Dagur - 19.03.1952, Page 4
D A G U R
Miðvikudaginn 19. marz 1952
4
Lúðrasveit
Akureyrar
er stofnuð var
1894.
Frá vinstri:
Ketill Sigur-
geirsson, Júlíus
Júlínusson,
Gunnar Matt-
híasson, Magn-
ús Einarsson,
Sigtýr Jónsson,
Jón Jóhannes-
son, Páll
Magnússon.
starfsafmælís
síns um þesssr mundir
En fyrsta lúðrasveitin hér var stofnnð 1894
Ferðasaga Arthur Gook
Fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30
síðdegis heldur Lúðrasveit Akur-
eyrar hljómleika í Samkomuhúsi
bæjarins, í tilefni af 10 ára starfs-
afmæli sínu. Verður vandað til
þessara hljómleika eftir föngum,
og hefur hinn alkunni trompet-
leikari JÓN SIGURÐSSON, sem
er einn af stofnendum lúðrasveit-
arinnar, verið fenginn frá Rvík til
aðstoðar á þessúm hljómleikum.
Blaðið hefur haft tal af Finn-
boga Jónssyni, sem nú er elzti
starfandi meðlimur lúðrasveita
hér (byrjaði 1926) og spurt hann
frétta af starfseminni, og sagðist
honum svo frá:
Fyrsta lúðrasveitin, sem starf-
aði hér á Akureyri, var stofnuð
árið 1894 af Magnúsi Einarssyni,
organista, sem hafði læi't lúðra-
blástur í Kaupmannahöfn, og
kom heim með lúðra úr þeirri för.
Sú lúðrasveit starfaði svo fram
yfir aldamótin við góðan orðstír,'
en lagðist þá niður um hríð.
Árið 1907 endurvakti Magnús
svo lúðrasveitina og gaf henni
nafnið „Hekla“ og stai’faði hún
þá óslitið undir hans stjórn til
ársins 1924, en þá tók Hjalti
Espholin við til 1929, að Karl Ó.
Runólfsson réðist hingað til að
kenna henni og stjórna, og hafði
hann stjórn hennar á hendi til
ársins 1934, að hann hvarf héðan,
en þá lagðist lúðrasveitin „Hekla“
niður að fullu og öllu, vegna fjár-
skorts.
Allan þennan tíma hafði lúðra-
sveitin starfað við hin örðugustu
skilyrði, svo sem viðvarandi fjár-
skort, þar sem um lítinn og oft
engan opinberan fjárstyrk var að
xæða til starfseminnar, og urðu
því meðlimirnir sjálfir að taka á
sig miklar, fjárhagslegar byrðar,
auk allrar þeirrar feikna vinnu,
sem slíkt starf útheimtir, og
gegnir furðu, að unnt skyldi vera
að halda starfseminni uppi svo
Jengi, eins og allar aðstæður voru.
Meðlimir lúðrasveitarinnar
„Heklu“ kunnu því hins vegar
illa, að ekki skyldi vera stariandi
lúðrgsveit, og: fannst: þeir' hafa
beðið ósigur í mikilsverðu menn-
ingarmáli, "ferigu þeir "líká ótál
hvatningar frá bæjarbúum um að,
gera tilraun til að hefja.starfsem-
ina á.ný. Kom þar loks árið 1942,
að nokkrir af meðlimum lúðra-
sveitarinnar „Heklu“,' m'eð Ólaf1
Tr. Ólafsson, elzta og ötulasta
starfsmann hennar í broddi fylk-
ingar, hófust handa um stofnun'
nýrrar lúðrasveitar, sem hlaut
nafnið Lúðrasveit Akureyrar. <rr
Aðrir eldri félagar, er að þessum
samtökum stóðu, voru: Finnbogi
Jónsson, Vigfús Jónsson, Stein-
grímur Þorsteinsson og Sigtrygg-
ur Helgason. Aðrir stofnendur
hinnar nýju lúðrasveitar voru:
Jón Sigurðsson, Eiður Haralds-
son, Jakob V. Emilsson, Geir S.
Björnsson pg Egill Jónsson. —
Stjórnandi var frá upphafi Jakob
Tryggvason, og hefur hann
stjórnað lúðrasveitinni æ síðan,
að undánskildum tveim árum, er
hann var við tónlistarnám í En^-
landi, en þann tíma stjórnuuðU
þeir Áskell jónsson og Wilhelm
Lanský Otto."’
Hið.Jyrata, pem gert, var, eftir
að lúðrasveitin vai- fornilega
stofnúð, var að tryggja fjárhag-
inn, og tóksf það með aðstoð Tón-
listarfélags • Akixreyrar, sem tók
ábyrgð á fjárreiðum félagsins
meðan þess þurfti við, aðstoðaði
við útvegun hljóðfæra o. ö. Þegar
svo fjárhagurinn var kominn á
traustan grundvöll, var því sam-
bandi slitið. Nú á þessu ári nýtur
lúðrasveitin 10 þús. kr. styrks frá
Akureyrarbæ og 20 þús. kr. frá
ríkinu.
