Dagur - 03.07.1951, Blaðsíða 4

Dagur - 03.07.1951, Blaðsíða 4
4 D A G U R IVliSvikudaginn 3. júlí 1951 r DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrasou. Afgreiffsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 40.00. Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Gjalddagi er 1. júlí. g PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. &$SSS55S4SS4SSS$45S5SÍ4SS45S55555SSS5SSÍSSSSSS55;5 Hófsemd í landkymimgu f MÖRGUM ÚTLENDUM blöðum og tímarit- um getur að líta að staðaldri auglýsingar frá ýmsum héruðum og borgum og eru ferðamenn hvattir til þess að heimsækja þessa staði og þeim heitið margvíslegri fyrirgreiðslu. Þessar upplýs- ingar sýna, að borga- og héraðsstjórnir erlendis telja hagkvæmt að lokka ferðamenn til sín með sömu aðferðum og hagsýnir kaupsýslumenn og framleiðendur nota, er þeir vilja koma ár sinni vel fyrir borð. Þessar borga- og héraðsstjórnir hafa vitaskuld ekki byrjað á þessum enda við- skiptanna við ferðamenn. Þær hafa byrjað á því að sjá til þess, að viðunandi aðstaða væri heima fyrir til þess að taka á móti þeim, skemmta þeim og sýna þeim markverða hluti með þeim hætti, að fjárhagslegur hagur væri fyrir heimamerin. Þegar öllum undirbúningi heima fyrir var lokið, var tekið til auglýsinganna. Af einhverjum ástæðum hefur þótt hentugt hér á íslandi að hafa aðrar að- ferðir við þessa hluti. Hér er starfrækt ríkisstofn- un — Ferðaskrifstofa ríkisins — og hefur það verið snar þáttur í starfi hennar að auglýsa ís- land á erlendum tungumálum sem' tilvalið ferða- mannaland. Með flatteruðum Ijósmyndum og miklu orðskrúði eru ferðamenn hvattir til þess að koma til íslands. Mest áherzla er lögð á að lýsa fegurð landsins og náttúruundrum þess, en minna er rætt um hótelkost landsins og aðra "fyrir- greiðslu eða verðlag, sem ferðamnn verða hér að búa við á flestri þjónustu. Þess verður stundum vart ,að erlendir ferðamenn telja sér lítinn hag í þessari auglýsingastarfsemi eftir að þeir eru komnir hingað og hafá dvalið hér um skeið. Hefur sannri landkynningu stundum verið lítill hagur að þessari starfsemi. ÞESS VERÐUR ALLTOF OFT VART, að það sé talið nægilegt til þess að géra ísland að ferða- mannalandi, að auglýsa náttúrufegurð þess ræki- lega á erlendum tungumálum og benda á að hægt sé að komast til landsins í lofti og á legi. En þegar til landsins er komið, reka ferðamennirnir sig á þá sorglegu staðreynd, að íslandingar eru á engan hátt undir það búnir að taka á m óti erlendum túr istum að neinu ráði. Hér skortir nær algerlega viðunandi gistihús, þegar sleppir einu gistihúsi í höfuðstaðnum og einu hér á Akureyri, sem bæði eru þó allt of lítil. Hér fyrirfinnst ekki ýmis. önnT ur aðstaða, sem ferðamenn búast við að finna, er þeir heimsækja land, sem er auglýst með miklum krafti sem tilvalið’ túristaland. Hér hefur verið byrjað á öfugum enda. Auglýsingar og bæklingar á erlendum tungumálum er ekki það, sem ferða- mannaskiptin við önnur lönd skortir mest nú, heldur er það viðunandi aðstaða í landinu.sjálfu. Hér þarf að reisa mörg ný gistihús og veitingahús, koma upp viðunandi aðstöðu í nánd við fagra og sérkennilega staði og gera sitthvað fleira til þæg- inda fyrir ferðafólk. Þegar því verki er lokið, ,eða það er a. m. k. vel á veg komið, er kominn tími til að hefja auglýsingastarfsemina. ÞEIR, SEM EINKUM hafa áhuga fyrir því að fá erlenda ferðamenn til þess að gista þetta land — og sá áhugi má vera lofsverður í sjálfu sér — skyldu gefa því gætur ,að það er enginn greiði við hugsjón þeirra, að mála með sterkum litum og miklu orð- skrúði í bæklingum og auglýs- ingapésum öll þau undur, sem augá