Dagur - 27.02.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 27.02.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 27. febrúar 1952 Þorp í álögum Saga eftir Jídia Truitt Yenni 24. DAGUR. (Framhald). Hún hafði aldrei fyrr á ævinni notað þetta orð — hafði aldrei hugsað um Jónatan á þann hátt, því að þetta orð átti raunar óvirðulegri merking í orðabók Ármótsbúa en efni stóðu til. Hún hallaði sér aftur á bak í stólinn og hvíldi hendurnar í kjöltunni. — Henni flaug í hug, að kannske hefði hún notað þetta orð einmitt af því, að merking þess var niðr- andi. Líf hennar hafði hrapað niður heila tröppfl þessa síðustu daga. Henni fannst hálft í hvoru að atburðir daganna hefðu gerzt utan og ofan við hana, þótt þeir snei’tu hana — henni var innan- brjósts eins og hún væri að lesa um örlög persóna í skáldsögu. Hún leit á Hampton og hélt svo áfram máli sínu: „Eg er í rauninni söguhetjan í sögu fröken Goodbind — kven- maðurinn sem háttaði undir hey- stakknum.“ Hann setti tebollann sinn á borðið. „Hvað í ósköpunum hef- ur eiginlega gerzt í þessum bæ? Mig hafði lengi grunað eitthvað þessu líkt að vísu. En þetta er óþolandi ástand fyrir yður. Þér verðið að komast burtu héðan með einhverjum ráðum.“ „Verð eg?“ „Já, þér verðið að fara. Komast í annað umhverfi um tíma. Kom- ið með mér til New York? Eg á stórt hús þar og bý þar nær því aleinn! Eg skal fá systur mína fijú Connecticut til þess að koma til mín og dvelja hjá okkur á með- an.“ Hún starði á hann, eins og hún tryði ekki sínum eigin eyrum. Er það sem mér heyrist, hugsaði hún, karlinn er að gera sínar hosur grænar. En þetta virtist nær óhugsandi! Hún horfði á hann undrunar- og þakklætis- augum í senn. En það fór ekki fram hjá henni, að áhugi hans fyrir henni átti sér alldjúpar rætur. Hún hafði séð svona svip á karlmanni fyrr. Svona hafði hann litið út í fram- an, maðurinn frá forngripasafn- inu, sem kom til þess að skoða silfurmuni afa gamla, já, og þessi svipur hafði líka verið á afa sjálfum. Og þannig vorum við mamma líka. Safngripir, sem rykfallnir safnarar horfa ágirnd- araugum á. Hún stóð á fætur og gekk út að glugganum og horfði út í gráan himinninn. Svona gerðust at- burðirnir í lífi hennar! Hún beið bara og gerði ekkert, en alltaf opnuðust möguleikar fyrir hana, þetta var eins og að fletta blað- síðu í skáldsögu. Nú gat hún far- ið til New York með þessum manni og byrjað á nýjum kafla í ævisögu sinni. Hún gat flúið frá öllu hér, frá Jónatan og frá Pearl. Ilann k'yrini e. t. v. að vilja gift- ast mér, hugsaði hún, því að eg cr eins og fallegur safngripur, sem mundi fara vel í húsinu hans í New York. En hvað er breytt? Hún hugs- aði um það og sá ekki svarið. Hún hugsaði um það aftur. Það hefur ekkert breytzt, nema eg sjálf. Það er svarið, hugsaði hún. En á yfirborðinu var hún líka óbreytt. Hún gat snúið sér að honum, brosað til hans sínu blíð- asta brosi og svarað: „Þakka yð- ur fyrir vingjarnlegt boð. En það er raunar alveg óþarft. Það amar ekkert að mér. Við erum hér öll í sama bátnurn,11 sagði hún, „Ár- mót er gamall bær. Fjölskyldurn- ar hér hafa ekki breytzt mikið þótt ný kynslóð hafi tekið við. Eg býst við að ekki sé framið svo afbrot, ekki gerist svo smá ástar- ævintýri eða getið barn í lausa- leik eða lítilsháttar framhjátekt, að slíkt hafi ekki verið á almanna vitorði, ekki aðeins það, sem gerzt hefur í fyrra og í ár, heldur 50 ár aftur í tímann."