Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R MiSvikudaginn 1G. júlí 1952 DAGUR Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa í Hafnarstræti 88 — Simi 1166 Blaðið kemur út á hverjum miðvikudcgi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odcls Iíjörnssonar h.f. Tvær síefnur í olíusölumálum ÞEIR ERLENDU olíuhringar, sem íslendingur ber fyrir brjósti, hafa starfað hér nyrðra um ára- tugi, mjög með sama hætti og án þess að endurbætur á olíuverzl- uninni fylgdust með tímanum. Meðan þeir ornuðu sér við „ein- okunareldinn", sem ísl. talar um, var ekkert gert til þess að efna hér til aðstöðu til þess að taka á móti olíuförmum frá útlöndum. Höfðu þeir þó nægilegt bolmagn til þess. Það er fyrst eftir að hin ungu samtök kaupfélaganna á sviði olíuverzlunarinnar koma til sögunnar, að sést hilla undir slíka aðstöðu. Með henni fengist stærsta endurbótin á olíuverzl- uninni og að henni stefna sam- vinnufélögin. Þessi árangur á skömmum tíma, og sú staðreynd, að olíusala samvinnumanna hef- ur komið af stað verðlækkun á olíu og knúið olíufélögin til þess að gefa viðskiptam. sínum sama afslátt og kaupfélagsmenn fá, sannar gildi samvinnustarfsins á þessum vettvangi. Skrif íslend- ings sýna glögglega, að þessi af- sláttarpólitík er olíufurstunum þvert um geð. Þeirra hugur stendur allur til þeirra tíma, er þeir voru hér einir um hituna og þurftu ekki að óttast neina sam- keppni. En sú tíð er liðin og kemur aldrei aftur og engar harmaþulur í íslendingi munu fá fólkið til þess að afhenda þann rétt, sem það hefur með samtök- um sínum eignast. EINHVERJIR olíufurstar munu nýlega hafa verið á ferð hér nyrðra og haft viðkomu á rit- stjórnarskrifstofu íslendings. Þeir munu hafa hvíslað í eyra blaðsins, að tími sé til kominn að hefja áróður gegn vaxandi vinsældum olíuverzl- unar samvinnufélaganna. Árangurinn af heim- FOKDREIFAR Meira um nýnorskuna og ritninguna, svo að alkunn rit séu tungumálakennslu á fslandi. nefnd? sókninni birtist svo öllum lesendum sl. miðviku- dag og er þar reynt að svara ritstjórnargrein hér í blaðinu 28. maí si., er fjallaði um olíuverzlun samvinnufélaganna almennt og þá óhrekjanlegu staðreynd, að samvinnuverzlunin hefur lækkað olíuverðið hér um slóðir. Þessu una hin gömlu og grónu olíufélög augsýnilega illa og er þá gripið til þess ráðs, að reyna að gera ráðstafanir samvinnu- félaganna tortryggilegar. Var víst ekki annars von úr þeirri átt. ÞRJÚ ATRIÐI eru uppistaða íslendingsgreinar þessarar. Hið fyrsta, að endurgreiðsla til við- skiptam. olíusöludeildarinnar, er KEA hefur tekið upp, sé engin nýlunda, annað, að olíusalan gefi raunverulega engan arð og KEA yfirfæri endur- greiðsluna frá öðrum viðskiptum og sé tilgangur- inn sá einn „að skapa glundroða í verzlunarmál- unum“, og þriðja atriðið er, að endurgreiðsla KEA sé „afsláttur á pappírnum", því að hann sé færður í stofnsjóð félagsmanna. Skrítin málafærzla er þetta og heldur lítið smekkleg í málgagni, sem tel- ur sig bera hag almennings fyrir brjósti. Það er að sjálfsögðu rétt, sem sagt var hér í blaðinu 28. maí sl., að endurgreiðsla kaupfélagsins til viðskipta- manna olíusöludeildai'innar, sem undanfarin tvö ár hefur numið 5 aurum á hvern lítra, er algjör nýlunda hér um slóðir. Þetta er í fyrsta sinn, sem hinn almenni notandi á þess kost að fá olíu og benzín keypt á hreinum samvinnugrundvelli. — Þetta grundvallast á því, að Olíufélagið h.f., sem samvinnufélögin standa að, hefur undanfarin ár greitt Jcaupfélögunum, sem við það skipta, arð af viðskiptum ársins, og er þá ekkert eðlilegra en að sá arður gangi