Dagur - 14.11.1951, Blaðsíða 8

Dagur - 14.11.1951, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 14. nóv. 1951 Bókaúfgáfðn Norðri gefur út 25 bækur á þessu ári Þær eru flestar eftir ísleuzka Iiöfunda Bókaútgáfan Norðri mun á þessu ári gefa út 25 bækur, og er mikill meiri hluti þeirra eftir íslenzka höfunda. Af efni bókanna ber mest á þjóðlegum fræðum, endurminningum manna, sögum og frásögnum af viðburðum liðinna ára, en Norðri hefur jafnan lagt áherzlu á útgáfu slíkra bóka og mun svo enn verða. Forlagið hefur á þessu ári haf- ið útgáfu á myndarlegri bóka- skrá, sem nefnd er „Bókafregn Norðra“. Er þetta yfir 50 bls. rit, og eru allar nýjar bækur forlags- ins þar kynntar, svo og mikill fjöldi gamalla, sem enn eru fáan- legar. Loks er verðlisti yfir mik- ið af erlendum bókum og tíma- ritum, sem fást í bókaverzlun forlagsins. Eins og hjá öðrum útgáfufyrir- tækjum hér á landi, verður út- gáfa Norðra á þessu ári nokkru minni en undanfarin ár, og veld- ur því stórhækkað verð á pappír, hækkun á ^öðrum tilkostnaði og jafnframt því minnkandi kaup- geta á bókamarkaðinum. Þó munu bækur sennilega hækka minna í verði en flest annað, enda hefur verið lögð á það mikil áherzla, að halda verði þeirra niðri. Af íslenzkum skáldsögum, sem Norðri gefur út í ár má nefna söguna „Onnu Maríu“ eftir Elin- borgu Lárusdóttur, en það er 17. bók höfundarins, gefin út í til- efni af sextugafmæli hennar. Þá kemur út söguleg skáldsaga eftir Bæjarstjórn Ólafs- fjarðar samþykkir að selja niðursuðuverk- smiðjuna þar Á bæjarstjórnarfundi í Ólafs- fjarðarkaupstað á laugardaginn var samþykkti stjórn hæjarins að sínu leyti að selja niðursuðu- verksmiðju Ólafsfjarðar hluta- félagi þar á staðnum. Rekstur verksm. hefur frá upp- hafi gengið misjafnlega og frá því í fyrrahaust hefur enginn fiskur verið soðinn þar niður. Er nú svo komið ,að yfir vofir uppboð á eigninni vegna afborgana af stofnláni. í sumar var bæjarstjórnin búin að samþykkja sölu verksmiðj- unnar, en þegar til kom, gekk sú sala til baka. Sala sú, sem nú er •ráðgerð, á að verða með svipuð- um kjörum og þá var rætt um. Það er mjög knýjandi hags- munamál fyrir bæinn og bæjar- búa, að svo verði hægt að búa um hnútana, að verksmiðjan verði starfrækt, þótt bærinn hafi ekki bolmagn til þess, þar eð algert at- vinnuleysi er í Ólafsfirði. Jón Björnsspn, „Valtýr á grænni treyju“, byggð á samnefndri þjóðsögu. Enn er athyglisverð saga eftii- nýjan höfund, Kristján Sigurð Kristjánsson, og nefnist hún „Eins og maðurinn sáir“. Fyrstu leikritin, sem Norðri gefur út, koma á þessú ári, ög eru það „Draumur dalastúlkunnar“ eftir Þorbjörgu Árnadóttur, og „Jónsmessunótt“ eftir Helga Val- týsson, hvoi-tveggja rammíslenzk verk. Þá kemur út myndarleg útgáfa á verkum hins vinsæla al- þýðuskálds Páls J. Árdals, „Ljóð- mæli og leikrit“, og standa þeir að útgáfunni prófessor Stein- grímur J. Þorsteinsson, og Stein- dór Steindói'sson frá Hlöðum. Af endurminningum manna má fyrst nefna minningar Ágústs Helgasonar frá Birtingaholti, sem Sigurður Einarsson hefur skrá- sett. Af sagnaþáttum og þjóðleg- um fræðum má minnast á „Aust- urland III“, „Að Vestan III“, „Söguþættir landpóstanna III“, en útkomu á síðasta bindi af „Göngum og rétturn" hefur verið frestað til næsta árs, þar sem ýmsar merkar ritgerðir, er fara eiga í heftið, eru ekki fullgerðar. Ásgeir