Dagur - 31.10.1951, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 31. október 1951
D A G U R
7
fíréf;
Branabótafélagið og brunatryggingar
á Akurevri
Herra ritstjóri.
í Fokdreifum „Dags“, þ. 17. þ.
m., og sömuleiðis í annarri grein
í sama blaði, um Slökkvilið Ak-
ureýrar, eru birt nokkur miður
vinsamleg ummæli um Bruna-
bótafélag íslands. Þar sem í
greinum þessum er rangt skýrt
frá ýmsum atriðum, auðsýnilega
af ókunnugleika höfundanna um
mál þau, sem ritað er um, vil eg
biðja yður að birta í blaði yðar
neðangreindar leiðréttingar og
skýringar. Þar sem greinin um
slökkviðliðið virðist aðeins vera
útdráttur úr Fokdreifagreininni,
læt eg nægja að svara þeirri síð-
arnefndu.
Fokdreifaritstjórinn segir að
„Reykjavík hafi fengið sig lausa
úr greipum Brunabótafélagsins".
Þetta er ekki rétt. Það hafa aldr-
ei verið til lög um trygginga-
skyldu á húseignum í Reykjavík
í félaginu.
Því er haldið fram, að iðgjöld
þau er Brunabótafélag íslands
lætur greiða á Akureyri séu yfir
100 þúsund kr. of há. Þessi full-
yrðing er algerlega gripin úr
lausu lofti, þar sem ekkert tilboð
liggur fyrir um hagkvæmari
tryggingar. — Um fjárhagsaf
komu trygginganna á Akureyri
skal þetta upplýst: Á 10 ára tíma-
bili, frá 15. okt. 1939 til 15. okt.
1949, námu greiðslur á bruna
tjónum og kostnaði 81,6% af inn
borguðum iðgjöldum. Aðeins
18,4%, eða kr. 338.609.33, varð
afgangs til að leggja í varasjóð á
þessu 10 ára tímabili. Til jafnað-
ar hefur því ágóði félagsins orðið
kr. 33.860.00 hvert ár. Ef árleg
iðgjaldaupphæð hefði verið
ákveðin 100 þús. kr. lægri á þessu
árabil, er ekki annað sjáanlegt
en stefnt hefði verið. beinustu
leið að gjaldþroti. Þetta er nú allt
okrið.
Fokdreifaritstjórinn virðist vera
eitthvað hneykslaður út af síð-
asta tilboði félagsins um lækkun
iðgjalda. Á það nú einnig að
reiknast félaginu til syndar, ef
iðgjöldin verða lækkuð? — Ann-
ars skal það upplýst, að þetta er
ekki í fyrsta skipti, sem Akur-
eyrarbæ er boðiniðgjaldalækkun.
Skömmu eftir 1930 gerði félétg-
ið bænum tilboð um lækkun ið
gjalda, ef útveguð væru ny
slökkvitæki (þ. e. slökkvibíll og
dæla) og bauðst til að lána fé til
kaupanna. Bæjarstjórn gekk að
þessu tilboði og iðgjöldin voru
lækkuð um 10—15%. Fáum árum
síðar var bænum boðin ný ið
gjaldalækkun, ef komið væri upp
bi'unasímum. Aftur samþykkti
bæjarstjórn tilboðið og iðgjöldin
voru lækkuð. Nú býður félagið
enn iðgjaldalækkun, gegn því að
áhöld og aðbúnaður slökkviliðs-
ins verði bættur, og föst bruna-
varzla höfð á hinni nýju slökkvi-
stöð. Innan skamms verður end-
anlega gengið frá öllum atriðum
í tilboði þessu, og verður það þá
á valdi bæjarstjórnar, hvort ið-
gjöldin verða lækkuð til mikilla
muna frá því sem nú er.
