Dagur - 21.05.1952, Page 1

Dagur - 21.05.1952, Page 1
Upplýsingar dr. Benja- míns og viðbrögð komm- únista. Minningarspjöld Land- græðslusjóðs fást í Bókaverzl. Eddu. XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 21. maí 1952 21. tbL Frá kveðjuathöfnimii á Torfunefi s. 1. föstudag Efri myndin: Nokkur hluti mannfjöldans, er safnaðist saman við höfnina til þess að kveðja Geysismer.n og aðra ferðalanga, er Iögðu upp í Norðuhlandaför með m/s. Heklu sí. föstudagskvöld. — Neðri mynd: Frá kveðjuathöfninni. Geysir stendur við Iandgöngubrúna, formaður kórsins, Hermann Stefánsson, og söngstjórinn, Ingimundur Árnason, á miðri myndinni. — (Ljósmynd: Vignir Guðmundsson). Fyrirspurnir og svör um íslenzku landhelgine í brezka þingenu f neðri deild brezka þingsins í fyrradag var borin fram fyrir- spurn um það, hvemig málin stæðu í orðsendingaskiptum þeim sem fram hafa farið undanfarið milli ríkisstjóma Breta og fslend- inga iim hinar nýju regiur og stækkun íslenzku fiskveiðiland- helginnar. Selwyn Lloyd ráðherra varð fyrir svörum, og sagði að brezku stjórninni hefði í vikunni sem leið borizt svar íslenzku ríkis- stjórnarinnar við þeim tilmælum brezku stjómarinnar, að íslend- ingar endurskoðuðu gerðir sínar í þessu máli og létu hinar nýju reglur ekki koma óbreyttar til framkvæmda þegar í stað. Hefði íslenzka stjórnin svarað þeim til- mælum Breta algerlega neitandi, og væri reglugerðin því gengin í gildi. Ráðherrann ræddi málið nokkru nánar og sagði, að augljóst væri, að stækkun íslenzku fiskveiði- landhelginnar mundi hafa énn al- varlegri aíleiðingar fyrir brezka fiskimenn og útgerðarmenn en stækkun norsku landhelginnar og úrskurður Haagdómsins í því máli, og væru þær afleiðingar ekki komnar að neinu ráði í ljós enn. Hann kvað brezku stjórnina hafa lagt mjög fast að íslenzku stjórninni að fara aðrar leiðir í þessu máli og hefðu munnlegar og skriflegar viðræður lengi farið fram um málið. Nú hefði stjórnin enn málið til athugunar og yrði að skjóta því undir alþjóðadóm. Hverjar líkur væru til að það ynnist kvaðst hann ekki geta skýrt að sinni, því að málið væri allt flókið og margþætt. Einn þingmgnna, úr Verka- mannaflokknum spurði þá, hvort ráðherrann gerði sér ljóst, að framkvæmd íslendinga á reglu- geiðinni gæti leitt til þess, að um löndunarstöðvun af hálfu brezkra fiskkaupmanna gæti orðið að ræða og ýmsa aðra örðugleika í verzlunarviðskiptum Breta og ís- lendinga. Ráðhen-ann kvað stjórninni vera þetta allt vel ljóst, og einnig væri viðbúið að það leiddi mörg önnur vandræði af sér. Úrskurður Haag-dómstóls- ins mundi og vafalaust færa Bretum ýmsa örðugleika, sem enn væru óséðir. Vinna haf in við Laxárvirkjun í fyrri viku hófs vinna á ný við Laxárvirkjunina nýju og er um 30 manna vinnuflokkur starf- andi þar nú við undirbúning sumarstarfsins. En innan tíðar mun hafizt handa fyrir austan af fullum krafti, aðallega við bygg- ingaframkvæmdir til að byrja með. II • II í Þrándheimi - *blaðadómar