Dagur - 29.08.1951, Síða 4

Dagur - 29.08.1951, Síða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 29. ágúst 1951 r 5$55S*?55SSS$555SSWS55«S$SS5S5$5$^ DAGUR Ritstjóri: Haukur Snorrason. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson Skrifstofa i Hafnarstræti 87 — Sími 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 40.00. Gjalddagi er 1. júlí. PRENTVERK. ODDS BJÖRNSSONAR H.F. £55555555555555555555555555555555555555 r I tilefni höfuðdagsins í DAG ER HÖFUÐDAGUR, 29. ágúst. A. m. k. allir þeir, sem aldir eru upp í íslenzkri sveit og komnir eru vel til fullorðinsára, munu kannast lega muni það svara kostnaði að hirða uppskeruna. UM AFLABRÖGÐIN til sjáv- arins mun raunar mjög svipaða sögu að segja. Þótt síldarfengur- inn nái t. d. enn sem komið er naumlega meðallagi sex síðustu ára, sem öll eru þó talin léleg veiðiár, er hann þó mjög ríflegur í samanburði við aflabrestinn í fyrrasumar .Og svo er fyrir að þakka, að vertíð ýmissa veiði- skipanna er þegar orðin allgóð og sumra ágæt, en auðvitað á hið geysiháa og hagstæða verðlag af- urðanna mikinn þátt í því, að svo hefur til tekizt að : gera má sér góðar vonir um að afkoma síld- veiðiflotans muni í heild reynast í sæmilegu meðallagi, enda ekki úr háum söðli að detta að þessu leyti nú upp á síðakstið. Og enn er engan veginn skotið loku fyrir, að ekki kunni að aflast meiri þá munað stórmiklu fyrir afkomu einstakra síldveiðiskipa og út- vegsmanna og raunar fyrir þjóð- arbúskapinn í heild. LAUSLEG ATHUGUN og yf- irsýn af sjónarhóli höfuðdagsins fæfir okkur þannig sanninn um það, að enn eigum við íslending- ar forsjóninni mikið að þakka og getum verið sæmilega ánægðir með okkar hlutskipti. En kann- ske ber þó ekkert fremur að þakka en það, sem ekki hefur orðið, en yfir vofði: — Mannkyn- inu hefur enn um sinn verið hlíft við þgnum nýrrar heimsstyrjald- ar, sem lengi hefur þó virzt vofa yfir. Og á meðan slíkt meginböl og höfuðógæfu má undan draga, verður það til sanns vegar fært, að engin ástæða sé til að kvarta, þótt sitthvað kunni á að bjáta og miður að fara. Á meðan hefur aldamótabænin fagra vissulega £/?//#, Móðir skrifar kvemiadálkinn Húsfreyja ein í bænum hefur sent kvennadálkin- um bréf með tveim erindum, sem hana langar til að koma á framfæri. Kona þessi hefur áður skrifað blaðinu og hefur þá sem nú haft sitthvað gott og skynsamlegt í pokahorninu. Slíkum bréfum (skrif- að undir nafni, eins og þessi kona gerir), tekur kvennadálkurinn þakksamlega á móti til birtingar, og ættu fleiri konur að skrifa blaðinu um áhugamál sín, áhyggjur, gagnrýni eða þakkir eða hvað það nú kann að vera, sem þeim liggur á hjarta. Það gleður mig, að eitthvað af uppskriftunum og ráð- leggingunum hefur komið í góðai' þarfir og fyrir bréfið og hlýleg orð í garð kvennadálksins þakkast hér með. gjörla við það, að íslenzk alþýða hefur nú um mjög langt skeið bundið við þennan dag sérstakan og talsvert sterkan átrúnað. Þó ekki í kristilegi'i eða almennri trúarlegri merkingu, í venjulegum skilningi, að eg hygg, enda mun hin upphaflega þýðing dagsins almenningi löngu gleymd. En höfuðdagur mun hann kallaður sökum þess, að rómversk-kaþólskir menn höfðu þá arfsögn