Dagur - 21.05.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 21.05.1952, Blaðsíða 5
jtliðvikudaginn 21. maí 1952 DAGUR 5 Bevanisminn vinnur á í brezka Yerkamannaflokknum Séra Jakob Kristinsson - AFMÆLISKVEÐJA - Aneurin Be\ an bíður eftir því að fá tækifæri til þess að hrinda Attlee og Morrison af stóli Uppreistarmaðurinn Aneurin Bevan í brezka Verka- mannaflokknum, lætur æ meira að sér kveða og sumir spá því að hann eigi eftir að leggja þá Attlee og Morrison að velli. f nýlegu NY Herald Tribune ræðir Ned Russell þessi mál, í fréttagrein frá London, og er hún lauslega endursögð hér á eftir. Brezki Verkamannaflokkurinn er að færa sig til vinstri — nær opnum faðmi Aneurins Bevan. — Þetta er hæg hreyfing, en stöðug. Og hún framkallar minni sárs- auka hjá andstæðingum Bevans en búast mátti við. Það er eins og menn hafi tilfinningu fyrir því að þetta sé óhjákvæmilegt og óum- flýjanlegt, og að breytingin muni um garð gengin mun fyrr en lík- legt mátti kallast fyrir nokkrum mánuðum. Hefur sigrað Gaitskell. Nokkur nýleg atvik innan Verkamannaflokksins sýna að hvaða marki Bevanisminn er hættur að vera nafn á óttalegri og hættulegri hreyfingu og að hann nálgast að hafa fengið á sig virðu- leikablæ. Gleggstá dæmið — frá sjónarmiði flokksmanna — er sú ákvörðun þingflokksins að skuld- binda Verkamannaflokksstjórn í framtíðinni til þess að afnema gjald það, sem íhaldsstjórnin hef- ur ákveðið að menn skuli greiða fyrir vissar tegundir lækninga og meðala. Allt á að færast í sama horf og var meðan Bevan sjálfur var heilbrigðismálaráðherra. Hér er um að ræða ofanígjöf við Hugh Gáitskell, sem var fjármálaráð- herra í gömlu stjórninni og var búinn að afnema noklcur réttindi skv. tryggingalögunum áður en íhaldsstjórnin tók við. Ðeilan um tryggingarnar ásamt með þeirri sannfæringu Bevans, að endurvigbúnaðaráætlun stjórn arinnar væri óframkvæmanleg í þeirri mynd, sem Attlee ætaði að framkvæma hana, vai-ð til þess að Bevan sagði af sér embætti í r'ík- isstjórn Verkamannaflokksins ög klauf nærri því flokkinn fyrir ári síðan. í fyrstu atrennu virtist Gaitskell vera ofan á og standa nærri þvi að erfa leiðsöguembættið af Att- lee. Bevan var í hálfgerðri útlegð og virtist ekki eiga mikinn fjölda stuðningsmanna. En nú er hlut- vefkum skipt. Fylgismönnum Beváns virðist fjölga ört og eng- inn talar lengur um það í alvöru að Gaitskell sé líklegur til þess að að taka við stjórnartaumum flokksins. Álit hans í flokknum viÆist fara minnkandi. Ósigur Shinwells. Annað atvik, sem litla athygli vakti þó, bendir ekki síður til þess, hvert stefnir. I Durham héraði eru mestu kolanámur landsins. Tveir af hörðustu and- stæðingum Bevans stýrðu verka- lýðssamtökunum þar. Það eru þeir Sam Watson, einn af leiðtog- um námumannasambandsins, og Shinwell, fyrrum landvarnarráð- herra. Námumennirnir sam- þykktu fyrir skömmu — gegn vilja þessara leiðtoga sinrfa, — að bjóða Bevan heim í júlí, til þess að halda aðalræðuna á sumar- stefnu, sem námumenn þar halda árlega. Þannig hefur Bevan enn aukið áhrif sín meða'l verklýðsfélaganna en til þess að ná völdum í flokkn- um verður hánn að eiga sterka stuðningsmenn þar. Af hinum „sex stóru“ verkalýðssamtökum Breta, hefur eitt þegar gengið í lið með Bevan. Það er samband afgriðslufólks í búðum og ann- arra verzlunarstarfsmanna, sem tók hreina afstöðu gegn endur- vígbúnaðaráætluninni. En þetta er aðeins eitt félag. Meira þarf til ef Bevan á að geta náð forustu flokksins úr höndum Attlee og Morrison. Bevan held.ur því sjálfur fram, að leiðtogar