Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 1

Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 1
Akureyi'ingar! Áskrift að DEGI er nauðsyn fyrir hvert heimili. Hringið í síma 11C6. DAGUR er eina blaðið á land- inu, sem ílytur fastan búnað- arþátt. — Bændur! Gerizt áskrifendur! XXXIV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 11. apríl 1951 15. tbl. Lokið vi§ að ryðja Eyjafjarðar- brant - sæmiiegf akfæri fyrir biia Loklð vl ðað ryöja Eyjafjbr. I gær v;.r loksins lokið við að ryðja Eyjafjarðarbraut, og hafði verkið gengið ágætlega eftir að það var Ioksins hafið. En eins og áður er frá skýrt hér í blað- inu, stóö Iengi í þrefi um það, Iivort leggja skyidi í þennan kostnað eða ekki. Úr því að það varð nú ofan á, að gcra það, sýnist að rétt hefði verið að gera það >fyrr og spara þannig erfið- leika og óþægindi fyrir héraðið. Það var hin stóra Caterpiller- ýta flugmálastjórnarinnar, sem vann mest allt verkið ásamt ýtum frá bændum í Hrafnagils- og Saurbæjarhreppum við að ryðja veginn, en auk þess fóru ýtur vegamálastjórnarinnar héðan og lireinsuðu nokkurri spotta, frá Hvammi að Syðra-Gili. Alls var stóra ýtan um 90 klst. á veginum. Þriggja metra háir skaflar Fannfergi á Eyjafjarðarbraut var gífurlega mikið og munu skaflarnir á vegbrúnunum sums staðar vera meira en þriggja metra háir. Mun aldrei hafa ver- ið rutt jafnmiklum snjó af vegi hér á landi með ýtum eins og af Eyjafjarðarbraut í þetta sinn. Meðan frost eru og ekki hríðar má telja, að vegurinn verði sæmi- lega greiðfær, en búast má við því að mikið eftirlit þurfi strax og leysa tekur. í gær munu "'nnu flokkar þegar hafa byrjaö að hreinsa ræsi og hreinsa til eftir ýturnar. Akfært er nú fram að Leyningi að vestan verðu, og fram að Öngulstöðum að austan verðu en haldið mun áfram að hreinsa veginn að austan verðu lengra frameftir. UmræSufundur í FUF í kvöld í kvöld kl. 8.30 fer fram um- ræðufundur Félags ungra Fram- sóknarmanan í „Rotary“-sal Hó- tel KEA. Umræðuefni verður: Gildi íþrótta. — Framsögumaður: Jón Arnþórsson. Fundarstjóri: Valdimar Jóns- son, form. F. U. F. Ungir Framsóknarmenn, hvort sem þeir eru félagsbundnir eða ekki, eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. ílrifning á tónleikum Þórunnar litlu Þórunn S. Jóhannsdóttir hélt tónleika í Nýja-Bíó á sunnudag- inn var á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Voru þeir vel sóttir og var litla listamanninum fork- unnar vel fagnað. Þórunn lék þarna klassísk píanóverk meist- aranna af mikilli kunnáttu og næmri smekkvísi. Telja þeir, sem bezt fylgjast með leik hennar, að hún sé í stöðugri framför. Eru vissulega bundnar glæstar vonir við framtíð hennar á tónlistar- sviðinu. „Snæfell44 á útleið með eigin afla M.s. Snæfell, sem stundað lief- ur togveiðar hér fyrir Norður- landi að undanförnu, er nú á út- leið með eigin afla og mun selja í Fleetwood á morgun. Á Eyjafjarðarbraut i fyrradag Myndin er tekin á Fyjafjarðarbraut síðdegis á mánudaginn er lokið var að opna veginn með ýtum. Skaflamir voru sums staðar röskir 3 meírar á hæð. Á ir.ynd'nr-i : jást Kristinn Jónsson, umboðsmaður flugmálastjórnarinnar hér, og Karl Friðriksson (t. v.) yfirverkstjóri. (Edvard Sigurgeirsson tók myndina). Frá útbreiðslufundi Framsóknarmanna að Hótel KEA á sumiudaginn Myndin er frá hinum fjöisóita útbreiðslufundi, sem Framsóknarfélögin hér á Akureyri héldu að Hótel KEA sl. sunnudag. Frk. Rannveig Þorsíeinsdóttir flytur framsöguræðu sína. Nokkur hluti fundargesta sést á myndunum. (Ljósmynd Edvard Sigurgeirsson). anna ssoasffiðinn sunnudag Ræðiiraelm fylgjandi ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar til að skapa jafnvægi í þjóðarbáskapnum Árshátíð Framsóknar- félagsins fjölsótt Árshátíð Framsóknarfélags Ak- ureyrar var haldin að Hótel KEA s. 1. laugardagskvöld. Var þar þar fjölmenni saman komið. Þor- steinn M. Jónsson skólastjóri stýrði hófinu