langt aftan úr grárri forneskju, að á þeim degi hafi Jó- hannes skírari látið höfuð sitt fyrir böðulssverði endur fyrir löngu. Fullyrða má, að alþýða manna hér á landi hafi yfirleitt nú um. skeið skil- ið þessa nafngift á annan veg. í hennar liúg- myndaheimi hefur höfuðdagur þýtt aðaldagur — í þeim skilningi, að þá mætti vænta mikilla veð- urbrigða og yfirleitt í öfuga átt við það, sem geng- ið hefði að undanförnu — „strauma legði þá frá landi“, man eg að sumt gamla fólkið orðaði þ'að. En fyrst og fremst táknaði dagurinn, að sumri tæki óðum að halla — hásumrinu væri raunar lokið og haustið gengi í garð. OG SVONA ER ÞESSU í rauninni farið, hvað sem fornri eða nýrri þjóðtrú annars.ljður; — Hinu skamvinna, norðlæga sumri er nú tekið að halla og haustið gengur í garð. Höfuðdagurinn getur að þessu leyti verið tilvalinn sjónarhóll til þess að staldra þar við drykklanga stund og svipast um yfir bjargræðistímann, sem liðinn er og kemur ekki aftur, en dregur þó mikinn dilk á eftir sér inn í hina óráðnu og ókunnu framtíð. Og þegar frá líður a. m. k., og einstakir atburðir, sem nú kunna að vera minnisstæðir bg drifið hafa á daga einstaklinga eða þjóðarinnar allrar á þessu sumri, hafa þokazt í hæfilega fjarlægð inn í skugga for- tíðarinnar og gleymskunnar, mun þetta sumar, eins og öll önnur liðin sumur, fyrst og fremst verða mælt á þann mælikvarða, hvernig aflabrögð á sjó og landi hafi gengið, hvernig úr haf-i rætzt um heyskapinn, fiskveiðarnar og síldarfenginn. OG SÉ VIÐ ÞETTA miðað, er líklegast, að sumarsins ,sem nú er senn til enda runnið, verði minnzt sem meðalsumars, og þó heldur betur, sem skylt sé að minnast, meta og þakka að verð- leikum. Heyskapartíð hefur víðast hvar á landinu verið sæmilega hagstæð og sums staðar í bezta lagi, þótt annars staðar hafi gengið miklu miður. Grasspretta hefur hins vegar reynzt mjög mis- jöfn og víða í lakara lagi, einkum sökum kal- skemmda í túnum frá síðasta vetri og vori. En góð og hagstæð nýting heyfengsins mun að jafn- aði hafa vegið þetta upp, þannig ,að óhætt mun að gera sér vonir um, að heyaflinn í heild muni reynast í góðu meðallagi, a. m. k. stinga mjög í stúf við það, sem varð í fyrrasumar, enda mun það sumar lengi í minnum haft sökum óþurrkanna miklu, sem tröllpíndu þá heila landshluta. — Næturfrostin í þessum mánuði hafa á hinn bóg- inn valdið stórkostlegu tjóni á garðmetinu, eink- um kartöfluuppskerunni. T. d. hefui' það verið fullyrt í mín eyru, að svo stórfellt tjón hafi orðið í sumum kartöflugörðum hér í héraðinu, að naum- síld á þessari vertíð. Og komi góð aflahrota hér eftir, verður hún því fram yfir meðallag og getur verið heyrð og rætzt: — „Hlífi þér, ættjörð, guð í sinni mildi.“ FOKDREIFAR Landfræðilegar gripdeildir. AUSTUR-HÚNVTENINGUR skrifar blaðinu nýlega alllangt bréf um ýmis efni, sumt ætlað til birtingar, en annað ekki. í sam- bandi við.annað efni, sem bíður betri tíma, lætur hann þess get- ið, að hann og sveitungar hans hafi raunar talið sig eiga nokkra hönk úpþ' í bak þeirra Morgun- blaðsmanna, þótt ekki væri fyrir annað en það eitt, að senda þeim sjálfan Alþingisforsetann, Jón á Akri, á þing nú um alllangt skeið án þess að mögla eða