sem áætlunin setur, á 10
árum, þó að eigi sé gert ráð fyrir
meiri fjárfestingu næstu tvö ár
en hér er gert.
Tillögur Búnaðarþings um út-
vegun lánsfjár fjárfestingarinnar
eru við það miðaðar, að bændur
leggi fram eigið fé til hennar
svo sem framast má verða eftir
þeim upplýsingum, sem nú eru
til um tekjur og eignir bænda-
stéttarinnar. Er gert ráð fyrir, að
framlag eigin fjár til fjárfesting-
arinnar verði sem næst
85—90% til bústöfnsaukningar-
innar, 8.5.millj.
75% til ræktunarinnar, 8 millj.
50% til vélakaupa, 9 mihj.
25% til bygginga 11 millj.
Lánsfé til ræktunar og bygg-
inga er ætlazt til að bændur fái
að mestu í Byggingarsjóði og
Ræktunarsjóði og þarf að stór-
auka starfsfé beggja þeirra sjóða
til þess að svo geti orðið. Til þess
að bænþur geti fengið sæmilega
hagstætt lánsfé til vélakaupa og
bústöfnsauknmgar- sér Búnaðar-
þing elcki aðra leið en þá, að þeir
taki lánin gegn veði í fasteign, og
myndi helzta leiðin til þess vera
sú að auka; starfsfé Veðdeildar
Búnaðarbankans. Sparisjóðir
héraðanna myndu og geta lánað
nokkuð fé til fjárfestingarinnar,
en því aðeins myndu þeir geta
staðið við að veita sæmilega hag-
stæð lán og hliðstæð þeim, er
Byggingarsjóðúr, Ræktunarsjóð-
ur og Veðdeild Búnaðarbankans
veita, að þeir njóti styrks til
greiðslu á vaxtámun.
Um öflun starfsfjár til lánstbfn-
ana landbúnaðarins er það helzt
að segja, að tíllagan um erlent
lán er í smræmi við þann undir-
búning,"sem þegar er hafinn í
því efni,.en tillagan um framlag
Mótvirðissjóðs er aðeins um eðli-;
lega híutdeild landbúnaðarins í
þeim sjóði og í samræmi viS þær
upplýsingar er Búnaðarþing hef-
ir aflað sér um getu hans. Til-
lagan um lögfestingu á því, að
hluti sjóða opinberra Trygginga-
stofnana og tryggingarfélaga sé
ávöxtuð í landbúnaði teluf Bún-
aðarþing éðlilega réttlætiskröfu,
sem því finnst sjálfsagt að -tekin
verði til greina. Urn lánsútboð til
handa Byggingarsjóði og Rækt-
unarsjóði leggur Búnaðarþing til
að farið sé inn á nýja leið, sem
tryggi lánveitendur miklu betur
en áður hefir verið gert gegn
verðfalli lánsfjárins. Þetta er a.
m. 1. gert í von um það, að með
því verði unnt að afla lánsfjár,
er ekki fengist á annan hátt, en
jafnframt er hér að hugsuðu máli
snúið af þeim vegi, að leggja
verðfellingu spai-ifjárins einyörð-
ungu á sparifjáreigendur. Fyrir
lántakendur er það ekkert á-
hættusamara að fá lánsfé á þenn-
an hátt en með því að taka er-
lent lán í gjaldeyri með stöðugu
gangi gagnvart gulli, og á það skal
enn bent, að ekki er til þess ætl-
azt að hlutur essa lánsfjár sé
nema um 1/6—1/5 alls lánsfjár-
ins til fjárfestingarinnar.
Með þeirri aukningu á starfs-
fé því, er Ræktunarsjóði er ætlað
með tillögum þessum, er þess ekki
til þess að greiða mun á vöxtum
ess lánsfjár, er sjóðurinn verður
að fá, og þess lánsfjár, er hann
kemur til að veita til fjárfesting-
arinnar, ef þau lánskjör verða ó-
breytt frá því, sem nú er. Bún-
aðarþing sér hins vegar enga leið
til þess, eir»s og nú horfir um
verðlagsmál landbúnaðarfram-
leiðslunnar, að bændur hafi efni
á þeirri fjáifestingu, sem hér er
gert ráð fyrir, nema lánskjör
Ræktunarsjóðs haldist eins og
þau eru nú. Verður þá ekki und-
an því komizt, að auka árlega
framlag ríkisins til reksturs sjóðs-
ins.
