Dagur - 06.02.1952, Blaðsíða 1
Kaupsýslu- og iðnaSarmenn!
Fleiri Akureyringar og Ey-
firðingar lesa auglýsingar
i Degi en í nokkru öðju
blaði.
FergUson dráttarvél — 25 þús.
kr. virði, er meðal vinninga í
blaðahappdrætti Framsóknar-
manna. Dregið 1. marz.
XXXV. árg.
Akureyri, miðxikudagian 6. febrúar 1952
6. tbl.
Virðuleg útför forseta íslands síðastliðinn laugardag
1 Eo bærinn verður að koma upp fastri bruna'
vörzlu, nýjum brunasíma og fleiri endurbótum
Útför forseta íslands, herra Sveins Bjömssonar, var gerð sl. laugardag í Reykjavík. Myndirnar að ofan
eru frá þeirri athöfn. Efri myndin: Líkfylgdin frá Bessastöðum ekur um Lækjargötu á leið til þing-
lnissins. Neðri myndin: Kista forsetans borin úr þinghúsinu af form. stærstu félagasamtaka landsins.
Brunabótafélag fslands hefur
nú Ioksins sent bæjarstjórninni
hér tilboð um lækkun iðgjalda af
skyldutryggingum húseigna í
bænum og staðfestir tilboðið það,
sem áður er skrifað um þessi mál
hér í blaðinu: Iðgjöldin geta
lækkað um á annað hundrað þús.
krónur á ári, jafnvel þótt ekki sé
Unnt að bjóða tryggingarnar út á
frjálsum markaði, sem væri eðli-
legasta skipan málanna.
Bréf félagsms.
í bréfi félagsins til bæjarstjórn-
ar, dags. 26. jan. sl., er greint frá
athugunum, er félagið hefir látið
gera á brunamálum bæjarins í
samráði við norska trygginga-
félagið Stroebrand og sérfræðinga
þess. í bréfinu býðst Brunabóta-
félagið til að skipta bænum í 2
áhættusvæði og lækka iðgjöldin
verulega frá því, sem nú er, en
setur allmörg skilyrði um auknar
brunavarnir. Áhættusvæði I tak-
markast þannig: Frá Hafnar-
stræti 82 (timburhús KEA) út
Hafnarstræti að Kaupvangstorgi,
þaðan vestur brekkuna, sunnan
verzlunarhúss KEA að Oddeyr-
argötu og síðan frá Oddeyrargötu
eftir Gránufélagsgötu til sjávar á
Oddeyrartanga. Iðgjöld á þessu
svæði verða skv., tilboðinu: I. fl.
0.8&,, II. fl. 2,0%o, HI. fl. 3,5%c og
IV. fl. 5,0%c. II. áhættusvæði er
utan þessara takmarka og eru ið-
gjöld þar þessi: I. fl. 0,7%c, II. fl.
1,75%C, III. fl. 3,0%o og IV. fl. 4,4%0.
120 þús. kr. lækkun.
Fullkomnum brunasíma verði
komið upp, sem fyrr segir. Nýr
slökkvibíll keyptur, með 500 ltr.
vatnsgeymi og dælu, er dælt geti
1000 ltr. á mín. Utveguð verði
ýmis brunavarnatæki til viðbót-
ar þeim, sem fyrir eru og gömul
endurbætt skv. nánari skilgrein-
ingu. Brunavamaeftirlitið áætlar
stofnkostnað við þetta a. m. k.
500 þús. kr. Auk þess verði tals-
verður árlegur reksturskostnað-
ur, t. d. við brunasíma. Á móti
kemur svo lækkun iðgjaldanna,
sem fyrr er greint, og tvímæla-
laust aukið öryggi borgaranna,
sem verður eigi metið til fjár.
Líklegt að tilboðinu verði tekið.
Líklegt má telja, að bæjarstjórn
taki þessu tilboði, því að það má
telja hagkvæmt þegar á allt er
litið og tvímælalaust er það til
hagsbóta fyrir vátryggjendur og
bæjarmenn, þótt það þýði aukin
útgjöld bæjarsjóðs. Hefði félagið
gjarnan mátt vera fyrr á ferð
með þetta tilboð sitt, að létta
þungum skatti af bæjarmönnum.
Hins vegar er samþykkt og fram-
kvæmd tilboðs þessa ekki nein
framtíðarlausn á skipan trygg-
ingamálanna. Fullt frelsi í trygg-
ingamálum er krafa tímanna. —
Einokunaraðstaða eins félags,
vernduð með úreltum lagabók-
staf, þarf að hverfa. — Vonandi
verður tilboð þetta ekki til þess
að loka augum bæjax-stjórnar eða
annarra fyrir nauðsyn þess, að
halda áfram að vinna að þeirri
sjálfsögðu leiðréttingu.