minnkast sín, nema þ'á helzt í einrúmi og fu.llu hljóði. En nú þykir þessum góða manni sá kálfur, Morgun- blaðið, launa sér og sveitungum sínum illa ofeldið, því að ekki sé annað sýnt en að blaðið geri sér sérstakt far um að hnupla ýms- um góðum hlutum, sem staðsett- il' hafa verið frá fornu fari í þessu kjördæmi, og það af náttúi’unnar hendi ,og flytja þá sem lengst af- leiðis, og séu þó þessar gripdeild- ir því freklegri sem austar dreg- ur í sýsluna. SEM NÝJUST DÆMI um þetta nefnir maðurinn það helzt, að í frásögn af válegu slysi einu ekki alls fyrir löngu hafi Mogg- inn ekki látið sig muna um það að flytja Æsustaðaskriður, Æsu- staði, Tungunes og aðra staði, sem náttúran hafði þó komið all- örugglega fyrir í Langadal og þar í grennd, vestur í Vatnsdal og skilja þá þar eftir í reiðuleysi, og það ekki aðeins í fyrirsögn grein- arinnar, heldur einnig tvívegis í meginmáli hennar. Helzt lítur út fyrir, samkv. þessari nýju landa- fræði Moggans, að Vatnsdalui' eigi hér eftir að liggja í þjóðbraut á leiðinni frá Hvammstanga til Skagafjarðar, og má raunar segja, að sú breyting kunni að geta orðið skemmtiferðamönn- um til nokkurs hagræðis á sína vísu, því að áður hafa þeir orðið að leggja allmikinn krók á hala sinn út af aðal-þjóðbrautinni til þess að kanna þá fallegu sveit, Vatnsdalinn! EN EKKI ER ÞÓ JÓN okkar á Akri alveg búinn að missa þessa staði úi' kjördæmi sínu við þessa tilfærslu, þótt allveruleg sé hún að öðru leyti. Hitt hlýtur að koma þingmanninum stórum ver, að á sunnudaginn var gerði Morgunblaðið sér hægt um hönd og flutti alla Bergsstaðasókn burt úr Svartárdal alla leið norður í Skagafjörð, og fjallaði sú grein blaðsins þó annars um forn skjöl varðandi eignaheimildir og göm- ul gögn um landamei'kjaþrætur! Þegar íþróttamenn vitna í fornar bókmenntir. ÞESSI KUNNINGI minn úr Húnavatnssýslunni virðist ekki gamalkunnugur Mogganum, fræðimennsku hans né þægileg- um tilfærslum blaðsins á öllum sviðum ,því að þeir, sem þeim hnútum eru kunnugir, kippa sér naumast upp við slíka smámuni eins og þá, þótt gömul og gróin örnefni, kunn höfuðból og jafn- vel heilar kirkjusóknir séu flutt ar sveita og héraða á milli, held- ur vita þeir, að slík tíðindi eru harla hversdagslegir viðburðir þar á bæ! — Hitt þótti mér öllu fremur tíðindum sæta hér á dög- unum, þegar heil nefnd valin- kunnra borgara og áhugamanna hér í bæ lét sig hafa það í orð sendingu til almennings, sem birtist í einu bæjarblaðanna nú í síðustu viku, að blanda þar inn í skáldlegri klausu, þar sem spurt er, hvort við Akureyrarbúar munum ekki allir „í ætt við kappann mikla, sem sleit af sér hin sterkustu bönd, en þegar hann svo var bundinn með einu mjóu hári (Signýjarhári) hreyfði hann sig hvergi.