Nefnd þeirri, er Búnaðarþing
ætlast til að stjórn Búnaðarfé-
(Framhald á 5. síðu).
I STUTTU MALI
ÍSLENDINGURINN Frið-
björn Björnsson — ballett-
dansari í Kgl. ballettinuni í
Kaupmannahöfn, — er í miklu
áliti hjá Dönum. Nýlega hlaut
Friðbjörn 1000 kr. styrk úr
sjóði Nexöe-Larsens, en
styrkur þessi er veittur efni-
legum listamönnum.
ÍTALSKI hljómsveitarstjór-
inn Mario Rossi hefur gist
Kaupmannahöfn að undan-
förnu og stjórnað hljómsveit-
um. í sl. viku stjórnaði hann
m. a. Kgl. hljómsveitinni, er
lék m ,a. ballettmúsík úr „La
Giara“ eftir Casellas. Var Ein-
ar Kristjánsson óperusöngvari
fenginn til þess að syngja
sólóhlutverk með hljómsveit-
NORSKIR skíðamenn sendu
nýlega 10 stóra kassa af snjó
sem gjöf til skíðasambandsins
í London, og átti að nota snjó-
inn við stpkkkeppni á Hamp-
stead Heath í London. En þeg-
ar ensku skíðamennirnir ætl-
uðu að fara að taka á móti snjó
sínum, kom tollurinn og
hcimtaði 10% tollgjald. Fór
málið þá að vandast. Var að
lokum leitað sérstakrar heim-
ildar frá fjármálaráðuneytinu
að undanþiggja scndinguna
tolli.
DANSKA STJÓRNIN ráð-
gerir að láta hefja hlývinnslu
í stórum stíl á Grænlandi, í
blýnámum þeim er dr. Lauge
Koch fann þar sumarið 1948.
Stjórnin hyggst verja 10 millj.
króna í undirbúning í ár.
Ársvinnsla á að geta orðið
25.000 tonn.
-K
SÍÐASTL. MANUDAG hóf-
ust samningaumleitanir milli
Dana og Englendiuga um verð
á landbúnaðarvörum, er Dan-
ir selja Bretum. Danir gera sér
nú vonir um að fá. verulega
verðhækkun, enda telja þeir
henpar mikla þörf. Rekstrar-
vörur landbúnaðarins hafa
hafa mjög hækkað, en Bretar
hafa haldið verðinu niðri og
hefur það fært Dönum mikil
efnahagsvandræði, að fást við.
Vart er þó búizt við því, að
Danir fái eins hátt verð og
þcir telja sig þurfa.
*
MATVÆLARÁÐHERRA
Austur-þýzku stjórnarinnar
kallaði blaðamenn á fund sinn
nú laust fyrir mánaðamótin og
tilkynnti þeim, að fyrir fram-
þróun vísindánna austur þar
hefði austurþýzkum vísinda-
mönnum tekizt að framleiða
þurrmjólk! Sagði hann fram-
lpjðsluna mundi hefjast um
miðjan apríl. Ráðherrann —
dr. Albrecht — tók sérstaklega
fram, að heiðurinn af þessari
stórmerku uppfinningu ættu
austurþýzkir vísindamenn. —
Blaðamenn Vcsturlanda spá
því að Albreeht muni ekki
sitja lengi á ráðherrastóli eftir
slíka yfirlýsingu, því að vita-
skuld hafi Rússar fundið upp
þurrmjólkina fyrir langa
löngu, sbr. flugvélina og púðr-
ið, f viðtali sínu taldi dr. AI-
brecht það ejnn mesta kostinn
vjð liina ,nýju(!) uppfinningu,
að fólk gæti notað þui'rmjólk
á sumrin, þegar annarri mjólk
hættir til að súrna. Kommún-
istablöðjn eystra töldu þessa
síðustu athugasemd ráðherr-
ans sérstaklega eftirtektar-
verða!
