Dagur - 03.07.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 03.07.1951, Blaðsíða 8
i 8 Baguk Miðvikudaginn 3. júlí 1951 Efnahagssamvinnustjórnin veitir I íslandi sérstakt framlag, að I • ; í '''• •*!.•' •; | upphæð 3 millj. dollara, fil vörukaupa í Evrópu fsland alls fengið 20 milljónir dollara af Marshallfé Efnahagssamvinnustjórnin í Washington hefur fyrir nokkru samþykkt að veita fslandi sér- stakt framlag að upphæð $ 3,000,000 (ca. kr. 49 milljónir) í Evrópugjaldeyri í því skyni að aðstoða ríkisstjórnina við að leyfa aukinn innflutning á nauð- synlegum neyzlu- og rekstrar- vörum og að afnema verzlunar- höftin ,eins og gert var í apríl- mánuði sl. Tilgangurinn með aðstoð þess- ari er fyrst og fremst sá að full- nægja eftirspurn eftir vörum þessum, svo og að koma upp nokkrum vörubirgðum í landinu og þar með skapa aukið jafn- vægi í vöruverði og efnahagslif- inu yfirleitt. Framlag þetta var veitt í gegn- um Greiðslubandalag Evrópu og er eingöngu varið til kaupa á vörum frá löndum í Evrópu. í júlí 1950 veitti efnahagssam- vinnustjórnin í Washington ís- landi svipað, óbeint framlag, að upphæð $ 4,000,000, til sömu nota ,og var það að fullu notað í apríl sl. Þar með nema hin óbeinu Marshallframlög, er ís- land hefur fengið í gegnum Greiðslubandalagið samtals $ 7,000,000 fyrir tímabilið frá 1. júlí 1950 og til þessa dags. Bein aðstoð. Svo sem áður hefur verið til- kynnt nema fjárveitingar þær, sem íslandi hafa verið veittai' sem bein aðstoð frá efnahagssam vinnustjórninni samtals $ 20,700,000 þar af $ 5,400,000 á tímabilinu frá 1. júlí 1950 til þessa dags. Þessum fjárveiting- um er varið til vörukaupa frá dollaralöndunum gagnstætt þeim framlögum, sem um getur hér að framan, og notuð eru til kaupa á vörum frá Evrópu. Hinn 31. maí sl. var efnahags- samvinnustjórnin búin að gefa út innkaupaheimildir fyrir sam- tals $19,010,000 til kaupa á ýms- um vörum og þjónustu í dollara- löndunum. Af þessari upphæð voru gefnar út innkaupaheimild- ir fyrir $ 645,000 í apríl og maí sl., fyrir eftirtöldum vörum og þjónustu: 1. Verkfræðileg aðstoð við byggingu áburðarverksmiðju $ 200,000. 2. Plógar, herfi, sláttuvélar, saxblásarar og önnur landbúnað- arverkfæri $ 15,000. 3. Vélar fyrir Kassagerð Reykjavíkur til framleiðslu á pappaöskjum fyrir freðfisk $ 41,000. 4. Pökkunarválar fyrir frysti- hús, skilvinda fyrir síldar- og fiskimjölsverksm. að Kletti, varahlutir í frystivélar og niður- suðuvélar $ 29,000. 5. Eik og annar viður til skipa $ 40,000. 6. Dýptarmælar, varahlutir í radiotæki, talstöðvar o. fl. $ 100,000. 7. Smburningsolíur og smurn- ingsfeiti $ 120,000. 8. Soyabaunaolía til smjörlík- isgerðar $ 100,000. Samtals $ 645,000. Unnið að byggingu mjölskemmu í Krossanesi Á hverju voi'i er unnið að end- urbótum og lagfæringum í Krossanesverksmiðjunni og fær- ist verksmiðjan smátt og smátt í betra horf. Nú er unnið að því að stækka verulega mjölgeymslu- pláss verksmiðjunnar, en miklir erfiðleikar hafa verið á því að geyma allt karfamjölið að und- anförnu. Var rifinn timburbraggi sem notaður var fyrir geymslur, og á að nota efni hans í stækkun mjölhússins. Viðbótin mun rúma ca. 10 þús. poka. Nýlega hefur verksmiðjan fengið fullkomna slökkvidælu