“ — Hér mun þó vænt eg ekki átt við frásögn Snorra-Eddu um Fenrisúlf, sem kallaður sé þarna „mikill kappi“ og ættfaðir okkai' allra? Sá úlfur var annars illa kynjaður, en „Iteysti sik þó úr Læðingi" og „drap sik úr Dróma“, unz fjötur- inn Glepnir var á hann lagður, en spotti sá var „görr af VI hlutum“ sem síðan eru ekki til, þ. á. m. úr skeggi konunnar, en ekki einu kvenmannshári. Og ekki hét kona Loka Laufeyjarsonar Signý, heldur Sigyn, enda kemur hár hennar þessari sögu ekkert yið, þótt svo sé að sjá, að þessir ágætu nefndarmenn hafi gert úr þessu öllu saman einn graut, ef þeir eiga þá ekki við allt aðra sögu, sem mér er að engu kunn. En sé svo, er skylt að biðja þá vel- virðingar fyrirfram, en eg hefði þá gaman af að fá að vita í hvaða heimildum þeirrar frásagnar sé helzt að leita. Andri skrifar: ÞULURINN, sem las veður fregnir í útvarpinu um kvöld (Framhald á 7. síðu). Þakkir til umsjónarstúlku á leikvelli í bænum. Bréfritari biður kvennadálkinn að koma á fram- færi þakklæti sínu til umsjónarstúlku á leikvellin- um við Helgamagrastræti, en það sé raunar eini leikvöllurinn í bænum,sem hún þekki til.Telur hún að stjórn stúlkunnar, sem þar ráði, sé mjög til fyr- irmyndar. Segir hún, að stúlkan leiki við börnin, segi þeim sögur og umgangist þau með mikilli lip- urð, og sé þetta asamt ágætum leiktækjum, sem völlurinn eigi, til þess að hæna börn að leikvellin- um. Stúlka sú, sem hér á hlut að máli, mun vera Hrefna Hannesdóttir, og er gaman fyrir hana að fá slík viðurkenningarorð frá móður, sem fylgzt hefur með leik og starfi á vellinum í sumar. Húsmæðranám ungra stúlkna. Annað erindi bréfs þessarar konu er um hús- mæðranám ungu stúlknanna. Segir þar m. a.: „Með lengingu skólaskyldunnar fyndist mér, að það væri alveg tilvalið, að síðasti vetur stúlknanna við skyldunámið væri notaður til eins konar hús- mæðrafræðslu, matreiðslu o. fl. í þessum bæ væri tilvalið að nota Húsmæðraskóla Akureyrar til þessa. Því er stundum haldið fram, að svo ungar stúlkur, sem hér um ræðir, muni ekki hafa full nót af húsmæðrafræðslu, en ef tekið er tillit til þess, að meiri hluti þeirra hefur ekki efni eða ástæður til þess, að fara á dýran húsmæðraskóla síðai', þá væri áreiðanléga mikil bót að þessu. Hér tala eg af eigin reynslu, því að eg á ennþá litla bók, sem eg skrifaði ýmislegt í, í matreiðslukennslu í barnaskóla í Reykjavík, þegar eg var 12 ára, og sumar uppskrift- anna nota eg enn í dag, eftir tugi ára.“ Þannig farast konu þessari orð, og hún lýkur bréfi sínu með því að segja: „Eg álít að Húsmæðra- skóli Akureyrar gæti á engan hátt annan komið að eins miklum og góðum notum.“ Margar hafa svipaða sögu að segja. Eg hef þekkt margar stúlkur, sem notið hafa mat- reiðslukennslu í barnaskólanum hér í bænum, og sjálf er eg ein í þeirra hóp. Þótt sú kennsla væri af eðlilegum ástæðum hvorki mikil né vísindaleg, tel eg að hún hafi verið til mjög mikils gagns fyrir okk- ur telpurnar, og margar okkar munu hafa svipaða sögu að segja og konan hér að framan, að ýmislegt, sem þar var lært, gleymist ekki, þótt árunum fjölgi. Það skyldi vera, að það væri ekki einmitt á ungl- ingsárunum, sem auðveldast væri að kenna stúlk- um heimilisstörf og matreiðslu? Að minnsta kosti er það áreiðanlega mjög heppilegt, að þær komist snemma í snertingu við slíkt, læri hin réttu hand- tök og umgengni í eldhúsi, þótt ekki væri annað, og það er áreiðanlega æskilegt ,að þetta lærist í hent- ugu og fallegu umhverfi, í skemmtilegu samstarfi með skólasystrunum, og undir umsjá góðrar kennslukonu. Ef einhveriar konur vilia ræða betta nánar. bá

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.