Dagur - 29.08.1951, Side 2

Dagur - 29.08.1951, Side 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 29. ágúst 1951 iÞRÓTTIR OG ÚTILIF Ræða séra Sigurðar Stefánssonar á Möðruvöllum við setningu sundmótsins að Laugalandi. Heiði'uðu leikmenn og laugar- gestir! Mér er það mikill heiður og margföld ánægja að vera til þess kvaddur að setja þetta mót, sem er fyrsta sundmót háð á þessum stað hér að Laugalandi. Til þess liggja ýmsar ástæður, að ekki hefur fyrr en nú verið efnt til opinberrar sundkeppni eða sýningar á þeirri gömlu og góðu íþrótt, sem hér hefur þó verið iðkuð meira og minna 5 síðastliðin ár. Enda þótt laugin hafi verið starfrækt allan þennan tíma á vorin til fullnægingar sund- skyldu skólabarna og nokkur sumur, einkum tvö þau seinustu, til almennrar sundiðkunar og af- nota, hefur ekki virzt hentugt tækifæri hér til sérstakra hátíða- halda eða mannsafnaðar enn sem komið er. Ráðgert var og í upphafi að laga og prýða urnhverfi laugar- innar, sem mjög er ábótavant í ýmsu tilliti og þótti raunar eigi sem þetta mannvirki væri full- gert fyrr en svo réðist. En þar sem þessi framkvæmd drógst enn úr hömlu og hér situr enn við sama, hvað þetta snertir, sýndist ekki fært að láta þennan agnúa standa lengur fyrir því, að hér yxði efnt til nokkurs samkomu- halds. Og fer að visu ekki illa á, að fyrst að eigi varð áður hafizt handa í þessu efni, t. d. með vígsluhátíð, að þá skuli fyrsta sundmótið, sem hér er háð, fara fram að nokkru leyti í beinu sambandi við þá íþróttakepþni, sem hér í landi hefur orðið vin- sælust og almennasta hrifni vak- ið, ungra og gamalla, og er þar um að ræða Samnorrænu sund- keppnina. En til ágóða fyrir hana eða upp í þann kostnað er henni fylgdi, er til þessa fundar stofn- að. Og má þó ekki gleymast, að það, sem hér fer fram, er þó öllu framar árangur eða ávöxtur þess starfs, sem hér hefur að undan- förnu verið unnið til f-remdar hinni fögru íþrótt. Vil’ eg í því sambandi tjá ein- huga þakklæti mitt og allra, sem hér eiga hlut að, þeim manni, sem frá öndverðu hefur verið kennari hér á staðnum og öllum fremur á lof skilið fyrir það, sem hér hefur á unnizt. Honum ber og heiður fyrir að hafa komið á þessu móti hér í dag, sem eg vænti, að verði öllum til gleði og áriægju, bæði leikmönnunum sjálfum og okkur áhorföndum. Þáð væri annars freístandi að nota þetta tækifæri til þess að víkja nokkr-u nánar að lauginni sjálfri, þessu mannvirki, sem hér hefur verið komið upp, og, þó að erin*-sé að ýmsu áfátt, á sér þó Samt þegar ítök í hugum margra. En þetta skal þó ekki gert að þessu sinni. Aðeins minnt á, að hér þarf enn mikils við, svo að þessi fagri og ágæti staður geti orðið það, sem efni og skilyrði standa vissulega til. Þar þurfa áhugamenn í þessum sveitum að fylkja sér þétt saman til framtaks og aðgerða. Og vísa eg því máli einkum til ykkar, ungu menn, piltar og stúlkur,, sem í rauninni eigið þessa stofn- un og hún fyrst og fremst á að þroska til heilbrigði og hreysti, sæmdar og menningarauka. Látið ykkur ekki einungis nægja að koma hingað endrum og eins til leiks eða keppni, til gagns og gamans, heldur hugsið um á hvern hátt þið getið hlynnt sem bezt að sundlauginni á Laugalandi og'stuðlað að því, að hún geti orðið í nútíð og framtíð að enn méiri notum og til enn meiri fremdar hinni fegurstu og nytsömustu allra