Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 2

Dagur - 19.12.1951, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 19. desember 1951 Stefán Baldvin Kristinsson prep. hon. MINNINGARORÐ Hann andaðist að heimili dótt- ur sinnar og tengdasonar í Rvík hinn 7. þ. m. 81 árs að aldri, f. að Yztabæ í Hrísey 9. des. 1870. Hér verður ekki færður í letur æfiannáll sr. Stefán B. Kristins- sonar. Það verður án efa gert rækilega af öðrum en mér. En mig langar til að leggja lítið laufblað í þann heiðurskrans, er honum ber, og margi rmunu vilja flétta honum nú, þegar hann er allui'. Eg minnist þess frá æskudög- um mínum, hve mikið orð fór af gáfum og námsdugnaði hins unga Hríseyings, oftast efstur í sínum bekk og brautskráður með ágæt- iseinkunn.- Og því var þá venju- lega bætt við, að hann kynni líka að taka til hendinni. væri víking- ur til vinnu og ágætur sjómaður. Enda alinn upp við sjó og á sjó, og því mikill unnandi sjómanna og sjómennsku alla ævi. Það ræður því að líkum, að okkur unga fólkinu í Svarfaðar- dal varð nokkuð starsýnt á þennan rösklega og glæsilega guðfræðing, sem sótti um að ger- ast prestur að Völlum sumarið 1901. Þar var hann þá líka kosinn prestur og þangað vígður 22. sept. það ár, og því brauði þjónaði hann alla sína löngu starfsæfi, í full 40 ár .— Og þar var hann borinn til grafar í gær. — En hann flutti ekki einn að Völlum 1901. Hann hafði kvænst 30. júní 1899 afbragðs konu, Solveigu Pétursdóttur Eggerz, sem lifir mann sinn, enda nál. 6 árum yngri. Þess varð brátt vart, er hin ungu prestshjón voru setzt að á Völlum, að þar voru engir miðl- ungsmenn á ferð. Þau fluttu með sér fjör og framtak og heilbrigða lífsgleði á hinn fornfræga stað. Unga fólkið laðaðist að þeim, og kirkjurnar voru þétt setnar og messur á hverjum helgum degi. Presturinn þótti ágætur ræðu- maður. Ræðui' hans voru þrungnar af lífi og hjartahita hins tilfinningaríka og gáfaða manns. Sumar þeirra munu aldrei úr minni líða þeim, sem þá voru ungir og opnir. Þangað var alltaf eitthvað að sækja, eitthvað hress- andi og göfgandi, eitthvað sem örvaði til íhugunar og dáða og lyfti huganum í Ijóssins og lífsins hæðir. Og það hjálpaði til að gera messurnar áhrifaríkar, hve mikið var sungið. Presturinn var söng- vinn og unni söng og skildi þýð- ingu hans í kirkju og kristnilífi. Söngurinn í Vallakirkju var á þessum árum og lengi fram eftir bæði mikill og almennur. Bróðir sr. Stefáns, Tryggvi, ágætur org- anleikari og söngstjóri, flutti brátt í nágrennið, og varð líf og sál í sönglífi Svarfdælinga um jfjölda ára. Og þess nutu kirkj- j urnar fyrst og fremst. Þá var svarfdælsk æska syngjandi æska. Og á samkomum hennar flutti presturinn oft snjallar og hvetj- andi ræður. Þá fór leiftrandi fjör og framtak um hina fögru sveit. Og svo var það heimilið á Völl- um. Þar réð hin unga prestskona í'íkjum, mikil glæsikona, gáfuð og glaðvær. Hún var úrvals kona, víkingur að dugnaði og manni sínum samhent í öllu. Heimilið varð strax mannmargt og um- svifamikið, og gestrisninni þar og greiðvikninni mun enginn