Dagur


Dagur - 20.06.1951, Qupperneq 5

Dagur - 20.06.1951, Qupperneq 5
MiSvikudaginn 20. jaúní 1951 DAGUR 5 Tilstandið með „lúðurþeytara upprisunnar" er smækkuð mynd af dýrkun „hins mikla landsföður" Lærisveinar á fjórum fótum vitna um meistara“ smn w1 Rithöfundúrinn Louis Fischer hefur í mjög athyglisverðri grein lýst því, hvernig hann varð konunúnisti og hvernig hann fékk heiíbrigða sjón á ný. Lækn- ingin varð austur í Rússlandi. — Fischer dvaldist þar Iangvistum. Hann vildi afsaka og útskýra „fræðilega“ mistökin og grimmd- ina og hið Vaxandi einræði er hann sá austur þar, en svo fór, að hann gat ekki sætt sjálfan sig við orðaleiki kredduvísindanna og þá sá hann sannleikann nakinn. Byltingin hafði drukknað í blóði og grimmd. Einræði, misk- unnarlausara en keisaranna, var reist á rústum þeirra hugsjóna, sem hrundu byltingunni af stað. lögregluríki, sem virðir einstakl- inginn ekki meira en hið minnsta fis, var orðin staðreynd en „ríki verkamanna og bænda“ hvergi til nema í fræðibókum og áróðurs- dálkum kommúnistapressunnar. Fischer fylgdist með því, hvern- ig hin nýja forréttindastétt — samfylking jábræðranna í flokknum — hrifsaði til sín sífellt meira af valdi og þægindum. Hann lýsir lúxuslífi hinnar nýju forréttindaklíku en sárri örbirgð hinna óbreyttu verkamanna. — Þetta var ekki það, sem hann hafði komið til Rússlands til að kynnast. Hann sagði skilið við stalinismann. Þróunin til skurðgoðsdýrkunar. í lýsingu Fischers kemur greinilega fram, hvernig ein- valdinn gerizt sífellt miskunnar- lausari gagnvart allri andspyrnu, en jafnframt kröfuharðari um játningu óskeikulleika síns og að lokum persónudýrkun. Fischer segir frá því, er starfsmenn á pósthúsi úti á landi, neituðu af ótta að taka á móti símskeyti frá honum til Stalíns af því að hann var þar ávarpaður einföldu per- sónufornafni, en ekki sem „mikli faðir“ eða „leiðtogi og verndari alls verkalýðs“. Þessi þróun til öfgafullrar per- sónudýrkunar stendur enn yfir og í skrifum Sovétblaða virðist sú stund nálæg, að Stalín verði talinn af guðlegum uppruna. Að þessu leyti er þróunin í Rúss- landi hin sama og í einræðisríkj- um allra tíma, sú sama og var í Þýzkalandi og ítalíu til dæmis, fyrir stríðið. Eirivaldsstjórnin berst gegn frjálsri hugsun, þeir, sem vilja andlegt frelsi eru hnepptir í þrælabúðir, en hinir andlegu þrælar, hinir sívitnandi jábræður flokksklíkunnar, verða leiðtogar lýðsins og vilja móta alla í sama mótinu. Glefsur úr bókmennta-biblíu. Persónudýrkun — öfgafull og ógeðsleg — er fylgifiskur ein- ræðisstefnanna og þessi and- styggð skýtur upp kollinum meðal einræðisflokka, þótt þeir starfi í lýðræðisþjóðfélagi og komizt aldrei nálægt því að hrifsa til sín völdin. Einnig að þessu leyti er reynt að eftirapa fyrirmyndirnar í austri. Hér í blaðinu voru í fyrra birtir nokkrir kaflar úr Sovéttímarit- inu „Soviet Litarature“, sem er útgefið og prentað í Moskva, og er sent kommúnistum um allir jarðir, sem bókmenntaleg biblía og kennslubók. Hér er ekki um að ræða neitt „auðvaldsrit“ á kommúnistavísu, heldur hin einu og sönnu fræði. Atburður, sem gerðist hér á landi nú fyrir miðj- an mán., gefur tilefni til þess að rifja upp nokkur atriði úr þessu Sovét-tímariti. í hefti þessu voru greinar um bókmenntir, tónlist og listir al- mennt. Allar þessar greinar voru einn væminn lofgerðaróður um Stalín. Allir listamennirnir, sem þær rituðu, vitnuðu, að þeir hefðu alla listagáfu sína frá hon- um. Orðbragðið er ótrúlegt í augum vestrænna manna. Eða hvernig finnst ykkur þetta, tekið orðrétt úr einni „lista“-greininni: „Faðir! Hváð gæti verið nær okkur eða kærara en það nafn? Sovétþjóðirnar, einn og allir, frá