Brunabótafélag íslands hefur
nú starfað í 35 ár. Allan þennan
tíma hefur það kappkostað að
hafa iðgjöld sín eins lág og fjár-
hagsástæður þess hafa leyft. Fyr-
ir forgöngu þess og fjárhagsað-
stoð hafa brunavarnir verið
bættar í öllum kaupstöðum og
kauptúnum landsins, en það hef-
ur skapað aukið öryggi og leitt
til iðgjaldalækkunar. Enda hefur
meðaliðgjald af fasteignum í
landinu lækkað um 35,6% á
starfstíma þess.
Umboðsm. Brunabótafél. íslands.
ATHS.:
Dagur hefur gagnrýnt það fyr-
irkomulag harðlega, að húseig-
endur skuli skyldir til að tryggja
húseignir sínar hjá ákveðnu
félagi með lögum, í stað þess að
bjóða tryggingarnar út á frjáls-
um markaði. Umboðsm. félagsins
hefur engar upplýsingar að gefa
um það, um hve háa upphæð
ÝMISLEGT FRA BÆJARSTJORN
BÆJARÍÍÁÐ hefui’ samþykkt að greiða Baldvin Benediktssyni
eftirlitsmanni með bsejarlandinu 1000 kr. upp í tjón, er Baldvin varð
um á annað hundrað þús. kr. á fyrir er hestin- hans hlaut meiðsli í bæjarlandinu, svo að lóga varð
ári. Afkoma Brunabotafelagsins
iðgjöldin mundu lækka við frjálst
útboð, en af iðgjöldum húsa í
Reykjavík — þar sem frjálst út-
boð gildir — má ætla að það fyr-
irkomulag sparaði bæjarmönn-
kr
er engin afsönnun þess, að þessi
yrði reynslan. Um tilboð félags-
ins nú er það að segja, að það
kemur seint fram og er ekki að-
gengilegra en það, að þrátt fyrir
stóraukin útgjöld bæjarins til
brunavarna, sem krafizt er, eru
líkur til að sama lækkun fengist
þegar í dag á frjálsum markaði,
áðui' en kröfum félagsins er full-
nægt. Ritstj.
RÁ BÓKAMÁRKÁDIHUM
AUSTURLAND. — Safn aust-
firzkra fræða, III. bindi. Bókaút-
gáfan Norðri, að tilhlutan Sögu-
sjóðs Austfirðinga. — Prentverk
Odds Björnssonar hf., Akureyri
1951.
Sögusjóður Austfirðinga mun
áður hafa gefið út tvö bindi til
safns austfirzkra fræða, er þeir
Halldór Stefánsson og Þorst. M.
Jónsson sáu um. Mér eru þau
bindi ókunn, en við lestur þessa
3. bindis hefur vaknað hjá mér
forvitni að lesa þau líka og hygg
eg að svo muni fleirum fara. í
þeim bindum mun m. a. vera saga
byggðarinnar á Jökuldalshéiði,
einhverrar afskekktustu og ein-
kennilegustu byggðar á íslandi,
sem flestum, er leið hafa átt um
heiðina — er sameinar. á ein-
kennilegan hátt fegurð og ömur-
leika — hlýtur að leika forvitni á
að kynnast. Þriggja manna rit-
nefnd hefur séð um útgáfu þessa
3. bindis, Halldór Stefánsson,
Sigurður Baldvinsson og Bjarni
Vilhjálmsson, og hefur þeim tek-
izt að gera þetta bindi fjölbreytt
að efni og læsilegt, og má kalla
suma þætti þess ágætan skemmti
lestur, auk þess sem þai' er að
finna mikinn fróðleik um líf og
starf horfinna kynslóða og eftir-
minnilegar myndir einstaklinga,
sem sumar birta manni sérkenni-
lega persónuleika ljóslifandi
(Steindór í Dalhúsum) eða vekja
forvitni og löngun til nánari
þekkingar (Mensaldur Raben).
