Dagur - 21.05.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 21.05.1952, Blaðsíða 8
8 Dagur Miðvikudaginn 21 maí 1952 Gróðursefning írjápianfna á vegum Skógrækfarfélagsins hefst á morgun Skógræktarfélag Akureyrar hcfur gert áætlun um að klæða skógi stórt laudsvæði sunnan við bæinn Bygging endurvarpssföóvarinnar við Skjaidarvik hófsf síðast- Á mörgun verður farin fyrsta vinnuferðin í ár til þess að planta skógi r skógræktarlöndin hér í nágrenninu og verða farnar þrjár vinnuferðir á viku fyrst um sinn. Forráðamenn skógræktarmál- anna hér skora á bæjarmenn að leggja hönd á plóginn og taka þátt í a. m. k. einni vinnuferð sjálfum sér til þroska og ánægju og til stuðnings við liið stórmerka fram framtíðarverkefni, sem skógræktin er. Vinnunefnd félagsins sér um þessar framkvæmdir og skipa hana þessir menn: Sigurveig Guðmundsdóttir, Helga Guð- mundsdóttir, Árni Jónsson, Árni Björnsson, Eiríkur Sigurðsson, Aðalsteinn Tryggvason, Guðni Sigurðsson, Hafsteinn Halldórs- son, Skarphéðinn Ásgeirsson og séra Pétur Sigurgeirsson. Verk- stjórn og forustu fyrir þessum framkvæmdum hefur varafor- maður félagsins, Þorsteinn Þor- steinsson. Vinnuferðirnar verða á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 7.30 e. h. og á laugardögum kl. 3.30 e. h. Fafið verður frá Hótel KEA. Menn geta á ýmsan hátt stutt vinnunefndina í stdl'fi hennar: með því að taka þátt í ferðinni og vinna að gróðursetn- ingu, með því að aka fólki á vinnustað eða ljá bíla til þess og með því að leggja fram fé til framkvæmdanna. 60 þúsund plöntur. Samkvæmt upplýsingum fram- kvæmdastjóra Skógræktarfélags Eyfirðinga, Ármanni Dalmanns- syni, var áætlað að gróðursetja 60 þús. plöntur á þessu vori á fé- lagssvæðinu öllu, samkvæmt pöntunum. Um þriðjung þessa magns getur félagið sjálft lagt t.il frá uppeldisstöð sinni, en afgang- inn var ætlunin að fá frá Skóg- rækt ríkisins. Nú hefur orðið að takmarka afgreiðslu frá skóg- ræktinni vegna mikilla pantana og mun áætlunin því tæpast standa. Vinnuflokkar þeir, sem starfa að gróðursetningu héðan frá Akureyri, munu bæði vinna í landi Akureyrarfélagsins og landi Skógræktarfélags Eyfirðinga. — Akureyrarfélagið hefur nú friðað nokkurn hluta af landi því, sem bæjarstjórnin úthlutaði því, en það er svonefnt Kjarnaland sunnan við Brunná. Vestan við þjóðveginn, skammt sunnan við Brunná, er ráðgert að reisa myndarlegt hlið, og á leiðin að liggja þar um í væntanlegan Kjarnaskóg. Á sá skógur að klæða syðsta hluta af landi Ak- | ureyrar, frá þjóðveginum upp að Lönguklettum. Er þarna fagurt og sérkennilegt umhverfi. Norskir og íslenzkir vinnuflokkar. Norðmenn og íslendingar munu skiptast á vinnuflokkum til skóg- ræktar í ár eins og í fyrra. Eru nokkrir Norðmenn væntanlegir hingað, á vegum Skógræktarfél. Eyfirðinga, 27. maí næstk. og munu þeir vinna hjá félaginu við gróðursetningu. Geta þeir, sem vilja fá aðstoð þeirra við gróður- setningarstörf, pantað hana lijá framkvæmdastjóra félagsins, Ár- manni Dalmannssyni. Héðan úr Eyjafirði fer fimm manna hópur í skógræktarförina til Noregs. j Aðalfundur Skógræktarfélags fslands. Fyrirhugað er að halda aðal- fund Skógræktarfélags íslands hér á Akureyri að þessu sinni, og verður hann sennilega um fyrstu helgi júlímánaðar. i Skógræktarfélag Akureyrar. Skógræktarfélag