Dagur - 31.10.1951, Blaðsíða 6
6
D A G U R
Miðvikudaginn 31. október 1951
*SS;55555555555555555555555555555555$5555555$$5$555Í^
DAGUR
Ritstjóri: IIAUKUR SNORRASON.
Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta:
Erlingur Davíðsson.
Skrifstofa í Hafnarstræti 87 — Sími 1166
Blaðið kemur út á hverjum miðvikudegi.
Argangurinn kostar kr. 40.00. '
Gjalddagi er 1. júlí.
ar sjálfsögð. Hvaða land leyfir sér
að láta erlendan innflutning ganga
milli 'bols og höfuðs á innlendum
atvinnufyrirtækjum? Slíkt er eng-
an veginn tilgangur frjálsrar verzl-
unar. Sumar forustuþjóðir í þeim
málum halda verndarhendi yfir
innlendri framleiðslu. Bandaríkja-
menn t.d. yfir sumum landbúnaðar-
framleiðsluvörum sínum, t. d. osti,
o. s. frv. Það er þörf vaknnigar
með þjóðinni fyrir gildi iðnaðar-
ins. En það er líka þörf á endur-
skoðun af hálfu stjórnarvaldanna
á innflutningi fullunnins iðnaðar-
varnings, og þessa endurskoðun
þarf að'framkvæma án tafar.
FOKDREIFAR
PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F.
Efnaleg tengsl manna við iðnaðinn
ÞAÐ ER RÉTT að rifja það upp nú, af því að
iðnaðarmál bæjarins og atvinnuhorfur í sambandi
þið þau eru mjög á dagskrá, að á aðalfundi KEA
siðastliðið vor, voru birtat nokkrar tölur um vinnu-
launagreiðslur samvínnufélaganna hér í bænum á
síðastliðnu ári. Kannske eru einhverjir léséntíur, er
ógerla muna þessar tölur eðá hafa ekki áttað sig á
því, hverja sögu þær segja um atvinnulíf bæjar-
félagsins. Á árinu 1950 greiddu samvínnufélögin
— KEA og SÍS — samtals 17,6 milljónir krófiía í
vinnulaun hér í bæ. Var hlutur KEA af þessari
upphæð kr. 9.535.501.28, en hlutur SÍS kr.
8.099.817.81. Til samanburðar má geta þess, að
skv. skýrslu stjórnar Útgerðarfélags Akureyringa
á síðasta aðalfundi, voru vinnulaun þau, er togará-
útgerð félagsins greiddi á sama ári 4.5 mílíj. kr.
Hefur mjög verið á orði,hver atvinnuleglyftistöng
togararnir hafi reynzt, og er það verðskuldað, þvi
að þeir hafa veitt tilölulega miklu fjármagni til
bæjarins og opnað nýja atvinnulega mögúleika
hér. En með því að bera saman þessar tölur sést
greinlegar en áður, hver meginþáttur í atvinnulífi
bæjarmanna framkvæmdir samvinnuféiaganna eru,
og þá ekki sízt iðnaður sá, er þau hafa hér byggt
upp. Ekki er of sagt, að vöxtur og viðgangur bæjar-
ins hafi á síðasta árum að verulegu leyti hvilt é
þessum framkvæmdum. En það ætti þá líka að
vera flestum ljóst, að það er alvarlegt mál fyrir
bæinn, ef þessi iðnaður mætir miklum erfiðleik-
um, sem stefna að samfærzlu hans en ekki aukn-
ingu, að minnkandi fjármagnsstraum til bæjarfé-
lagsins en ekki vaxandi. Þegar út í þá sálma er
komið, geta menn ekki lengur lokað augunum fyrir
því, hver hyrningarsteinn velferðar bæjarfélagsins
þessar framkvæmdir eru, þótt þeim hafi tekizt að
blekkja sjálfa sig um það efni meðan siglingin var
greið og tiltölulega bjart fram um stafn.