og slökkviútbúnað, til öryggis. Ullarmóttaka stendur yfir hjá KEA IJllarmóttaka er hafin fyrir nokkru hjá KEA og er ullinni veitt móftaka á sláturhúsi félags- ins á" Oddeyrartariga. Félagið greiðir eftirfarandi áætlunarverð til féragsmanna: hvít, heil reifi 12 kr. pr. kg., hvít, sundurlaus 11 kr.,r mislit, heil reifi kr. 9.50, mis- lit, sundurlaus, kr. 8.50. Lögð er áherzla á áð bændur skili sem mestu af ullinni í hcilum reifum. Reifi teljast heO, þótt þau séu klofin að endilöngu, eftir hryggnum. Þess er vænst, að bændur reyni að koma með ull- ina eins fljótt og auðið er og um fram allt, að þeir reyni að hafa hana sem helllegasta og bezt út- lítandi. Það er mestur hagur fyr- ir alla aðila. Ræðismaður Islands í Austurríki athugar möguleika á auknum samskiptum landanna Dr. Paul Szenkovits. - Betur má, ef duga skal! (Framhald af 1. síðu). þjóðinni aðra tölu. — Eftir fyi'stu 20 dagana náðust 36% þeirrar tölu, en nú að loknum 37 dögum 70%. — Tekst þjóðinni á þeim 13 dögum, sem eftir eru, að fylla mælinn? — Landsnefndin efar ekki að það takist. Hún veit að margir eru við sundiðkanir og þeim tekst flestum að synda 200 metrana. Hún treystir því að þeir mörgu, sem enn hafa dokað við með þátttöku, komi til keppninn- ar. Nefndin hefur reynslu fyrir því, að margir hafa efast um sundfærni sína og hafa beðið með að gera tilraunir þar til þeir sjá hversu jafningjum tekst til. Hún treystir því að hinir yngri, sem eru ofmargir eftir með þátttöku, komi, er þeir sjá hve vel hinir eldri hafa lagt sig fram, já, meira að segja blindir, lamaðir og fatl- Stöndum einhuga, svo að hlutur íslands megi verða enn meiri en hann var oss gerður. Landsnefnd samnorrænu sundkeppninnar Síldarskipin héðan farin eða á förum Um helgina lögðu fyrstu síld- arskipin héðan úr höfn, en önnur búa sig sem kappsamlegast á veiðar og munu sigla nú í vik- unni. Meiri bjartsýni er nú ríkj- andi meðal síldveiðimanna en undanfarin ár vegna síldarfrétt- anna frá Vestfjörðum að undan- förnu. Sambandsfundur norð- lenzkra kvenna á Akur- Ilingað kom um helgina sl. dr. Paul Szenkovits, aðalræðis- maður Islands í Austurríki og var hann um kyrrt hér í bænum og við Mývatn í nokkra daga, en hverfur af Iandi burt næstkom- andi laugardag. Dr. Szenkovits hefur gegnt ræðismannsstarfinu í eitt ár, en þetta er fyrsta ferð hans til ís- lands. Ræðismaðurinn sagði blaðamönnum við komuna hing- að til Akureyrar, að erindi sitt væri að kynnast landi og þjóð og athuga möguleika á nánari sam- skiptum íslendinga og Austur- rikismanna. Taldi hann allmikla möguleika á auknum viðskipt- um í milli þjóðanna, og væri hentugt fyrir þjóðirnar að skipta á fiskafurðum og iðnaðarvarn- ingi. Einnig taldi hann líklegt, að ferðamannaskipti í milli land- anna ættu framtíð fyrir sér. Dr. Szenkovits er maður á bezta aldri, virðulegur og«höfðinglegur og býður af sér hinn bezta þokka. Rómaði hann mjög alla fyrirgreiðslu hér á landi, ekki sízt af hálfu þeirra íslenzkra há- skólastúdenta og verzlunar- manna, er kynnzt hafa ræðis- manninum í Vínarborg og notið hafa fyrirgreiðslu hans þar. Skagfirzkar húsfreyjur í skemmtiför í Mývatns- sveit Um síðustu helgi fóru konur úr Kaupfélagi Skagfirðinga í tveggja daga skemmtiför