Dagur - 03.05.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 03.05.1951, Blaðsíða 8
8 Baguk Fimmtudaginn 3. maí 1951 30 iðnnemar brautskráðir úr Iðnskéla Akureyrar sl. föstudag Geirs G. Þormars minnzt við skólauppsögn 4 verkalýðsfélög bæjarins hafa ss|t upp kaupsaswiingum frá 1. júní Iðnskólanum á Akureyri var slitið sl. föstudag. 30 iðnnemar — allir úr 4. bekk skólans — stóð ust burtfararprófið og fengu brottfararskírteini sín afhcnt við þetta tækifæri. Alls höfðu 110 nemendur ver- ið skráðir til náms í skólanum á þessu skólaári, en 102 nemendur þreyttu próf. Hæstar einkunnit' hlutu þeir Kristján Árnason, rennismiður, I. ág. 9,25, og Blængur Grímsson, húsasmiður, I. ág. 9,18, og voru þeir báðir í hópi brautskráðra nemenda. — Verðlaun fyrir bezta iðnteikn- ingu, er gerð var í skólanum á þessu skólaári, hlaut Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirki, en viður- Brottskráðir iðnnemar úr Iðnskóla Akureyrar vorið 1951 1. Blængur Grímsson, húsasm., I. ág. 9.18. 2. Eggert Ól. Jónsson, rifvirki, II. 7 15. - 3. Einar Valmundsson, húsg.sm., II. 7.15. 4. Guðbrandur Sigurgeirsson, húsg.sm., II. 7.05. 5. Guðjón Hreinn Daníelsson, húsasm., I. 7.58. 6. Guðlaugur Þórhallsson, húsasm., I. 8.19. 7. Guðm. Bjarnar Stefánsson, bakari, III. 5.52. 8. Guðmundur Valdimarsson, húsasm., I. 7.57. 9. Gunnar Dúi Júlíusson, mál- ari, II. 6.73. 10. Gunnl. Búi Sveinsson, vél- virki, II. 6.60. 11. Gunnl. Tr. Jóhannsson, raf- vélavirki, I. 7.45. 12. Helgi Indriðason, rafvirki (nokkur hluti prófsins tekinn 1948), III. 5.44. 13. Hörður Jörundsson, málari, II. 6.98. 14. Ingólfur Ólafsson, klæðskeri, I. 7.45. 15. Ingvi Rafn Jóhannsson, raf- virki I. 8.77. 16. Jón Aðalsteinn Jóhannesson, járnsm., 7.83. 17. Jón Eggert Hvanndal. prent- myndasm., III. 5.80. 18. Jón Þór Haraldsson, vélvirki, I. 8.62. 19. Kári Bragi Jónsson, prentari, II. 6.75. 20. Kristján Árnason, rennism., I. ág. 9.25. 21. Margrét Albertsdóttir, gull- sm., I. 8.15. 22. Samúel Hörður Gíslason, húsg.sm., II. 7.17. 23. Sigurður Bárðarson, bifvéla- virki, I. 7.57. 24. Sigurður Bl. Jónsson, bakari, III. 5.83. 25. Skúli H. Flosason, rnálari, I. 8.10. 26. Stefán Bryngeir Einarsson. múrari, III. 5.62. 27. Stefán Stefánsson, ketil- og plötusm., II. 6.87. 28. Svavar Jóhannesson, hús- gagnasm., I. 8.70. 29. Svavar Ottesen, prentari, I. 8.25. 30. Þór Steinberg Pálsson, húsa- sm., III. 5.88. kenningu fyrir bezta fríhendis- teikningu hlaut Hörður Jörunds- son, málari, og luku þeir einnig báðir burtfararprófi í þetta sinn. Fyrra sunnudag var í skóla- hús opin almenningi sýning á teikningum nemenda — bæði frí- hendisteikningum, teikniskrift, flatarteikningum, rúmteikning- um og iðnteikningum allra iðn- greina. Geirs Þormars minnzt. í upphafi skólaslitaræðu sinnar minntist skólastjóri Iðnskólans, Jóhann Frímann, maklega og lof- samlega Geirs G. Þormars, tré- skurðarmeistara, er látizt hafði í sjúkrahúsi í Reykjavík laust eftir hádegi daginn áður, en Þormar hafði um margra ára skeið kennt um og var þar starfandi kennari, er hann á útmánuðum í vetur kenndi