Dagur - 11.04.1951, Page 7
Miðvikudaginn 11. apríl 1951
D A G (J R
MÓÐIR, KONA, MEYJA.
(Framhald af 4. síðu).
nefnist Heilsufar og næring, en
þar er mataræði brezku þjóðar-
innar aðallega gert að umtals-
efni. Myndir og skýringartöflur
eru í bókinni.
Þessi litja bók, sem kostar 12
kr., á áreiðanlega erindi til okk-
ar allra. Ef við getum bætt heilsu
far okkar með því að brayta fæðu
okkar og matartilbúningi eitt-
hvað, ættum við ekki að vera svo
íhaldssamar, að vilja ekki víkja
frá settum reglum og kreddum.
Aukið heilbrigði ætti að vera
kjörorð allra. A. S. S.
— Óráðshjal
kommúnista
(Framhald af 2. síðu).
Hin innpakkaða skoðun að
austan túlkar öll heimsvandamál-
in út frá þeim sjónarhóli fyrst og
fremst, að lýðræðisþjóðirnar séu
áð undirbúa árásarstyrjöld með
kjamorkuvopnum enda þótt sann
leikurinn sé þessu efni alveg
gagnstæður. En um sannleikann
er ekki spurt, og má ekki spyrja.
Þess vegna verða viðbrögð rétt-
trúnaðarmannsins þau, þegar
rætt er skynsamlega um hættu
þá, sem ógnar heimsfriðinum í
íslenzku blaði, að þetta blað
„biðji um að styrjöld verði háð á
íslandi“ cg aðstandendur þess
elski ameríska _ hergagnasala
meira en konu sína og börn!
Menn þurfa að íhuga svolítið
einkenni veildaðs sálarlífs og
minnast þess, að hjá sumum
mönnum hefur andlegur þroski
stöðvast mjög snemma, til þess að
skilja orsakirnar, þegar heimsku-
tal af þessu tagi sést í kommún-
istablöðunum. En lýðræðissinnar
þurfa jafnframt að gera sér Ijóst,
að í þessari veiklun sálarlífsins, í
trúnni á óskeikulleikann og hinu
staurblinda ofstæki, blundar sá
möguleiki, að slíkt fólk svíki land
sitt og þjóð, meðboigara sína og
frelsi þeirra og öryggi, og geri
það án nokkurs samvizkubits,
þegar þeir telja fylling tímans
komna. Slíkt væri aðeins „dá-
samleg þjónusta" við hinn óvé-
fengda tilgang hins rétttrúaða
manns.
Dagskrármál landbúnaðarins.
(Framhald af 2. síðu).
sér grein fyrir því, að það verð,
er hann greiðir fyrir vöruna, fer
ekki beiní í vasa framleiðandans.
Það eru margir aðrir, sem verða
að koma íil greina við skiptingu
andvirðis, (. d. 1 kg. af kartöflum.
Eins og þegar er drepið á, þá
gefur þessi nýja bók, — Árbók
framleiðsluráðs landbúnaðarins,
— margvísleg umhugsunarefni og
upplýsingar, og eiga þeir menn
þakkir skilið, fyrir þá vinnu sem
þar liggur á bak við og fram kem-
ur í orði bóltarinnar.
A. J.
Námskeið þau í „Fljálp í við-
lögum“, sem Jóri Oddgeir heldur
á veguni slysavarnadeildanna hér
og Rauðakrossins, hefjast í næstu
viku í íþróttahúsinu uppi. Nánar
auglýst síðar. — Ættu bæjarbúar
---sérstaklega uhgt fólk — að
notfæra sér þetta ágæta tækifæri
til að nema íþrótt, sem allir þurfa
að kunna, því að enginn veit
hvenær kallið kemur.
í HRÍÐINNI
Framhald af 5. síðu.
bakkanum. Þar fyrir neðan var
talsvert breiður skafl af nýjum,
lausum snjó, sem lá fram á fjöru-
borðið. Væri nú hægt að koma
fénu yfir þennan skafl og upp á
hjarnið var sama sem komið að
húsinu.