íþróttagreina. Munið, að hér er verkefni, ein- mitt á þessum stað, se,m æska sveitanna hér í kring gétur mætzt um og starfað að til ómetanlegra heilla og margfaldrar blessunar fyrir sjálfa sig og nálægan tíma. Að endingu aðeins þetta: Til forna, þegar íþróttahug- sjónin var í mestum heiðri, voru laugarnar á íslandi einhverjir mánnkvæmustu samkomustað- irnir, þar sem1 ungir og gamlir hittust að Ieik og kepprii. Og hvers konar skemmtan. Það er sagt að sagan endurtaki sig: Eg held, að óvíða í þessu héraði hafi fleiri komið á þessu sumri en einmitt hingað að sundlaug- inni á Laugalandi. Eg óska þess, að hér verði framhald á. Að þessi laug verði mannkvæmur samkomustaður sveitanna hér umhverfis á næstu sumrum, og það takist að gera hana svo úr garði, að byggðarlag- inu sé sómi að og hún verði öll- um, sem hingað sækja, ungum og gömlum, sannkölluð uppspretta mikillar gleði og menningar, líkamlegs og andlegs þroska. Býð eg svo ykkur öll, leik- menn og laugargesti, hjartanlega velkomin til þessa móts og vona, að það standi ekki fyrir ánægju okkar þó að sól dvelji bak skýja þessa stund, sem raunar var þó miklu miður. Fýrsta sundmót á Laugalandi í Hörgárdal er sett! Heill og hamingja fylgi því og blessun öllu framtíðarstarfi í þágu hinnar fögru íþróttar, sundsins mennt, hér á þessum stað! Heilir hildar til, heilir hildi f rá! ■ Sundmót að Laugalandi á Þcláinörk. Sunnudaginn 19. ágúst 1951 var stofnað til sundmóts að Laugalandi á Þelamörk. Séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum setti mótið með ræðu. Síðan hófst keppnin. Var þetta hið fyrsta sundmót, sem haldið hefur verið-á þessum stað. Aðalmarkmið mótsins var að fá sem mesta þátttöku og reyna að glæða áhuga manna fyrir sund íþróttirini álmenrit, en ekki hitt, að setja met, erida ekki við slíku að búast, því að hér var um lítið æft sundfólk að ræða. Þátttaka þessu fyrsta sundmóti var góð og kepptu þar urigir, sem gamlir. — Með því má telja að tilganginum væri náð. Tala keppenda var sem hér segir: Frá Arnasnesshreppi 23 Frá Glerárþorpi 18 Frá Skriðu- og Öxnadalshr. 12 Frá Glæsibæjarhreppi 12 Frá Síldarverksm. Dagv.ey. 10 Frá Sildarverksm. Hjalteyri 10 ingur hlaut 17 stig og Ungmenria- félagið Ljótur í Laxárdal 16. stig. Úrslit í einstökum greinum urðu sem hér segir: 100 m. hlaup. 1. Þorgrímur Sigurjónsson, Völs- ungar, 11.8 sek. 2. Pétur Þórisson, U. M. F. Mý- vetningur, 11.9 sek. 3. Gunnsteinn Karlsson, V., 12.0 sek. 80 m. hlaup kvenna. 1. Ásgerður Jónasdóttir, U. M. F. Geislinn, 11.8 sek. 2. Sigríður Böðvarsdóttir, V., 11.8 3. Stefanía Halldórsdóttir, V., 12.0 sek. Alls 85 kepp. Mótið fór mjög vel fram, og skemmtu áhorfendur, sem voru um 200, sér prýðilega. 200 m. bringusund karla. 1. Eggert Jónss. A. 3 m. 33.8 sek. 2. Reginn Jóhanness. G. 3 m. 37.6 sek. 3. Jóhann Þórðars. G. 3 m. 56.2 sek. 100 m. bririgusund drengja. 1. Kristján Þórhallss. A. 1 m. 56.9 sek. 2. Sigursveinn Magnúss. G. 2 m. 04.2 sek. 3. Kristján H. Sveinss. G. 2 m. 06.5 sek. 100 m. bringusund telpna. 1. Sesselja Guðmundsdóttir A. 2 m. 08.2 sek. 2. Hafdís Árnadóttir A. 2 m. 14.3 sek. 3. Ásta Þórðardóttir A. 2 m. 27.7 sek. 50 m. frjáls aðferð karla. 1. Eggert Jónsson A. 42.8 sek. 2. Reginn Jóhanness. G. 43.0 sek. 3. Margeir Eiriarss. A. 43.3 sek. 25 m. bringusund drengja. 