ferðamannsisn getur séð á íslandi á nokkrum sumardögum. Ef ferðamenn sjá hér það, sem augað girnist ,og það kemur þeim þægilega á óvart, eru áhrif þess langvinn. En ferðamaður, sem heimtar að sjá í hverju spori dá- semdir orðskrúðsauglýsinganna, verður stundum fyrir vonbrigð- um ,og þá hefur auglýsingin orð- ið til ills eins. í þessum efnum hentar illa að nota skrum harð- snúinna kaupsýslumanna. Aug- lýsingar fyrir ferðamenn þurfa að vera yfirlætislausar og í sam- ræmi við staðreyndir, jafnvel þótt þær staðreyndir séu gráar en ekki rósrauðar. Meðan hó- telkostur landsmanna er eins sorglega lítill og fátæklegur og raun ber vitni, og önnur aðstaða til ferðamannamóttöku jafn frumstæð, fer bezt á því, að gætt sé hófs í allri „landkynningu“ af því taginu, sem fyrirferðarmest hefur verið nú hin síðustu ár. FOKDREIFAR Það ber að lofa alþingismanninn en ekki lasta. BLAÐINU HEFUR verið bent á, að skilja megi ummæli um skinnblaðið úr Heiðarvígasögu í síðasta þætti þannig, að Stefán alþingismaður á Steinsstöðum hafi skorið það úr skinnbókinni og notað það til að binda í kver. Þetta er vitaskuld meinloka, því að skinnbókin hvarf til Stokk- hólms 200 árum fyrir daga Stefáns, og er hann því saklaus af verkinu. En hann hélt til haga kveri því, er bundið var í skinn- blaðið, enda þótt hann muni ekki hafa vitað, hvaðan það var kom- ið. Aðgæzla hans í því sambandi bendir til þess að hann hafi talið kverið dýrmætt af einhverjum ástæðum og talið er að sú sögn hafi loðað við'það hjá ættingjum hans. Líklegast er því, að við eigum Stefáni á Steinsstöðum þáð að þakka að skinnblað þetta úr Heiðárvíðasögu kom í leitirn- ar og er rétt að halda því á lofti og lofa hann fyrir en ekki lasta. Fregnir af Skálholtsstað. f SL. VIKU var sagt nokkuð frá Skálholtsstað . í almennum fréttum. Tókuð þið eftir því? Prestastefnan birti þjóðinni þann boðskap, að kirkjan á hinum forn helga stað, gæti nú eigi lengur talizt messufær! Líklega er það sannleikur, sem sumir útlend- ingar segja um okkur, að við kunnum lítið að meta sögulegar minningar, enda þótt við viljum láta kalla okkur söguþjóð. Yfir- lýsing prestastefnunnar um ástandið í Skálholti vottar heldur litla ræktarsemi við hið fræga biskups- og skólasetur. Enginn getur sagt að þjóðin hafi ekki haft efni á því, að ganga öðruvísi um Skálholtsstað en hún hefur gert. En þar er öðru um að kenna en fátæktinni. Baksvipur skólamannsins. EG ER EINN af þeim, sem kann illa við hvernig gengið hef- ur verið frá mynd Stefáns skóla- meistara á Menntaskólalóðinni. Þessi virðulegi skólamaður og náttúrufræðingur snýr bakinu í vegfarendur. Til þess að sjá stytt una almeninlega þurfa menn að fara inn á skólalóðina, en það er ekki alfaraleið og verður aldrei. Mér er sagt, að rækta eigi skóg- arlund norðan við styttuna, og muni hún ekki sjást frá götunni er tímar líða. Það er að sjálf- sögðu fengur að fá þarna skógar- lund, en hann breytir ekki þeirri staðreynd að smekklegra hefði verið að láta myndina snúa öðruvísi, þannig, að hún horfði i austur. Þá fengju vegfarendur um Hrafnagilsstræti og skólalóð- ina að sjá styttuna með eðlileg- um hætti. Eiðsvöllu r— Ráðhústorg. BORGARARNIR fagna þeim breytingum, sem orðnar eru á Eiðsvelli á Oddeyri. Þar er myndarlega að verki verið. Eiðs- völlurinn verður til mikillar prýði fyrir Oddeyringa og vafa- laust leggja Oddeyringar kapp á að gengið verði vel og snyrtilega um hann. En framkvæmdirnar á Eiðsvelli minna bæjarmenn á út- litið á Ráðhústorgi, þar sem Ijóta girðingin og bílarnir drottna. Er ekki kominn tími til að gera þetta torg í hjarta bæjarins að bæjarprýði? SKRÁ yfir tekju- og