Jónsson frá Gottorp hefur skrifað „Samskipti manns og hests“, sem kemur út innan skamms. Af erlendu efni má fyrst nefna „Færeyskar sagnir og ævintýri", sem þau Pálmi Hannesson og Theodóra Thoroddsen hafa þýtt. Tvær skáldsögur koma út þýd.d- ar, „Sönn ást og login“ eftir Fritz Thorén, og „Hreimur fossins hljóðnar" eftir 'Richard Thomsen. Þá gefur Norðri út hinar frægu sögur Múnchhausens baróns, og er það fyrsta heildarútgáfa á þeim á íslenzku með frægustu myndum, sem gerðar hafa verið við þetta heimsfræga verk. Höf- undurinn er G. A. Búrger, mynd- irnar eftir Gustave Doré, en þýð- inguna hefur gert Ingvar Brynj- ólfsson. Enn hefur Norðri gefið út á þessu ári allmargar barna- og unglingabækur, bæði íslenzkar og erlendar. Meðal hinna inn- lendu eru „Riddararnir sjö“ eftir Kára Tryggvason, og „Hvað viltu mér?“ eftir Hugrúnu. Meðal er- lendu bókanna eru margar um persónur, sem lesendur hér kann ast við af fyrri bókum, svo sem um Hildu á Hóli, Petru, Beverlay Gray og Benna. „Sögubókin“ nefnist safn af gömlum barnasög- um, sem Gunnar Guðmundsson hefur tekið saman, en Halldór Pétursson teiknað myndir í það. Söngskemmtun Ingibjargar Steingrímsdóttur Ingibjörg Steingrímsdóttir héð- an frá Akureyri hélt söng- skemmtun í Gamla bíó í Rvík fimmtudagskvöldið 8. þ. mán. með aðstoð V. Urbancic. — Á söngskránni voru ýmis sönglög eftir innlenda og útlenda höf- unda. Var söngkonunni vel fagn- að, enda bárust henni margir blómvendir, og hún varð að syngja nokkur aukalög. Reykja- víkurblöðin hafa birt vinsamlega og lofsamlega dóma um söng hennar. Ingibjörg Steingrímsdóttir, sem má vera okkur Akureyringum að ■góðu kunn, m. a. fyrir starf hennar í Kantötukór Akureyrar, hefur að undanförnu stundað söngnám erlendis — aðallega í Kaupmannahöfn, í Kgl. tónlist- arskó.lanum þar, undir hand- leiðslu frú Dóru Sigurðsson. — Hún mun í vetur kenna söng í tónlistarskólanum hér. Á þriðjudagskvöldið gefst bæj- arbúum kostur á að hlusta á ung- frú Ingibjörgu, sem heldur nú í fyrsta sinn sjálfstæða söng- skemmtun hér. Mun V. Urbancic koma hingað til bæjarins til þess að aðstoða hana. Er gott til þess að vita, að bær- inn skuli fá að njóta krafta þess- arar menntuðu söngkonu, og vonandi taka bæjarbúar vel á móti henni, þegar hún efnir til fyrstu söngskemmtunarinnar í heimabæ sínum. Bæjarstjórn kýs „smáíbúðanefnd44 Samkvæmt tillögu Tryggva Jónatanssonar, byggingafulltx'úa, hefur bæjarstjói-n Akureyrar kosið þi-iggja manna nefnd með byggingafulltrúa og bæjarverk- fræðingi til að gera tillögur um staðsetningu smáíbúðahvei’fis í bænum og á hvei-n hátt hægt sé af hálfu bæjai'ins að auðvelda mönnum að koma slíkum íbúðum upp sem ódýrustum. Nefnd þessa skipa: Tryggvi Sæmundsson, múrai-ameistari, Stefán Reykja- lín, húsasmíðameistari og Karl Friði'iksson, brúai'smíðameistari. Afmælisgrein um Jón St. Mel- stað sjötugan bíSur næsta blaðs sökum þrengsla. Frá Ðýraverndimarfélagi Akureyrar: Orðrómur um sveífu afsiáfiar- hrossa ekki á rökum reistur Fyrir nokkru barst Dýraverndunarfélagi Akureyrar kvörtun uiu það, að afsláttarhross, sem geymd eru í girðingarhólfum úti í Kækl- ixigahlíð, hefðu svo léíega haga, að þau mundu svelta. Stjórn félagsins hefur nú kynnt sér, af eigin sjón, hvað hæft er í þessu. Kom í ljós, að umkvört- unin er ekki á rökum reist. Menn þeir, sem sjá um rekstur hrossanna