Dagur - 04.04.1951, Page 5
Miðvikudaginn 4. apríl 1951
DAGUR
5
Fór ausfur fyrir "fjald" í sæluna þar - kom affur
effir tíu mánaða útivisf, fullsaddur lífdaga
Rætt iim reynslu brezks liðhlaupa
og meykerlingu ,Verkamannsins4‘
Það þykja jafnan nokkur tíð- I Segir þar svo frá vist hans fyrir
indi vestan járntjaldsins, er það
fréttist, að einhver hefur af
frjálsum vilja farið eða flúið aust-
ur fyrir tjaldið.
Enda eru þetta mjög sjaldgæfir
viðburðir. Hins vegar flýja þús-
undir manna á viku hverri úr
sælunni fýrir austan, vestur fyr-
ir jámtjaldið, til hernámssvæða
Vesturveldanna í Þýzkalandi og
Austurríki. Hefur flóttamanna-
straumurinn verið svo mikill, að
mikil vandræði hafa hlotizt af í
héruðum þeim, sem næst liggja
markalínunni.
Jakob Árnason og meykerlingin.
Frjáls blöð á Vesturlöndum
geta að sjálfsögðú ekki um hvern
einstakan flóttamann, sem leitar
vestur fyrir járntjaldið, enda er
tala þeirra legíó. Hins vegar birta
kommúnistablöð það með stórum
fyrirsögnum, er einhver lýðræð-
issinni setz að fyrir láustan tjald.
Þannig var það 'gert að miklu
númeri í fyrra, er enski frétta-
maðurinn John Peet, gekk
kommúnistum á. hönd í Austur-
Þýzkalandi, og sendi þjóð sinni
og stjórnarvöldum tóninn þaðan.
Þótta þetta „dásamleg sönnun“
um dýrðina þar. Verkamaðurinn
hér (Jakob Árnason) fræddi
okkur á því sl. föstudag, að amer-
ísk meykerling hefði nú nýlega
gengið á mála hjá kommúnistum
í Póllandi. Þótti blaðinu þetta
mikil tíðindi, sem vonlegt var. —
Meykerling þessi hefur á langri
ævi unnið sér það helzt til frægð-
ar að hafa ritað bók, sem heitir
„Romance in Iceland“, og var
hún ekki nálægt því eins fræg af
því verki og hún virðist nú vera
orðin af því að játast kúgunar-
stefnu Stalíns á gamalsaldri.
Sagan um John Waller.
Vonandi verður Verkamaður-
inn ekki fyrir sömu vonbrigðum
með meykerlinguna sína og
kollegar hans urðu með brezka
liðþjálfann John Waller. Waller
þessi gerðist liðhlaupi úr brezka
hernum í fyrra, og flýði austur
fyrir járntjald. Flutti þar útvarps
ræður um dýrðina í löndum
Stalíns og talaði um stríðsæsing-
ar landa sinna. Fór mikið orð af
afrekum hans í kommúnista-
pressunni, munu kommúnista-
blöð á íslandi auk heldur hafa
getið um för hans austur, — eins
og piparkerlingarinnar nú, — og
hafa vitnað í ræður hans. En
skamma stund verður hönd höggi
fegin. Waller er nú kominn vest-
ur fyrir tjaldið aftur, saddur líf-
daga í sælunni fyrir austan.
Var 10 mánuði að Iæra.
Brezlia blaðið Daily Mail birti
sögu liðþjálfans sl. miðvikudag.
austan:
„Það var heldur framlágur lið-
þjálfi, sem kom á fund brezku
hernaðaryfirvaldanna í Vestur-
Berlín um sl. helgi, saddur líf-
daga eftir 10 mánaða vist á rúss-
neska hernámssvæðinu. Maður-
inn var John Waller. f dag situr
hann í fangelsi hersins og veltir
því fyrir sér, hvernig ákæran á
hendur honum mimi hljóða. .. .
Saga hans er á þessa leið: Það
var í júní 1949 að hann hitti
stúlku, sem hann síðar giftist á
götu í Spandau. Ári síðar, í maí
í fyrra, ákváðu þau að flýja til
austursvæðisins, t en stúlkan átti
þar heima. John hafði ekki feng-
ið leyfi foreldra sinna til að gift-
ast henni.
Um þetta leyti var hið mikla
„æskulýðsþing“ háð í Ber-
lín^ og þau byrjuðu vist
sína fyrir austan með því
að ganga í „æskulýðsfylking-
una“. Ekki hafði Waller fyrr lát-
ið skrá sig, en háttsettur embætt-
ismaður frá upplýsingaráðuneyt-
inu austurþýzka, er lýtur stjórn
Gerhards Eislers, kom á fund
hans. Hann kynnti hann fyrir
John Peet, fyrrum fréttamanni
Reuters í Berlín, er gekk komm-
únistum á hönd fyrir alllöngu.