Akureyrar er deild í Skógræktarfélagi Eyfirð- inga. Stjórn þess skipa: Jakob Frímannsson, form., Hannes J. Landspróf stendur yfir þessa dagana um land allt og þreytir fjöldi nemenda prófið. Allgott sýnishorn af því, sem ætlast er til að nemendur viti, er prófverk- efnið í Iandafræoi, en það próf var háð 16. maí sl. Spurningarn- ar fara hér á eftir, Menn geta gert sér það til gamans að athuga, hvort þeir geta kallast landspróf- færir í landafræðinni eða ekki. 1. Lýsið stuttlega ám (Vonandi að enginn nemandi hafi samið lýsingu á okkar ágætu sauð- kind, en til þess mun ekki hafa verið ætlast, þrátt fyrir orða- lag spurningarinnar!) á ís- landi og greinið frá að hvaða notum þær koma. 2. a) Hvar eru 4 nafntoguðustu goshverir íslands? b) Nefnið 2 merkar brenni- steinsnámur hér á landi. 3. a) Hvaða iðnaði kveður mest að hér á landi? b) Hvaða not eru af tveimur helztu nytjadýrum lands- ins? c) Hvers konar afurðir eru einkum fluttar út frá ís- landi? 4. í hvaða byggðalögum eru: a) BergþórshvQll, b) Bíldudalur, Karlakórinn Geysir fór raeð Flateyjarbók (Ljósm. Jón & Vigfús). Flaíeyjarbók sú hin dýra, er Ak- ureyri gefur vinabæ sínum, Ála- sundi, var send með „Heklu“ til Noregs og munu Geysismenn koma henni til skila, til borgar- stjórnarinnar í Álasundi. Aldrei varð af því, að bæjaryfirvöldin lofuðu bæjarmönnum að sjágrip- inn í útstillingarglugga, en hér að ofan er mynd af bókinni og silfurskreytingunni. Er bókin forkunnarfalleg og vönduð og mun hvarvetna þykja dýrgripur hinn mesti. Magnússon, ritari, Marteinn Sig- urðsson, gjaldkeri, Þorsteinn Þorsteinsson, varaform., með- stjórnendur: Eiríkur Stefánsson, Sigurður O. Björnsson og Finnur Árnason. Þorsteinn Þorsteinsson hefur, sem fyrr er sagt, umsjón með gróðursetningu og öðrum verklegum framkvæmdum félags ins, í samvinnu við framkvæmda- stjóra Skógræktarfélags Eyfirð- jnga, Ármann Dalmannsson. c) Goðafoss, d) Hólar (Ekki nánar tilgreint við hvaða „Hóla“ e rátt.) e) Hólmavík,f) Ólafsdalur, g) Þingeyri? 5. Lýsið jurtagróðri Noregs. 6. Hvar í Svíþjóð eru: a) Mestu akurlendin, b) víðáttumestu skóglendin, c) stærstu járn- námurnar? 7. Hvenær eru: a) vorjafndæg- ur, b) vetrarsólhvörf á norð- urhveli? 8. Um hvaða ríki liggur stytzta leiðin frá Bangkok um Kabúl til Bagdad? 9. Hvaða tungumál er aðallega talað í: a) Brasilíu, b) tlemen, c) Kanada, d) Nýja-Sjálandi. Hvaða ríkistrú er í: e) Bret- landi, f) íran, g) Poi'túgal? Hvaða stjórnarfyrirkomulag er í: h) Hollandi, j) Vene- zúela? 10. Hvar eru og hverjum lúta: a) Azóreyjar, b) Gullströndin, c) Hawaiieyjar, d) Jamaica? 11. Hvaða nytjajurtir eru einkum ræktaðar í: a) Cðte d’Or, b) írlandi, c) Úkraínu? 12. Hyað cg hvar ei-u: a) Kala- harí, b) Líma, c) Murray, d) Nepal, e) Yucatan? II. Ritgerðir. Loftraki og úrkoma. Á miðvíkudaginn var hófust frænkvæmdir við að byggja end- urvarpsstöðvarhúsið, sem fyrir- hugað “r á vegamótum Dagverð- areyiar- og Skjaldarvíkurvegar hér skammt norðan við Akureyri. Þetta verður tvílyft hús, á kjallara, 245 fermetrar að stærð. Á efri hæð verður íbúð endur- varpsstjórans. Mun vera ráðið að Davíð Árnason endurvarpsstjóri á Eiðum stjómi hinni nýju end- urvarpsstöð. Á aðalhæðínni verð- ur vélasalurinn en í kjallara íbúð fyrir aðstoðarmann. Loftskeyta- stengurnar verða reistar á hóln- um