Dagur - 03.05.1951, Blaðsíða 5

Dagur - 03.05.1951, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 3. maí 1951 D AGUR 5 AÐ NORÐAN íltvarpið og landsbyggðin. ÚTVARPSKVÖLD þau, sem Karlakórinn Geysir efndi til fyr- ir skemmstu, hafa beint athygli manna að útvarpinu og lands- byggðinni og er það vel. Hið fyrra útvarpskvöld — eða Akureyrar- Jivöld eins og það var nefnt — hlaut ómilda dóma sums staðar, eins og rakið var hér í blaðinu í síðustu viku Ummæli þau byggð- srmnar og sem eru í stærstu bæjunum — heldur á það að gefa fólkinu á mál Bandaríkjanna eru eins ólík okkar útvarpsmálum og framast má verða. Þar ríkja önnur sjón- armið og allt önnur aðstaða. Ut- varpsmál Noregs eru okkur skyldari. Þar á útvarpið að ná til allrar þjóðar, sem býr í stóru og strjálbýlu landi. Það á ekki að- eins að veita því tækifæri til að hlýða á orð forráðamanna þjóð- beztu listakrafta — ust á misskilningi að nokkru leyti, en satt má það vera, að enda þótt kórsöngur geti verið góður má of mikið af öllu gera. Um síðara kvöldið, þar sem stikl- að var á nokkrum atriðum úr sögu héraðsins, hef eg ekki séð skrifað í blöð, en eg held að allir sanngjarnir menn hljóti að við- urkenna, að þar var margt vel gert og að öllu samanlögðu var dagskráin fróðleg og skemmtileg, þótt að ýmsu megi finna. Annars var ætlun mín ekki að ræða hér sérstaklega ágæti þessara dag- skrárliða. Þessi kvöld Geysis- manna gefa tilefni til þess að rætt sé um útvarpið og landsbyggð- ina á breiðari grundvelli. Það fór ekki fram hjá hlustendum, er hlýddu á þessi Akureyrarkvöld, að það háði mjög flutningnum, að upptaka var af vanefnum gjörð. í tyrsta lagi hefur það önnur áhrif á hlustendur að heyra „dauða“ eða upptekna dagskrá af plötu eða stálþræði en lifandi flutning við hljóðnemann. íslenzka út varpið er sífellt að auka hinn „dauða“ flutning og er það öfug- þróun, sem gjalda ber varhug við. Þetta var þó ekki aðalatriðið, heldur hitt, að plötuupptakan hér háði mjög söng og flutningi tal aðs orðs. Eg veit ekki, hvort upptökutæki þau, sem útvarpið á hér — en notar afar sjaldan eru nægilega fullkomin þótt eg efist mjög um það, en hitt er Ijóst, að hér vantar aðstöðu til að taka upp útvarpsefni svo að vel sé. Hér eru ekki til húsakynni, sér- staklega til þess útbúin og ætluð, og fyrr en þau eru fyrir hendi, verður útvarpsflulningur orða og tóna aldrei með þeim blæ, sem þarí að vera. Útvarpshöll — sjónvarp — íslenzkt útvarp. Hér á árunum var mikið rætt og ritað um útvarpshöll. Teikn- ing af henni birtist í Útvarpsttíð- inndum þeirra tíma og undruð- ust menn glæsileik mannvirkis- ins en það ekki, að slík teikning hefði kostað 100 þúsund dali eða vel það. Þetta var á þeim árum, sem sumir forustumenn þjóðar- innar hugsuðu í höllum. Nú hin seinni ár hefur verið hljótt um útvarpshölíina. Líklega verða húsnæðismál útvarpsins aldrei leyst á grundvelli amerísku teikn ingarinnar, heldur á annan og hentugri hátt. Starfsmenn út- varpsins hafa lagt lykkju á leið sína til að fræða okkur um sjón- varp —og er það gott út af fyrir sig — en langt mun sjónvarpið eiga í land hér. En það sem mest er um vert fyrir íslenzkt ríkisút- varp nú man eg ekki til að hafa heyrt nefnt í dagskrártíma, en það er að breyta útvarpinu Reykjavík í útvarpsstöð íslands. Það er hægt og það tel eg vera það verkefni, sem næst bíður úr- lausnar á sviði útvarpsmálanna hér, meðan höllin og sjónvarpið bíða betri tíma. Fordæmi Norðmanna. Líklegast hefði því fé, sem fór í sendiferðirnar til Ameríku um árið í sambandi við hallarmálið, verið betur varið ef útvarps- mennirnir