Waller var látinn mæta á fundi
með blaðamönnum. Þar á Waller
að hafa skorað á félaga sína í
brezka hernum í Þýzkalandi að
„koma á eftir sér“, að því er
austurþýzku blöðin sögðu. Hann
á ennfremur að hafa sagt, skv.
frásögn kommúnistapressunnar:
„Þegar eg gekk í brezka herinn
1948, varð mér það Ijóst, að eg
var fórnarlamb andkommúnis-
tísks áróðurs. En eg fann sjálfan
mig aftur þegar eg sannfærðist
um að í Austur-Þýzkalandi og
öðrum Austur-Evrópurikjum, er
unnið einlæglega fyrir friðinn.“
Kona Wallers segir nú, að hann
hafi verið neyddur til þess að
tala í útvarp kommúnista. Þang-
að til því var lokið var farið vel
með okkur, sagði konan, en þegar
John var búin nað gera það, sem
honum var sagt, fleygðu þeir
okkur á dyr og sögðu, að við
gætum séð um okkur sjálf. Eng-
inn vildi rétta okkur hjálparhönd.
Peet hafði í hótunum.
„í neyð okkar leituðum við til
John Peet, en hann hló að okkur,
og sagði að ef við hættum okkur
vestur fyrir járntjaldið, mundi
John verða leiddur fyrir herrétt
og skotinn sem liðhlaupi. John
fékk loksins starf í verksmiðju
og fékk 140 austurmörk á mán-
uði (um 100 krónur), en við gát-
um hvergi fengið inni nema í
gistihúsi, sem ríkið rekur, og
urðum að borga 3 mörk á dag
fyrir herbergið." Þau gátu ekki
lifað við þessi kjör og fluttu því
oft og flæktust í milli staða. Leið-
togar kommúnista, sem höfðu
hampað því að brezkur hermaður
hefði flúið kúgunina í hernum og
komizt í frelsið og dýrðina fyrir
þau leituðu, hlógu að þeim, er
þau leithuðu á náðir þeirra. Þá
ákváðu þau að leita vestur fyrir
aftur. John vildi heldur þola
fangelsisdóm landa sinna en lifa
lengur við eymdarkjör og kúg-
unina eystra. Eftir 10 mánaða
útivist, kom hann af frjálsum
vilja inn á hernámssvæði Vest-
urveldanna í Berlín, og gaf sig
fram.“
Barndómurinn.
John Waller er aðeins 22 ára
og kona hans á sama reki, en þau
hafa fengið erfiða og alldýrmæta
reynslu. Þau hafa læknast af sín-
um barnasjúkdómum.
Ameríska meykerlingin virðist
hins vegar vera að taka barna-
sjúkdómana fyrst nú og því vera
að lifa barndóminn í annað sinn.
Slíkt hendir endrum og eins og
er sjaldan sett í blöð. En hjá
kommúnistum er allt hey í harð-
indum á þessum síðustu og verstu
tímum. Þess vegna þykir það efni
í frásögn í blaði úti á íslandi, er
amerísk kerling heldur að hún
hafi fundið eilífðarsæluna austur
í Varsjá. Það er lítið, sem hunds-
tungan finnur ekki.
rr~-— ---
Stj órnmálanámskeið
F. U. F.
hófst sl. sunnudag hér á Ak-
ureyri. Þátttakendur í nám-
skeiðinu eru skráðir 21, þrír
frá Siglufirði, einn frá Ólafs-
firði en aðrir frá Akureyri.
Stjómandi og leiðbeinandi
er Tómas Árnason, lögfr. — Á
námskeiðinu eru veittar leið-
beiningar og æfingar í ræðu-
mennsku, fundarstörfum og
fundarsköpum. Þá eru fluttir
fyrirlestrar um stjómmál.
Bernharð Stefánsson talaði
um stefnu og sögu Framsókn-
arflokksins í gærkvöldi.
Birgir Þórhallsson, deildar-
stjóri Akureyrardeildar KEA,
flytur í kvöld erindi um sam-
vinnustefnuna.
Þá mun dr. Kristinn Guð-
mundsson, skattstjóri, að lík-
indum flytja erindi lun fjár-
mál á fimmtudagskvöldið.
Á föstud. eða laugard. ræðir
Tómas Árnason um undir-
stöðuatriði stjómskipunar lýð-
veldisins íslands.
Námskeiðið fer fram í
„Rotary“-sal Hótel KEA og
hefst daglega kl. 8.30 e. h.
Ungir Framsóknarmenn geta
gengið inn á meðan húsrúm
leyfir.
- Búnaðarþing
(Framhald af 2. síðu).
lagsins, stjórn Stéttarsamb., Ný-
býlastjórn og Búnaðarb. skipi
ætlar þingið það hlutverk að
'vinna að því, að áætlun sú um
fjárfestingu í landbúnaði, sem
fyrir þingið hefir verið lögð, verði
framkvæmd á næstu árum, eins
og til er ætlazt í þessum tillög-
um, og jafnframt sé hún endur-
skoðuð og það undirbúið, að unnt
verði að halda áfram framkvæmd
hennar. Að öðru leyti telur Bún-
aðarþing sér ekki fært að segja
nefndinni fyrir vei-kum, en vænt-
ir þess, að hún gefi næsta Bún-
aðarþingi grein fyrir störfum sín-
um á þessu ári og leggi fyrir það
tillögur sínar um það, hvernig á
fjárfestingarmálum landbúnaðar-
ins skuli haldið á næstu komandi
árum.
