Dagur - 31.10.1951, Page 11

Dagur - 31.10.1951, Page 11
Miðvikudaginn 31. október 1951 D A G U R 11 - Fokdreifar (Framhald af 6. síðu). undanförnum árum. Boðar sjón- pípan breytta hernaðartækni? Eða hefur hinn slyngi foringi skipað liði sínu þannig, að öruggt sé til nokkurs ávinnings, enda þótt stjórnarhæfileika hans njóti nú ekki við um sinn ? Líklega má telja, að vel sé staðið á verðinum meðan kafbátsforinginn hleður batteríin í austurvegi. - Dagskrármál landbúnaðarins (Framhald af 2. síðu). ið að sauðfjárbændur hafi fengið mjög hagstæðan markað fyrir vöru sína vestan hafs. Segja gár- ungarnir að dilkakjöt muni ekki fást til átu innanlands framvegis. Aðal kjötfæða í bæjum og þorp- um verður því væntanlega kjöt af skagfirzkum stóðmerum, af- lóga kýrbeyglum, gamalám og öðru því um líku. En í skamm- degi vetrarins ættu menn að hafa nægan tíma til að jóðla á þessu og geta menn þá fengið sér mjólk með, ef kjötið þykir seigt og þurrt undir’ tönn. Hrossakjöt og kýrkjöt verður sennilega aldrei útflutningsvara, en það má heita neyðarlaust að borða þessa framleiðslu, ef verð er hóflegt. Því miður getum við ekki, eins og er, hætt við fóðurbætisgjöf, vegna þess að heyfengur lands— manna er ekki nægur handa búfénu. En því fyrr sem hægt er að draga úr fóðurbætisgjöf því betra. Takmarkið hlýtur að vera hið sama hjá okkur og Norð- mönnum, sem sagt það, að fram- leiðsía búfjávafurða verði a'ð mestu eða ö'lu leyti byggð á innlendri fóðuröflun og þá fj’rst og fremst heyöflun. A. J. Nýtt! Nýtt! Gabardinekápor með flónelsfóðri og skinni, ltoma út um næstu helgi. Verzl. B. Laxdal. Vandaðir Nylonsokkar Verð: Kr. 36.00. Verzl. B. Laxdal. Nýkomið: Kvenhanzkar, fóðraðir Kvensokkar, Gler-Nylon Kventöskur, nýjar gerðir Leðurbelti, Parísartízka Storeseíni, dýrt en vandað. Verzl. B. Laxdal. óskast í miðbænum. — Til- boð sendist afgr. Dags fyrir föstudagskvöld, merkt: ,,Reglusamur“. Halló! Karlmannsur tapaðist síð- astliðinn föstudag. Fund- arlaun. Afgr. vísar á. Tek reiðhjól til geymslu í vetur. — Við- gerðir fyrir þá, sem óska. Reiðlijólaverkstœði H. Halldórssonar, Hólabraut 19. Skápur, fyrir föt og tau, og spila- borð, til sölu. Afgr. vísar á. Góð síúlka, eða miðaldra kona, óskast til þess að annast heimili í veikinda-forföllum. Afgr. vísar á. Bíl! til sölu með tækifærisverði, ef sam- ið er strax. Gisli Eiriksson. Sími 1641. Lítill bátur Til sölu er litli báturinn minn. Vélin að miklu leyti ný og nýtt afturstefni og kjölur í bátnum. Báturinn er til sölu heima hjá mér. Lúther Jöhannesson, Lundargötu 17. Næla og trefill tapaðist í Nýja Bíó síðastl. sunnudag kl. 5. — Finnandi vinsamlega skili því á algr. Dags. Kona óskar eftir ráðskonustöðu í bænum. Afgr. vísar á. BÆ OG BYGGÐ Opinbert uppboð fer fram við Lögregluvarðstofuna þriðju- daginn 6. nóvember n. k., kl. 2 síðdegis. Selt verður leirtau, brjóstsykur, kex, útvarpstæki o. fl. Að því loknu verður uppboðinu handið 'áfram í vörugeymsluhúsi Eimskipafé- lags Islands, og verður þar seld DÓSAÞVOTTA VÉL lyr- ir niðursuðudósir og merki- miðar. Greiðsla við hamars- högg. Bæjarfógetinn á Akureyri, 27. október 1951. Friðjón Skarpháðinsson. Bifreiðar og bifhjól, sem ekki hafa verið greidd af lög- boðin gjöld, er féllu í gjald- daga í ársbyrjun 1951, verða seld á nauðungaruppboði án undangengins lögtaks að 30 dögum liðnum frá deginum í dag að telja. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu og Akureyrarkaupstaðar, 22. október 1951. Friðjón Skarphéðinsson. 50-60 hestar áf stör til sölu. Afgr. vísar á. Herbergi til leigu í Skipagötn 2. Akureyringar! Tuttugasti og fimmti vetur minn á Akureyri er að hefjast. Ég kom hingað til að læra að halda kristilegar samkomur. Ég hélt, að ég þyrfti ekki langan tíma til þess og ætlaði aldrei að dvelja hér svo lengi. Dvöl mín getur farið' að stytt- ast, — ef til vill fyrr en mig eða aðra varir. Lífs eða liðinn vil ég þó ekki fara án þess að hafa gefið fólki sérstakt tækifæri til að heyra þann boðskap, sem mér hefur orðið hamingjulind og gleðigjafi í lífinu. Hamingju og gleði, hvaða hjarta þráir ekki þetta tvennt? Ég býð því öllum almenningi, hverjum þeim, sem koma vill og getur það, að sækja nokkrar sér- stakar samkomur, sem ég ætla að halda hér á Sjónarhæð, ef Guð lofar. Þær hefjast næsta sunnu- Kirkjan. Messað á Aku.reyri sunnudaginn '4. nóv. kl. 2 e. h. Allra-heilagra-messa. (Minning framliðinna). — F. J. R. □ Rún.: 595110317 — 1 Sextugur verður næsik. sunnu- dag Kristinn Jónsson verkstjóri (frá Kaupangi),, Gierárgötu 12 hér í bæ. KEA efnir til fræðslu- og skemmtifundar að Hótel KEA annað kvöld. Þar flytja erindi Jakob Frímannsson forstj. og Baldvin Þ. Kristjángson erind- reki, sýndar verða kvikmynd- ir og leikin létt lög. Nánar auglýst annars staðar í blað- inu. Gömul áheit á Strandarkirkju kr. 550.00 frá N. N. Móttekið á afgreiðslu Dags. Trl Sólheimadrengsins. Áheit kr. 100.00 frá gamalli konu. — Móttekið á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 70 frá G. S. Mótt. á afgr. Dags. Kvenfélagið Framtíðin heldur fund annað kvöld í Alþýðu- flokkshúsinu við Túngötu kl. 8.30 e. h. Sjónarhæð. Sunnudagaskóli kl. 1 og almenn samkoma kl. 5 á sunnudögum. Fíladelfía. Samkomur í Lund- argötu 12: Sunnudaga og fimmtu dag kl. 8.30 e. h. — Allir vel- komnir. — Sunnudagaskóli hvern sunnudag kl. 1.30 e. h. — Öll börn velkomin. Guðsjijónustur í Gnmdarþinga- prestakalli. Munkaþverá, sunnu- daginn 4. nóv. kl. 1 e. h. — Hól- um, sunnudaginn 11. nóv. kl. 1 e. h. — Saurbæ, sama dag kl. 3 e .h. Fræðslufund á vegum KEA heldur Baldvin Þ. Kristjánsson erindreki í Grenivík í kvöld. Guðspekist. „Systkinabandið“ heldur fund þriðjudaginn 6. nóv. næstk. kl. 8.30 síðdegis. — Erindi. — Upplestur. Kvcnnadeild Slysavarnafél. fsl., Akureyri, heldur fyrsta vetrar- fund sinn að Lóni föstudaginn 2. nóv. kl. 8.30 e. h. Mörg verkefni á fundinum, og er því æskilegt að konur mæti vel og stundvíslega. Gjörið svo vel og takið með verk- efni og kaffi. Stjórnin. Dánardægur. Nýlega andaðist í Sjúkrahúsi Akureyrar Jens Kristjánsson bóndi frá Stærra- Árskógi á Árskógsströnd. Hann var jarðsettur að heimili sínu síðastl. föstudag. Leiðrétting. f síðasta tölublaði Dags misritaðist í tilkynningu um jarðarför Helgu frá Myrká, þar sem stóð Helga Guðrún, átti að vera Helga Guðríður. Leið- réttist þetta hér með. Árshátíð Golfklúbbsins verður að Hótel KEA 3. nóvember, og hefst með borðhaldi kl. 7 e. h. — Áskriftarlisti liggur frammi á Rakarastofu Sigtryggs og Jóns. I. O. O. r. 133112Sy2 Sunnudaga- skóli Akv.r- eyrarkirkju er á sunnu- daginn kem- ur kl. 10.30 f. h. — 5—6 ára börn í kapellunni. — 7—13 ára börn í kirkjunni. — Bekkjarstjórar mæti kl. 10 f. h. Æskulýðshá- tíðin er n.k. sunnudag og hefst með sam- eiginlegri kaffi dfykkju kl. 4 e. h. að Hótel KEA. Aðgangur- inn kostar 15.00 kr. Yngstudeild- arfélagar fá miðana hjá Nirði Tryggvasyni. Miðdeildarfélagar hjá Hallgr. Baldvinssyni og elztu deildarfélagar hjá Guðm. Tryggvasyni. 