Bókin hefst á „Papeyjarsögu og
Papeyinga“ eftir þá Halldór Stef-
ánsson forstjóra og Eirík Sig
urðsson yfirkennara, og er þetta
einn merkasti og mesti þáttur
bókarinnar og lýsir landsháttum
°g byggð í Papey frá fyrstu tíð
fram á síðustu tíma og birtir ýmis
atvik úi' lífi löngu liðinna Papey-
inga. Þarna kemur fram sá per-
sónuleiki þessara þátta, er mér
ei' mest forvitni að heyra meira
um og þykir ævintýralegastur, en
það er Mensaldur hinn ríki
Raben. Ævi hans og örlög geta
verið efni til íhugunar. Halldór
Stefánsson skrifar auk þess
„Þætti um menn og viðburði“ og
margir þættirnir mjög fróðlegir
t. d. um Þingmúla- og Þórsnes-
fundi Austfirðinga og um til-
raunirnar til þess að sigla upp
Lagarfljótsós og skapa Héraði
þannig höfn. Annað efni er
„Sagnaþættir“ eftir Sigmund
Matthíasson Long, „Tveir þættir
af Fljótsdalshéraði“ eftir Björn
honum. — Mikið er um það um þessar mundir að menn sækja um
landspildur til túnræktar á erfðafestu, í bæjarlandinu, frá Galtalæk
að Mýrarlóni.
Þorkelsson „,Þáttúr af Hermanni
Firði“ eftir Sigurð Vilhjálms-
son, „Þáttur af Þórði Eiríkssyni
Vattarnesi" eftir Björn Sig-
urðsson og loks „Þáttur af Stein-
dóri Hinrikssyni á Dalhúsum"
eftir Sigurð Baldvinsson. Hafa
jessir þættir allir mikið til Síns
ágætis, e. t. v. ekki sízt þeir tveir
síðast nefndu, þótt ólíkir séu. Að
lokum er eftirmáli, nafnaskrá og
efnisyfirlit.
Hér er ekki um neina sam-
fellda sögu að ræða, heldur svip-
myndir af liðinni tíð, sérkenni-
legu fólki og minnisverðum at-
burðum, allt innan ramma hinn-
ar fögru og sérkennilegu aust-
firzku náttúru. Þessar sögur hafa
e. t. v. sérstakt gildi fyrir Aust-
firðinga, sem vel þekkja stað-
hætti og ættir. En eftir lestur
Deirra er sérhver íslendingur
nokkru fróðari en hann áður var
um líf forfeðranna á öldunum síð
ustu og um sérkennilegt skap-
lyndi og sterkt og ósveigjanlegt
einstaklingseðli ýmissa þeirra
stofna þjóðfélagsins, er forðuðu
því, að þetta litla þjóðfélag hyrfi
inn i kennimarkalaust mannhaf
margfalt stærri yfirráðaþjóðai'.
Að öllu samanlögðu er þetta 3.
bindi Austurlands enginn eftir-
bátur þeirra héraðssagna, er
beztar hafa þótt nú á síðari árum,
t. d. Húnvetningasagnanna. —
Þættirnir eru á góðu og mynd-
auðugu máli, ytri frágangur bók-
arinnar er góður, prentvillur
nokkrar en flestar meinlausar.
H. Sn.
EFTIRTALDIR MENN hafa fengið 15 þús. kr. húsbyggingalán úr
byggingalánasjóði bæjarins: Gunnar Aðalsteinsson, Gunnar Kon-
ráðsson, Kristján Halldórsson, Jóhannes Wæhle, Hans Pedersen,
Ásgrímur Albertsson, Stefán Vilmundarson, Guðm. Stefánsson, Ei-
ríkur Stefánsson, Kristján Valdimarsson, Þorsteinn Símonarson,
Ottó Þorsteinsson og Stefán ísaksson. — Bókasafnsnefnd hefur
samþykkt að'béiná þeim tilmælum til bæjarstjórnar, að hún ákveði
Davíð Stefanssyni eftirlaun úr bæjarsjóði er hann lætur nú af
bókavarðarstöi'fum við Amtsbókasafnið eftir 25 ára þjónustu við
safnið. — Steindór Stemdórsson vill athuga möguleika á því að
safnið gefi út safn vísindaritgerða og skipti við erlend vísindafélög
og stofnanir á slíku sáfni og útgáfuritum þeirra.