............ Hún horfði aftur út um glugg- ann. „Það er raunar ekkert ljótt eða hneykslanlegt við þetta. Fólk veit bara þetta og hitt. Það er allt og sumt. En þegar allsherjár safn skápur bæjarbúa var opnaður, ef svo má að orði komast, og allar beinagrindurnar hrundu út í einu, fyrii'fundust ekki margii', sem ekki áttu tilkall til a. m. k. einnar.....“ „En hvernig í ósköpunum byrjaði þetta allt? Hvernig stóð á því, að fólk fór að leita að per- sónum bókarinnar hér? Þetta er allt saman hrein fjarstæða? Handrit fröken Goodbind var fullgert löngu áður en. ...“ „Eg veit að þetta er allt fjar- stæða. Eg býst við að einhver hafi komið þessu öllu af stað með vilja.11 Hún gekk frá glugganum og settist á stól gegnt honum. „Eg veit ekki hvers vegna, en þegar einu sinni var búið að koma þessu af stað.... “ Hún lauk ekki við setninguna, sýndi honum lófana og yppti öxlum, en tók svo tií orða á ný: „Ef þér hugsið y.ður þúsund manns, og allt líf þeirra væri sem opin bók fyrir yður, já, og ekki aðeins þeirra líf, heldur og ættingja þeiri-'a i í.ú tvo til þrjá. liði —r þá munuð þér sennilega finna sam- stæðii fyi'ir hvert einasta atvik, sem'fyl'ii' kémur í bókinni. Ein- hvef kóm áuga á þetta og byrjaði. Og þannig fékk það fæturna.11 „En herra minn trúr, sér eng- inn hér að atburðir eins og þéssir gætu hafa gerzt í hverjum ein- asta smábæ á landinu?11 (Framhald). Krakkaboltar, spánskir. Járn- og glervörudeildin Mjólkursigti Vattbotnar Járn- og glervörudeildin Klemmur Járn- og glervörudeildin Vöfflujárn Járn- og glervörudeild. Kaffikvarnir Járn- og glervörudeild. Lof t vogir Járn- og glervörudeildin K1 u k k u r Járn- og glervörudeildin Klósettpappír Járn- og glervörudeildin Þjóðvinafélagsbækur 1951 eru komnar. .Indriði Helgason. UTSALA hefst á morgun, fimmtudaginn 28. febr. og stendur yfir til nk. mánudagskvölds I Afsláttur frá 6—50% verður gefinn af öllum vörum að undanskildum tóbaksvorum, smjör- líki 'og sykri. Sérstaklega mætti benda á: Margs konar búsáhöld, bolla, diska, katla, könnur, potta, pönnur, bökunarforma, hnífa og ótal margt fleira. Hreinlætisvörur, margs konar, svo sem hand- sápu, sólsápu, sandsápu, þvottalög, fægilög, ræstiduft o. fl. Sumt fyrir hálfvirði. Avaxtadósir, með miklum afslætti, sumar með 33% afslætti. Sælgæti ýmiss konar, sumt fyrir hálfvirði. Kex með miklum afstætti. Ath. Afslátturinn er miðaður við stað- greiðslu og að keypt sé fyrir minnst kr. 50.00 í einu. Heiðraðir viðskiptavinir ættu að sjá sér hag í að koma og gjöra góð kaup. Vöruhúsið h.f. Armstrong-strauvélarnar eru nú komnar Verð kr. 2095.00 Pantanir vitjist sem fyrst Iíaupfélag Eyfirðinga Véla- og varahlutadeild. !/############################################################< j Aðalfundur Skagfirðingafélagsins á Akureyri verður haldinn að Hótel Norðurland sunnu- daginn 2. marz kl. 1,30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. Félagar, fjölmennið! STJÓRNIN. KVENKJÓLAR nýkomnir Vejnaðarvörudeild Gluggat j aldaef ni þunn og þykk Vejnaðaivörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.