skammt frá húsinu, og munu þær verða 20 metra háar. Ætlun- in er að ljúka byggingu hússins og uppsetningu stanganna í sum- ar, svo að uppsetning véla geti hafizt í haust. Vélarnar til end- Baldur Líudal efnafræðingur fór hér um í vikunni sem leið á leið austur í Mývatnssveit, til þess að undirbúa jarðboranir þær, sem framkvæmdar verða í Námaskarði í sumar. Ferð Baldurs að þessu sinni er til þess gerð að athuga gufuupp- streymið úr borholunum frá í fyrra og mæla, hvort það hafi breytzt. Taldi hann líklegast að það væri óbreytt með öllu, er blaðið ræddi við hann sl, fimmtudag. Fleiri jarðborar. Ákveðið er að halda áfram jarðborunum og rannsóknum í Námaskarði og nágrenni þess og verður nú bætt við jarðborum. Verða 2—3 borar að starfi þarna í sumar. Þá mun Baldur Líndal halda áfram rannsóknarstörfum sínum í Þingeyjarsýslu, í sam- bandi við jarðgufur o. fl. Vöktu' athuganir hans í fyrra mikla at- hygli. Þær leiddu m. a. í Ijós, að í Danskir sjómenn dæmdir fyrir smygl Nýlega voru sjómenn af danska skipinu Elin S. frá Svendborg, er hér kom í sl. viku, kærðir af toll- gæzlunni fyrir áfengissölu og fyrir að ætla að skjóta bjórbirgð- um undan innsigli. Voru 3 skips- menn dæmdir í 400 kr. sekt hver og einn í 4 þús. kr. sekt. Áfengi og bjór var gert upptækt, Þá voru 2 íslendingar, er verzluðu við hina dönsku sjómenn, sektaðir. urvarpsstöðvarinnar eru fyrir nokkru komnar hingað og bíða hér uppsetningarinnar. Útvarpssalur? í sambandi við þessar fram- kvæmdir vaknar sú spurning, hvort útvarpið sé ekki fáanlegt til þess að koma hér jafnhliða" upp útvarpssal eða útvarpsherbergi til þess að greiða fyrir því að hægt sé að taka upp dagskrárefni hér. Þær tilraunir sem gerðar hafa verið til útvarps héðan á liðnum árum, hafa allar beðið mikinn hnekki við það, að hin tæknilega aðstaða er mjög ófull- komin. Úr því verður ekki bætt að gagni nema með sérstökum útvarpssal, er hefur alla nauð- synlegan umbúnað fyrir hljóð- flutning og útvarp. jarðgufunum þar eystra eru mörg verðmæt efni og tengdir þeim eru ýmsir möguleikar til vinnslu og iðnaðar, sem áður var lítið sem ekkert vitað um. Á þessu sviði er mikið ónumið land á íslandi og starf Baldurs Líndals vekur því sérstaka athygli. Daglegar ferðir til Reykjavíkur landleið- ina hefjast í næstu viku Upp úr næstu helgi munu •hefjast daglegar bílferðjr milli Akureyrar og Reykjavíkur á vegum Norðurleiða h.f. Fargjald er hið sama og í fyrra, kr. 167,00 hvora leið. Sú breyting verður þó gerð nú, að bifreiðarnar fara seinna héðan frá Akureyri en verið hefur undanfarin ár, því að þeim er ætlað að vera í sambandi við ferðir frá Dalvík og Húsavík, þannig, að fólk frá þessum stöð- um komizt á einum degi til Reykjavíkur með áætlunarbílun- um. Þá verður hinn nýi svefn- vagn tekinn í notkun um 20. júní og verða 2 ferðir í viku með hon- um. Fer hann á kvöldin, kl. 9,30 og ekur um nóttina. í þessum vagni eru 28 sæti þannig útbúin að halla má þeim aftur (3 skipt- ingar) og gera úr þeim sæmileg- asta svefnpláss. Þessi vagn er og hærri undir loft og allur rúm- betri en dagvagnarnir. Mundir þú standast landspróf í landafræði ? Jarðborunurn I Námaskarði verður haldið áfram í sumar Baldur Líndal verður við rannsóimarstörf í Þingeyjarsvslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.