Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 11.04.1951, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 11. apríl 1951 D AGUR 5 Þeir eru svældir útr eins og rakkar úr greni Sagan um handtöku Clementis, fyrrv. utanríkisráðlierra Tékka, sýnir vel ógnarstjórnina fyrir austan „tjald“ I hríðinni - frásaga um erfiðleika norðlenzks bónda Nánari atvik að handtöku Vlado Clementis, fyrrv. utanrík- isráðherra Tékka, eru nú kunn orðin. Er sú saga lærdómsrík. — Birtist hún hér á eftir, í aðalatrið- um eftir heimildum Parísarút- gáfu Herald Tribune: — Nú er hægt að segja frá því, hvernig það bar að, er Vlado Cle- mentis, fyrrum utanríkisráð- herra Tékkóslóvakíu, var hand- tekinn sem landráðamaður. Þetta er lærdómsrík saga, sem sýnir á dramatískan hátt, hvernig falinn „terror“ og óttinn við að vera svikinn af náunga sínum, gegn- sýrir nú gjörvallt Sovét-heims- veldið. Var fanatískur kommúnisti. Clementis hafði verið fanatísk- ur kommúnisti.alla ævi. En samt fór svo fyrir honum á kommún- istabrautinni, að honum urðu ein mistök á, og þessi mistök hafa nú orðið honum að falli. í nokkra mán. var hann „anti-fasisti fyrir tímann“. Hann talaði gegn naz- ismanum í útvarp frá London 1940 til landa sinna i Tékkóslóva- kíu, þegar Stalín og Hitler voru enn í form]egu bandalagi. Þetta var „frávik“ og Kremlherrarnir gleyma ekki auðveldlega. Seint á árinu 1949 var Cle- mentis í Bandaríkjunum, sem fulltrúi þjóðar sinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum og þá komu fram blaðafregnir, eftir áreiðan- legum heimildum, að valdamenn- irnir í Moskvu hefðu krafizt þess að Clementis yrði „hreinsaður“ burt. Clementis harðneitaði því þá, að nokkur fótur væri fyrir þessum fregnum, og blöðin vestra birtu myndir af honum, þar sem hann hélt í hendina á Andrei Vishinsky, og brostu báðir blítt. Treysti Gottwald . Clementis vissi samt vel að hann var í hættu staddur. En for- seti Tékkóslóvakíu, Klement Gottwald, —r mikill vinur hans um mörg ár, — hafði sent konu Clementis til fundar við hann í New York, með skilaboð þess efnis, að ekki mundi gengið að honum við heimkomuna. Cle- mentis treysti orðum vinar síns, og hvarf heim. En hann var brátt settur af sem utanríkisráðherra. Við því mun hann hafa búizt. En hann var ekki handtekinn. í þess stað var honum fengið lítilsvert starf, sem efnahagslegur ráðunautur ríkisbankans. Eigi að síður hertu Moskvamennirnir greipina að hálsi hans, þótt hægt færi fyrst. Vernd Gottwalds varð því minna virði, sem jengur leið. Snemma á þessu ári barst Clementis njósn um það, að örlög hans hefðu ver- ið ákveðin á æðstu stöðum. Eina leiðin til bjargar væri - að flýja land. Flóttinn ráðgerður. Innanríkisráðherrann, Daniel Okali, er mágur Clementis og þeir voru vinir og samherjar, enda var Okali líka kommúnisti alla ævi. Mágarnir ráðgerðu nú flóttann. Ákveðið var að Cle- mentis skyjdi takast ferð á hend- ur til Bratislava, til þess að ræða þar um útflutning trjákvoðu við Okali. Hinn síðarnefndi hafði um- ráð yfir flugvél, og ætlunin var að fljúga til Vestur-Þýzkalands, en leita síðar til Belgrad. Skömmu áður en flóttinn skyldi framkvæmdur, varð Cle- mentis var við að njósnað var um fsrðir hans. Hann