fyrst sjúkdóms þess, sem dró hann svo skjótlega til dauða. Naut Þormar ávallt mikilla vin- sælda nemenda sinna og sám- kennara. Skíðamót Norðurlands 1951 Um næstu helgi, laugardag og sunnudag, fer fram hér á Akur- eyri hið fyrsta Skíðamót Norð- lendinga. Búizt er við mjög spennandi keppni, þar sem flest- ir beztu skíðamenn Norðlend- inga verða meðal þátttakenda, svo sem ívar Stefánsson, Jónas Ásgeirsson, Haraldur Pálsson, Ásgrímur Stefánsson, Guðmund- ur Árnason, og Akureyringarnir Magnús Brynjólfsson og Guðm. Guðmundsson. Á laugardaginn kl. 8.30 e. h. fer fram 4x5 km. boðganga. Sunnudaginn kl. 10.30 f. h. held- ur mótið áfram með svigi í C-fl. karla og kl. 1 e. h. svig í B-fl. og kl. 2 e. h. svig í A-fl., kl. 4 fer fram stökk á stökkbrautinni við Miðhúsaklappii'. Svigið mun fara fram í brekkunni neðan við Fálkafell. Á mánudaginn mun 18 km. ganga fara fram, brautin hefur ekki endanlega verið ákveðin, en mun að öllum lík- indum fara fram í námunda við bæinn og þannig aö sem flestum gefist kostur á að fylgjast með keppninni. Akureyringar eru hvattir til að nota þetta ágæta tækifæri til að sjá spennandi og skemmtilega keppni. Það er ekki endanlega ákveðið ennþá, hve margii- utanbæjar- kependur verða, en fullvíst er, að keppendur koma frá Siglu- fii'ði og Húsavík. Þá munu og Þingeyingar utan Húsavíkur mæta, svo og Fljótamenn úr Skagafirði. Látinn forvígismaður Nýlega er látinn í Bandaríkjun- um Arthur H. yandenberg þing- maður, einn af forustumönnum Repúblikana og helzti áhrifa- maður þeirra í utanríkismálum um langt skeið. Studdi hann Truman forseta dyggilega í stofn- un Marshalláætlunarinnar og Atlantshafsbandalagsins. Vand- enberg var áður einangrunar- sinni, en snerist hugur á stríðs- árunum. Álftin í fuglatjörninni búin að verpa! Kristján Geirmundsson sagði blaðinu frá því í gær, að álftin í fuglatjörninni væri búin að verpa og bað blaðið fyrir skilaboð til barnanna að ónáða álftina ekki, þar sem hún situr á egginu (það var aðeins eitt er síðast fréttist, en von á fleirum!) ,í hólma, er Kristján og Finnur Árnason gerðu í skyndi úti í tjörninni fyr- ir hana og vörðu með vírneti til þess að verja rottunum aðgang, en þær sóttu mjög á hreiðrið í fyrra. Bæjarbúar munu fylgjast af áhuga með því, hvort álftinni tekst að unga út í ár — í fyrra tókst það ekki. Aflaleysi í Húsavík - betri liorfur til landsins Fréttaritari blaðsins í Húsavík símar, að þar hafi verið hæg hláka að undanförnu og sé jörð allvíða komin upp og horfur betri til landsins en áður var. Aflaleysi er á línu á Húsavíkurbátu, en sæmi- legur afli í botnvörpu. Kaupfélag Þingeyinga kaupir nú hrogn af fiskimönnum og gefur 3 kr. áætl- unarverð fyrir kg. — A föstudag- inn var efndu Páll H. Jónsson á Laugum og Stefán Þ. Jónsson frá Ondólfsstöðum til söngskemmtun- ar í Húsavík, og var þeim félög- um vel fagnað. Ágóðinn af sam- komunni rennur í ferðasjóð Kan- tötukórs Akureyrar. Nú um mánaðamótin sögðu 4 stærstu verlýðsfélög bæjarins upp kaup- og kjarasamningum sínum við atvinnurekendur og íalla samningarnir úr gildi hinn 1. júní