75 ára varð í gær Jóhann Jóns- son verkamaður, Ægisgötu 12 hér í bæ. í Hrossaslátrun á Sláturhúsi KEA stendur yfir og augl. kjötb. hrossakjöt af öllum aldursflokk- um, sem selzt mjög ódýrt, þegar keypt er í heilum stykkjum. — Þetta munu ódýrustu matarkaup, sem nú er völ á. Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1 heldur fund næstk. mánudag, 5. nóv., kl. 8.30 síðd. á venjulegum stað. Venjuleg fundarstörf. Inn- taka nýrra félaga. Hagnefnd skemmtir og fræðir. AUt nánar auglýst síðar í götuauglýsingum. Fjölmennið á fundinn. — Nýir félagar alltaf velkomnir. Hjálpræðisherinn, Strandg. 19B. Föstudag 2. nóv. kl. 8.30 e. h.: Trúboðssamkoma. — Sunnud. kl. 11 f .h.: Helgunarsamkoma. Kl. 8.30 e. h.: Hjálpræðissamkoma. Lautinant Karl Nilsen stjórnar. — fyrir börn: Föstudaga kl. 5 e. h.: Kærleiksbandið, drengir. Kl. 6: Kærleiksbandið, telpur. — Sunnudaga kl. 2 e. h.: Sunnu- dagaskóli. Samkvæmt upplýsingum frá séra Friðrik J. Rafnar hefur hann tekið á móti áheitum á Strandarkirkju er safnast hafa hjá blöðum bæjarins á þessu ári og fleiri aðilum, kr. 7900.00. Þar af hefur afgreiðsla Dags afhent honum kr. 4495.00. Sézt af þessu að enn verður strandarkirkja vel við. Zion. Samkomur næstu viku. Sunnudag kl. 10.30 f. h. sunnu- dagaskóli. Kl. 1 e. h. drengja- fundur (yngri deild). Kl. 2 e. h. drengjafundur (eldri deild). Kl. 8.30 e. h.: Almenn samkoma. Allir velkomnir. Fórnarsamk. Þriðjudag kl. 5.30 fundur fyrir telpur 7—13 ára. Miðvikudag kl. 8.30 e. h.: Biblíulestui-. Fimmtu- dag kl. 8.30 e. h. fundur fyrir ungar stúlkur. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Freygerður Magnúsdóttir og Jóhann Bjarmi Símonarson. Svartar peysufatakápur Gabardinekápur Mislitar vetrarkápur Mikið úrval. Verzl. B. Laxdal. Lækningastoíu opna ég i Hafnarstræti 87 fimnltudaginn 1. nóv. Við- talstími: 10—12. Sími 1405. Heimasími: 1995. Ólafur Sigtirðsson, læknir. dag kl. 5 og verða síðan í viku á hverju kvöldi kl. 8.30. Tilhögun verður þannig, að sungnir verða sálmar og síðan flutt ræða. Hver samkoma verður stutt, aðeins klukkutími. — Fólki skal einnig bent á, að mörg ný og þægileg sæti eru komin hér i salinn. Svo hlakka ég til að sjá ykk- ur. Verið hjartanlega velkomin. Sæmundur G. Jóhanncsson. Bókarfregn heitir ritlingur, sem Norðri hefur gefið út og er þar greint frá útgáfubókum forlags- ins og auk þess listi yfir útlendar bækur, sem bókabúð Norðra i Reykjavík hefur til sölu og er það fróðlegur listi og margt góðra bóka, ennfremur listi um erlend tíniarit og blöð, sem forlagið út- vegar þeim, sem óskar. Eru þar flest hin kunnari blöð og tímarit í hinum engilsaxneska heimi, er menn geta gerzt áskrifendur að og greitt með ísl. krónum. Brúðkaup. 27. okt. voru gefin saman í hjónaband Helga Jó- hanna Daníelsdóttir og Olafur Þorst. Jónsson. Heimili þeirra er að Snæbjarnarstöðum í Fnjóska- dal. — 27. okt. ungfrú Sigurlaug Friðgeirsdóttir og Koni'áð Sæ- mundsson sjómaður. — 28. okt. ungfrú Matthea Arnbórsdóttir og Olafur Stefánsson iðnverkamað- ur, Byrgi, Glerárþorpi. — Þessi brúðhjón gaf séra Pétur Sigur- geirsson saman.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.