ungherjunum til hvít- hærðra öldunga, kalla Stalín föður okkar. Því að eins og ástríkur mildur faðir, eins og vitur uppalandi og kennari, el- ur Stalín /upp nýja kynslóð nýrrar þjóðar.... Margfalt og allt innibindandi er afl snilldar Stalíns. . .. Allt það, sem er nýtt, fagurt, framsækið og óeigingjarnt í lífi okkar, stefn- ir upp á við, til Stalíns eins og til sólarinnar. Stalín gefur þjóðinni kraft og gefur henni vængi, orð lians, góðleiki og umhyggja, er sá kraftur, sem gefur milljónum styrk og líf. Stalín þekkir allt og skilur allt, sem hrærist í hjörtum Sovét- þjóðanna, hann þelskir hug- sjónir og vonir allrar þjóðar- innar....“ o. s. frv. o .s. frv. Þetta er ekki vondur kapítal- isti að gera grín að hinum „mikla föður“, þetta eru læri- sveinar *' C á fjórum fótum að vitna um meistara sinn. Svona lágt getur mannskepnan lagzt, þegar búið er að rýja hana frels- inu og aðstöðunni til þess að leita sannleikans. Sólin og litlu hnettirnir. Stalín er stóri bróðirinn, hann er sólin, en í kringum sólina ganga hinir smærri hnettir, sum- ir litlir og harla dimmir. Slíkir smáhnettir eru í öllum kommún- istaflokkum, auk heldur hér úti a íslandi. Einn slíkur varð fimmtugur á dögunum. Fimmt- ugsafmæli er merkisdagur í lífi manna og venja er að vinir og samstarfsmenn geta þess eitthvað opinberlega, eftir því sem verð- leikar standa til. Það er vitaskuld algert einkamál kommúnista- safnaðarins á íslandi, hve mikilli prentsvertu og pappír hann kýs að eyða á einn af spámönnum sínum á slíkum tyllidegi, enda ekkert amast við því þótt blaða- kostur flokksins eyddi nær öllu púðri sínu þennan dag á þennan skrítna fugl. En fólkið tekur eftir því, að þessir tilburðir eru smækkuð mynd af því, sem er tízka fyri raustan. Hér kemur fram sama tilhneigingin hjá sæmilega greindu fólki til þess að falla á fjórar fætur fyrir fram- an persónu og kalla hana yfir- mannlega. Hér er sama náttúran til þess að smækka sjálfan sig, smækka alla þjóðina til þess geta látið persónu „foringjans“ rísa þeim mun hærra, eins og fjalls tind upp úr sléttlendinu. Þetta verður ákaflega afkáralegt til- stand í frjálsu landi eins og ís landi, þar sem fólkið veit vel, að maður sá, sem verið er að upp- hefja, er aðeins miðlungs mann- eskja. En þetta er meira en af káralegt tilstand. Það er um leið sjálfslýsing kommúnista, það er birta, sem snýr inn á við, sýnir áhorfendum hvernig er um að litast í sálarfylgsnum réttlínu kommúnista, sem er horfinn frá þeirri grundvallarkenningu marxista, að mennirnir séu jafn- ingjar og dýrkar þá kenningu stalinista, að náunginn sé hærra settur og meiri maður og borinn til meira ríkis en maður sjálfur — ef náunginn er á „línunni“. Það var þetta með öðru, sem Louis Fischer fannst viðbjóðsleg- ast í fari nýkommúnismans rúss- neska og það er þessi skrið- dýrslega dýrkun á persónum, sem er öllu frjálshuga fólki and- styggð. „Lúðurþeytari upprisunnar“. Það var fróðlegt að sjá það svart á hvítu, að hér á landi er yfirdrottnunarklíka kommúnista flokksins því marki brennd, að vilja upphefja sjálfa sig á kostn- að annarra, kenna þau fræði, að flokksforingi sé nær yfirmannleg vera. Þjóðviljinn hafði þetta að segja um Kristinn Andrésson á dögunum: „Lof sé þér, sonur morgunsins.... þú ert hetja bar- áttunnar, spámaður morguns- ins.... kyndilberi í myrkva hinnar miklu nætur. ... lúður þeytari upprisunnar.... “ o. s. frv. á mörgum blaðsíðum. SJÖTUG: Frú Björg Arngrímsdóttir, SELÁ. Hinn 17. júní 1881 er hún fædd að Völlum í Svarfaðardal. For- eldrar hennar voru hjónin Þór- unn Hjörleifsdóttir prests Gutt- ormssonar á Skinnastað, Tjörn og Völlum, og konu hans Guð- laugar Björnsdóttur, og Arn- grímur