en undir borðum fluttu ræður formaður féltfgsins, Jóhann Frímann skólastjóri, og gestur félagsins á hátíðinni, frk. Rannveig Þorsteinsdóttir alþm. Þá sungu þeir Hermann Stef- ánsson og Kristinn Þorsteinsson við ágætar viðtökur, fluttur var ■ gamanþáttur og loks stiginn dans við undirleik danshljómsveitar M. Riba. Fjölbreytt skemmtun skólabarnanna Skólabömin hér á Akureyri hafa haldið hina árlegu skemmt- un sína nú um og eftir helgina, við mikla aðsókn og ágætar við- tökur. Börnin fluttu öll skemmti- atriðin, sem voru fjölbreytt, og vel og smekklega fyrir komið. Skiptust á söngur, leikþættir, upplestrar og skrautsýning. Allt I var þarna gert af góðum hug og mikilli gleði og nutu áhorfendur skemmtunarinnar vel og þakka ber börnunum fyrir ánægjulega stund. Ágóðinn af skemmtununum rennur í ferðasjóð skólans. ,Jörundur“ gat ekki selt allan aflann Brezki markaðurinn brást í gær, er „Jörundur“ seldi í Grimsby. Komst skipið ekki að á mánudaginn, og í gær var svo mikill fiskur á markaðinum, að um 500 kit af afla „Jörundar“ seldust ekki. Afganginn, um 2000 kit, seldi „Jörundui“ fyrir um G þús. sterlingspund, en nákvæmar tölur hafði blaðið ekki fengið í gær. ÚtbreiSslufundur Framsókuar- félaganna hér á Akureyri, sem lialdinn var í stóra salnum að Hótel KEA sl. sunnudag var ágætlega sóttur .Þar voru fluttar þrjár framsöguræður um stjórn- málaviðhorfið og síðan fóru fram almennar umræður. í ræðunum kom skýrt fram, að menn eru fylgjandi ráðstöfunum ííkisstjórnarinnar til að skapa jafnvægi í þjóðarbúskapnum og það er skoðun flokksmanna, að kjarabætur sé ekki unnt að veita eins og sakir standa nema fram- leiðslan verði jafnframt aukin, en verkföll til að knýja fram vísi- töluuppbót vegna verðhækkana á heimsmai’kaðinum, séu háska- leg fyrir þjóðarbúið og geti leitt til örbirgðar og eymdar fyrir alla. Frk Rannveigu Þorsteinsdóttur vel fagnað. Aðalræðumaðurinn á fundinum var frk. Rannveig Þorsteinsdóttir alþingismaður, sem kom hingað norður sérstaklega til þess að sitja þennan fund, svo og árshá- tíð Framsóknarfélags Akureyrar, sem haldin var á laugardags- kvöldið. Var frk. Rannveigu ágæt lega fagnað á fundinum og hlýddu menn með athygli á mál hennar. Þetta er í fyrsta sinn, sem frk. Rannveig talar hér á opinberum fundi. í ræðu sinni rakti frk. Rann- veig stjórnmálaþi-óunina á sl. ár- um, og benti á með skýrum rök- um, að gengisfaljið í fyrra varð fyrir þróunina í stjórnmálum og efnahagsmálum landsins, allt frá tímum nýsköpunarstjómarinnar. Krónan var stórfallin í verði íður en lögin um gengisskráning- una voru sett og að því verðfalli stóðu ekki sízt þeir flokkar, sem mest hafa hamast gegn því að augljósar staðreyndir væru við- urkenndar og krónan skráð í samræmi við raunveruleikann. — Gengisfellingin var því nánast viðurkenninng á afjeiðingum stjórnarstefnu liðinna ára, erfið- leikarnir nú eru líka afleiðing stjórnarstefnu þessara ára, en ekki tilbúnir af núverandi ríkis- stjórn eins og stundum er sagt í herbúðum stjórnarandstæðinga. Frk. Rannveig rakti því næst þær aðgerðir, sem ríkisstjórnin er nú að gera til þess að freista þess að skapa jafnvægi í þjóðar- búskapnum og grundvöll fyrir atvinnuvegina til þess að bera sig og benti á, að ekki hefði verið bent á aðra færa leið en þá, sem valin hefði verið. Með henni væri verið að reyna að gera atvinnu- vegunum fært að bera uppi líf- vænlegt kaupgjald og forða at- vinnuleysi í landinu. Enn væri af snemmt að segja, hvernig þessar ráðstafánir, mundu reynast, en horfur væru á, að ef þeir fengju frið til þess að komast í fram- kvæmd á eðlilegan hátt, mundu þær verða til þess að leiða þjóð- (Framhald á 8, síðu.) Útför Davíðs frá Kroppi á morgun Ákveðið er að útför Davíðs Jónssonar, fýrrum hreppstjóra á Kroppi, fari fram á morgun og hefst athöfnin að Grund kl. 12 á hádegi. Jarðað verður að Mimkaþverá. /

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.