Á þessum 10 ára tíma, senx
Júðrasveitin hefur starfað, hefur
hún leikið opinberlega ókeypis
fyrir almenning' á Sauðárkróki,
Siglufirði, Ólafsfirði, Dalvík,
Hrísey, Húsavík, Ásbyrgi, Laug-
um, Vaglaskógi og víðar hér í ná-
grenninu, auk útihljómleika hér
í bænum, sem nú munu vera á
öðru hundraði, við ýmis tækifæri.
Hefur oft vea'ið erfitt að fullnægja
eftirspurn eftir hljómleikum; t. d.
við fullveldishátíðahöldin 17. júní
1944, en þá lék lúðrasveitin há-
tíðahöldin hér á Akureýri, Jyrst
fyrir skrúðgöngunni um morgun-
inn, þá við aðal-hátíðahöldin kl.
2 og loks um kvöldið kl. 11, en
auk þess lék hún v(ð hátíðahöldin
á Reistará og við sundskála Svarf
dæla.
Tvö vandamál eru örðugust
viðfangs, sem sé útvegun hljóð-
færa og að halda meðlimunum
í bænum.
Hljóðfæri þau, sem keypt voru
fyrir 10 árum síðan, voru mjög
ósamstæð og misjöfn að gæðum,
því að annað fékkst ekki á stríðs-
árunum, en eins og gefur að
skilja, er mjög erfitt að ná nauð-
synlegri blæfegurð með lélegum
hljóðfærum. Nú eru hins vegar
fáanleg góð hljóðfæri, en þau
eru svo dýr, að kaup á þeim eru
óviðráðanleg.
Þá hefur -það valdið miklum
örðugleikum, að félagarnir hafa
off neyðst til að leita sér atvinnu
annars staðar, þegar enga vinnu
hefur verið að fá hér í bænum,
og sumir horfið héðan að fullu og
öllu. Verður þá að leita að nýjum
mönnum í skarðið, og kenna þeim
og æfa þá, svo að þeir geti tekið
sæti hinna, en það tekur langan
tíma, og lúðrasveitin þá oft illa
starfhæf á meðan.
Þannig er frásögn Finnboga. —
Við hana má bæta því, að bæjar-
félagið í heild stendur í þakkar-
skuld við þá menn, sem hafa not-
að frístundir sínar til þess að
tryggja það, að hér væri starfandi
lúðrasveit. Góð lúðrasveit er
menningarleg nauðsyn i bæjar-
félaginu. Lúðrasveitin hefur sett
svipmót á gleðistundir og sorg-
arstundir á liðnum árum, án henn
ar hefði lífið hér verið snauðara
og tilbreytingarlausara. Bæjar-
menn senda þessum fámenna
áhugamannahóp árnaðaróskir á
þessum tímamótum og þakka
liðnar stundir.
(Framhald af 1. síðu).
ut, hinpar fornu höfuðborgar
heimsóttu hina kristnu Kopta
par og var það merkileg reynsla,
sagði Arthur.
í dimmustu Afríku.
Frá Egyptalandi lá leiðin til
Nairobi í Austur-Afríku. Sú borg
stendur á hálendi, loftslag er
xægilegt, þótt skammt sé til mið-
jarðarlínu. Þar skammt frá eru
villidýr í sínu náttúrlega um-
hverfi. Fá ferðamenn að aka í
bílum út í þjóðgarðinn og sjá
hin stoltu dýr í sínu „elementi“.
Þau hjónin fóru slíka ferð og
tóku myndir m. a. af ljónum. Frá
Nairobi liéldu þau lengra inn í
land, að Viktoríuvatni, á slóðir
Livingstones, inn í „dimmustu
Afríku“, sem eitt sinn var svo
nefnd, og er enn réttnefni að
vissu leyti. Dvöldu um hríð í bæj-
unum Kampola og Massaga; í
síðarnefnda bænum var gestgjafi
þeirra eini hvíti maðurinn. Þetta
var sú raunverulega Afríka! Frá
þessu slóðum flugu þau til Jó-
hannesarborgar. Frú Kristín
sagði, að sér væri sú ferð sérlega
minnisstæð, sérstaklega hvít
jökulhettan á Kilimanjarofjalli. í
Jóhannesarborg dvöldu þau um
hríð og ferðuðust um nágrennið.
Þar hittu þau íslending, unga
konu úr Reykjavík, sem þar er
gift og á fagurt heimili. Þarna
flutti Arthur m. a. erindi fyrir
600 Zúlúnegra, sem ' afplánuðu
refsingu í fangelsi og sagði hann
það hafa verið merkijega lífs-
reynslu. Frá Jóhannesarborg fóru
þau, um Pretoríu, til Höfðaborg-
ar — einhver fegursta borg, sem
maður sér — og þaðan upp í land,
sáu þá m. a. hina stórfenglegu
Viktoríufossa. Ferðuðust um
Rhodesíu og loks til Nairobi, en
þaðan var Jlogið til Bombay, með
viðkomu í Aden og Karachi í
Pakistan.