gleyma, sem’kynntist því heim- ili. En líklega munu þó engir hafa 'þetur fundið hjálpsemina og hjartahlýjuna . á Völlum, en fá- tæku lconurnar Priágrenninu. — Mörgum- var- frú Solveig hjálp- söm og ráðholl, en engum frem- ur en þeim. Og hún rétti líka hinum ungu örvandi og hjálpandi hönd; Vel man eg það, er eg hljóp yfir að Völlum veturinn 1903 með Geirsbók, til þess að fá ofurlitla tilsögn í ensku hjá frú Solveigu. Aldrei hafði hún svo mikið að gera, að hún gæti ekki sinnt mér. Og margir fóru slíkar ferðir á þeim árum, sjálfsagt flestir án þess að greiða eyri fyrir. Má nærri geta, hvílík stoð og stytta slík kona var prestinum og sálusorgaranum á Völlum, enda mat hann hana líka ákaflega mikils, sem verðugt var. Og alla ævi reyndist hún manni sínum hinri ástríkasti lífsförunautur, og ekki sízt þá er heilsa hans og kraftar fóru þverrandi. Búskapurinn á Völlum var alla tíð rekinn með miklum myndarbrag. Þegar í upphafi veru sinnar þar reisti prestur stórt og vandað íbúðarhús, eftir því sem þá gerðist. Og smátt og smátt Voru þll útihús endurbætt eða reist frá grunni. Túnið stækkaði stórum og varð allt sléttað. Og yfirleitt má segja með sanni, að 'sr. Stefán stórbætti jörðina á alla lund, og mun hún lengi bera hans minjar. Það var ánægjulegt að starfa með prestshjónunum á Völlum og fyrir þau. Eg á margar ógleyrn anlegar endurminningar fi'á því samstarfi: Þau tvö sumur, sem eg var hjá þeim verkstjóri við heyskapinn, eru einhver hin ógleymanlegustu í fjársjóði end- urminninganna. Þetta voru sum- urin 1909 og ’IO, meðan hjónin voru enn á bezta aldri. Þau höfðu óblandna ánægju af því að sjá vel unriRðv sjá ‘fóik keppast við verk, setja sér fyrir og ná marki. Og sjá það svo skemmta sér af lífi og sál. Það var þeim lífs- nautn að sjá menn glaða og reifa, enda var serri gneistaði lífsfjör og lífsorka af þéssu mannmarga og glæsilega heiníili. Þá skal þess minnzt nú, með verðskulduðu þakklæti, hvílíkan stuðning presturinn á Völlum og kona hans veittu. viðleitni minni til þess að koma á fót unglinga- skóla í Svarfaðardaj á árunum 1910 til ’12. Þá tóku þau beztu stofurta sína, gestasfofuna, fluttu burtu hþsgögnin, og leyfðu að sett væru þar upp fátækleg borð og bekkif til skólahalds og stofan fyllt af ungu fólki á ærslaaldri. Sýnii' þetta máske einna gleggst hvílíkan hug presturinn á Völl- um bar til ■svarfdælskrar æsku, og hverju hann og kona hans vildu fórna til þess að reynt væri að greiða henni veg tíl þroska og menningar. Síra Stefán B. Kristinsson pró- fastur er horfinn af sjónarsviðinu. Hann var mikill láns og gæfu- - Ræða f jármálaráðlierra (Framhald af 1. síðu). Að svo niiklu ley.fi sem heila brú er að finna í gagnrýni stjórnarand- stæðinga á fjánnálastjórnina, þá virðist þetta vera kjarninn: Að stjórnin skattpíni nienn að óþörfu og liafi svikizt um að af- nctna siiluskattinn, sem lagður hafi verið á til þess að standa undir greiðslu útllutningsuppbóta, enda hafi því verið heitið að afnema hann, þegar gengisbreytingin var gerð. Að ríkisstjórnin geri ekkert til þess að spara, og raunar ber;i stjórn- arandstæðingar sér það einnig í munn, þótt hikandi séu, að stjórn- in standi lyrir því að þenja út ríkis- báknið. 