Dagskrármál landbúnaðarins:
Dráttarvélakaup bænda
f hinum ýmsu blöðum landsins i verulegt vinnuafl, sem varla
hafa að undanförnu verið stórar kemur til. greina á litla. búinu,
auglýsingar um dráttarvélar og! sem hér hefur verið tekið sem
landbúnaðarbíla. Hin mörgu
heildsölufyrirtæki auglýsa nú
hvert í kapp við annað, kosti og
ágæti sinna véla. Tilefnið er að
þessu sinni, leyfi gjaldeyi'isyfir-
valdanna á innflutningi dráttar-
véla og landbúnaðarbíla. Þeir,
sem hafa áhuga fyrir því að út-
vega sér þessi tæki eiga nú kost
að velja milli margra gerða af
vélum. En hvað er það, sem
bændur eiga að athuga, þegar
þeir hafa í huga að kaupa t. d.
dráttarvél? Margir segja e. t. v.,
bæði kaupendur og seljendur:
Sjálfsagt er að kaupa, þar sem
hestaflið er ódýrast og ekki skal
því neitað, að það er mjög þýð-
ingarmikið atriði, en eg held þó
að fleira þurfi að hugleiða, þegar
um slík vélakaup er að ræða. Eg
vil nefna mér m. a. þrjú atriði,
sem hver væntanlegur vélakaup-
andi ætti að athuga: Til hvers á
að nota dráttarvélina, hver er bú-
stærð bóndans, og hvernig er
landið, er það flatt eða bratt?
Ef um lítið býli er að ræða með
lítilli áhöfn, t. d. 10 kýr, 50 kind-
ur eða 100 til 150 kinda fjárbú og
2—4 nautgripir, þá ber slík bú-
stærð ekki mikinn aflvélakost né
aðkeypta vinnu, er að mínum
dómi mjög vafasamt fyrir bónda
með þessa framleiðslumöguleika
að kaupa dráttarvél eða landbún-
aðarbíl, til þess að láta búið
standa undir rekstri hans. Sé-það
hins vegar svo, að bóndi með
þessa bústærð hafi peninga til að
kaupa dráttarvél, þá er það veru-
legt atriði fyrir hann að fá sér
dráttarvél, sem hægt er að nota
með hægu móti við öll heimil-
isstörf nema grófari jai'ðvinnslu.
Vélin verður að vera sparneytin,
létt og lipur í snúningum, svo að
slíkt bú geti sparað sér 1—2 hesta
og haft þá t. d. 1 kú fleira eða 15
til 20 kindum. Hvaða vit væri t.
d. í því fyrir bónda með þessa
bústærð að kaupa IHC W 4 eða
Fordsondráttarvél? Báðar þessar
tegundir af di'áttarvélum eru að
vísu ágætar vélar, sérstaklega
við jarðvinnslu, en eru allt of
eyðslufrekar við léttari vinnu, s.
s. mjólkui-keyrslu, heyvinnu o.
fl. Vinnustundafjöldi á þetta litl-
um búum yrði að tiltölu alltaf
fremur lítill. Yrði því kostnaður
á hverja vinnustund all mikill,
því að auk benzíns, smurolíu,
viðhalds, viðgerða o. fl, verður
að sjálfsögðu að afskrifa vélina
og getur afskrift varla verið
minni en 6—10% af kostnaðar-
verði. ,
Eg áh't að 8—12 hestafla vélar
munu hæfa þessari bústærð, ef á
annað borð á að hafa dráttarvél.
Ef til vill kynni einhver að skjóta
því hér inn: Því ekki að kaupa
dráttarvél og stækka síðan búið
eftir þörfum. í þessu sambandi
má því til svara, að. þrátt fyrir
ágæti dráttarvéla, er geta þeirra
takmörkuð og eigi að stækka bú,
þarf fleira til en fjölgun búpen-
ings. Það þarf bæði byggingar og
ræktun, en hvort tveggja þetta
kostar peninga og tekur tíma og
'spurningin verður því sú, hvort
ekki sé í ,raun og veru réttast að
skapa sldlyrðin fyrir dráttarvél-
iua með aðstoð hesta, áður e«
hún er keypt, Jaj-ðvinnslu má þá
framkvæma af vélakosti félags-
samtaka bænda.