næstk. Þessi félög eru: Verkamanna- félag Akureyrarkaupstaðar, Bíl- stjórafélag Akureyrar, Iðja, félag verksmiðjufólks og Verkakvenna félagið Eining. Boðað hefur ver- ið til sameiginlegs fundar stjórna allra verklýðsfélaga bæjarins til Barnakór Akureyrar, en svo er nefndur skólakór barna skólans, hélt samsöng í Samkomu- húsinu s.l. sunnudag. Á söngskránni voru 18 lög, bæði innlend og út- lend, og varð hann að endurtaka sum lögin. Kórinn hefir áður sung- ið í vetur í sambandi við árs- skemmtun barnanna, og því hefir fjöldi manns heyrt hann syngja, svo að það kann að afsaka, að fremur var fámennt á þessum sam- söng. En kórinn á skilið að á hann sé hlustað, því að hann er prýði- lega þjálfaður. Söngstjórinn, Björg- vin Jörgensson kennari, hefir lagt mikla áherzlu á að þjálfa raddir barnanna og fága, sníða af misfell- ur og fella rödd við rödd, svo að nálega er sem allar raddir komi úr einum og sama hálsi. Þetta er mik- ið verk og vandasamt, reynir á skilning, þolinmæði og smekkvísi. En þetta má segja, að Björgvin kennara hafi vel tekizt. Má að vísu búast við að sumum finnist þrótt vanta í sönginn, og raunar ekki öruggt um, að maður sakni hans sums staðar. En allt hitt er þó meira um vert í barnasöng, og börnunum mikilsvert, að raddir þeirra séu verndaðar fyrir of mik- illi áreynslu á þessum viðkvæma aldri. Þetta skilur söngstjórinn, og er það vel. Hafi Björgvin og börnin beztu þökk fyrir góða skemmtun. þess að ræða „sameiginlegar að- gerðir og samstarf félaganna í væntanlegri kjarabaráttu," eins og stendur í ályktun fundarboð- enda um þetta efni, en fundur þessi verður haldinn fyrir frum- kvæði trúnaðarmannaráðs Verka mannafélagsins og Bílstjóra- félagsins. KRON seldi fyrir 22 millj. kr. Aðalfundi KRON í Reykjavík er nýlega lokið. Vörusala félags- ins varð rösklega 22 millj. króna og hafði aukizt að krónutali um röskar 5 millj. Tekjuafgangur á árinu varð 197.512.83 og var hann allur lagður í varasjóð. Snjóa leysir ört í Eyjafirði Blíðviðri hefur hér um slóðir síðustu daga og leysir snjóa ört. Er víðast komin góð jörð og sums staðar er orðið því sem næst autt á stórum svæðurh. Þessi bati er nú orðinn það mikill og lang- vinnur, að segja má að vel sé nú séð fram úr harðindunum. Maður drukknar í fyrradag ætluðu tveir menn. að róa kringum Vestmannaeyjar á kajökum, að gamni sínu. Er þeir voru komnir gegnt Stór- höfða, kom á móti vestan ylgja og hvolfdi þá öðrum bátnum. — Bj örgunarbelti var í honum og náði maðurinn því, en ekki tókst þeiin félögum að rétta bátinn eða ausa hann. Ætlaði hinn þá að draga manninn í björgunarbelt- inu í land, en gat það ekki. Sneri hann þá til lands að sækja hjálp. Eftir 2 klst. náðu bátar frá kaup- staðnum á slysstaðinn, en þá var maðurinn í björgunarbeltinu lát- inn. Hann hét Grétar Karlsson, vélstjóri, 19 ára að aldri. „jökulfeir4 komið hingað f fyrrakvöld sigldi „Jökulfell“, hið nýja og vandaða frystiskip SÍS, hér inn á höfnina. f gær losaði það timbur hér. Bæjarmönniun virtist skinið fagurt og vel búið.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.