breytti þá áætl- uninni og stakk leynilögregluna af, fór með járnbraut til Brati- slava. Lestin stanzaði nokkrar klst. í Brno, nálægt landamærun- um, og þar hlýtur Clementis að hafa fundizt sem snaran væri að þrengjast að hálsi sér, því að á meðan hann beið í lestinni, bár- ust honum boð um að Okali mág- ur hans hefði verið handtekinn og sakaður um landráð, í Bratislava. Eltingaleikurinn hafinn. Þá mun Clementis hafa gert sér ljóst, að eltingaleikurinn var haf- inn. Fyrst reyndi hann að kom- ast yfir landamærin einn síns liðs, með því að fara um skógana á landamærum Bæheims og inn í Austurríki. En eftirlitið við landamærin var of strangt og hann varð að hverfa frá við svo búið. Hann ákvað þá að hætta öllu á eitt spil. í landamærabæn- um Znaim var kommúnistafor- ingi, sem var gamaþ félagi hans og vinui', frá árunum fyrir stríð. Reynandi var að leita hjálpar hans. Clementis tókst að komast til Znaim og þar hitti hann vin sinn á skrifstofu hans um morguninn. Vinur hans brást honum ekki, en sagði honum að koma aftur nokkru síðar og þá mundi hann hafa tilbúna til framkvæmda áaetlun um flótta hans inn í Aust- urríki. Clementis eyddi nokkrum klukkustundum í kvikmynd- ahúsi í bænum, og kom á tilsett- um tíma á skrifstofu vinar síns. En þar lauk opinberum ferli hans. Lögreglan hafði haft nánar gætur á þessum vini hans, og hann var þegar í haldi. Á skrifstofu hans beið öryggislögreglan eftir fórn- arlambi sínu. Gotíwald afneitar vini sínum. Gottwald forseti hefur ekki engur neitt raunverulegt vald, enda greip hann það til bragðs, að afneita vini sínum og saka hann um landráð og svik. Þó höfðu þeir tveir verið félagar og- vinir um áratugi. En Gottwald gerði þetta til þess að bjarga höfuðleðri sjálfs sín. Þannig urðu endalok Vlado Clementis, sem nú er ann- að tveggja grafinn eða á leiðinni til grafar. Lærdómsríkt fyrir lýðræðismenn. Sagan um endalok tékkó- slóvakíska utanríkisráðherrans er lærdómsrík fyrir alla lýðræðis- menn. Lýðræðisskipulagið fæðir stundum af sér ýmis fyrirbrigði, sem til vansæmdar eru og menn eru óánægðir yfir . En óhugsandi er að í nokkru lýðræðislandi gæti annað eins gerzt og hér hefur verið lýst, er maður, sem til skamms tíma var utanríkisráð- herra lands síns, er hundeltur landshornanna í milli og minnir helzt á hrædda kanínu, sem blóð- hundar eru á hælunum á. Það fer ekki hjá því, að þessar blóðugu aðgerðir, er gamlir kommúnistaforingjar eru svældir út eins og rakkar úr greni og síð- an drepnir, að erlendu valdboði, lýsi betur en mörg orð, hvernig yfirbygging kommúnismans er holgrafin innan frá. Vissulega hef ur óttinn, sem greip Clementis, er blóðhundarnir lokuðu hringnum um hann, líka gert vart við sig í brjóstum þeirra, sem að eltinga- leiknum stóðu. Hvenær kemur röðin að þeim? Hreingerningar Beztu lireingerningamenn bæjarins. Flýtir og vand- virkni fylgjast að. Pantið í síma 1147 frá G—7, nema laugardaga og sunnu- daga, eða hjá Kristni Agn- ars, Eiðsvallagötu 14. Vegna brottflutnings úr bænum, er til sölu fram til 15. þ. m. nokkur reið- hjól á öllu nýju, og ve standsett. — Einnig dekk, allar sortir og stærðir, og slöngur. NÝKOMIÐ: Sæti, bögglaberar, bætur o. fl. Þeir, sem eiga hjól í aðgerð, sæki þau. — Geri við hjó til 20. þ. m. Þorgeir Lúðvíksson, Hafnarstræti 23 (bakhús). Kraftbrauð fást nú hjá okkur. Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co. Skemratiklúbburinn ALLIR EITT Dansleikur verður lialdinn að Hótel Norðurland laug- ardaginn 14. þ. m., kl. 9 síðdegis. Borð ekki tekin frá. Stjórnin. Frásaga sú, sem hér fer á eftir, er sýnishorn af erfið- leikum þeim, scm bændur hér norðanlands hafa átt við að stríða af völdum tíðar- farsins í vetur. Hermann Stefánsson bóndi að Bakka á Tjörnesi skráði að ósk frétta- ritara Dags í Húsavík. MÁNUDAGINN 5. marz sl., í stórviðrinu, sem þá gefði, lenti eg í nokkrum vandræðum og jafnvel hættu með fé, sem úti var. Eg ætla að segja frá þessu eins og pað gekk til, af því að um þetta var talsvert talað og eg hef orðið aess var, að ekki er alltaf farið rétt með, þegar ýmsir segja frá, eins og gengur, og einnig hef eg orðið þess var, að af sumum er Detta talið sjálfskaparvíti, nefnil. að hafa fé úti að nóttu til um petta leyti vetrar. Eg, og Gunnar Maríusson, í Húsavík, sem fé höfum hér á Bakka, höfum haft þá venju marga undanfarna vetur, að láta fullorðið fé, sem ætlað er að bjarga sér mikið úti, liggja við opin hús allan veturinn. Engin sjóhætta er hér íyrir fé í öllu venjulegu tíðarfari. Þetta hefur aldrei komið að sök, en okkur finnst féð halda betur holdum, af því það hefur jafnari kviðfylli með þessu lagi. FJÁRHÚS OKKAR standa á lágum bakka hér neðst á túninu, við ' Bákkakrókinn, sem. er lítil, 'kföpp vík innan við Bakakhöfð- ann. Mitt fjárhús er norðan við Bakkaána, hin sunnan við hana. Þess vegna hefur mitt fé vanist á að leita út fyrir Bakkahöfðann, því að þai' er oft góður þari. — Venjulega kemur það sjálft norð- an yfir höfðann, ef veður versn- ar, nema eins og nú í þessu til- felli, að alveg ófært veður geri, þá sezt það að undir bjarginu við höfðanefið að norðan. Þar er hell- isskúti og allgott skjól, jafnvel í norðan- og norðaustanátt. Vestur og norðvestur af höfðanum fellur út af mjög víðáttumiklum skerja- flúðum, allt að hálfum kílóm. með stórstraumsfjöru. SUNNUAGINN 4. MARZ var meinlaust veður. Loftvog stóð fremur hátt og féll lítið eða ekki. Veðurspáin var ekki verri en hún hefur oft verið. Þegar eg hafði gefið fénu seinnigjöf á sunnudag- inn, gekk eg frá opnu húsi eins og venjulega, og þegar eg var kominn heim fyrir stundu, sá eg að féð rann út yfir höfðann. Full- orðinn forustusauður ræður fyrir og treysti eg honum alltaf nokk- uð. Á mánudagsmorguninn mátti heita hér óstætt norðaustan stór- viðri og hríðin og kófið svo mikið, að, ekkert sást frá sér nema nið- ur fyrir fæturna. Eg vonaði að féð hefði komizt í húsið, en það var nú ekki, húsið var tómt. Lagði eg því yfir höfðann, þó ekki væri alltaf gott að standa á tveim- ur fótum. Féið var í skútanum eins og ég þjóst við, en nú voru allar leiðir ófærar með það heim. Að leggja með það eftir höfða- bökkunum var ekki reynandi; veðrið mundi hrekja það fram af höfðanum. Austur fjöruna, norðan við, var líka ófært, því það var beint í veðrið, en þá leið hafði ég kosið, því þá væri hægt að reka skáhallt undan veðrinu heim, yfir svonefnd Meiriholt, austur af Bakkahöfð- anum. Þriðja leiðin var að fara