Dagur - 20.06.1951, Page 6

Dagur - 20.06.1951, Page 6
6 DAGUR Miðvikudaginn 20. júní 1951 (Framhald). Hann gekk út að garðshliðinu með mér, en allt og sumt sem hann sagði var, að hann væri stoltur af því, hve vel mér hefði tekizt að temja folann, en sér 1 fyndist samt, að eg ætti að blanda kaffið duglega með mjólk þar úti á búgarðinum. Hann veifaði til min um leið og eg hleypti af stað og kallaði: Hitt- umst heilir, félagi! Á þjóðhátíðardaginn — hinn 4. júlí — fóru allir á búgarðinum til útisamkomu í Littleton en þar fór fram heftasýning og margs konar keppni í milli kúrekanna og fengu kúrekarnir okkar verðlaun þar, t. d. fékk Hi verð- laun og svo annar kúreki, fyrír að snara kálf úti á víðavangi af hestbaki. En mér þótti samt mest gaman að sjá mennina, sem gerðu alls konar kúnstir á hest- baki og létu hestana sína gera ýmsar æfingar. Um kvöldið, þegar við vorum á leiðinni heim, sagði eg við Hi: „Eg er nærri viss um ,að við gætum gert sumar af þeim brell- um, sem þeir gerðu.“ Hi sam- þykkti eftir nokkra töf, að við skyldum reyna. Frá þeim degi og fram í ágúst- lok er eg hræddur um að eg hafi ekki alltaf unnið húsbónda mín- um eins trúlega og pabbi hafði kennt mér. Tvo morgna í viku og laugardagas eftirmiðdaga vorum við Hi við æfingar á hestunum okkar. Erfiðasta þrautin var þegar Hi kippti mér af baki. Þegar við riðum samsíða, krosslagði eg handleggina fyrir ofan höfuðið og hallaði mér að Hi, en hann smeygði handleggnum undir handleggina á mér og kippti mér því næst úr söðlinum, svipti mér á háaloft unz eg stóð á höndun- um á handleggjum hans ,en þar næst lét hann mig síga til jarðar hinum megin við hestinn og þar varð eg að hlaupa og hoppa nokkra stund áður en eg náði svo góðu tilhlaupi að hann gæti svipt mér sömu leiðina í söðul minn aftur. Vitaskuld var sú hættan mest, að hestarnir færu ekki alveg samsíða allan tímann, sem þetta stóð yfir, og að lokum mundi enginn hnakkur fyrir mig að setjast í, þegar Hi svipti mér. yfir í annað sinn. En eftir nokk- urra daga æfingu máttum við al- veg treysta folanum að standa i sínu hlutverki. í fyrstu leyndi eg pabba því að við Hi værum að hugsa um að taka þátt í hestamannakeppninni á hátíðisdegi verkamanna. En eg mundi enn daginn, sem mér varð það 4 að stela súkkulaðistykkinu 9g það, sem hann sagði við mig um leið og hann rassskellti mig fyrir það tiltæki. Og eg mundi líka hve vænt mér þótti um það, þegar hann fylgdi mér úr hlaði og veifaði til mín og kallaði: „Hittumst heilir, félagi." Eg af- réð að segja honum tíðindin, næst er eg var heima. En eg sagði honum ekki nákvæmlega frá því, hvaða æfingar við ætluðum að gera. Pabbi sagði ekki að eg mætti gera þetta fyrr en síðasta sunnu- dagskvöldið fyrir keppnina. Við vorum úti í fjósi að mjólka. Þá sagði hann: „Þú ættir held eg að ríða yfir um til Coopers í kvöld, félagi, Hi vill sjálfsagt leggja snemma af stað í fyrramálið." Það var orðið aldimmt þegar eg kom heim á búgarðinn og eg sá aðeins daufa skímu lýsa úti í skemmunni, þar sem kúrekamir sváfu. Skrúfað var niður í lömp- unum og eg hélt fyrst að Hi væri þar einn, en eg var ekki fyrr kominn inn úr dyrunum, en hver af öðrum rak hausinn út úr koju sinni og kallaði: Nú verður þú hissa! Hi tók mig í bóndabeygju og Cooper skrúfaði upp í lömp- unum á ný. í koju Hi var stór pakki og hann var þannig merktur: Litli knapi c’/o Y-B búgarði, Little- ton ,Colorado. Eg var skjálfehntur þegar eg var að leysa böndin og gafst loks upp við það ,svo að Hi varð að skera þáu. í pakkanum-ivar allt, sem mig hafði nokkru sinni dreymt um að eiga. Og allt af réttri stærð! Þetta var ,,ekta“ kúrekaklæðnaður, tíu-lítra hatt- ur, geitarskinnsbuxur, silki- skyrta og rauður hálsklútur að ógleymdum spönskum leðurstíg- vélum með mjórri tá. Silfurspor- ana fann eg ekki strax, en Hi sagði mér að leita betur í pakk- anum. Klukkan hefur víst verið orðin tíu þegar við hættum að skoða og máta þessa dýrgripi alla o'g eg skreið upp í kojuna mína og reyndi að festa blund, en það gekk mér erfiðlega fyrst í stað. Við Hi riðum til Littleton snemma morguns á verka- mannadaginn, en eg var í nýju kúrekafötunum mínum. Pabbi, mamma og öll litlu systkinin voru þegar komin til hátíða- svæðisins og eg man ekki til þess að eg hafí í annan tíma verið glaðari að sjá nokkurar mann- eskjur. Eg hafði í hjarta mínu vonað að pabbi mundi koma til að sjá mig keppa ,en mér hafði aldrei flogið í hug að hann mundi koma með alla fjölskylduna. Eg vissi að mömmu mundi halda við yfirliði ef hún vissi hvað við Hi ætluðum að gera á hestbaki °g eg var álls, ekki ,viss um að pabba mundi geðjast að þvf. Auð Ritsafn Jóns Trausta I.-VIII. bindi. VEGNA AUGLÝSINGAR frá íslendingasagriaútgáfunni í Reykjavík, um Ritsafn Jöns Trausta, í nýútsendu umburðarbréfi, vil ég taka þetta fram: Ég keypti á s. I. ári 750 samstæð eintök.af ritsafninu, og get því selt það fram- vegis, eins og hingað til, með hinum hagkvæmu greiðsluskilmálum. Geta því allir, sem vilja eignast ritsafnið, fengið það afgreitt samstundis frá mér. Munið hinar hagkvœmu mánaðarlegu afborganir. — Leilið upplýsinga. Afgreiðsla: Bókaverzlunin Edda h.f., Akureyri, sími 1334. Bókaverzlun Björns Árnasonar, Akureyri, sími 1180. Virðingarfyllst ÁRNI BJARNARSON. vitað hefði eg sagt honum ná- kvæmlega frá því, ef hann hefði mig, en hann spurði einskis. Við Hi vorum síðastir þeirra, riðu inn á keppnissvæðið. Því nær, sem dró, því tauga- óstyrkari varð eg. Eg hugsa að eg hefði bitið allar neglurnar af ef Hi hefði ekki stað- ið við hlið mér. Eg þóttist sann- færður um að okkur mundi ekki auðnast að fá nein verðlaun og í hjarta mínu óskaði eg að eitt- hvað kæmi fyrir strax, svo að við þyrftum ekki að keppa. Sérhver taug í mér söng eins og strengd símalína á kaldri vetr arnóttu, þegar maðurinn kallaði í hátalarann: „Nú sýna þeir Hi Beckman og Litli knapi listir á folum sínum.“ Hi sá strax að eg var ákaflega óstyrkur og við byrjuðum því á auðveldustu atriðunum og þau gengu eins og í sögu. Eg veit ekki hvenær taugaóstyrkurinn hvarf, en svo mikið er víst, að brátt gleymdi eg því alveg, að fjöldi fólks horfði á og að dómarar og kunnáttumenn stóðu þar á sér- stökum palli og fylgdust með hverri hreyfingu. Folarnir okkar voru í essinu sínu og misstigu sig ekki einu sinni. (Framhald). Nr. 25/1951 TILKYNNING I Fjárhagsráð hefur ákveðið nýtt hámarksverð á blaut- sápu sem hér segir: Heildsöluverð án .söluskatts Heildsöluverð með söluskatti Smásöluverð án söluskatts ... Smásöluverð með söluskatti . kr. 6.88 pr. kg. kr. 7.09 pr. kg. kr. 8.72 pr. kg. kr. 8.90 pr. kg. Reykjgvík, 15. júní 1951. Verðlagsskrifstofan. SANDALAR í miklu úrvali, á börn og fullorðna. Skóbúð KEA GUMMÍSKÓR (íslenzkir) Skóbúð KEA

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.