í Asíu.
Þau dvöldu um hríð í Bombay
— þar er komið á slóðir and-
stæðnanna, þar er ríkidæmi og
sárasta fátækt, menning og
ómenning. Um hálf milljón
manna á hvergi höfði sínu að
halla og sefur á götum úti. Ann-
ars sagði Arthur, að dvöl
sín í Indlandi hefði kennt sér að
meta Indverja meira en áður. Þeir
glíma hraustlega við vandamálin,
og þessi vandamál þeirra eru risa
vaxin. Frá Bombay fóru þau til
Delhi og Agra. Skoðuðu þar hina
frægu Taj Mahal grafhvelfingar.
Þar er einn af þeim fáu frægu
stöðum, sem maður hefur lesið
um og verður ekki fyrir von-
brigðum að sjá, sagði Arthur
— Eftir dvölina þar fóru þau
um Madras til Godavanhéraðs
inni í landi. Þar hófst enskt trú-
boðastarf á Indlandi og stendur
á gömlum merg. Þau voru þar á
vegum góðra vina, indverskra,
fóru síðan um Travancorehérað
og Cochin til Colombo á Ceylon
og hinnar fornu höfuðborgar
Kandy, inni í landi. Þaðan til
Singapore og um Jaktara á Java
,til Darwin í Ástralíu og til Sidn-
ey/ Þeim þótti skrítið þar að sjá
íslendinga koma aðvífandi norðan
frá Singapore í hitabeltisfötum,
því að kominn var vetur hjá
þeim. En skjólfatnaður hjónanna
hafði verið sendur á undan þeim
— þ. e. a. s. átti að yera það, en
tafðist. Ur þessu varð þó fljótlega
bætt, en A,rthur fékk kvef í
Ástralíu og kom með leifar þess
alla leið hingað út til íslands! —
Þannig eru ferðalögin orðin í ver-
öldinni í dag — í Ástralíu komu
þau víða, m ,a. til Brísbane, Mel-
bourne og Augusta inni í landi,
sáu þar innfætt fólk í sínu um-
hverfi.
Á slóðum Jörundar.
Frá meginlandinu fóru þau til
Tasmaníu og munu fáir íslend-
ingar hafa gist það land fyrr, því
að úrleiðis er það í hnattferð. —
Kannske hefur enginn komið
þangað frá íslandi síðan Jörundur
hundadagakóngur lenti þar í
fangavist á fyrri öld? Frá Ástralíu
lá leiðinu til Nýja-Sjálands. Þar
gæti eg helzt hugsað mér að búa
annars staðar en á íslandi, sagði
frú Kristín. Þar er ísland í gróð-
urríkari og mildari mynd. Þar eru
jöklar, fjöll, hverir. Þau ferðuðust
þar víða. Síðan til Fiji-eyja og
dvöldu þar í viku. Lögðu upp
þaðan til HonolúlU mlðvikudag-
inn 25. júlí sl. kl. 10 um kvöld og
komu til Honolulu sama dag um
hádegi — þ. e.,. komu þangað
möi'gum klst. Jyi'j;, en þau lögðu
af stað! — Þau græddu þarna
heilan dag á því að ferðast sífellt
í austur, lifðu tvo miðvikudaga
25. júlí! — í Honolulu er margt
fallegt að sjá, en eftirminnileg-
astur kirkjugarðurinn f Pearl
Harbor og þúsundir grafreita. —
Gefur til kynná hver ógurleg
katastrófa árás Japana var. —
Lengsta dagleið í förinni var frá
Honolulu til San Fransisco, QV2
klst. flug. í Ameríku fóru þau til
Los Angeles og Vancouver, til
Winnipeg og hittu þar marga ís-
lendinga. Arthur prédikaði þar í
kii'kjum íslendinga og hitti fjölda
þeirra. Þaðan fói u hjónin til Tor-
onto og stórborganna við vötnin
stóru og loks til New York. Þaðan
til Bennudaeyja og loks um
Azoreyjar til Lissabon og eftir
ferðalög um Portúgal til London
og komu þar 22. október sl. og
höfðu þá verið tæpt ár í hnatt-
förinni.
Kynnti ísland.
Á ferðalagi þessu heimsóttu
þau hjónin trúboðsstöðvar í þess-
um löndum og kynntust kristi-
legu starfi. Arthur hélt nær alls
staðar samkomur og flutti þar er-
indi. Kvað hann sér hafa verið
það mikla gleði, að tala við þetta
fólk, það hefði verið góðir áheyr-
endur. En auk þess flutti Arthur
fyrirlestra um ísland mjög víða,
eða á um það bil helming af
stöðum þeim, er þau heimsóttu,
og hann drap á Ísland með nokkr
um orðum í hverri ræðu. Aulc
þess talaði hann í útvai’p víða, og
við blöð. Útvarpsfyrirlestra flutti
hann m. a. í Brisbane og Sidney f
(Framhald á 9. síðu).