Dagur - 27.02.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 27.02.1952, Blaðsíða 1
Nú eru síðustu forvöð að ná í miða í happdrætti Tímans. Dregið á laugardag! Kaupsýslu- og iðnaðarmenn! Fleiri Akureyringar og Ey- firðingar lesa auglýsingar í Degi en í noldtru öðru blaði. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 27. febrúar 1952 9. tbL Öskudaguriiin - dagur Akureyrarbarnanna er í dag I dag eru öskudagurinn og honum fylgir sérkennilcgt hátíðahald Akureyrarbarna, að slá kötiinn úr tunnunni, ganga síðan um göturnar í alls konar grímubúningum og syngja fyrir gesti og gangandi. — Þessi siður mun vera kominn hingað frá Danmörk fyrir langa löngu, en mun óvíða þekkjast á íslandi nema hér. Myndimar hér að ofan eru frá öskudeginum í fyrra. T. v. ,,par“ á Akureyrargötu, í hátíða- klæðum, en myndin t. h. sýnir hver varð árangurinn, er einn hópurinn kom á afgreiðslu flugfélagsins og vildi leigja flugvél með því að ekki var hægt að fara hinn venjulega leiðangur á bíl í Kristnes! Var málinu bjargað með því að farin var skemmtiferð um PoIIinn á afgreiðslubát Flugfélags íslands. — Nauðsynlegt að efla samgöngur á sjó yfir vetnsrmánuðina og taka nýjum tökum vetrarsamgöngur yfir Vaðlaheiði Eyfirðingar og Þingeyingar eru nágrannar og héruð þeirra meðal fjölmennusto- og byggilegustu sveita Iandsins. Kaupstaðarnir Húsavík og Akureyri eru báðir í vexti. En meirihluta ársins eru lítil samskipti milli þessara bæja og héraða. Samgöngur á sjó í milli kaup- staðanna og á landi í milli hérað- anna, eru gersamlega óviðunandi og hafa alls ekki fylgt þeirri þró- un, sem orðið hefur í saingöngu- málum landsins yfirleitt. Mánaðarbið. Á þessum vetri hafa fýrirtæki hér á Akureyri, sem þurft hafa að koma vörum austur, getað komið þeim frá sér að meðaltali einu sinni í mánuði. Húsvíkingar, sem áttu erindi að rækja hér á Akureyri í janúar, máttu bíða frá 2. janúar til 29. janúar til þess að fá ferð hingað. Landpóstur flytur póst hér yfir Vaðlaheiði einu sinni í viku að jafnaði, en vöru- flutningar verða að fara fram á sjó mestan hluta ársins. Vaðla- heiði er lokuð bifreiðaumferð frá haustdögum og fram á vor eða sumar, enda þótt unnið sé að snjóruðningi á vegum fyrir stórfé í öðrum landshlutum. Þetta ástand er til mikils óhagræðis og tjóns fyrir íbúa héraðanna og kaupstaðanna og er tímabært orðið fyrir bæði héruðin að hefja sókn að því marki, að fá einangr- uniimi aflétt og koma á traustu og öruggu sambandi allt árið. — Þetta er hægt og vel framkvæm- anlegt í öllu venjulegu árferði. En til þess að koma bættu skipulagi á, þarf samstillt átak af hálfu beggja héraðanna. Vafalaust skortir ekki áhuga fyrir málinu meðal íbúanna, en forustuhlut- verk ættu bæjarstjómimar hér og í Húsavík að hafa. (Framhald á 8. síðu). Sparisjóður Akur- eyrar gefur 20 þús. til sjúkraliússins Sparisjóður Akureyrar er 20 ára um þessar mundir, stofn- aður af nokkrum áhugamöim- um í bænum upp úr Sparisjóði Norðuramtsins. — Aðalfundur sjóðsins var haldinn sl. mánu- dagskvöld og var þar sam- þykkt tillaga frá stjórninni um að sjóðurinn gæfi 20 þús. kr. til nýja sjúkrahússins. Hagur sjóðsins er góður, varasjóður rösklega hálf millj. króna. — Formaður sjóðsstjórnarinnar frá byrjun hefur verið O. C. Thorarensen Iyfsali hér í bæ. LoftÍeiðir selja flugvél til Spánar Douglasflugvél Loftleiða h.f. mun í dag leggja upp frá Reykja- vík til Madrid á Spáni og er haft fyrir satt að búið sé að selja vél- ina þangað. Er svo að sjá af þess- um tíðindum og öðrum úr heimi flugmálanna, að Loftleiðir séu að hætta öllu innanlandsflugi og kannske allri starfrækslu? Munið happdrætti Tímans, dreg- ið á laugardag. Síðustu forvöð að ná í miða. Fást á skrifstofu Dags, hjá gjaldkeri KEA og víðar hér í bæ og sveit. — Látið ekki happ úr hendi sleppa! Almenn fjársöfnnn verðnr hér í bæ um helgina og í hverjnm hreppi í sýsl- um Norðurlands á næstunni Lokasóknin í bygging unýja fjórðungssjúkrahússins hér á Akur- eyri hefst um n.k. lielgi, er gengið verður fyrir hvers