Rafmagnsmálin.
Hólmgeir Þorsteinsson sagði,
að auk framangreinds málefnis —
sem hann. taidf langmerkasta
þeirra mála, er Búnaðarþing af-
greiddi, — hefði eihnig verið rætt
um rafmagnsmálin og nauðsyn
þess öð hraðað yrði raflögnum til
sveitanna. Athyglisvert má það
telja, að Búnaðarþing vildi að
athugað yrði, hvort ekki væri
heppilegt að nota 3-fasa leiðslur í
stað 1-fasa. Mupu vélar bæði
ódýrari og hentugri fyrir 3-fasa
en 1-fasa straum, hins vegar mun
stofnkóstriáðuf 'riieiri við 3-fasa
leiðslur.
Búfjárræktarmál.
Búnaðarþing samþykkti álykt-
un um að það teldi að leyfa ætti
ræktun nautgripa af erlendu
holdakyni, enda verði ítrustu
varúðar gætt' varðandi búfjár-
sjúkdóma. Samband ísl. sam-
vinnufélaga hefur áhuga fyrir að
gera slíka tilraun um ræktun
nauthgripa af holdakyni.
Ýmis mál.
Ýmis fleiri mál voru tekin til
meðferðar, svo sem um hey-
mjölsverksmiðju, um eyðingu
refa og minnka, um landnám, ný-
byggðir og endurbyggingar í
sveitum, um votheysverkun, um
fyrirgreiðslu við sjúkraflutning
til sveita o. m. fl., sem of langt
yrði upp að telja hér að sinni.
Að öllu samanlögðu taldi
Hólmgeir síðasta Búnaðarþing
hafa markað glöggt stefnu bænda
samtakanna í mikilsverðustu
málefnum landbúnaðarins á
næstu árum.
Þess má að lokum geta, að
Bjarni Ásgeirsson, formaður
Búnaðarfélags íslands, baðst nú
undan endurkosningu í stjórnina
með því að hann hyggst taka að
sér sendiherrastarf erlendis fyrir
íslenzka ríkið. Var Þorsteinn Sig-
urðsson, bóndi á Vatnsleysu í
Biskupstungum, kosinn í hans
stað.
Einbýlishús
til sölu. — Tilboðum sé
skilað fyrir 10. þ. m.
A. v. á.
Opinbert mál
Eftirfarandi hefur blaðinu bor-
izt til birtingar:
„í tilefni af störfum Gísla
Kristjánssonar, Helgamagrastræti
28, Akureyri, við byggingu drátt-
arbrautarinnar á Oddeyri, birt-
ist í 49. tbl. Verkamannsins, sem
út kom 9. desember 1949, grein
með fyrirsögninni „Var þetta má-
ske allur sannleikui-inn?“ Grein-
in var meðal annars, dylgjur og
aðdróttanir, sem ,og fóru í þá átt
að svívirða störf Gísla við áður-
greint.
Krafðist Gísli af réttvísinnar
hálfu, að höfðað yrði mál gegn
Þóri Daníelssyni, ritstjóra viku-
blaðsins Verkamannsins hér í bæ,
fyrir brot gegn 108. gr., 25. kafla
almennra hegningarlaga, nr. 19,
12. febr. 1940, til hegningar og
greiðslu málskostnaðar, og til að
jola ummæli varðandi störf
Gísla, dæmd dauð og ómerk.
Dómur í málinu féll 2. sept. síð-
astliðinn.
D ó m s o r ð.
Ákærður, Þórir Daníelsson,
greiði kr. 300.00 sekt, til ríkis-
sjóðs og kómi 5 daga varðhald í
stað sektarinnar, verði hún ekki
greidd innan 4 daga frá birtingu
dóms þessa. '
Ákærði greiði kæranda, Gísla
Kristjánssyni, kr. 90.00 til þess að
standast kostnað af birtingu dóms
þessa, innan sama tíma.
Ummæli undir 1., 4. og 5. skulu
vera ómerk. Ákærður greiði all-
an kostnað sakarinnar. Dóminum
ber að fullnægja með aðför að
lögum.
Dómurinn var lesinn upp í
heyranda hljóði í réttinum.
Rétti slitið.
Kristján Jónsson,
settur.
Vottar:
Marteinn Sigurðsson.
H. Vilhjálmsson.“
Undirföt
úr liinu heimsfræga
COURTAULDS-
Iprjónasilki, höfum við; j
í miklu úrvali.
Stærðir frá 42—50. “
iAMARO-búðin i;
Hringprjónar,
margar stærðir og ;j
;; gerðir. ; j
AMARO-búðin i|
i; Kuldajakkar,
gærufóðraðir, m/liettu;;
i; Kr. 795.00. Í|
AMARO-búðin i|
^V^^^#^#^#s#>#n#*»#^*s#s#»^#»#v#»#>#'#'#s#>#s#^
Silfurmunir,
hentugir til fermingargjafa.
Smíða og tek til viðgerðar
ílest, sem handverkinu til-
heyrir.
Konrdð Jóhannsson,
gullsmiður.