félaganna og flokks- ins séu orðnir einangi-aðir frá fólkinu og eigi ekki traust þess lengur. Ef honum tekst að sanna þessa kenningu sína, t. d. með því að fella einhvern kunnan leið- toga, má segja að hann verði vel á veg kominn að ná takmarki sínu. Afstaðan til Þýzkalands. Þriðja atvikið, sem varpar Ijósi að stjórnmálaþróuninni í Bret- landi, afstöðu Verkamannaflokks ins og vöxt Bevanismans, var samþykkt miðstjórnarinnar um stefnuna gagnvart endurvígbún- aði Þýzkalands og áætlununum um sameiginlegar varnir Evrópu. f þessu máli snerist flokksstjómin öndverð gegn Morrison, sem varð utanríkisráðherra eftir Ernest Bevin. Gegn mótmælum Morri- sons, var gerð samþykkt í þrem- ur liðum um þessi mál: 1) Fjór- veldin ræði við Rússa um öll mál varðandi frjálsar kosningar í öllu Þýzkalandi, áður en nokkur af- staða verður tekin um endurvíg- búnað Þýzkalands. 2) Vestur- Þjóðverjar sjálfir fái að segja til um það í kosningum, hvort þeir eru samþykkir endurhervæðingu. 3) Aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins, og þá einkum Frakkland, fái tryggingu fyrir því að þau sitji fyrir Þýzkalandi um vopna- sendingar frá Bandaríkjunum. Gildi þessarar samþykktar er þríþætt. í fyrsta lagi inniheldur hún herfilegan ósigur fyrir Her- bert Morrison, sem er einn ske- leggasti andstæðingur Bevans. í öðru lagi hefur hún afmarkað svið, þar sem bæði Bevan og nokkrir af andstæðingum hans geta tekið’höndum saman í mik- ilvægu utanríkismáli, í þeirri vissu að margir jafnaðarmenn, bæði í Bretlandi og á meginland- inu, eru þeim sammála. Loks er þarna vakið mál, sem hæglega getur spillt því að áframhald verði á þeirri samstöðu í utan- ríkismálum, sém einkennt hefur brezku flokkana báða í 12 ár. Harðnandi flokkabarátta. Með því að þoka sér þannig hægt og hægt til vinstri, er Verkamannaflokkurinn að kom- ast í aðstöðu, sem honum þykir jafnan flokkslega bezt. Hann fjarlægist íhaldsflokkinn æ meira og nálgast að geta háð pólitíska baráttu af harðfylgi, bæði um innanríkis- og utanríkismál. — Flokkurinn virðist stefna þangað, sem Mr. Bévan bíður albúinn að taka við stjórnartaumunum. Og vissulega sjást þess merki, að sumir af andstæðingum hans, sem fyrir nokkrum mánuðum virtust líklegir til þess að ganga með sigur af hólmi, eru nú miklu ósigurstranglegri en fyrr. Sjötugur er í dag vinsæll og víðkunnur Eyfirðingur, séra Jak- ob Kristinsson, fyrrum fræðslu- málastjóri. Hann er fæddur í Syðri-Dals- gerðum 13. maí 1882 og voru for- eldrar hans Kristinn bóndi Ket- ilsson frá Miklagarði og Salóme Hólmfríður Rálsdóttir bónda á Hánefsstöðum í Svarfaðardal, af ætt hins. nafnkunna galdraklerks, séra Jóns Halldórssonar á Völl- um (Hrólfungar). En forfeður séra Jakobs í föðurætt hafa flest- ir búið inni í Eyjafirði, um það bil þrír tigir ættliða, og telja fróðir menn ,að hann sé kominn í beinan legg af Grími Kamban, )eim er fyrstur manna byggði Færeyjar og blótaður var sauð- ur fyrir þokkasæld. Var sonar- sonur hans, Þórólfur, í för með Hrafna-Fióka út hingað, og hefur hann einkum orðið frægur í sög- unni fyrir það, hversu hann leit fremur á kosti landsins en ókosti og sá bezt allar hinar bjartari hliðar þess. Auðun, sonur hans, bjó fyrstur manna í Saurbæ í Eyjafirði. Hann var tengdasonur Helga hins magra. Ætla menn, að hann hafi verið Freysdýrkandi. En mjög þótti allur ættleggur Helga magra blendinn í trúnni, og svo mun þetta vera um oss Eyfirðinga enn þann dag í dag. —o— Erft hefur séra Jakob þokka- sæld og bjartsýni þessara for- feðra sinna, og landnámsmaður er hann eins