eignaskatt, tekjuskattsviðauka og stríðs- gróðaskatt, svo og skrá yfir gjöld til Almannatrygginga, liggur frammi í skattstofu Akureyrar frá laugardeginum 30. júní til föstudagsins 13. júní, að báðum dögum meðtöldum. Kærur útaf skránni skal skilað til skattstofunnar inn- ann sama tíma. Akureyri, 30. júní 1951. Skattstjórinn, Akureyri. Kristinn Guðmundsson. Gaddavír i nýkominn. TÚNGIRÐINGANET koma næstu daga. Byggingavörudeild KEA. Hvernig er hægt að spara kaffið? Flestum okkar þykir orðið alldýrt að kaupa kaffi til daglegrar notkunar. Lítill kaffipakki, þ. e. 14 kg., nægir oft ekki á könnuna, þar sem mikið er drukkið, kaffið haft sterkt og margir eru í heim- ili. Þó kostar slíkur pakki nú kr. 9.90, svo að auð- sætt er, að kaffið mun á mörgum stöðum verða býsn ahár útgjaldaliður í heimilishaldinu. Margir hafa minnkað við sig kaffi drykkjuna, en drekka í þess stað te eða vatn, en þó munu þeir fleiri, sem ekki vilja án kaffisins vera, hvað sem það kostar, og þótt heilsufræðingar fullvissi okkur um, að það sé líkamanum óhollur drykkur. Spamaðarráðstöfun. Það er hægt að spara kaffið töluvert með því að laga það á nokkuð annan hátt en venja er. Margir spara það með því að lita það með kaffibæti, en rótar-kaffi er sjaldnast bragðgott, því að kaffið sjálft þolir illa nokkurt aukabragð. En sparnaðar- ráðstöfun sú, sem eg ætla hér að vekja athygli á, er í því fólgin að sjóða kaffið í stað þess að hella heitu vatni í gegnum það. Það er auðsætt, að naumast muni notast fyllilega bragð úr kaffinu með því að hella heitu vatni yfir það, eins og venja er að gera. Með stuttri suðu hlýtur að fást meira úr sama magni af kaffi. Kaffi, sem lagað er á þennan hátt, er ágætlega bragðgott, og það þarf töluvert minna magn af því, heldur en með gömlu aðferðinni. Aðferðin: Vatn er sett í pott. Þégar það nálgast suðu, er kaffið látið út í. Suðan er látin koma upp, en þá er potturinn tekinn af eldinum, og kaffinu strax hellt í gegnum kaffipokann, og er það þá til- búið til drykkjar. Athugið vel, að sjóða kaffið ekki nema andartak og hella því strax á könnuna og suðan hefur komið vel upp. Frá þessu er sagt hér til gamans, ef einhverjar skyldu vilja reyna aðferðina, reyna hvernig sopinn smakkaðist með þessu lagi og hvort hægt væri að minnka einn útgjaldalið í heimilishaldinu. HVÍLIÐ ÞREYTTA FÆTUR! Þreyta í fótum er algeng, og margar konur þjást af ýmiss konar fótahvillum, sem oft hafa orsakast af þreytu. Það er því ráðlegt að reyna að koma í veg fyrir slíka hvilla með því að hvíla fæturna eftir því sem frekast er unnt. Við hvílum fæturna bezt með því að setjast niður, fara úr skónum og setja fætuma upp á borð eða stól, þannig, að tærnar nemi mun hærra heldur en sitjandinn. Þegar við leggjumst út af til að hvíla okkur, setjum við púða undir fæturna. Með því að- taka koddann undan höfðinu og setja hann undir fæturna sláum við tvær flugur í einu höggi: Við hvílum fæturna mjög vel og við losnum við að fá undirhöku, sem þykkur koddi getur auðveldlega gefið okkur. Bezt er að hvíla fæturna á þennan hátt nokkrum sinnum á degi hverjum. Það þai-f ekki langa stund í senn, en gerir samt gagn. Þreytan rennur burt úr fótunum við það setja þá þannig upp, miklu betur heldur en mann grunar. RÉTTUR VIKUNNAR. Hrísgrjónabúðingur með appelsínum. 180 gr. (2 dl.) hrísgrjón. — 2 1. vatn. — 3 appel- sínur. — 100 gr. sykur. — 2 dl. rjómi. Hrísgrjórfin eru soðin í vatninu, síuð og kæld, Appelsínurnar skornar í bita, og sykrinum blandað saman við. Rjóminn er stífþeyttur, og síðan er öllu blandað saman. Þetta er ágætur eftirréttur. A. S. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.