um fyrstu hljómleik ana mjög lofsamlegir Húsfyllir á hljómleikunum í Þrándheimi - kórmim fagnað hjartanlega í Molcle í gær Molde, þriðjudag. Einkaskeyíi til Dags. Nemendahljómleikar Tónlistarskólans á sunnudaginn Nemendur Tónlistarskóla Ak- ureyrar halda Iiina árlegu nemeudahljónileika sína íSam- koimdiúsi bæjarins n.k. sunnu- dag kl. 5 síðdegis. Koma þar fram einleikarar á píanó, fiðlu, orgel og klarínett. Auk þess einsöngvarai'. í Tónlistarsólan- um er unnið merkilegt starf til þess að skapa grundvöl fyrir raunverulegri músíkmenningu, með því að ltenna imgu fólki hljóðfseralcik og fara með tón- verk. Þetta starf ættu bæjar- menn að styðja í raun og Iáta sig skipta, hver árangur hefur orðið. Með því að fjölmenna á nemendatónleikana veita þeir skóla og nemendum uppörvun. ílér er um eftirtekíarverðan þátt bæjarlífsins að ræða. Sjómenn gefa rayndar- lega til sjiikrahússins Félög þau hér í bænum, sem standa að sjómaiinadeginum, hafa fært nýja sjúkrahúsinu að gjöf röskar 26 þúsund krónur og þakkar Guðmundur Karl Péturs- son yfirlæknir þessa gjöf annars staðar í blaðinu í dag. Félögin eru: Skipstjórafélag Norðlend- inga, Sjómannafélag Akureyrar og Vélstjórafélag Akureyrar. — Þorsteinn Stefánsson hafnar- vörður afhenti gjöfina fyrir þeirra hönd. Kennaranámskeið að Laugum i júní Að tilhlutan Kennarasambands Norðurlands og námsstjórans á Norðurlandi verðm- haldið nám- skeið fyrir barnakennara að Laugum og hefst 4. júní næstk. Stendur yfir í viku. Verður þar leiðbeint um töfluteikningu, samr- ræmingu á kennslu í málfræði og stafsetningu, kennslu í kristin- fræði o. fl. Fyrirlestrar verða fluttir af dr. Brodda Jóhannes- syni og fleirum. Haldinn verður umræðufundur um kennslumál og jafnframt aðalfimdur kenn- arasambandsins. Forgöngumenn námskeiðsins vænta þess að kennarar fjölmenni á þetta nám- skeið. BREZKT HERSKIP, „RomoIa“, — hjálpar- og eftir- litsskip með fiskiflota Breta í Norðurhöfum, — er væntanlegt hingað í dag og hefur foringi skipsins boð inni fyrir ýmsa bæj- armenn síðdegis í dag. „Hekla“ kom til Þrándheims klukkan sjö á mánudagsmorgun- inn eftir þægileg'a sjóferð. Veður var gott alla leiðina, en sjóveiki gerði lítillega vart við sig á laug- ardaginn. Var hátíðahöldum um borð í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna, 17. maí, því frestað til sunudagsins. Þá flutti Sig- urður Magnússon fararstjóri eiv indi um Noreg, séra Ingólfur Þorvaldsson frá Olafsfirði flutti stutta guðsþjónustu, Geysir söng norsk lög. Getraunakeppni far- þega um fyrstu landssýn vann Tómas Steingrímsson og hlaut 500 krónur í verðlaun. Koman til Þrándheims. Sæmilegt veður var við kom- una til Þrándheims. Samkórinn Tonevald annaðist móttökur Geysis. Bæjarstjórnin bauð til hádegisverðar í Riddersalen og talaði þar ræðismaður Islands í Þrándheimi, Erling Hövik fyrir hönd bæjarstjórnarinnar, en foiv maður Geysis, Hermann Stefáns- son, fyrir hönd kórsins. Að lokn- um hádegisverði var ferðafólkinu