manns dyr hér í bænum með tilmælum mn að menn gefi sem svarar einu dagkaupí til þessa mikla nauðsynjamáls eða að öðru leyti eftir efnum og ástæðum. Sams konar tilmæli eru og send öllum Norðlendingum, og öðrum, sem ávarpið sjá og vilja styðja málið. Verða hreppstjórum í öllum hreppum fjórðungsins sendir fjár- söfnunarlistar strax nú næstu daga og er þess vænst að þeir gerizt forgöngumenn málsins og geri heyrinkunnugt ávarpið í hreppunum og veiti því annað liðsinni. Bygginganefnd spítalans og nokkrir aðrir stuðningsmenn þessa máls skýrðu blaðamönnum hér frá þessum fyrirætlunum sl. mánu- dag og hafði Guðm. Karl Pétursson yfirlæknir orð fyrir nefndinni og greindi frá því hvar nú væri komið málum í byggingasögu spítal- ans og nokkurt átak þyrfti til að ljúka byggingunni. Birti hann þar og eftirfarandi Ávarp til Norðlencliiiga Hin nýja fjórðungssjúkrahússbygging á Akureyri er nú komin svc langt á veg, að vonir standa til þess, að hún verði tekin í notkun. seint á þessu ári. Öllum má þegar ljóst vera, hvílík nauðsyn er á, að hægt verði að flytja sjúklingana, og starfsemina fyrir þá, úr hinum gömlu, þröngu og algjörlega ófullnægjandi vistarverum í hið nýja, veglega hús, sem risið er ofar á brekkunni. En til þess að svo megi verða, vantar mikið fjármagn. — Þess vegna þarf enn nýtt og sameinað átak allra, sem geta veitt aðstoð sína, svo að vonir manna megi rætast í þessu máli. Margar veglegar og stórar fórnir hafa þegar verið færðar, bæði af einstaklingum og félögum. Er ávarpi þessu ekki beint til þeirra fyrst og ’fremst, heldur hinna, sem enn kunna að eiga eftir að koma með sinn skerf. Vér lítum svo á, að blessun fylgi því að fá tækifæri til þess að leggja stein í þá b^ggingu, sem um ár og aldir á eftir að ala önn fyrir hinum sjúku og særðu. — Þetta tækifæri er nú í höndum vorum. Hjálpin er brýn, svo að fullgera megi hið nýja sjúkrahús. — Tak- markið er, að það taki til starfa, áður en þetta ár er á enda runnið. Það tekzt, ef sérhver af oss gerir skyldu sína. Fjárhagsörðugleikar mega því ekki tefja framgang þessa aðkall- andi máls meira en orðið er. — Framlag vort fer auðvitað eftir því, sem hverjum finnst réttast, en vér bendum á, að ef hver vinnandi maður legði það af mörkum, er svaracji dagkaupi af mánaðarlaunum. sínum, myndu vonir manná ekki bregðast varðandi það, sem eftir á að vinnast, í hinni nýju byggingu. Á Akureyri mun verða efnt til almennrar fjársöfnunar sunnu- daginn 2. marz næstkomandi. Sveitarstjórnir og félög í hreppúm Norðlendingafjórðungs eru beðin að hafa forgöngu um f jársöfnun innan síns hrepps. Akureyri, 22. febrúar 1952, Guðm. Karl. Pétursson, yfirlæknir. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup. Pétur Sigurgeirsson, sóknarprestui'. Gunnar Jónsson, spítalaráðsm. —- í bygginganefnd sjúkrahússins: Steinn Steinsen. Jakob Frí- mannsson. Stefán Ág. Kristjánsson. Guðmundur Magnússon. Óskar Gíslason. — Sigurður M. Heigason, form. Alþýðufl.fél. Ak. Jóhann Frímann, form. Framsóknarfél. Ak. Karl Friðriksson, form. Sjálf- stæðisfélags Akureyrar. Sigurður Róbertsson, form. Sósíalistaflokks Akureyrar. Jón Ingimarsson, form. „Iðju“. Vigfús Þ. Jónsson, form. Iðnrekendafél. Bjarni Halldórsson, form. Starfm.fél. Akureyrar, Vigfús L. Friðriksson, form. Iðnaðarmannafél. Akureyrar. Jón Pét- ursson, form. Bílstjórafél. Akureyrar. Gísli Konráðsson, ritari Ut- gerðarmannafélags Akureyrar. Stefán Reykjalín, form. Bygginga- meistarafélags Akureyrar. Björn Jónsson, form. Vei'kamannafélags Akureyrarkaupstaðar. Tómas Björnsson, form. Verzlunarmannafél, Akureyrar. Jóhann Þorkelsson, varaform. Læknafélags Akureyrar. Jón M. Ámason, form. Vélstjórafélags Akureyrar. Þorsteinn Stef- ánsson, form. Skipstjórafélags AkurGyrar. Elísabet Eiríksdóttir, form. Verkakvenriafél. „Eining". Lórenz Halldórsson, varaform. Sjó- mannafél. AkuTeyrar. Magnús Albertsson, vai'aform. Trésm.fél. Ak. Sverrir Ragnars, formaður Vinnuveitendafélags Akureyrar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.