1 framhaldi af þessu halda stjórn- arandstæðingar þvi^svo fram, að hægt sé að afnema söluskattinn, enda geri það ekki nóukið til, þótt nokkur greiðsluhalli yrði á ríkisbú- skapnum. Eg mun nú fara nokkr- um orðurn um þessa gagnrýni. Söluskatturinn. Söluskatturinn var að vísu lagður á í því skyni að standa undir dýr- tíðargreiðslum, en því fór svo fjarri, að sú yrði niðurstaðan í tíð fyrrver- andi stjórnar, að tugmilljóna halli varð á ríkisbúskapnum, þrátt fyrir söluskattinn, og voru því útflutn- ingsuppbæturnar að mjög verulegu leyti greiddar þá með stórfelldri lausaskuldasöfnun í Landsbankan- um. Það var alveg augljóst mál vet- urinn 1950, að ekki var hægt að af- nema söluskattinn, ef tryggja átti greiðsluhallalausan ríkisbúskap. — Þessu marglýsti ég yfir, undir eins og ég tók við starfi því, sem ég nú hefi nteð liöndum, og var ekki í því sambandi farið aftan að neinum. Eg mótmæli því þessum ásökunum stjórnarandstæðinga sem algerlega tilhæiulausum. Ríkisstjórriin hefir ekki farið aftan að neinum í þcssu eíni, og engin loforð svikið. Þvert á móti alltaf lagt áherzlu á, að án söluskattsins yrði ekki hægt að reka hallalausan ríkisbúskap, og það sama gildir enn, svo sem ég kem að síðar. Er skattalækkun möguleg? Þá er það sú gagnrýni, að reynsl- an sýni, að hægt hefði verið að lækka skattana. Tekjur ársins í ar fara mjög veru- lega fram úr áætlun af tveimur á- stæðum. Annars vegar sökum þess, að verðlag erlendis hefir farið mjög hækkandi. Það var ekki vitað, þegar tekjuáætlunin var gerð, að svo mundi fara, en af þessu hefir ekki orðið neinn verulegur hreinn á- vinningur fyrir ríkissjóð, sökunt þess, að einmitt þessar verðhækk- anir og kauphækkanir, er af þeim leiddu, hafa aukið ríkisútgjöldin mjög mikið. A hinn bóginn hafa ríkistekjurnar farið allverulega fram úr áætlun vegna óvenjulega mikils innflutnings. Sú aukning er afleiðing aukaframlags frá Greiðslu bandalagi Evrópu, til að standa undir birgðasöfnun. maður. Hann var ágætum hæfi- leikum gæddur, naut langrar æfi, heill og hamingjusamur, við göfug og göfgandi störf, virtur og vel metinn af öllum, manna bezt kvæntur og lætur eftir sig ágæta syni og dætur. Og hann átti um hálfraraldar skeið eitt hið mesta rausnar og menningar- heimili sem lét margt og mikið gott af sér leiða. Hann var maður gróandans á landi og í lundu, presturinn og bóndinn, vafalust mesti jarðræktarmaður, sem sét- ið hefir Valla-stað frá öndverðu, og í hópi hinna beztu kenni- manna vorra, bæði fyrr og síðar. Blessuð sé minning þessa ágæta vinar míns og frænda. Snorri Sigfússon. Þessum tekjuauka af birgðasöfn- un var ekki hægt að gera ráð fyrir þegar fjárlögin voru samin, enda engin ráðdeild eða neitt vit í því að ætla slíkan tekjuauka til venju- legra eyðsluútgjalda. Vegna þess, hvernig á þessum málum heiir verið haldið, hefir rík- issjóður nii rétt nokkuð við fjárhag sinn og getur nti varið nokkru fc til stuðnings byggingum og rækt- unarframkvæmdum eða