NÚ FÓR ég að troða slóð í
;ennan skafl, frs^n og aftur marg-
ar ferðir, en lítið vannst, því
jafnóðum fennti í, þó sást fyrir
slóðinni. Svo fór ég til kindanna
og sá ég að farið var að dýpka
kringum þær. Tók ég eina dug-
legustu ána og hreinsaði framan
úr henni snjóinn og druslaði
henni þangað, sem troðna slóð-
in byrjaði. Og nú var víst hvort
tveggja að ltindunum var orðið
kalt og eitthvað hafði snjórinn
losnaö frá auguiri þeirra af því
þær sneru sér undan hríðinni,
nema nú voru þær ekki alveg
sinnulausar, enda veðrið ekki
eins ofsalegt. Og eftir nokkurt
þóf var féð komið í sporaslóð
þarna í skaflinum. Þegar upp á
hjarnið kom var auðvelt það, sem
eftir var. Þrjár kindur vantaði,
og eftir að vita hvað væri með
Botna.
ÞEGAR EG HAFÐI hýst voru
farnar að koma glufur í kófið í
fjörunni og fram á sjóinn, svo að
eg sá af bakkanum fjóra menn
koma sunnan fjöruna sunnan við
ána, og voru þarna Iiúsvíkingar
með Botna og eina á. Hann hafði
haldið suður eftir fjörunni, þegar
hann fann enga leið iipp að húsi
sínu. Þá vantaði eina á, og nú var
fallið svo mikið að, að ekki var
hægt að leita út með höfðanum,
en þar hefir húri að líkindum fest
sig í krapnu í einhverri skonsu,
og auðvi'tað tekið út með flóðinu.
Þá er þessi saga ekki lengri og
hefði fáum orðið kunn, ef eg hefði
ekki séð mig neyddan til að leita
hjálpar, því að svipaðar sögur
gerast víst stundum svo lítið ber
á. Ilermann á Bakka.
Góð síofa.
mót suðri, til leigu nú þeg-
ar eða 14. maí.
Upplýsingar í síma 1270.
Nýupptekinn FORD-júnior
bílmótor til sölu.
Ennfremur Buick-bilatæki.
Afgr. ví-sar á,
r
Ágætar
Rúsínur
Kr. 11.60 kílóið.
Kaupfélag Eyfirðinga
Nýlcnduvörudcild
Og úlibú.
Sjálfblekungur
fundinn.
Afgr. vísar á.
o
Lesgleraugu
týndust á leið urn Holta-
götu. Skilist á afgreiðslu
Dags, gegn fundarlaunum.
senr ný, til sölu.
Afgr. vísar á.
til sölu. Tækifærisverð.
Afgr. vísar á.
Eldri kona
óskast í vist í næsta ná-
grenni Akureyrar, nú þeg-
ar eða um næstkomandi
mánaðamót.
Afgr. vísar á.
□ RÚN.: 59514117 — 1 — Atg.:
I. O. O. F. — Rbst. 2 — 994118V2
Messað í Glerárorpi kl. 2 e. h.
næstk. sunnudag. — P. S.
Fíladelfía. Samkomur verða
haldnar í VerzlunarŒinnahús-
inu, Gránufélagsgöra 9 (neðri
hæð), sunnudpga kl. 8.30 e. h.:
Almenn samkoma — Fimmtu-
daga kl. 8.30 e. h.: Almenn sam-
koma. Allir velkomnir. — Og
sunnudagakóli hvern sunnudag
kl. 1.30 e. h. Öll börn velkomiri.
Æskulýösfélag
Akureyrar-
kirkju. Fundur
í elztu- og
yngstu deild n.
k. sunnudags-
kvöld kl. 8.30. — Sóldaggir,
I. O. O. F. 1324I38H.
Siónarhæö. Sunnudsgaskóli kl.
1. Almenn sumkoma kl. 5. Allii'
velkomnir.