Þegar um stærri bú er að ræða,
t. d. 20—40 nautgripi eða .350 til
500 fjár, er langtum meiri vinna
fyrir dráttarvél, heldur en á litlu
búi, og hún myndi geta sparað
.dæmi, Það.hefur líka möguleika
til að bera stærri vélar og
mundu 16—18 hestafla vélar
vafalaust vera af hentugri gerð.
Þi-iðja atriðið, sem eg nefndi
hér áður, er það, hvernig rækt-
Unarlönd liggja. Séu túnin brött,
vei-ður að jafnaði að velja stærri
vélar, til þess að þær geti af-
kastað þeim störfum, sem fyrir
liggja á eðhlegan hátt. Þar sem
tún eru jafnlend geta minni vél-
ar leyst sömu vinnu af hendi
jafn léttilega og stæn-i vélar.
Þá má ekki gleyma því, að
samtímis og di-áttai-vél er keypt,
verður einnig að kaupa tilheyr-
andi vinnuvélar eins og sláttuvél,
vagn, aðrar heyvinnuvélar o. fl.
Eru vélar þessar og tæki venju-
lega nokkru dýrari en hliðstæð
hestaverkfæi-i.
Ekki er það meining mín að
i-áða bændum almennt fiá því að
kaupa dráttarvélar eða landbún-
aðai-bíl, og í stað þess að nota
hesta við bústöi-fin. Það, sem eg
vildi benda á, er að hagfræðilega
séð þarf bóndinn að athuga sinn
gang og sína aðstöðu til fram-
leiðslu, áður en hann ræðst í að
kaupa dráttarvél.
Það verður að gera þá kröfu,
að bændur hafi hliðstæð laun
fyi-ir sína vinnu og t. d. verka-
maður eða iðnaðarmaður, og
í raun og veru eiga bændur að
hafa hærri laun, vegna mikilvægi
starfsins, birgða og stjórn bús?
ins. Á rpóti þessari kröfu verður
líka að gera á kröfu til þeirra, að
sýnd sé hagsýni í hvívetna með
allan í'ekstur búsins og fi-am-
leiðslu þess, svo að framleiðslu-
kostnaður búvöi-unnar sé réttur
og ótvíræður.
Allir bændur búa að verulegu
leyti við hliðstaett verðlag á
framleiðslu sinni, þegar fram-
leiðslan er komin á markaðsstað,
er því ljóst að aðstaða bændanna '
er æi-ið misjöfn, m. a. vegna fjar-
lægðar frá verzlunarstað og
markaði, stærð býlisins og gæði
þess, lega þess í héraði og sam-
göngur og síðast en ekki sfzt
mismunandi hæfileiki bændanna
til að reka bú sín með hagsýni og
dugnaði.
Bóndi, sem hugleiðir kaup á
dráttarvél eða bíl, gerir það því
aðeins, að hann sjái sér hag í því.
Vélarnar verða að auka tekju-
möguleika hans. Geri þær það
ekki, geta þær að vísu létt ýmis
störf, en kostnaðrrlaust verður
það ekki. Það verður á kostnað
eigandans. Laun bóndans lækka.
Að endingu þetta: Kaupið ekki
stærri dráttarvélar en nauðsyn
krefur. Gerið ykkur grein fyrir
því, hvað kostar að eiga drátt-
arvél eða bíl. Hættið ekki að nota
hestana við bústörfin, því að þeir
verða alltaf öruggir séu þeir vel
tamdir og fóðurkostnaður þeirra
verðúr tiltölulega lítill, Vélakaup
eru réttmæt, ef þau tryggja efna-
lega afkomu bóndans um leið og
bau skapa aðstöðu til að lækka
framleiðslukostnað búvörunnar.
A. J.
Sá, sem getur leigt 2—3 her-
bergi pg' eldhús frá 14. maí,
getpr fengið sniðinn og
saumaðan allan kven og
barnafatnað með mjög vægu
verði. (Vön saumakona).
Upplýsingar í síma 1088.