1. Kristján Þórhallss. A. 23.3 sek. 2. Sigursv. Magnúss. G. 24.8 sek. 3. Brynjar Ragnarss. A. 26.5 sek. 50 m. sund telpur. 1. Sesselja Guðmundsdótitr A. 1 m. 00.5 sek. 2. Hafdís Árnadóttir A. 1 m. 03.2 sek. 3. Ásta Þórðardóttir A. 1 m. 05.9 sek. 10x25 b. boðsund karla. 1. Sveit Glerárþorps 3 m. 39.8 sek 2. Sveit Arnarn.hr. 3 m. 39.8 sek. 3. Sveit Glæsib.hr. 3 m. 52.9 sek. 4. Sveit Skr.- og Öxnuad.hr. 4 m. 16.1 sek. 400 m. hlaup. 1. Pétur Björnsson, V., 59.1 sek. 2. Finnbogi Stefánsson, M., 60:4 sek. * 3. Aðalsteinn Karlsson, V., 64.0 sek. 1500 m. hlaup. 1. Finnbogi Stefánsson, M., 4.35.5 mm. M. Borðedik og Edikssýra frá FLÓRU. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvórudeildin og útibú. Nýtt frá Sjöfn: gerðír af Ymsar SKRAUTKERTUM Kaupfélag Eyfirðinga Ný’enduvörudeildin og- útibú. 8x25 m. boðsund drengja. 1. Sveit Glerárþorps 3 m. 37.9 sek 2. Sveit Arnarn.hr. 3 m. 43.7 sek. 10x25 m. eggjaboðsund. milli Síldarverksni. Hjalteyri og Dag- verðareyri. Sveit Dagverðareyrar bar sig- ur úr býtum. Stigahæsti hreppurinn var Arnarnesshi'eppur með 30 stig. Númer 2 var Glerárþorp með 12 stig og nr. 3 Glæsibæjarhreppur með 5 stig. Héraðs-íþróttamót Suður-Þing- eyinga var háð að Laugum. - Völsungar á Húsavílt unnu mótið. Sunnudaginn 5. ágúst var hið árlega sýslumót Héfaðssambands Súðúr-Þingeyinga haldlð að Laugum. Kepþendur vorú um 30. íþróttafélagið Völsungar á Húsavík vann mótið og hláut 55 stig. Ungmennafélagið Mývetn- 2. Hermann Baldvinsson, U. F. Eining, 5.02.1 mín. 3. Þormóður Ásvaldsson, Efling 5.17.4 mín. Langstökk. . Vilhjálmur Pálsson, V., 6.38 m. 2. Jón Óskarsson, G., 5.89 m. 3. Gunnsteinn Karlsson, V., 5.88 Þrístökk. 1. Hjálmar Jón Torfason, L., 13.17 2. Vilhjálmur Pálsson, V., 12.88 3. Jón Óskarsson, G., 11.93 m. Hástökk. 1. Vilhjálmur Pálsson, V., 1.65 m. 2. Gunnsteinn Karlsson, V., 1.60 3. Indriði Indriðason, U. M. F. Bjarmi, 1.56 m. Stangarstökk. 1. Vilhjálmur Pálsson, V., 3.22 m. 2. Hjálmar Torfason, L., 2.80 m. 3. Pétur Björnsson, V., 2.60 m. Spjótkast. 1. Vilhjálmur Pálsson, VÞ., 53.70 2. Indriði Indriðason, B., 46.54 m. 3. Haukur Aðalgeirsson, M., 43.19 Kringlulcast. 1. Hallgrímur Jónsson, U. M. F. Reykhverfingur, 43.0 m 2. Vilhjálmur Pálsson, V., 33.52 3. Ásgeir Torfason, L., 31.58 m Kúluvarp. 1. Hallgrímur Jónsson, R., 13.49 2. Hjálmar Jón Torfason, L., 13.33 3. Ásgeir Torfason, L., 12.38 m. 100 m. bringusund karla. 1. Halldór Halldórsson, Efling, 1.24.6 mín. 2. Hallgrímur Jónasson, M., 1.30.5 mín. 3. Eyvindur Áskelsson, Efling 1.34.1 mín. Að íþróttunum loknum fluttu þeir ræður Karl Kristjánsson, al þingismaður, og Júlíus Havsteen sýslumaður, og kaflakór Reyk- dæla söng undir stjórn Páls H. Jónssonar. Ennfremur var sýnd kvikmynd. Loks var dansað í húsakynnum Laugaskóla. — Sár- fáir sáust ölvaðir. Margar tegundir af Suðusúkkulaði fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvórudeild og útibú. Eitursódi fyrirliggjandi. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Cítrónur Sveskjur Rúsínur Aprikósur Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og úlibú. Sagógrjón nýkomin. Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú. Til sölu: G hestafla Ariel-mótorhjól, lagi. góðu Afgr. vísar á. Haustbær kýr til SÖlll. Afgr. vísar á. Enskur barnavagn til sölu. Afgr. visar a.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.