í Mý- vatnssveit í boði lcaupfélagsins. Um fimmtíu manns munu hafa tekið þátt í förinni. Að þessu sinni voru konurnar aðallega úr þremur hreppum, Hólahreppi, Viðvíkurhreppi og Rípurhreppi — en auk þess nokkrar konur úr Hofshreppi. Þá voru og ungmennafélagar úr Langadal í Austur-Húnavatns sýslu í hópför í Vaglaskógi um helgina, og fleiri félög og félaga- sambönd hafa nýlega verið hér á ferð, enda vel til fallið, að sveita- fólk reyni að lyfta sér upp að ströngustu vorönnum loknum og áður en sláttur hefst almennt. aðir. Æskunni er enn treyst, — til þessa hefur hún látið bíða um of eftir sér. Vér vitum, að þessar síðustu tvær vikur muni aðsókn að sund- stöðum enn aukast og því heitum við á alla starfsmenn keppninnar að búa sem bezt í haginn fyrir þá aðsókn, sem í vændum er. Það eina, sem skyggt hefur á framkvæmd keppninnar er, að ekki hefur verið unnt að afgreiða þau sundmerki, sem þátttakend- ur hafa óskað eftir að kaupa. — Sumir telja, að fólk fari ekki til þátttöku vegna þess, að það fái eigi keypt merki. Treystum vér því, að fáir hugsi þannig, en lands nefndin mun leitast við að útvega merkin og dreifa þeim þá daga, sem eftir eru af keppnistímanum. Þér, sem eigið eftir að taka þátt í sundkeppninni, en getið það, komið sem fyrst til þátttöku, svo að sundstaðirnir yfirfyllist ekki síðustu dagana. Ekki er að vita, nema fyrstu tilraunir mistakist. Frændþjóðirnar gerðu oss stór- an hlut að keppa að, vér höfum sjálf sett oss enn stærri hlut. eyri frá 5.-9. júlí Fundur norðlenzkra kvenna, hinn 38. í röðinni, verður haldinn í Húsmæðraskóla Akureyrar, og hefst fimmtudaginn 5. júlí n. k. — Mæta þar fulltrúar frá 7 sýslu- samböndum Norðurlands og frá Akureyrarbæ. Fundurinn verður settur kl. 1.30 e. m. og er öllum konum heimill aðgangur. Það væri mjög ánægjulegt, að sem flestar konur gætu gefið sér tíma til að sækja fundinn, því þarna verða rædd ýms þau mál, sem konur varða. Garðyrkjumálið verður aðalmál fundarins að þessu sinni og verð- ur það til umræðu á fimmtudag- inn frá kl. 4—7. —- Þann sama dag verður kvikmyndasýning í sölum skólans, sem kvenfélagið ,,Framtíðin“ býður til. Laugar- dagskvöldið skoða fundarkonur Dagheimilið „Pálmholt" í boði kvenfélagsins „Hlífar.“ Sölubasar, til tekna fyrir SNK, verður haldinn föstudag 6. júlí og verða þar til sölu munir frá 63 kvenfélögum á Norðurlandi. Sala fer fram kl. 8.30 e. h. Á sunnudaginn kl. 10 f. h. sýría Akureyrarkoríur fulltrúunum Lystigarð bæjarins og kl. 11 f. h. verður gengið til kirkju og hlýtt messu. Sigursæl boðhlaupssveit Myndin er af boðhlaupssveit íþróttafélagsins Þór, er vann Oddeyr- erboðhlaupið 1951. Tími sveitarinnar var 8 mín. 19,4 sek. Vegalengd 3700 metrar Hlaupararnir eru: Aftari röð frá vinstri: Halldór Árnason, Jens Sumarliðason, Jóhann Egilsson, Guðmundur K. Óskarsson, Tryggvi Georgsson, Ilinrik Lárusson, Baldur Jónsson, Einar Gunnlaugsson. Agnar B. Óskarsson, Siguriur Bárðarson, Magnús Jónsson, Gunnar Óskarsson. — Miðröð frá viristrí: Tryggvi Gestsson, Guðmundur Hauksson, Ilreinn Óskarsson, Gunnar Jóns- son, Hallgrímur Tryggvuson, Kristján Kristjánsson. — Fremsta röð frá vinstri: Páll Stefánsson, Kristinn Bergsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.