Dagur - 19.03.1952, Blaðsíða 9

Dagur - 19.03.1952, Blaðsíða 9
Miðvikudaginu 19. marz 1952 D A G U R ð FERDATOSKUR laryar stærðir Vöruhúsið h. f. Baráttan gegn gin- og klaufaveiki- hættunni fyrir aldarfjórðungi Ólafur Hvanndal, prentmyndameistari, hratt af stað vakningaröldu meðal þjóðarinnar, en stjórnarvöld sváfu Ólafur J. Hvanndal prcnt- myndanieistari hefur í bæklingi er hann hefur gefið út, rifjað upp baráttuna gegn gin- og klaufa- yeikishættunni, er háð var hér á landi á landi fyrir aldarfjórðungi og er sú saga liin fróðlegasta og gott dæmi um það, að í lýðfrjálsu landi getur árvakur borgari gert þjóð sinni mikið gagn með því að grípa pennann og sækja mál á op- jnberum vettvangi, þegar þörf er á, hvort sem stjórnarvöldum líkar betur eða ver. Hættulegur innflutningur á heyi. Gin- og klaufaveikifaraldur gekk yfir Norðurlöndin 1926. Um þær mundir og mörg undanfarin ár, var það tízka að kaupa hey frá Noregi í stórum stíl. Ólafur Hvanndal hóf með blaðaskrifum í febrúar 1926 að vara við þessum innflutningi. Benti hann á tvö- falda skaðsemi hans: sýkingar- hættu og þá staðreynd, að erlent hey dró úr atorku manna að afla innlendra heyja og rækta jörðina. Hvanndal lenti í ritdeilu við menn út af þessu og hélt einn andstæðingur hans því fram, í Vísi, í febr. 1926; að'bann á hey- innflutningi mundi stofna til hor- fellis í landinu!. Hvanndal hélt síðan áfram að skrifa um málið, í flest Reykjavíkurblöðin, og lýsti þar afleiðingum þess, ef veikin bærist til landsins. Kom þar loks- ins, að landbúnaðarnefnd flutti frumvarp um innflutningsbann á vissum vörum frá þeim löndum, sem sýkin herjaði. En frumvarpið var fellt. Leitað til almennings. Þegar örlög málsins urðu þessi á þinginu, tók Hvanndal barátt- una upp á öðrum vettvangi. — Skrifaði hann öllum hreppstjór- um á landinu og sendi þeim und- irskriftarskjal með áskorun til Alþingis um öruggar varnir gegn gin- og klaufaveikihættununi. — Bárust Ólafi undirskriftir frá 3083 kjósendum úr 21 sýslu á landinu, sendi hann þessi skjöl til Alþingis. Lögin um varnir gegn gin- og klaufaveiki voru síðan samþykkt í apríl 1928 og gilda i meginatriðum enn í dag. Er vafa- laust og kemur skýrt fram í blaðagreinnum þeim, sem endur- prentaðar eru í bæklingi Hvann- dals, að hann hefur unnið hið þarfasta verk með herferð sinni gegn sinnuleysi og sofandahætti í þessu stórmáli og aðgerðir hans hafa flýtt því að þarna væri hafizt handa fyrir a^vöru, ■, ; z - Ferðasaga Arthur Gook (Framhald af 4. síðu). Ástralíu, í Wellington og Auck- land í Nýja Sjálandi og í Hono- lulu útvarpið. Eg lagði áherzlu á, sagði hann, að segja frá landinu eins og það var er eg kom hér árið 1905 og eins og það er í dag. Eg benti á, að hinar gífurlegu framkvæmdir og framfarir hér væru nátengdar því að þjóðin hefði fengið frelsi og sjálfstæði. Slík væru áhrif þess að ráða sér sjálfur. Svo ræddi eg auðvitað um náttúru landsins, atvinnuvegi, sögu þjóðarinnar og menningu. — Alls staðar var hlýtt á mál mitt af athygli. Fæstir kunnu