HÉR í BLAÐINU var í síðastliðinni viku bent
á, að verulegur hluti þeirra erfiðleika, sem íslenzk-
ur iðnaður á nú við að striða, er sjálfsskaparviti og
stafar af því, að alltof margir landsmenn vanmeta
tækni, getu og kunrtáttu fullkomnustu greina ís-
lenzks iðnaðar. Það er staðreynd, að margt fólk
lætur leiðast til að kaupa erlenda vöru, sem er í
senn ódýrari, óvandaðri og ósmekklegri en samskon-
ar innlend framleiðsla. Það er skilningsleysi þessa
fólks, sem veldur iðnaðinum hér erfiðleikum. Það
er auðvelt að sanna, að íslenzka varan er um allt
samkeppnisfær í mörgum tilfellum. Iðnaðurinn hef-
ir þannig staðið undir skyldu sinni við neytendur.
En margir ganga samt framhjá íslenzku vörunum
vegna þess gamla og landlæga misskilnings og
minnimáttarkenndar, að útlendir hlutir séu alltaf
betri og þó einkum fínni en íslenzkir. Margir vaxa
aldrei upp úr því, að ganga á „dönskum skóm“.
ÞAÐ ER NAUÐSYN fyrir þjóðfélagið í heild
— og þennan bæ alveg sérstaklega —, að vinna
gegn þessum hugsunarhætti, hvar sem hann birtist.
Menn verða að skilja tengsl iðnaðarins hér við
þeirra eigin afkomu, hvar í stétt, sem þeir annars
standa. En heilbrigður metuaður af þessu tagi verð-
ur ekki skapaður á fáum dögum. Þess vegna er
krafa um takmörkun innflutnings fullunnins iðn-
aðarvarnings, sem seldur er í samkeppni við ís-
lenzka iðnaðarvöru, réttmæt og framkvæmd henn-
Gesturinn, sem alltaf kemur.
í VIKUNNI sem leið var verið
að bera skattfeikninga út um bæ-
inn og éru nú engin grið gefin.
Þeir; sem hafa enn ekki goldið
ríkinu það, sem ríkisins er, þurfa
ekki að láta sig dreyma um frið-
sælt heimilislíf aftur fyrr en
skyldustörfin eru af hendi leyst.
Héðan í frá munu hótanir um
dráttarvexti, lögtök og aðrar
refsiaðgerðir dynja á borgurun-
um unz yfir lýkur viðskiptunum
á einn eða annan hátt.
Skattreikningurinn kemur að
sjálfsögðu ekki á óvart. Menn
hafa léhgi átt hans von. Hann er
gesturinn, sem. alltaf kemur,
hvernig sem stendur á, eins og
„konan, sem kyndir ofninn
minn“ eða riddarinn á bleikum
hesti. Hann er óumflýjanlegur og
surhum virðizt hann nálgast það
óðfluga eða vera óútreiknanleg-
ur, ,A blaðinu eru taldir hvorki
fleiri né færri.en 12 liðir til út-
gjalda ’ fýrir bofgarana, frá fast-
eignaskafti til kirkjugarðsgjalds.
Þetta upphaf og endir blaðsins
minnir raunar ósjálfrátt á manns
æyina, leit hennar að veraldar-
auði og endalok, Það er ekki bók-
stafléga sátt, að allir komi jafn
snauðir í heiminn. Sumir eiga
þegar fasteignir, sem skattskyld-
ar eru, eða a. m. k. von í þeim. í
kirkjugarðinum er jafnaðar-
mennskan rneiri. Þegar þangað
er kömið stánda menn nokkurn
veginn jafnir fyrir skattayfir-
völdunum. Það má kalla í seinna
lagi fyrir flesta, en betra er seint
en aldrei segir máltækið.
15% hækkun og ranglæti.
