Dagur - 03.05.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 03.05.1951, Blaðsíða 4
4 DAGUR Fimmtudaginn 3. maí 1951 r DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. Árgangurinn kostar kr. 25.00 PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. gerðu, á meðan vítisvélar hvers konar þeysa um götur eða um bláloftin til marks um vald þeirra og veraldlega dýrð. í þess- um málgögnum er helzt ekki rætt um sögu íslenzkrar verk- lýðshreyfingar né heldur um þau verkefni, sem mest er um vert að hún leysi á næstu árum, held- ur er púðrinu eytt, í lofgerðar- romsur um efnalega velmegun fyrir austan járntjald (um frelsið þar tala þeir ekki) og annað þvílíkt fánýtistal, sem engin áhrif hefur eða getur hafl á menning- arbaráttu íslenzku þjóðarinnar. 1. maí Á ÞESSUM 1. MAÍ hefur mik- ið verið talað um „fulla vísitölu verkamönnum er ætlað að fá? Hvers vegna er ekki meira rætt uni bætt kjör þeirra, sem lægst eru launaðir og erfiðasta hafa að- stöðuna? Ný vísitöluskrúfa er hættulegur leikur og verður því ekki að óreyndu' trúað, að þessi krafa, sem upprunnin mun í for- stjóraherbúðum Alþýðuflokksins, verið undirstaða þeirra samninga um kaupgjaldsmálin sem í vænd- um eru. En á þessum 1. maí hafa vonandi allir — bæði verkamenn og aðrar stéttir — minnzt þess, að kaupgjaldsmálin eru ekki öll vandamál þjóðfélagsins og á þeim einum veltu rekki gæfa þjóðar- innar. Verkalýðssamtökin hafa öðrum þýðingarmiklum málum Fjáröflunardagur Hallveigarstaða Það er nú orðið nokkuð langt síðan, að sú hug- mynd kom fram, að konur þyrftu að eignast sitt eigið hús, sitt eigið félagsheimili og, sem jafnframt yrði dvalarstaður kvenna utan áf landi, þegar þær kæmu til höfuðstaðarins til skrafs og ráðagerða. Þessu húsi hefur verið valið nafnið Hallveigar- staðir, og þótt ekkert bóli á því enn, þá hefur þegar safnast álitleg fjárupphæð, og Reykjavíkurbær hefur gefið fallega lóð við Tjörnina, þar sem Hall- FYRSTI MAI er kominn og liðinn og islenzkur verkalýður hefur haldið þennan merkisdag há- tíðlegan með svipuðum hætti og venja er. Stund- um verður þess vart, að fólk lætur sér fátt um finnast þessi hátíðahöld verkamanna og sýnir þeim jafnvel nokkra andúð. Slíkt er á hinum mesta misskilningi byggt. Frjáls verkalýðssamtök eru einn af hyrningarsteinum þjóðfélagsins og eðlileg þróun þeirra til styrktar og eflingar menn- ingu þjóðarinnar. En þessi misskilningur á sér skiljanlegar rætur. Sumir finna til þess, að kröfu- göngur og annað slíkt tilstand er útlendur gróður, sem ekki stendur eðlilegum rótum í íslenzkri mold. Slíkar göngur og tilheyrandi útifundir eru áhrifameiri og eðlilegri í fjölmenni erlendra stór- borga en í fámenninu hér, þar sem hver þekkir annan og allt samfélagið efnahag náungans. Af þessu leiðir að kröfugöngur og slík ytri tákn verkalýðsbaráttunnar verða aldrei eins áhrifa- mikil hér á landi og meðal hinna fjölmennu þjóða, þar sem efnahagur þegnanna er likamikluójafnari en hann er hér. En slík ytri tákn hafa jafnan ver- ið knýtt 1. maí síðan hann var tekinn í tölu hátíð- isdaga alþýðu þessa