ÍÞRÓTTAMÁLANEFND lætur þess getið í fundargerð nýlega, að
vegna hækkunaf á rafmagni og hækkun vísitölu og kostn. við hús-
vörzlu, hljóti leigá á húsinu að hækka í verði. — Atvinnumálanefnd
bæjarins hefpr btent. á þe&si verkefni í fundargerð í þ. mánuði:
Tunnusmíði (25 --30 þús. tunnur), framlenging Glerárgötu að fyrir-
huguðu brúarstæSi, grjótnám í vetur, lögn frárennslis austur úr
Strahdgötu; 'háfnarmannv.irkin á Oddeyri.
JÓN SVEINSSON hdl. .hefur ritað bæjarstjórn langt bréf út af
vatnsréttindum í Kífsárlandi, en Jón hefur málið með höndum fyrir
bóndarin.'Býður Jón fram vatnsréttindin fyrir rafmagn frá bænum,
er raftaugár vei'ða lagðar, i Kræklingahlíð, og nokkra árlega
greiðslu.
BÆJARRÁÐ hefur skorað á þingmann kaupstaðarins að vinna að
því að háfin verði tunnusmíði hér í vetur og hefur alþm. flutt
þingsályktunartill. í samræmi við þessa ósk. — Sjúkrabíll Rauða-
krossins verður fyrst um .sinn í geymslu í nýju brunastöðinni skv.
leyfi bæjarstjórnar. — Sósíalistafélag Akureyrar sendi bæjarstjórn
erindi um byggingu hraðfrysfihúss fyrir forgöngu bæjarins. Engar
áætlanir um kostnað við slíka byggingu né rekstursmöguleika,
fylgja erindi þessu, enda mun það fremur miðað við kjósendaveiðar
en fiskveiðar. ,
LOKSINS virðizt kominn skriður á að setja götunúmeraskilti á
hús í bænum. Byggingafulltrúi bæjarins hefur númerin undir hönd-
um og ber húseigendum að snúa sér til hans.
Kristniboðsfél. kvenna
á Akureyri 25 ára
Á morgun, fimmtudaginn 1.
nóv., verður Kristniboðsfélag
kvenna 25 ára. Þrátt fyrir margs
konar baráttu hefur það haldið
út og starfað sleitulaust öll þessi
ár.
Vonandi fjölgar þeim, seni af
innri köllun vilja styðja kirkju
Krists, og augu fjöldans opnist
fyrir þeirri bjargföstu staðreynd
síðir. Allur hroki að brotna.
eh þar víða komið við og eru jnti5mur getu rbjargað heimin-
um. Allar efasemdir og ádeilur
vantrúarinnar verða að víkja um
að ekkert annað en sannur krist-
Heimurinn stendur á öndinni af
eftirvæntingu, hann veit um
leiðina en þeir ekki. Þess vegna
eru kristniboðsfélögin svona fá
menn. Heill fylgi Kristniboðs
félagi kvenna í framtíðinni.
Áhorfandi.
REYKJAVÍKURBLAÐ segir vitamálastjórnina hafa skrifað bæj-
stjórn hér um danska blýgrýtismálið (sjá frétt annars staðar í blað-
inu), en skrifstofa bæjarstjóra kannast ekki við neitt slíkt bréf.
Sameinuðu þjóðirnar lijálpa börnum í Kóreu
43 hinna Sameinuðu þjóða liafa myndáð samtök um að lijálpa eftir
megni flóttafólki í Kórcu, einkum börnum, scm orðið hafa munað-
aríaus vegna hins glæpsamlega árásarstríðs kommúnist. Myntlin
sýnir framkv.stj. hjálparsjóðsins, J. Donald Kingsley, í flóttamanna-
búðum í Suður-Kóreu.'"'