og þeir. Víða hefur hann staldrað við úti fyrir opnum anddyrum grísks og Gyðings, guðs og manna, spámanns spakvitrings og spurt til vegar. Sagt gæti hann líkt Gangráður forðum: Fjöld ek fór, fjöld freistaðak, fjöld of reyndak regin. Spor hans hafa legið víða um heimskringluna, austur til Indía- lands og vestur um Vínland hið góða. En meira er þó um hitt vert, hversu víðförull hann hef- ur verið í andans heimi. Þar hef- ur hann ekki alltaf hirt um að þræða hvert Almannaskarð, heldur verið sá fullhuginn, sem brotizt hefur frá sókn hinna vinnandi vega á þau klifin, sem ýmsum mundu þykja vonlaus eða ófær með öllu. En ein hefur verið hans leiðar- stjarna, svo að hvorki hefur hann lent á refilstigum né í tröllahönd- um, og er það sannleiksástin. Sú stjarna skín hæst á himni andans, eins og pólstjarnan yfir veglausu úthafinu, og svo mikil hefur verið trú séra Jakobs, að hann hefur þorað að beita henni fyrir vagn- inn sinn, öruggur um, að þá miðaði helzt áfram. Slík hefur verið' sannfæring allra andlegra leiðtoga. —o— f merkilegri ritgerð: Milljón ára stríðið (Játningar, 1948) hefur sr. Jakob Kristinsson gert snilldar- lega grein fyrir bjartsýni sinni. Ekki dyljast honum fremur en öðrum vitrum mönnum brota- lamirnar, margar og stórar, á ráði mannkynsins. En hann gerir skil- merkilega grein fyrir orsökum þeirra og sýnir fram á, að jafnvel níðingsverltin eru stundum ekk- ert annað en skuggar stórra hug- sjóna. „Undir fárgi fortíðararfs og áróðurs illra hvata munu víð- ást gróa góðar hugsanir og þrár, eins og græn grös undir fönn. Og fáir munu vísvitandi gefa sig illu á vald, nema með hálfum huga og undiröldu uggs og kvíða, sem verður, þegar minnst varir, að hafsjó þjáninga. Fær hins vegar nokkur maður nokkurn tíma samvizkubit af því að verða góð- um mönnum eða máleínum að liði, ellegar þegar honum tekst að sigrast á eigingirni eða illum hvötum sjálfs sín? Og hvenær njótum við mestrar lífsfyllingar og sælu? Þegar við gleymum okkur gersamlegá í hreinum kærleika til Guðs eða manna eða göfugrar hugsjónar og beitum hugsun og vilja í þágu þessa kær- leika. Þá erum við heilir og óskiptir pienn í samræmi við dýpsta eðli okkar. Enn segir hann: „Sönn og vax- andi hamingja finnst aldrei nema með einu móti: að maðurinn lifi í samræmi við innsta eðli sitt, tengi sig upp á við og leitist við að vera samverkamaður hins hæsta. Hann verður að beita gaumgæfni við að leggja lið því, sem bezt er og göfugast í honum sjálfum, ekki þó með þeirri hugsun að verða einungis sjálfur hamingjusamari við það, heldur af löngun til að geta hjálpað öðrum viturlegar og betur og stutt hvarvetna hið fagra, sanna og góða. Að vinna að vaxandi manngildi, göfugri.skap- gerð ætti að verða inngrónust viðleitni allra manna, tignasta verk allra verka.... Vaxtar- möguleikar okkar eru efalaust undursamlegir.“ Þannig hljómar og hefur alltaf hljómað hin göfugmannlega rödd séra Jakobs Kristinssonar. Hann hefur lítt tamið sér að þylja um heiftarreiði guðs og eilífa for- dæmingu yfir landsfólkinu. En trúa mundi hann því með höfundi Fóstbræðra sögu, að guð hafi kristna menn sonu sína gert en ekki þræla. Einnig mundi hann með Goethe vera hneigður til að ætla, að fjandinn tapaði alltaf síðasta leiknum (Faust). —o— Ýmislegt hefur á daga séra Jakobs drifið, sem ekki verður upp talið í þessari stuttu grein. Hann lagði margt á gerva hönd í uppvexti, svo sem fjölgáfuðum mönnum er títt, og var orðinn vel fullorðinn, er hann sneri sér að langskólanámi. Hann tók ekki guðfræðipróf fyrr en rúmt þrí- tugur, líkt