lands og innan tíðar munu þau vinna sér þegnrétt í íslenzku þjóðfélagi. Eng- in ástæða er til að amast við þeim, enda mun það nú gerast fágætara og ber að fagna því. Miklu veigameiri ástæða og nærtækari fyrir þeirri litlu samúð sem verklýðsdagurinn á hjá mörgum þegn- um þjóðfélagsins er hið flokkslega svipmót, sém stundum hefur verið reynt að setja á daginn. Kommúnistar, bæði hér í bæ og annars staðar, hafa jafnan reynt að gera þennan baráttudag verkalýðsins að flokkslegum áróðursdegi fyrir sig og kreddukenningar sínar og þannig hafa þeir í eigingjörnum tilgangi rænt nokkru af helgi dagsins frá verkalýðssamtökunum og dregið úr því gildi, sem honum er ætlað að hafa og eðlilegt er að hann hafi í frjálsu þjóðfélagi. Eitthvað minna mun hafa borið á þessari stigamennsku kommúnistaforingjanna að þessu sinni en oft endranær og er það vonandi vottur þess, að verklýðssamtökin almennt skilja það nú orðið hvert tjón kommúnistar hafa unnið þeim á liðn- um árum með þessum hætti og þeir gerast nú æ fleiri, sem sjá, að frjáls verkalýossamtök eiga enga samleið með austrænu kúgunarstefnunni, sem í framkvæmd afnemur allt frelsi verkalýðsins og gcrir hann að ánauðugum ríkisþrælum. Vel er ef fleiri verkamenn eru vaknaðir til meðvit- undar um þessi sannindi en áður var, en ekki verður sagt að verkafólk hafi alltaf staðið vel á verði gegn því að kommúnistum tækist að mis- nota 1. maí til flokklegs áróðurs. EN ENDA ÞÓTT kommúnistaforsprakkarnir kæmu áróðri sínum og blekkingum ekki eins greiðlega við nú og oft áður í sambandi við hin opinberu hátíðahöld 1. maí, skortir viljann til þess engan veginn hjá þeim. Sýnishorn af því er að sjá í málgögnum kommúnista, er þeir gefa út 1. maí og vilja láta líta á sem verklýðsblöð. Þar ber jafnan mest á dýrðaróði um austræna ein- ræðisherra, sem nota þennan hátíðisdag hinnar alþjóðiegu verklýðshreyfingar nú jafnan til þess að stofna til stórkostlegra hersýninga og láta lýðinn hylla sig líkt og einvaldar miðaldanna á kaup” eins og það er orðað. Það er undarlegt, að slík krafa skuli vera á oddinum hjá íslenzku verklýðsfélögunum . Eða er það sérstakt áhugamál verkamanna, að forstjórar og hálaunaðir ríkis- embættismenn hljóti 3 eða 4 kr. í uppbót fyrir hverja eina sem að sinna, sem nú hafa, að því er virðist, horfið í skuggann. Og at- hyglisvert er það, að nú sem jafnan fyrr, er sem forustumönn- um verkalýðssamtakanna, yfir- sjáist hin mikla þýðing sam- vinnusamtakanna fyrir efnahag og menningu alþýðunnar. FOKDREIFAR Ótvírætt sumarmerki. ÞAÐ MÁ LÍKLEGA treysta því að sumarið sé komið — þótt raunar sé fátt óstöðugra í náttúr- unnar ríki en íslenzkt veðurfar. — Við getum bráðlega farið að svipast um eftir kríunni, og kann- ske aðrir farfuglar hafi tyllt hér nið.ur tánum; þótt eg hafi ekki séð þá. Þeir fyrir sunnan segjast hafa séð bæði lóu og spóa. En ein merki sumarsins sá eg í vikunni sem leið. Fólksflutningabílstjór- arnir hér í bænum tóku snjókeðjurnar af bílum sínum, en þar höfðu þær verið í sex mánuði og mun það lengsti samfelldur „keðju-akstur“ hér sem um get- ur. Enn