til skulda- greiðslu. Viija menn ekki gera sér það ó- mak að hugleiða, hvernig ástandið væri nú í fjármálum ríkisins og í byggirigar- og ræktunarmálunun), ef farið hefði verið í fyrra að ráð- um stjórnarandstæðinga og sölu- skatturinn afnuminn. Það er nú komið í ljós, að afleiðing þess hefði orðið stórfelldur greiðsfuhalli hjá ríkissjóði, þar sem söluskatttekjur nema mörgum milljónatugum meira en greiðsluafgangurinn. Kem eg að því í lok þessa máls, hver búhnykkur alþýðu þessa lands yrði að greiðsluhallapólitík stjórn- arandstæðinga. Sparnaðarhjal stjórnarandstæðinga. Þá eru það ríkisútgjöldin og sparnaðurinn. Það er nú sér á parti, liversu hlá- lega það lætur í eyrum kunnugra, að íulltrúar stjórnarandstöðuflokk- anna skuli yfirleitt tala um sparnað og um rikisbáknið í þeim tón, sem þeir gera. Þetta er furðufeg ó- skammfeilni, þegar þess er gætt, að liáðir þessir flokkar hafa ætíð verið fylgjandi öllum vexti í ríkisbákn- inn, sem teknar hafa verið ákvarð- anir um, og þó aldrei fengið því ráðið að þenja ríkisbáknið svo út, sem þeir vildu.... Sparnaðarráðstafanir núverandi stjórnar. Mun ég víkja að þessu nokkru nánar, og kemur þá fyrst til álita: Hefir núverandi ríkisstjórn gert ráðstafanir til sparnaðar? Til svars við þessari spurningu vil ég nefna nokkur dæmi. Núverandi ríkis- stjórn hefir lækkað grunnlauna- uppbætur starfsmanna frá því sem þær voru, lengt starfstíma á opin- berum skrifstoium , leitazt við að draga úr eftirvinnu, lagt niður milli 60 og 70 embætti og störf og lagt niður ýmiss konar taprekstur, sem áður var uppi haldið á kostnað rík- isins. Þetta eru nokkur dæmi, en ekki tæmandi upptalning á því, sem gert hefir verið til aukinnar ráðdeildar í ríkisbúskapnum. Beinn sparnaður af þessum og öðrum ráð- stöl'unum ríkisstjórnarinnar nemur milli 10 og 20 millj. kr. á ári, en erfitt að áætla þar tim nákvæmlega. Fróðíegt er að athuga, hvernig stjórnarandstæðingar liafa tekið sumum af þessum ráðstöfunum. Þegar vinnutími i opinberri starf- rækslu var lengdur uni hálfa klst. á dag, reyndu kommúnistar al öll- um mætti að koma því til leiðar, að opinberir starfsmenn gerðu ólög- legt verkfall, til þess að mótmæla þessari breytingu, og undir það tóku a. m. k. sunrir í Alþýðuflokkn- um. Þó opinberir starfsmenn hefðu þessar ráðagerðir þeirra að engu, þá sýndi þetta glöggt afstöðu nú- verandi stjórnarandstæðinga í sparnaðarmálum. .. . Hvaða þjónustu vilja menn sleppa/ Sparnaðartal stjórnarandstæðing- anna hér hefir ekki mikið gildi. Helzt þá það, að tækifæri gefst til þess að benda mönnuni á það einu sinni enn, að eigi að framkvæma lækkun á ríkisútgjöldunum, þannig að verulegu muni eða stefnuhvörf- uin valdi, þá er það ekki liægt, neina með því að gerbreyta um af- skipti ríkisins af málefnum lands- manna. Það er ekki mögulegt nema með því að leggja niður margs kon- ar þjónustu, sem menn hafa á und- ariförnum árum gert kröfur um að ríkið tæki að sér. Þáð er sjálfsagt að liálda áfrám allri viðleitni til sparnaðar og það þarf sífellt að gera nýjar og nýjar sóknarlotur, til þcss að reyna að