okkar hefðu gist Nor- eg en ekki Bandaríkin. Útvarps- landsbyggðinni tækifæri til þess að leggja sjálft nokkuð af mörk- um, en slíkt er hin mesta upp- örvun fyrir allt menningarlíf og stórt framlag í þeirri baráttu að viðhalda býggðinni, að byggja landið en eyða það ekki, að nytja það allt en ekki aðeins þéttbýl- ustu skikana. Hvernig hafa Norð- menn snúist við þessum vanda? Það var rakið í erindi í norska útvarpinu nú nýlega, í sambandi við afmæli stofnunarinnar. Þeir hafa leyst það m. a. með því að koma upp útvarpsstöðv- um með vissu millibili á strönd inni og austanfjalls, allt frá Osló og norður fyrir heim- skautsbaug. Og í sambandi við þessar stöðvar hefur verið komið upp aðstcðu til útvarps í stærri bæjunum á þessari leið. Allar þessar útvarpsstöðvar lieyra undir eitt og sama kerfið, þær eru hluti ríkisútvarpsins og endurvarpa miklum hluta dag- skrár þess, en flytja sjálfar stundum sjálfstæða „lokal“ dag- skrá. Og útvarp frá þessum stöðvum er stundum fellt inn í heildardagskrá ríkisútvarpsins. Þetta ei það, sem koma skal. Eg er ekki í nokkrum vafa, að þetta er það sem koma skal í út- varpsmálum íslands. Þetta verð- ur sú stefna, sem tengir útvarpið og þjóðina órjúfandi böndum löngu eftir að það er gleymt, að til er teikning af milljónahöll suður í Reykjavík. Að vissu leyti er nú stefnt í þessa átt. Útvarpið er að koma upp endurvarps- stöðvum á nokkrum stöðum, m. a. hér á Akureyri. Jarðsíminn frá Reykjavík er lika kominn lang- leiðina hingað. Hvort tveggja þetta auðveldar framkvæmd slíkrar stefnu hér. En mér hefur skilist að forráðamenn útvarps- ins líti ekki á endurvarpsstöðv- arnar sem hlekk í neinni slíkri keðju, heldur aðeins sem nauð- synlega tæknilega endurbót til þess að koma útvarpsdagskránni frá Reykjavík betur til hlustenda. Það er í sjálfu sér líka mikil nauðsyn. En slík endurbót er ekki nægileg. Hér þarf að koma að- staða til útvarps, möguleiki til þess að fella að jafnaði dagskrár- liði héðan inn í dagskrá ríkisút- varpsins. Slíka aðstöðu þarf síðan að skapa í hverjum landsfjórð- ungi. Þá fyrst er útvarpið orðið útvarp íslands og í órofa tengsl- um við líf þjóðarinnar og baráttu. Norðlendingur. Kennslubók um frjálsar íþróttir Nýlega er komin í bókabúðii bók eftir á Stefán Kristjánsson, íróttakennara, og Þorstein Ein- arsSon, íþróttafulltrúa ríkis'vis, sem fjallar um kennslu í frjáls- um íþróttum. Benedikt Jakobs- son, landsþjálfari, skrifar for- mála fyrir bókinni. Bók bessi er fyrsta fullkomna kennslubók í frjálsúm íþróttum hérlendis. Hún fjallar um allar greinar frjálsra íþrótta og er prýdd fjölda mynda af innlendum og eriendurvi íþróttamönnum. í bókinni eiu æfingatöflur og fyrirmæli um notkun þeirra. íþróttir, hverju nafni sem nefn- ast, eru hverjum manni nauðsyn- legar til að auka og viðhalda líkamlegu þreki og heilbrigði. Þær eru og heppilegar tóm- stundaiðkanir fyrir unga og aldna. En íþróttir eru, eins og svo margt annað, vandmeðfarnar. Það er ekki sama, hvernig þær eru iðkaðar. Þessi kennslubók á sviði frjálsra íþrótta er gullvægt innlegg til að auka þekkingu íþróttaiðkenda á þeim íþróttum, sem hún fjallar um og auk þess nauðsynleg til að auka afreks getu. íþróttir hafa jafnan átt samleið með framförum og auk- inni menningu, vegna þess að líkamlegar og andlegar hræringar eru órjúfanleg heild. Menntun er einmitt fólgin í því að gera manninn betri, auka þekkingu hans og bæta hæfni hans á öllum sviðum. Þeir, sem ekki eiga þess kost að fá tilsögn í frjálsum íþróttum í skólum eða annars staðar, ættu sérstaklega að eignast bókina „Frjálsar íþróttir“. En hún á auk þess erindi til allra, sem iðka frjálsar íþrtótir. Bréf: Manganvöntun i kartöflugörðum Á SÍÐASTLIÐNU sumri bar víða talsvert á því að mangan vantaði í jarðveginn. Sérstaklega bar á þessu í görðunum fyrir ofan Lxmd, en það eru nýir garðar, og var þarna magur og laus móa- jarðvegur, en einmitt í þannig jarðveg vantar þetta efni æði oft. Manganvöntun lýsir sér á þann hátt í kartöflugörðum, að blöðin verða bleik, slöpp og á þau koma ljósir tíglar, sem síðan verða brúnir eða svartir. Séu mikil brögð að vöntun þessa efnis í jarðveginn verður uppskeran mjög rýr og léleg. Af mangan súlfati þarf aðeins V2 kg. í 100 m2 lands til að fullnægja þörf plantnanna af efni þessu, og hef eg beðið áburðarsöluna hér að hafa þetta efni til sölu í vor, og er það þegar komið. Eg ráðlegg þeim mönnum, sem garða hafa fyrir ofan Lund að taka þetta efni er þeir taka áburð sinn. Þar sem aðeins % kg. er nægjanlegt 100 m2 er mjög erfitt að dreifa því sér, og er því bezt að blanda því saman við áburðinn, og þá sérstaklega saman við kalí. Dreif- ið hverri tegund áburðar sér. Þá vil eg láta þess getið, að úðun með vetrarlyfinu Ovieide er ekki framkvæmanleg eftir þenn an tíma, og þeir sem hafa beðið um úðun með því, geta ekki vænst þess að hún verði gerð á þessu vori, sökum þess að tíminn er liðinn, sem heppilegastur er til þess. Sumarlyfin Nikótín, Gesarol og Gammexau eru til hér og verða notuð ef þess er óskað sumar. Amerískt skrifborð, (skattholsgerð), vandað, ve með farið, til sölu. Afgr. vísar á. AUGLÝSING um skoðun bifreiða í lögsagnarumæmi Eyjafjarðar Samkvæmt bifréiðalögum tilkynnist hér með, að aðal- skoðun bifreiða fer fram á Akureyri, sem hér segir: Þriðjud. 15. maí mæti A- 1—A- 75 Miðvikud. 16. - — A- 76—A- 150 Fimmtud. 17. - — A-151-A- 225 Föstud. 18. - — A-226-A- 300 Mánud. 21. - — A.-301-A- 375 Þriðjud. 22. - — A-376-A- 450 Miðvikud. 23. - — A-451—A- 525 Fimmtud. 24. - — A-526-A- 600 Föstud. 25. - — A-601-A- 675 Mánud. 28. - — A-676-A- 750 Þriðjud. 29. - — A-751— A-825 Miðvikud. 30. - — A.826-A- 900 Fimmtud. 31. - — A-901-A- 975 Föstud. 1. júní — A-976—A-1000 Ennfremur þann dag allar bifreiðar, sem eru í notkun í bænum, en skrásettar eru annars staðar. Ber bifreiða- eigendum að koma með bifreiðir sínar til bifreiðaeftir- litsins, Gránufélagsgþtu 4, þar sem skoðunin fer frarn kl. 9—12 og 13—17 hvern dag. Við skoðun skulu öku- menn brfreiðannaleggja fram fullgild ökuskírteini. Enn- fremur ber að-sýna skilríki fyrir því, að bifreiðaskattur, skoðunárgjald og ökumannstrygging fyrir árið 1950 sé greitt. Þá ber að sýna skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé í gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á tilteknum degi, verður liánn látinn sæta ábyrgð samkvæmt bifreiðalögunum, og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Ef bifreiðaeigandi getur ekki af óviðráðanlegum ástæðum fært bifreið sína til skoðunar á réttum thna, ber honum að tilkynna það bifreiðaeftirlitinu. Tilkynn- ingar í síma nægja ekki. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli til eftirbreytni. Skrifstofa Akureyrarkaupstaðar og Eyjafjarðarsýslu, 26. apríl 1951. Alntenn skráning atvinnulausra manna í Akureyrarkaupstað fer fram í Vinnumiðlunarskrifstofunni í Lundargötu 5, dagana 3., 4. og 5. maí 1951, og stendur yfir kl. 14—18 alla dagana. Bæjarstjóri. Matreiðslukona - óskast að gistihúsinu Reynihlíð frá 15. júní n. k. Nánari upplýsingar gefur Pétur Jónsson, Reynihlíð Sími: Reykjahlíð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.