má að vísu sjá ýmsa bíla með snjókeðjur og nauðsyn munu þær vera á þeim þjóðvegum, sem slarkfærir eru kallaðir, og sums staðar á brekkunum. En þetta sumarmerki er annars ótvírætt. Vandamál fyrir bæinn. UMFERÐIN hér um bæinn á vetrum er annars hið mesta vandamál og er nú auðséð að snjókeðjuaksturinn verður bæj- arfélaginu dýr að þessu sinni, enda þótt ekki hafi verið unnt að komast hjá honum. Eg man ekki til þess að göturnar hér hafi ver- ið eins illa útleiknar áður og nú er orðið og hafa þær þó vissulega stundum verið slæmar. Eg fæ ekki betur séð, en þeir spottar, sem bærinn hefur látið „malbika“ á undanförnum árum með ærn- um kostnaði, séu nú meira og minna ónýtir og verði að hefja það verk að verulegu leyti á ný. Hér er um mikla eyðileggingu verðmæta að ræða og mikið fjár- hagslegt vandamál fyrir bæjar- félagið. Eru ráð til úrbóta? ÞEGAR SNJÓR og klaki sezt á göturnar á vetrum, mynda bíl- arnir rásir í snjóinn og þræða svo allir sömu slóðina, sem eðlilegt er. En gatan étzt upp undan slíkum akstri. Undanfarin sumur hefur mátt rekja þessa slóð í malbikinu, enda þótt allur snjór væri þá fyrir löngu á bak og burt og allar snjókeðjur undir lás. Eg spurði eitt bæjaryfirvaldið að því eitt sinn, hvort ekki mundi ódýrara fyrir bæinn að hreinsa jafnan klakann af malbikuðu spottunum en láta umferðina eyðileggja þá ái'lega. Eg fékk það svar, að ódýr- ari værl sá háttur, sem nú er á hafður, að framkvæma stórfelldar viðgerðir á malbikuðu spottunum, á hverju vori. Má þetta vel vera rétt hjá verkvísindameisturunum, en undarlegt virðist það samt í leikmannsaugum. En hvað er þá hægt að gera? Það er augljóst að eftir því sem malbikuðu spott- arnir lengjast í bænum, verður þetta ástand verra viðfangs og að lokum óhóflega dýi't fyrir bæjar- félagið og má vel vera að að það sé þegar orðið það. Takmörkun snjókeðjuaksturs. VEGNA LEGU bæjarins er snjókeðjuakasturinn hér ill nauð- syn. Stundum hendir að autt er í miðbænum, þótt ekki verði kom- izt á brekkurnar nema á snjó- keðjum. Hins vegar er ekkert eftirlit með því af hálfu bæjarins, hvort bílar nota snjókeðjur löngu eftir að slíkt er almennt af tekið. Það kemur mjög til álita, hvort ekki sé nauðsynlegt að takmarka snjókeðjuaksturinn meira en nú er gert og hvort bæjarfélagið getur ekki með þeim hætti spyrnt gegn hinni óskaplegu eyðilegg- ingu gatnanna, sem hér á sér stað og þeim mikla kostnaði, sem af þessu leiðir. Er fé ekki betur var- ið til þess að steypa stutta spotta árlega en leggja það í malbikun, sem ekki endist nema sumarið? Eða eru til einhver ráð til þess að forða þessari eyðileggingu? Hvað segja okkar verkfróðu menn um það? Er það ámælisvert? „Bæjarbúi“ skrifar blaðinu á þessa leið: „ÞAÐ HEFUR vakið athygli fólks, að tvö blöð í Reykjavík hafa að undanförnuu gert sér sérstakt far um að hnjóða í Hug- rúnu skáldkonu, sem hér er bú- sett og það algerlega að tilefnis- lausu að því er virðist. Fólk undr- ast þetta háttalag. Eru störf þess- arar konu ámælisverð? Hún hef- ur skrifað 8 bækur í hjáverkum frá húsfreyjustörfum og við erf- iðar