finna leiðir til að draga úr þeim beina kostnaði og koma í veg fyrir útþenslu. Það er líka geysilegt verk, sem í því liggur að korna i veg fyrir slíkt. En þess konar ráðstafanir, þótt góðar séu, leysa ekki þennan vanda. Það er ekkert annað en gaspur eitt, að hægt sé með sparnaði á beinum rekstrarkostnaði ríkisins að lækka ríkisútgjöldin Jiannig, að á Jrví verði byggðar skatta- og tollalækk- anir, nema menn eigi ]iá við stór- fellda launalækkun opinberra starfs manna, en hvernig ætti Jiað að standast, að setja þeim laun í al- geru ósamræmi við önnur laun í landinu? Það er fullkomið ábyrgð- arleysi að lialda því fram, að mögu- legt sé að halda uppi svipaðri þjón- ustu í dóms- og lögreglumálum, kirkju- og kennslumálum, sam- göngumálum, tryggingamálum, heil brigðismálum, málefrium atvinnu- veganna, ásamt stórfelldum verk- legum framkvæmdum, eins og nú cr gert, og lækka um leið verulega skattabyrðina á þjóðinni. Sllkt er ekki framkvæmanlegt.... Greiðsluhallasteína stjórnarandstæðinga. Hver mundi svo verða afleiðing- in af greiðsluhallapólitík stjórnar- andstæðinga? Menn högnuðust eitt- livað í bili á afnámi söluskattsins," — þeir, sem hafa fastar tekjur. En ekki yrði Adam lengi í Paradís. Rikissjóður kæmist í algert f járjnot. Það yrði að stöðva verklegar fram- kvæmdir og það þýddi stórfellt at- vinnuleysi. Mótvirðissjóður frysi inni. Af því leiddi enn frekari stöðvun framkvæmda og enn stór- felldara atvinnuleysi. En Jiað væri liægt að lialda öllu í gangi með skuldasöfnun í Landsbankanum, segja kommúnistar. Eg veit ekki, hvort fleiri þora að segja jiað, en Jieir tala þó eins og Jieir meini Jiað. En liver yrði aíleiðing þess, ef það yrði reynt? Við eigum enga gjald- eyrisvarasjóði til þess að standa á móti haliaútlánum bankanna og lánsþol bankanna er spennt til hins ýtrasta, Jiannig að afkoman út á við má ekki tæpara standa. Vrði safnað lausaskuldum á ný til Jiess að halda uppi opinberum verkleg- um framkvæindum í hallarekstri, — þá þýddi Jiað stórfelldan lánssam- drátt hjá bönkunum til atvinnu- veganna, samdrátt fyrirtækja og gífurlegt atvinnuleysi. Afstaða þeirra manna, sem nú berjast lyrir Jiví að afnema nauð- synlega tekjustofna ríkissjóðs, eins og nú standa sakir — me.ð þau fals- r-ök á viirunum, að það sé gert lil hagsbóta fyrir alþýðu landsins — er fjandsamleg hagsmunum aljiýðu- stéttanna til sjávar og sveita og mundi Jiýða stórfellt atvinnuleysi og örbirgð þeirra, sem ekki hafa föst störf og sitt á þurru. Mundu Jieir fastlaunuðu Jió ekki lengi græða á Jiessari pólitík, Jiótt sölu- skatturinn yrði afnuminn í bili, Jiar sem afleiðing hallastefnunnar og hrunstefnunnar mundi fljótlega segja til sín i nýjum og Jiungum búsifjum fyrir þá, — eða halda menn, að það mundi ekki segja til sín áður en langt um liði í nýjum, inargföldum kvöðum, ef stefnt er lil stórfellds samdráttar fram- kvæmda og atvinnuleysis eða til fullkominnar lánasveltu atvinnu- veganria, sem eirinig Jiýðir atvinnu- leysi. minnkandi framleiðslu en aukna fátækt... .

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.