sýnd dómkirkjan. Hljómleikarnir. Fyrstu hljómleikarnir voru kl. átta á mánudagskvöldið í Frí- múrarahöllinni, sem er talinn bezti söngsalur í Noregi. Var þar fullt hús og afburða móttökur. Kórnum barst fjöldi blómvanda. Kórinn Tonevald söng þar ís- lenzka þjóðsönginn, en Geysir svaraði með þeim norska. For- maður Tonevald, Karl Rövde, flutti ávarp, og formaður synfón- íuhljómsveitarinnar, Cecil Collin Hansen hæstaréttarlögmaður, stóð upp í sæti sínu og flutti snjalla hrifningarræðu. Allir áheyrendur tóku undir húrra- hróp að lokum. Blaðadómarnir eru ágætir og betri en nokkurn dreymdi um. Eftir hljómleikana var kvöldboð hjá Tonevald. Ræðumenn þar voru varafor- maðurinn, Ove Vikan, og for- maðurinn Rövde og svo ræðis- maðurinn, Hövik. Af Geysis- mönnum svöruðu Hermann Stef- ánsson og Kári Johansen. Geysi var þarna gefinn norskur borð- fáni á áletraðri silfurstöng, en Geysir sæmdi söngstjóra og stjórn Tonevald Geysismerkjum úr gulli og silfri. Frá Þrándheijni var síðan farið klukkan eitt að- faranótt þriðjudagsins. Kórarnir sungust á á bryggjunnj í kveðju- skyni. í Molde. „Hekla“ kom til Molde kl. 10,30 í morgun (þriðjudag). Voru glæsilegar móttökur á bryggj- unni, söngur, hornablástur og móttökuræður. Þar á bryggjunni var mættur J. Jentoft Indbjör, fyrrurn norskur vararæðismaður á Akureyri. Hljómleikar eiga að verða hér í Molde klukkan átta í kvöld. Ágæt líðan allra og kærar kveðjur heim. .“. Þannig hljóðar þetta fréttaskeyti til Dags og er auðséð af því, að förin hefur til þessa gengið mjög að óskum, bæði sjóferðin ög hin fyrsta við- dvöl í Noregi. Munu bæjarmenn samfagna kórnum og ferðafólk- inu öllu með þennan ágæta ár- angur og óska góðrar ferðar eftir- leiðis. Brottförin frá Akureyri. Með Heklu fóru 185 farþegar, frá Akureyri 128, þar af Geysis- menn og skyldulið 70, frá Suður- landi 21, frá Austurlandi 22 og frá ýmsum stöðum á Norðurlandi 14. Skipið fór héðan frá Torfunefs- bryggju klukkan 8 síðastliðinn föstudag. Hafði áður farið fram virðuleg kveðjuathöfn á bryggj- unni og þangað safnast saman fleira fólk en menn minnast að hafa séð þar áður. Veður var fgg- urt og öll kveðjustundin hátíðleg. Laust fyrir klukkan 8 gekk Karlakór Akureyrar fram á bryggjuna og söng kveðjuljóð, er ort hafði formaður kórsins, Daní- el Kristinsson, við lag Björgvins: Syng frjálsa land. Því næst ávarpaði Jónas Jónsson kennari kórinn fyrir hönd Karlakórsins og Kantötukórsins, en því næst söng Kantötukórinn undir stjórn Björgvins Guðmundssonar „Þú ert fögur Akureyri“, ljóð Jóns Norland, lag Björgvins. Tlermann Stefánsson, formaður Geysis, ávarpaði mannfjöldann úr lyft- ingu, þakkaði vinarhug, kveðjur og góða aðstoð, og kvaddi bæinn með hlýjum orðum. Geysir söng síðan tvö lög af þilfari, en síðan sungu kórarnir á bryggjunni þjóðsönginn og að því búnu leysti Hekla landfestar og lagði frá bryggjunni, en mannfjöldinn lét Geysi og ferðafólkið lengi lifa.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.