málari Gíslason skálds í Skörðum. Björg ólst upp í Svarfaðardal og eftir lát föður síns var hún all- lengi með móður sinni á Tjörn, en þar var Þórunn lengi ráðs- kona hjá systur sinni, frú Petrínu og sr. Kristjáni E. Þórarinssyni og jafnframt um fjölda ára ljós- móðir í Svarfaðardal, með þeirri heppni og þeim dugnaði, sem fá- títt var. Björg er því gömul stalísystir frá æskuárunum á Tjörn, éin í stórum unglingahóp, kátum og ógleymanlegum, og þess vegna langar mig til að serida henni kveðju og hamingjuósk á þessu merkisafmæli, og þakka henni, ekki aðeins fyrir æskuminnirig- ar, heldui- og ekki síður fyrir marga ánægjulega st.und á héífn- ili hennar, Selá. En þangað giff- ist Björg árið 1901 og' gekTc að eiga bóndasoninn .þár,' ' Jóliá'riri Sigurðsson,. sem þ.ó.tti éiriri' hlrin glæsilegasti ungra manna þáV í sveit. .Og.á-Selá bjuggu þau hjon um tugi ára. Heimili Bjargar og Jóhanns á Selá mun mörgum minnisstætt. Var fór saman myndarskapur og mikil og almenn gestnsni. Og svo var þar oft mannmargt og kátt á hjalla. En slíkt mátti raunar segja um ýms fleiri heimili á Ár- skógsstrorid árin 1907—’12, er. eg kynntist þeim bezt ,og þess vegna Um Stalín sagði tímaritið Sovi et Litarature: „Með snilld og framsýni sinni stýrir félagi Stalín dug, viljakrafti og hugsunum Sovétmanna, hann er að skapa ný sovétvísindi, og nýja sovét menningu í brjóstum okkar, það er hann sem hefur kennt okkur að meta fjársjóði þá, sem fólkið skapaði á liðnum öldum. .. . “ Menn sjá, að hér er stigsmun ur en ekki eðlismunur. Kristinn Andrésson er einn í einvalds klíku þeirri, sem stýrir litlum og hrörnandi flokk samsærismanna úti á íslandi, en lönd Stalíns eru í tveimur heimsálfum og hann á þúsundir manna í öðrum löndum með húð og hári. En litli flokk- urinn hefur sína litlu einræðis herra og flokksmennirnir í litla flokknum verða að dýrka sinn „stóra bróður“ í takt við allsherj ar skurðgoðsdýrkun kommún- istaflokkanna allra. Með því að lesa dýrðaróðinn um Stalín, má sjá í einu vetfangi, hvernig út gangurinn á Þjóðviljanum mundi vera á stórafmælum kommúnistamógúlanna hér landi, væru þeir komnir í sess einræðisherra hér. Þá mundu þeir vilja láta líta svo út, sem hjörðin væri ein og hirðirinn einn. Þannig er afmæli miðl- ungsmanneskju úti á íslandi áminning um það, út í hvert hyl- dýpi vesalmennsku og andlegrar eymdar kommúnistátrúin getur leitt auðtrúa fólk, er mér jafnan hlýtt í huga, er eg lít yfir gömlu Ströndina, núver- andi Árskógshrepp ,og blessa í huga mér marga minningu það- an. Þau Selárhjónin eignuðust fjögur mannvænle^ börn. En á sjötugsafmælinu er Björg ein eftir með yngsta soninn, Angan- tý. Hún hefur því fengið margt að reyna. Elzti sonurinn, Anton, dó frá ungri konu og börnum. Næst elzti sonurinn, augasteinn- inn, hinn kunni og glæsilegi skipstjóri, Arnþór, fórst með m.b. Helga við Vestmannaeyjar fyrir 2 árum, frá konu og börnum, og eina dóttirin, Nanna, féll einnig valinn frá manni og börnum. En mann sinn missti Björg árið 1944. Vitanlega hefur allt þetta kom- ið við tilfinningaríka konu, sem ekki var heldur ávallt heilsu- sterk. Sumir láta ásjá við minna. En samt stendur hún ennþá furðu sterk, mikil að vallarsýn, með svip og fas hinnar kynbornu konu. Og svo mun verða unz yfir lýkur. — En við, gamlir vinir hennar, sendum henni nú bless- unóskir, og þökkum löngu liðna tíð. Sn. S. Hesta-sláttuvél, lítið notuð, til nýleg sölu. og Afgr. vísar á. Skápur Vandaður sölu. eikarskápur til Uppl. í Rauðumýri 20. Fjármark mitt er: Sýlt hægra, sýlt og lögg aftan vinstra. Brennimark: H. A. G. Hermann Aðalsteinsson, Ytri-Másstöðum, Svarfaðardal.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.