með fjörunni eftir skerjunum, vestan við höfðann, en nú var næstum háflóð svo um það var ekki að ræða. Eg bjóst líka við að snjó myndi kyngja á skerin jafnóðum og út félli svo þar yrði illfært. Eg lét því féð vera þarna og fór heim í þeirri von, að hráð- lega drægi eitthvað úr veðrinu svo hægt væri að koma því heim. En veðrið hélzt eins. Ur hádeginu fór ég svo aftur. Þá var rúmlega hálffallið út, og þá var svo kom- ið að flest féð var farið úr skút- anum og suður með höfðanum. Einar ííu kindur voru eftir, þar á meðal Botni, forystusauðurinn. Var nú ekki nema um eitt að velja, að fara með þær á eftir og reyna að hrafla hitt með í leið- inni. Þetta gekk ekki sem verst fyrsta sprettinn. Eg rakst á smá- hópa, sem seztir voru að, því færðin var slæm, þykk krapstella á skerjunum alveg fram að sjó, en nær höfðanum botnlaus ó- færð og loftið þykkt af snjóburði ofan af bökkunum. Botni réði ferðinni og fór sem næst snjónum í ýmsum krókum, en sjálfur sá ég ekkert nema öftustu kind- urnar, sem ég reyndi að láta ganga sem hraðast. ÞEGAR KOM suður fyrir syðra hornið á höfðanum, þurfti eg að beygja í austur, upp á Bakka- krókinn, en þá kom þetta vitláusa veður beint á móti og þá versnaði vegurinn. — Sniónum lambdi framan í kindurnar, svo að þær urðu sjónlausar, og eítir nokkra stund var allt komið sam- an í hnapp. Og sá ég fljótt að Botni var ekki í hópnum, hafði rifið sig áfram og vissi ég ekki hvað honum fylgdi. Þarna í Króknum er mjög breitt fjöru- borð með stórstraumsfjöru, og víðast slétt, og vissi ég ekki hvað framarlega ég var. Krapið var ekki svo djúpt að féð settist að þess vegna, heldur var það ein- göngu veðurofsinn. sem stöðvaði áframhaldið. Nú bjóst ég við að komin væri háfjara, og ég fór að sjá í huganum hvernig þetta færi, þðgar aðfallið kæmi, ef ég gæti ekki þokað skepnunum neitt héðah, en það sýndist vera ó- mögulegt eins og á stóð, fyrireinn mann. Fór ég nú að leita að úr- ræðum í huganum. Eg þóttist vita að Gunnar hefði gefið sínu fé hér fyrir hádegi og væri nú far- inn heim. Sýndist mér helzta ráð- ið að fara heim og síma til hans og biðja um hjálp. Hann er dug- legur og úrræðagóður og alvanur að fara á milli á hverju sem geng- ur. Sjálfur var ég orðinn fremur illa til reika, blautur og búinn að tapa öðrum skónum. Eg sneri mér því að þessu, og fékk góðar undirtektir, en bjóst við að menn að innan yi'ðu nokkuð lengi á leiðirini í þessu veðri. Og nú var ég ekki viss um að féð væri allt, og þá var um að gera að leita fljótt út með höfðanum áður en félli að. Fór ég því aftur, þegar ég hafði farið í þurrt og var þá klukkan um hálf fjögur, en eftir almanakinu mundi háfjara vera um kl. þrjú. Upp úr þessum túr hafði ég fjórar ær og kom þeim eftir nokkurt þóf í hópinn, sem stóð á sama stað hreyfingarlaus. Yar mér nú farið að lengja eftir hjálpinni að innan. En nú var hægt að merkja að farið var að draga úr veðrinu. Fór ég nú að reyna að átta mig á afstöðunni, og fann það út, að ég var með féð niðurundan djúpri gröf, sem sker sundur bakkann skammt norðan við fjárhúsið. Af nyrðri bakka grófarinnar var rifið af hjarnskafli nokkrum niður eftir (Framhald á 7. síðu)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.