Brunabótafélagið gerir loksins
tilboð um 120 þúsund króna
iðgjaldalækkun hér í bæ
Félagsráðsfundur KEA síðastliðinn föstudag:
Yeruleg aukning verzlunar á síðastliðnu ári
KEA-hyggst að byggja kartöflugeymslu á Akur-
eyri, útibú í Glerárþorpi og fullgera
verzlunarliús i Daivik
Hinn árlegi félagsráðsfundur
Kaupfélags Eyfirðinga var hald-
inn sl. föstudag og sóttu hann
fulltrúar félagsdeiklanna, stjórn
félagsins og ýmsir síarfsmenn. —
Á fundi þessum, sem jafnan er
haldinn í ársbyrjun, fá fulltrúar
bráðabirgðayfirlit um rekstur og
hag KEA á liðnu ári,
Aukin verzlun og framleiðsla.
í skýrslu sinni rakti Jakob Frí-
mannsson framkvæmdastj. nokk-
uð áhrif hins aukna verzlunar-
frelsis. Innflutningur jókst mjög
svo og verzlunin talsvert, en það
kom á daginn, sem margir spáðu,
að hin mikla eftirspurn hjaðnaði
fljótt, þegar fólk gat fengið vörur
að vild og án takmarkana. Yfir-
leitt mun hafa verið búizt við
meiri sölu en raun varð á og
vörubirgðir í landinu jukust stór-
lega ao verðmæti. Á þetta og við
um verzlun félag'm-. Birgðir
voru miklar, þrátt fyrir .t-H-'^rt
aukna verzlun á árinu, og bví
nokkur rekstrarfjárskortur í bili,
sem rætast mun þó úr á bessu ári,
jafnótt og vörubirgððir seljast.
Framleiðsla verksmiðja félags-
ins hélzt vel í'horfi og jókst tals-
vert sums staðar, t. d. í smjörlík-
isgerð, sem nýtur nú hinna nýju,
fullkomnu véla og þess, að hrá-
efniskaup eru frjáls. Hafa vörur
verksmiðjúnnar þótt skara fram
úr.
Landbúnaðarvörur.
Á slóturhúsi félagsins var að-.
eins slátrað 5313 kindum, kjöt-
þunginn alls 86.652 kg. Mjólkur-
samlagið veitti móttöku 7.483.260
Itr. mjólkur og greiddi fyrir kr.j
11.168.663.16. — Mjólkurmagnið
minnkaði um 2.35%. Neyzlumjólk
varð 31% af heildarmagninu, en
til vinnslu fór 69%.
Sjávarafurðir.
Vinnsla hrað&ystihúwnna var
með meira móti, eða 687 lestir út-
flutningsfiskur. Saltfiskur 1.992
skpd. Lýsi 751 fat. Flskimjöls-
vinnslan á Dalvík varð 223 tohn
(Framhald á 8. síðu).
I bréfi félagsins er lækkun
þessi til vátryggjenda áætluð 120
þús. kr. á ári. Félagið býðst til
þess að beita sér fyrir tilsvarandi
lausafjáriðgjaldalækkun. Þá býð-
ur félagið fram lán til endurbóta
á brunavarnakerfi bæjarins, til
20 ára með 5% vöxtum, þannig:
til brunasíma 200 þús. kr., til
kaupa á nýjum slökkvibíl 150
þús. og til slökkvistöðvarbygg-
ingar 150 þús.
Gjaldahiiðin.
Á gjaldahlið þessa tilboðs, er
krafa félagsins um brunavörzlu
og aukningu brunavarnakerfis-
ins, er kostar allmikið í stofn-
kostnaði og árlegum rekstri, og
samkv. álitsgerð brunavarnaeft-
ii'lits ríkisins er þetta lágmarlt:
Slökkvilið skipi 6 manna fast
varðlið, slökkviliðsstjóri, vara-
slökkviliðsstjóri og 4 fastir stöðv-
arverðir. Þessir menn séu allir
fastráðnir. Auk þeirra sé 40
manna aðstoðarlið, sem kvatt er
út til æfinga og til eldvarna.
Slökkviliðsstjóri skal vera verk-
fræðingur, en varaslökkviliðs-
stjóri úr iðnaðarstétt. Stöðvar-
verðir eiga að gegna varðstöðu á
slökkvistöðinni, ásamt vara-
slökkviliðsstj óra.
Glerárþorpsbúar
vilja sameiningu
við Akureyri
Laust fyrir sl. mánaðamót
var að tilmælum Glerárþorps-
búa haldinn fundur fulltrúa
þeirra og bæjarráðs Akureyr-
ar, til þesis að ræða samein-
ingu Glerárþorps og bæjarins,
en eins og kunnugt er skilur
Glerár lönd Akureyrar og
Glæsibæjarhrepps. Atkvæða-
greiðsla hafði farið fram í
þorpinu um málið. Höfðu 191
tjáð sig fylgjandi sameiningu
en 29 voru á móti. Má af þessu
sjá, að sameiningin á meiri-
hlutafylgi að fagna í Glerár-
þorpi. Bæjarráð Akurcyrar
tók enga ákvörðun í málinu,
heldur skaut því á frest til
þess að afla frekari upplýsinga
en fyrir lágu.