Ungt fólk — og eldra líka — er
boðið á samkomuna kl. 8.30 e. h.
næstk. laugardag að Sjónarhæð.
Kristnifcoðsfélag kvcnna hefur
bazar og kaffisölu í Zíon föstu-
daginn 13. apríl frá kl. 3—:7 e. h.
Styðiið starfið. Drokkio síðdegis-
kaffið í Zíon.
I. O. G. T. Stúkan Ísafold-Fjall-
konan nr. 1 heldur fund næstk.
mánudag, 16. þ. m., kl. 8.30 síðd. í
Skjaldborg. Venjuleg fundar-
störf. Inntaka nýrra félaga. Ýmis
félagsmál. Fræðslu- og skemmti-
atriði auglýst síðar. Nýir félagar
alltaf velkomnir.
Stálka óskast
til heimilisstarfa 1—2 mán-
uði.
Ásgcir Halldórsson,
Kea.
Reiðhjóladekk
og
Kaupfélag Eyfirðinga.
]árn- og glervörudeild.
Bollapör
Nýjar tegundir.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og glervörudeild.
Tilboð
óskast í húsið Eiðsvallagötu
14 (Gamla Luncl), ásamt
ágætri eignarlóð. — Tilboð-
um sé skilað fyrir lok þessa
mánaðar til
Kristins Guðmundssonar,
skattstjóra.
1-2 slúlkur,
vanar kápu- eða karlmanna-
fatasaum, geta fengið at-
vinnu á saumastofu minni.
Bernharð Laxdal.
Kjólbelti,
svart að lit, tapaðist 9. þ. m.
Vinsaml. skilist á afgr.
Iriaðsins, gegn fundarlaun-
um.
Stúlka
óskast í vist. Helzt frá 1.
maí.
Maria Ragnars.
Freyjubrár.
Ákureyringar: — „Mædd á
manna bezta, miskunn loks hún
flaug,“ segir Jónas í kvæðinu
um rjúpuna, sem flaug undan
valnum inn um gluggann. Allir
ckkja örlög þeirrar rjúpu. —
Nú hefur rjúpan enn flogið á
náðir mannanna, og heyrzt hef-
ur, að einhverjir hafi viljað
gera sér mat úr því eins og
konan í kvæðinu. — En það
skulum við ekki gera. „Óhræs-
ið“ minnir á, að það cr eigi
happ að eta horaða rjúpu, sem
flýr á náðir mannanna, heldur
skörnrn, óheill.
Áheit á Strandarkirkju. Kr.
25.00 frá Sillu. Móttekið á afgr.
Dags.
Á síðasta aðalfundi Heimilis-
iðnaðarfélags Norðurlands, sem
haldinn var í marzmánuði sl., var
samþykkt að efna til lítillar
heimilisiðnaðarsýningar árlega í
húsakynnum félagsins, Brekku-
götu 3B á Akuréyri, og hafa hana
opna aðeins 2—3 daga. — Sýning
ákveðin síðustu daga maímánaðar
1951. — Þátttaka tilkynnist í síma
1488.
Sjötugur varð sl föstudag Jón
Björnsson skipstjóri hér í bæ.
Hann er Árnesingur að ætt og
uppruna, en hefur dvalið hér í bæ
yfir 40 ár. .Leng.st af hefur hann
verið skipstjóri, eða þangað til nú
fyrir nokkrum árum að heilsan
bilaði. Fyrst stýrði hann kútter
Óla, sem var eign Otto Tulinius-
ar, síðar Sjöstjörnunni, sem
nokkrir Akureyringar áttu. Og
um 15 ára skeið var Jón skip-
stjóri á flóabátum hér fyrir
Norðurlandi, fyrst Unni, síðar
Drangey og síðast Ester. Hann
þótti frábær sjómaður og örugg-
ur skipstjóri og mannkostamaður.
Kvæntur er hann Kristínu Guð-
jónsdóttur, mikilli dugnaðar-
konu, sem varð sjötug á sl. ári.