Þótt skattreikningurinn geti
þannig vakið menn til umhugs-
unar um tilveruna og tilgang
hennar,' mun hitt þó ofar í huga
flestra, að gera sér grein fyrir
því, hvernig þeir geti friðað
skatheimtumennina og öðlast af-
lausn frá þeirra hendi. Þetta mun
í ár reynast þyngri raun en áður
af þeirri einföldu ástæðu að
skattreikningurinn er nú hærri
en fyrr. Hér munar ekki mest um
tekjuskattinn, sem fram á síðustu
ár var nær öll þrautin í viður-
eigninni við ríkisvaldið. Nú er
tekjuskatturinn ekki nerna um
helmingur skattreikningsins í
heild ef miðað er við skattheimtu
á hendur eignalausum launa-
manni, sem þó er kallaður að
hafa lífvænleg laun eftir því sem
gerizt um þá stétt manna. Á
seinni árum hefur bætzt á reikn
inginn liður, sem nú orðið slagar
hátt upp í tekjuskattinn og fer
sífellt hækkandi. Á þessa árs
reikningi er gjaldið til almanna
trygginganna 15% hærra en í
fyrra, og er komið í 473 krónur
fyrir hjón og er sjúkrasamlags-
gjaldið þá að sjálfsögðu ekki
meðtalið. Ef heimili þarfnast
húshjálpar, t. d, vegna heilsu-
brests húsmóður, og verður að
leggja hart að sér til þess að geta
risið undir því að kaupa vinnu til
heimilisstarfa, hafa tryggingarn-
ar sérstaka glaðningu handa
slíku heimili. Hún er 343 kr. liður
á skattreikningnum og heitir
slysatryggingaiðgjöld skv. 112. og
113. grein tryggingalaga. Þannig
tekst tryggingunum að koma sín-
um hlut af skattreikningnum upp
í 816 krónur í ár og munar um
minna.
Nokkrar spurningar en engin
svör.
HIN SlÐARI ÁR er það orðin
tízka hjá sumu fólki að tala um
„félagsmálalöggjöfina“ og þá
einkum tryggingarnar, með
klökkva í hálsinum og hrifning-
arglampa í augunum. Því verður
ekki í móti mælt, að almanna-
ti’yggingalöggjöfin var spor í
framfaraátt, en ekki er þar með
sagt að allt sé vel um bókstaf
hennar og því síður framkvæmd.
í lögunum sjálfum felast ýmsir
gallar, sem orsaka beint rang-
læti og misrétti. Mikil tregða er
meðal þeirra, sem tryggingamál-
unum stjórna, að leiðrétta þær
misfellur, sem reynslan hefur
leitt í ljós, en oft viðleitni að
túlka gagnrýni sem fjandskap
við alla tryggingastarfsemi. í
annan stað vita skattborgararnir
harla lítið hvað vei'ður um þá
peninga, sem sóttir eru í vasa
þeirra á ári hverju með vaxandi
frekju af tryggingastofnuninni.
Hve mikið kostar skrifstofuhald
stofnunar þessarar á ári? Er því
víða jafn hagkvæmlega fyrir
komið og hér á Akureyri? Er
réttlætanlegt, að seilast djúpt í
vasa manna eftir iðgjöldum með
ýmsum nöfnum á sama tíma og
ti-yggingastofnunin virðizt hafa
yfir að ráða digrum sjóðum, sem
hægt er að lána út og suður til
margvíslegustu hluta? í síðustu
Siglufjarðarblöðum er upplýst
um stórlán stofnunarinnar til
bæjarútgerðar kaupstaðarins. Er
stofnun þessi ekki komin nokkuð
út fyrir verksvið sitt og inn á
svið það, sem eðlilegt má kalla að
bankarnir annist? Vilja lands-
menn halda áfram að greiða há
iðgjöld til þess að unnt sé að
halda slíkri lánastarfsemi áfram?
Var það ætlun tryggingalaganna
að stofnunin hefði þau umsvif á
peningalánamarkaði þjóðarinnar,
sem raun ber vitni, og forustu-
menn hennar þar þau völd, sem
nú eru orðin? Þessum spurning
um og mörgum fleiri mundu
menn gjarnan vilja fá svör
við um leið og þeir snara ið-
gjaldinu og 15% hækkuninni í
skattheimtumennina.
Periscope yfir hafflötinn.
KAEBÁTAR hafazt löngum
við í hafdjúpunum, a. m. k. á
ófriðartímum, og láta lítið á sér
bæra nema þegar óvinaskip ligg
ur vel við skoti. Periscope nefnist
auga það, sem kafbátsmenn nota
til að sjá umheiminn, en oftast er
þeim engin þökk á því, að sjón-
pípa þeirra sjáist á haffletinum
og gefi þannig til kynna hverjir
dvelji í djúpinu hjá fiskunum. —
Þegar landsmenn litu lista þann
yfir „menningarfulltrúpna“, sem
kommúnistar gera um þessar
mundir út til Rússlands virtizt
mörgum þeir þar sjá periscope
bera yfir kyrran hafflöt „menn
ingartengslanna“ og mætti nú
loksins sjá með berum augum
kafbátinn, sem staðið hefur fyrir
hinum kommúnistíska leynihern-
aði í fréttastofu útvarpsins á
(Framhald á 11. síðu).