aðstæður. Fólk hefur lesið þessar bækur. Þær hafa hlotið viðurkenningu gagnrýnenda. Hún hefur líka hlotið viðurkenningu frá nefnd þeirri, er úthlutar lista- mannafé. Sömuleiðis frá Menn- ingar- og minningarsjóði kvenna. Er svo komið, að þessum blöðum — og þá einkum Alþýðublaðinu (Framhald á 7. síðu). veigarstaðir eiga að rísa. Það ætti að vera mikið áhugamál kvenna um allt land að koma þessu félagsheimili upp, því að með því er öllu félagsstarfi þeirra gert léttara um vik. Fundai'höld hvers konar, landsþing og aðrir mann- fundir kvenna og samtaka þeirra eignast þá örugg- an og sæmandi samastað. Eg hef heyrt því haldið fram, að Hallveigastaðir myndu fyrst og fremst verða höfuðstaðnum og konum þar til gagns og hagræðis. Það er að vissu leyti rétt, en því má ekki gleyma, að Hallveigarstaðir eiga jafnframt að verða samkomu- og dvalarstaður kvenna utan af lands- byggðinni og það er miklu brýnni þörf fyrir þær að eignast einhvern slíkan samstað einmitt í höfuð- boi-ginni, heldur en fyrir konur búst ítar þar. Það er tvímælalaust menningarauki að því fyrir allar landsins konur, að í höfuðstaðnum rísi myndarlegt „Kvinnernes hus“ eins og í höfuðborgum nágranna- landanna. Það ætti því að vera kappsmál kvenna í öllum félögum og hvar sem þær standa og starfa, að styðja þetta mál, liðsinna því á alla lund og vinna að því, að það nái fram að ganga. Sendiherrami gefur sóleyjar. Fjáröflunardagur Hallveigarstaða er ákveðinn næstk. föstudag, þ. e. 4. maí. Þá munu stúlkur úr Húsmæðraskóla Akureyrar fara um bæinn og selja merki. Það er sendiherra Dana á íslandi, frú Bodil Begtrup, sem hefur gefið öll merkin, en þau eru í gei’fi lítillar sóleyjar. Þótt mei'kjasölur séu oi'ðnar hvimleiðtt fyi'irbæri í íslenzku þjóðlífi, og margir séu langþreyttir orðnir á fjáröflunaraðferðum hinna fjölmörgu félaga og samtaka, þá vex'ðum við, kon- urnar, að taka vel á móti húsmæðranemunum á föstudaginn og minnast þess, að við erum að reisa okkar eigið hús. Sóleyjan er tákn sumarsins, og þótt sóleyjarnar, sem boi’nar verða til ykkgr á föstudaginn séu án angans, og safann vanti í stilkinn, þá minna þær okkur samt á sól og vor. Og þær eiga líka að minna okkur á annað, sem sé það, að margt smátt gerir eitt stórt og að með því að kaupa þessar sóleyjar leggjum við hönd á plóginn. Tökum allar þátt í að reisa Hallveigastaði. GÓÐAR VÖFFLUR. (Amerísk uppskrift). ÍVz bolli hveiti. — J/i tesk. salí. — 1 matsk. sykur. — 114 tesk. ger. — 2 egg. — 1 bolli mjólk. — 3 mat- sk. brætt smjörlíki. Deigið verður betra sé það látið standa 2—12 tíma í ískáp eða á köldum stað, áður en bakáð er úr bví. Hveiti, salti, syki og geri er blandað saman og sigtað tvisvar. Eggin aðskilin. Rauðui’nar hrærðar með mjólkinni og þær síðan hrærðar saman við hveitið. Þá er bræddu smjörl. hrært saman við og síðast eggjahvítunum, sem hafa verið stífþeyttar. Vöfflurnar eru borðaðar með sírópi eða sultu og þeyttum rjóma og sultu við betri tækifæri. Einnig er gott að borða með vöfflum hrært smjör með kanel og sykri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.