Varð þeim 8 barna auðið og lifa
6 þeirra. Hinn mikli dugnaðar-
maður og ágæti sjómaður, Stein-
dór, skipstjóri á flóabátnum
Drang, er sonur Jóns og Kristín-
ar. — Margir hugsuðu hlýtt til
afmælisbarnsins á föstudaginn,
og sendu kveðju í heimili þessara
mætu hjóna.
Zíon. Samkomur næstu viku.
Sunnudaginn kl. 10.30 f. h.:
Sunnudagaskóli. Kl. 2 e. h.:
drengjafundur (eldri deild). Kl.
5.45 e. h.: Drengjafundur (yngri
deild). Kl. 8.30 e. h.: Almenn
samkoma. — Þriðjudaginn kl.
5.30 e. h.: Fundur fyrir telpur 7—
13 ára. — Miðvikudag kl. 8.30 e.
h.: Biblíulestur. — Fimmtudag
kl. 8.3 Oe. h.: Fundur fyrir ungar
stúlkur.
Frá Kvenfélaginu Hlíf. Eins og
auglýst var í blöðum bæjarins,
hafði frk. Jóhanna Jóhannesdótt-
ir, saumakona, kjólasýningu hinn
22. marz (skírdag) til ágóða fyrir
Dagheimilið Pálmholt. Inn komu
fyrir sýninguna kr. 875.00. Frk.
Jóhanna hefur óskað þess, að fé
þessu verði varið til þess að koma
síma í dagheimilið. Við Hlífar-
konur færum frk. Jóhönnu þökk-
ir fyrir hugulsemi hennar og
rausn og biðjum henni blessunar
í framtíðinni. — F. h. Kvenfélags-
ins Hlífar. Elinborg Jónsdóttir,
formaður.
Kvöldvaka Austfirðingafélags-
ins, sem var áður auglýst, fellur
niður, vegna breytinga á bæjar-
stjórnarsalnum.
HjálpræÖishcrinn. Strandg. 19B.
Föstudaginn 13. apríl. Barnasam-
koma. (Kvakmynd). — Sunnud.
kl. 11 f. h.: Helgunarsamkoma.
Kl. 2 e. h.: Sunnudagaskólinri. Kl.
8.30 e. h.: Hjálpræðissamkoma. —
Mánudag kl. 4 e. h.: Heimilasam-
bandið. (Samkoma fyrir konur).
Kl. 8.30 e. h.: Æskulýðsfélagið. —
Verið velkomin!
Heilsufarið í bænum er betra
en verið hefur hér áður á þess-
um tíma í minni læknistíð hér,
sagði héraðslæknirinn, Jóhann
Þorkelsson blaðinu í gær. Inn-
flúensan er að hverfa og var aldr-
ei útbreidd, mislingar breiðast
ekki út og kíghósti heldur ekki.
Nauðsynlegt mun verða að
loka anddyri pósthússins
snemma á kvöíd'm framvegis,
vegna skemmdarvcrka skríl-
menna í forstofunni. Nú síðast
heft’r þessi ófcjóðalýður unnið
sér það til frægðar að skemma
læsinguna á hurðinni og troða
eldspýtum inn í skráargötin,
svo að ekki sé unnt að læsa eða
opna fyrirhaínarlítið. Lokun
anddyrisins er til óþæginda
fyrir þá fcæjarmenn, sem póst-
hólf hafa, en vi.J þessu cr ekk-
ert að gera eins og á stendur.
En ineðal annarra orða: Gæti
lögreglan ekki séð um að ungl-
ingar geri anddyri pósthússins
ekki að samkomustað? Maður
gcngur varla svo um þar á
kvöldin, að unglingar séu ekki
í hópum þar inni án nokkurs
erindis.
Hraðskákmót Akureyrar verð-
ur haldið næstk. mánudag að
Túnugötu 2, Akureyrar, kl. 8 e. h.
íbáð
2—3 herbergi og eldhús ósk-
ast til leigu í vor.
Fyrirframgreiðsla kemur til
greina.
Afgr. vísar á.