Sitt af hverju tagi
Skreyttir rennilásar.
Langt er nú síðan, að rennilásarnir ruddu sér til
úms, og lengi hafa þeir þótt ómissandi á ýmsum
fatnaði. Nú hefur danskur gullsmiðui' komið með
nýjung á markaðinn, sem náð hefur geysilegum
vinsældum þar í landi og er meira að segja talið, að
um útflutningsvöru muni vera að ræða.
Þetta eru litlir skartgripir, sérstaklega gei'ðir til
ness að festa þá í gatið á litla sepanum, sem lokar
rennilásnum. Eru framleiddar litlar kúlur, blóm,
hringir og ýmislegt fleira og eyrnalokkar af sömu
gerð. Hangandi eyrnalokkar eru nú aftur mjög í
tízku og þykir fallegt að hafa eyrnalokkana og
rennilása-skrautið eins. Þetta nýja skraut er fram-
leitt úr silfri og einnig gyllt. Þykir nýjung þessi
líkleg til að ná miklum vinsældum og fara víða.
KVEÐIÐ VIÐ BÖRNIN.
Gimbill mælti--------
Gimbill mælti
og grét við stekkinn:
„Nú er hún móðir mín
mjólkuð heima,
því ber eg svangan
um sumar langan
munn minn og maga
í mosaþúfu.“
Gimbill eftir götu rann,
hvergi sína móður fann,
þá jarmaði hann.
Tölumst við betur
tökum ráð saman:
Hrís að bíta,
<>K 1 lj . .
í hraun að fara,
eg á mér í húsi
heykorn lítið,
það skal eg finna
þá fjúk er úti,
bíta gras, ......
þá gott er úti. '
Þetta mælti hann
Gimbill hrúti. .........
ELDHUSIÐ.
Eins-eggs-kaka.
Um þetta leyti árs er oft lítið um egg, og í verzl-
unum hafa ný egg ekki verið til um nokkurt skeið.
Frosin egg, hin svonefndu bökunaregg, er hins
vegar hægt að fá og bætir það nokkuð úr. Eggja-
leysið gerir allan heimabakstur erfiðan, en til eru
kökur, sem þarf fá eða engin egg í, og til þeirra
verðum við að gi'ípa í eggjaleysinu. Hér eru tvær
slíkar kökur:
14 bolli smjörlíki. — 1 bolli sykur. — 2 bollar
hveiti. — 3/4 bolli mjólk. — 2 tesk. gerduft. — 14
tesk. salt. — 1 tesk. vanilla. — 1 egg.
Smjörlíkið hrært vel og sykrinum bætt saman
við saman saman. Hrært þar til þetta er létt. Eggið
þeytt vel og hrær saman við. Hveiti, geri og salti
blandað saman og sigtað (við það verður deigið
léttara). Mjólkinni og hveitinu er síðan hrært sam-
an við til skiptis. Hrær vel í á milli. Bakað ca. 25
mín. í hæfilega heitum ofni. Ur þessu verða (tvö
lög) tveir tertubotnar (venjuleg stærð). — Vegna
þess, hve lítið er af fitu í deiginu þornar kakan við
geymslu, en hún er ágæt ný, eða sem nýjust. Sulta
sett á mifli laganna og við betri tækifæri má bera
rjóma með kökunni eða setja á hana súkkulaðihús.
(Amerísk uppskrift).
Stríðskaka. (Eggjalaus kaka).
1 bolli púðursykur. — 114 bolli heitt kaffi. — 1
bolli saxaðar rúsínur. — 1/3 bolli smjörlíki. — 2
bollar hveiti. — Vz bolli saxaður appelsínubörkur.
— 1/3 tesk. salt. — 1 tesk. múskat. — 1 tesk. kanel.
— 4 tesk. gerduft.
Sykur, kaffi, rúsínur, ávaxtabörkur, smjörlíki,
salt og krydd er soðið saman í 3 mín. Þegar þetta er
orðið alveg kalt, er hveitinu og gerduftinu, sem
sigtað hefur verið saman, bætt saman við. Bakað i
vel smurðu móti í hæfilega heitum ofni í ca. 45 mín.