nokkur skil á íslandi áður, þó hittum við af og til menn, sem voru býsna vel heima. Til dæmis á Indlandi. En nafnið finnst þeim kuldalegt þar suður frá, setur að þeim hroll, er maður segist koma frá Íslandi. Bæði hjónin segjast eiga ógleymanlegar minningar úr þess ari miklu ferð, frá löndum, mannvirkjum og fólkinu sjálfu. Arthur hefur í hyggju að rita bók um ferðina. Mun marga hér fýsa að lesa þá bók. Blaðið býður hjónin velkomin heim og þakkar þeim fróðlegar og skemmtilegar upplýsingar. Til Gunnars G. Hafdal, Hlöðum, 50 ára (Meðal margra annarra af- mælisljóða, sem Hafdal bárust fimmtugum og ekki hefur ver- ið rúm til að birta í heild hér í blaðinu, var eftirfarandi ljóð frá Erni á Steðja). Gunreifur ert þú, Gunnar, garpurinn sóknar-snarpur. Fimmtugur færðu sigur, frækinn og brekku sækinn. — Glæða hið fagra og góða glæður í þínum kvæðum, glæður, sem geisla fæða, glæður frá andans hæðum. Höldurinn harla gildi, hyggni ber þú og skyggni, dugnað með Dofra megni, djörfung í hug og störfum. — Nóttu svo heilla, — hljóttu heiður á öllmn leiðum. Bróðurhug þér skal bjóða bragslyngi Skagfirðingur. Höfum tilbúnar FERMINGARKÁPUR í ýmsum stærðum og litum. Nýjasta snið. Verð frá kr. 660.00 kápan. Saumum einnig eftir máli úr okkar eigin efnum ,og tillögðum efnum, ef óskað er eftir. Virðingarfyllst Saumastofa GEFJUNAR Húsi K. E. A. BATTERSBY-hattar í miklu úrvali AMARO-búSin NOVIA-skyrtur stýrlega la*kkað verð - kr. 105.00 ÁMARO-búðin BALLIT0- Nylon sokkar með svörtum hæl og saum AMARO-búðin Myndarammar í öU.um stærðum, fást enn þá hjá okkur.með gamla lága verðtnu ;; AMARO-búðin Gólfteppi, Gangadreglar Veggteppi Klukkur AMARO-búðin F ermingarf ataef nið dökkbláa, íæst enn þá hjá okkur AMARO-búðin Stalull Járn- og glewarud'eild Barnakerra og silungastöng til sölu. Afgr. vísar á. Jeppi til sölu Afgr. vísar á. Verkamenn, sem unnu við Laxárvirkjun í sumar! Orlo.fsféð er kom- ið. Ú tþorgað á Skrifstofu verklýðsfél., Strandgötu 7. Tvær stúlkur, vanar framreiðslu, geta feng ið atvinnu um næstu mán- aðainót. Upplýsingar næstu kvöld kl. 6—8 e. hád. í Hrafnagilsstræti 23. Stúlku vantar vinnu í apríl og maí. Uppl. í síma 1733. Ódýr barnavagn og góð barnavagga til sölu í Brekkugötu 29, uppi að sunnan. - Stúlka óskast til heimilisstarfa nú þegar. — Afgr. vísar á. Nýjar vörur: Plastdúkar, 26.80 Pilsefni, tvíbreið, 80.20 Kjólaefni með bekk, 17.20 N ylon-brj óstahöld -K Smábarnafatnaður allsk. Útiföt, fleiri stærðir -k Ballito-nylonsokkar, með svörtum hæl og saurn Anna & Freyja. Strásykur verð kr. 4.50 kg Kókosmjöl verð kr. 17.00 kg Blandaðir ávextir verð kr, 22.00 kg Apricósur verð kr. 28.00 kg Sveskjur ný uppskera, verð kr. 11.35 kg Rúsínur ágætar, í pökkum og lausri vigt Ðöðlur ágætar, í pökkum og lauri vigt Gráfíkjur ágætar, í lausri vigt Þurrkuð epli ágæt, í lausri vigt Sítrónur ágætar Jaffa appelsínur Blóð appelsínur Succat nýkomið o. m. £1. af úryalsvörum Vöruhúsinu hí. ú- .................. J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.