og séra Matthías. En allmjög ganga þeir menn að námi með þroskaðri dómgreind, sem þannig eru váxnir úr grasi, held- ur en börn og unglingar, og má vænta þess, að hugsun þeirra verði alla stund sjálfstæðari fyrir vikið. Mikil og öi'lagarík áhrif hafði það og á líf hans, að hann var að loknu guðfræðinámi kall- aður til prestsþjónustu hjá ís- lehzkum söfnuðum í Saskatchew- an í Canada. Þar öðlaðist hann stórum meiri útsýn yfir andleg mál, en að líkindum hefði orðið, ef hann hefði sezt strax að hér heima. Meðal annars kynntist hann þar af lestri enskra rita guðspekinni, sem hann varð þeg- ar mjög hugfanginn af. Allar hennar meginhugsjónir áttu vel við eðlisgerð hans. Eins og Guð- spekifélagið var mótað af anda frú Annie Besant og annarra stórviturra og mikilhæfra for- ingja þess, var það fyrst og fremst félag sannleiksleitenda, sem hvetur menn til að leggja í bróð- erni stund á samanburð trúar- bragða, heimspeki og náttúruvís- indi í því skyni að auka þekking sína og þroska sál sína. En lögð er dó umfram allt áherzla á hreint Og göfugt líferni. Engum trúar- brögðum, sem þroskavænleg eru, ætti að verða mein að slíkum félagsskap, heldur er hann ein- mitt líklegur til að efla skilning manna á gildi trúarbragða og gera menn glöggsýnni á kjarna þeirra allra, hina guðdómlegu vizku, sem reynir að brjóta sér leið um myrkviði mannlegra hugs ana og kennda. Brotnar þetta ljós með mörgum hætti í mishreinum flötum mannlegra skapgerða, en fáir spegla guðsmyndina skíra í skuggsjá sálna sinnar. Að þessum málum vildi séra Jakob vinna. Og eftir að hann kom heim gerðist hann um skeið forseti íslandsdeildar Guðspeki- félagsins og hóf útgáfu tímarits guðspekinga: Ganglera. Má óhætt fullyrða, að með þessu starfi hafði séra Jakob víðtækari áhrif á and- legt líf þjóðarinnar, heldur en þó að hann hefði gerzt prestui' í þjóðkirkjunni. Guðspekifélagið í Reykjavik var kannske aldrei mjög fjöl- mennt, en það dafnaði vel undir handárjaðri séra Jakobs. Inn í það söfnuðust ýmsir gáfaðir menn, sem ekki fundu andlegri þörf sinni svalað í kirkjunni. Samkomur þeirra voru með virðulegum helgiblæ og þótti öll- um unun að hlýða á mál séra Jakobs. Hann var afburða ræðu- maður og fyrirlesari og kom þar allt til greina: svipmikil fram- setning, frumlegt og skáldlegt málbragð og sterk og hreimfögur rödd, sem bjó yfir miklum sann- færingarþunga. Þegar séra Jakob tók til máls urðu allir að hlusta. Og rómur hans var svo sterkur, að hann heyrðist um allt landið. Allir, sem létu sig andleg mál nokkru skipta hlutu að taka eftir málaflutningi hans, sem bæði var með listrænum blæ en þó rök- fimur í bezta lagi. Það, sem mest hefur ávallt ein- kennt séra Jakob Kristinsson er hin fágaða og vandaða efnismeð- ferð hans og glöggskyggni á aðal- atriði. Hann lætur sér ekki nægja, eins og við hinir, að hripa jafnóðum á pappírinn þær skoð- anir sem í hugann koma. Hann veltir hverju máli fyrir sér með ströngustu gerhygli og er ekki ánægður fyrr en á röksemda- leiðslunni verður hvorki fundinn blettur eða hrukka. Er það holl- usta hans við sannleikann, og skapgerð hans vammlaus, sem slíkar kröfur gerir. En skapstyrk hefur hann ávallt átt nógan og djörfung til að flytja hvert það mál, sem hann hefur talið menn- ingunni og sannleikanum lið að. Og með því hefur hann sýnt ótví- ræða foringjahæfileika sína í andlegum efnum, hversu fundvís hann hefur verið á þroskavæn- legar hugmyndir, og hversu hátt hann hefur bent yfir flatneskju (Framhald á 7. bls.).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.