og slátrun, hafa þarna yfir að ráða fjórum gii'ðingar- hólfum allstórum. Hafa þrjú þeirra verið tekin í notkun, en eitt er ósnert, — haft til vai’a, ef jöi’ð fi-ysi og snjó legði, svo að haga þryti í hinum. Hrossin eru flest spikuð og vh’tust vel kviðuð. Þarna er um að ræða misskiln- ing, er sennilega stafar af því, að fólk, sem fer um þjóðveginn, sér hrossin standa við girðingu þá, sem meðfram honum liggur, en þar þrýtur haga auðvitað fyrst. En hrossin standa ekki við gix’ð- inguna, vegna þess að þau séu soltin, heldur fremur af því, að þau þrá frelsið og heimahagana. Þá er rétt að geta þess, að fol- öld þau, sem tekin eru frá mæðr- um sínum og ætluð til slátrunar, eru flutt á bílum alla leið að slát- ui’stað og lógað næsta dag, eða svo fljótt, sem auðið er. Anna á Naustum, elzti íbúi Akureyrar, látin Nýlátin er hér í bæ Anna Sig- ríður Jónsdóttir á Naustum, elzti íbúi bæjarins. Hún var fædd 27. maí 1850 að Hesjuvöllum í Krækl ingahlíð. — Rúmlæg var Anna heitin aðeins nokki-a síðustu dag- ana fyrir andlát sitt. YMISLEGT FRA BÆJARSTJORN STEFÁN TRYGGVASON, Hafnai’sti’æti 95, hefur fengið leyfi bæjarstjórnar til þess að reka sælgætis- og veitingasölu í Hafnar- stræti 195, þar sem áður var „Matbaiinn". — Ei’fingjar Árna heitins Jóhannssonar aðalgjaldkei’a, hafa boðið bænum húseignina Þing- vallasrtæti 1 til kaups. Húsið stendur á eignarlóð og þarf að hverfa vegna skipulags bæjarins. Kaupvei’ð sé 150 þús. kr. Bæjan’áð hefur frestað ákvörðún í málinu. -----o---- ÞRÍR MENN til viðbótar fyi’rtöldum 13 hafa fengið 15 þús. kr. lán úr byggingalánasjóði bæjai’ins: Rögnvaldur Árnason, Georg Karls- son og Sverrir Georgsson. — Bæjai-stjórn hefur, að tillögu bygg- ingafullti-úa, kosið þriggja manna nefnd til þess að athuga á hvern hátt væri hægt að létta undir með mönnum við byggingu smáíbúða. — Onnur nefnd á að ræða við KEA og Útgerðarfélag Akureyringa um möguleika á stofnun hi’aðfi’ystihúss. -----o---- RAFVEITAN hyggst byggja nýjar spennubreytistöðvar við Odd- eyrargötu 22, við Helgamagrastræti, Munkaþverárstræti og Þór- unnarstræti. — Kristján Kristjánsson, forstjóri BSA, hefur fengið leyfi bygginganefndar til að gei-a viðbyggingu noi’ðan við núver- andi BSA-vei’kstæði við Strandgötu. — Bifreiðaverkstæðið Þói-s- hamar hefur fengið leyfi bygginganefndar að endurbyggja verk- stæðishúsið á Glerárareyrum, sem brann 25. f. m. Er ætlunin að nota veggi gömlu byggingarinnar að svo miklu leyti sem hægt er. -----o---- KROSSANESVERKSMIÐJUSTJÓRN hefur fengið heimild bæj- arStjórnar til þess að ábyrgjast 250 þús. kr. lán fyrir Valtý Þorsteins- son útgerðarmann, til kaupa á vél í m.s. Akraborg. Heimildin er því skilyrði bundin, að skipið leggi upp síld í Ki’ossanesi meðan ábyrgð- in varir, og þó ekki skemur en 3 ár, og auk þess verði sett trygging, sem vei'ksmiðjustjórnin tekur gilda. Sala áfengra drykkja frá Afengisverzlun rikisins 1. janúar—31. águst 1919—1951: Sterkir drykkir Heit vín Borðvín Afengismagn Söluverð flöskur flöskur flöskur lítrar 100% kr. 1949 ....... 423.305 67.068 16.691 136.067 36.877.47-1.00 1950 ....... 442.042 67.732 14.014 139.729 40.887.562.00 1951 ....... 410.935 56.281 16.523 130.028 42.304.140.00 Tilkynning frá áfengismálaráðunaut ríkisins eltir heimildum frá Afengisverzlun ríkisins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.