til viðskiptamanna kaupfélaganna. Um tvær leiðir er þar að velja: Felögin geta skipt endurgreiðslunni í milli olíukaupendanna í réttu hlutfalli við viðskipti þeirra, og virðist það eðlileg asta aðferðin, og hún var viðhöfð af KEA, eða þau geta fellt þessa endurgreiðslu Olíufélagsins við annan útborgaðan arð til félagsmanna sinna, og munu ýmis önnur kaupfélög hafa haft þann hátt á. Af þessu sést, að fullyrðing íslendings um að endurgreiðslan til olíukaupendanna sé tekin af arði af öðrum viðskiptum er hrein fjarstæða, sem heimildarmenn blaðsins hafa fundið upp hjá sjálf- um sér. Um hið þriðja atriðið er það að segja, að tilgangslítið mun að segja samvinnumönnum að stofnsjóður þeirra sé „fánýt líftrygging". Mun víst nýlunda að nota orðið fánýti í þessu sambandi. Stofnsjóður kaupfélagsmanna er gild eign, sem almenningur kann vel að meta. Árlega greiðir kaupfélagið hér tugi þúsunda úr þessum sjóði til félagsmanna sinna og jafnan góða vexti af inn- stæðu hvers félagsmanns. Mörg dæmi eru um, hvert gildi þessi sparifjársöfnun almennings hef- ur haft fyrir fjölskyldur félagsmanna, er sérstaka erfiðleika hefur borið að höndum. Almenningur lítur ekki á slíka tryggingastarfsemi sem fánýta þqtt forríkir olíufurstar taki sér slík orð í munn og hvísli þeim í eyra trúnaðarmanna sinna. Þorst. Þ. Víglundsson skólastj. skrifar blaðinu á þessa leið: „MÉR ÞYKIR ritstjóri „Dags“ orðinn bæði langorður og harð- orður við mig vegna tillögu minnar varðandi nýnorskunám í framhaldsskólum okkar. Meginefni greinarinnar í Fok- dreifum 2. júlí miðar að því að sanna fáfræði mína um norskt mál og málþóf annars vegar ásmat fljótfærnislegum ályktun- um, en hins vegar allt hið mikla, sem ritstjórinn veit um þessa hluti. Þessu öllu ber mér að taka með þolinmæði. Sízt af öllu vil eg taka trúna á eigin vit og' þekkingu í þessu máli frá mínum kæra ritstjóra „Dags“. Mér er það einnig margkunnugt, hversu brjóstvit, þótt í ríkum mæli sé, á oít erfitt með að halda sjálfs- kenndaröflum, sem bærast í brjósti okkar mannanna, í hófleg- um skefjum. Meginrök sín og þekkingu í þessum efnum öllum byggir rit- stjórinn á 20 ára gömlum tölum eða skýrslum og þykist þar með hafa pálmann í höndunum. Viljum við íslendingar láta byggja á 20 ára gömlum tölum og skýrslum dóma og ályktanir um skólakerfi og rekstur okkar í dag og önnur menningar- og fræðslu- störf, svo og atvinnulíf og fram- leiðslu? Mundi ekkert hafa breytzt í þessum efnum með Norðmönn- um sl. 20 ár? Hvaða áhrif hafði styrjöldin á þjóðerniskennd og þar með móðurmálskennd norsku þjóðarinnar? Hvað hefur gerzt þar í þeim efnum eftir styrjöld- ina? Getum við dregið fjöður yf- ir öll þau ár harmþrunginnar baráttu og þjóðernistilfinningar? Ef við berum lítið skyn á þá hluti, ber okkur að segja og skrifa þar um hið allra minnsta. — Ekki meira um það hér. Þetta óska eg að árétta: í Noregi eru töluð tvö tungu- mál, skyld á ýmsa lund, norska (nýnorska) og danska (ríkismál). Bæði málin eru nú fastmótuð. Vegna skyldleika þeirra annars vegar og kostnaðarins við að nota tvö ritmál hins vegar, eru nú lögð drög að því að sameina málin í eitt ritmál. Eg gæti með mörgum rökum sannað, að „rík- ismálið“ norska er svo að segja ómenguð danska, en norski hreimurinn er harðari og þrótt- meiri en danska linkan. Sú rök- færsla kostar langt mál, sem eg veit, að ritstjóra „Dags“ hnussar við. Mundi hann ekki sjálfur vilja bera saman málið á t, d. Heimskringlu í danskri og svo norskri ríkismálsþýðingu? Eða þá Hérna á borðinu hjá mér ligg- ur dönsk lestrarbók, sem notuð er í framhaldsskólum í Danmörk. Bókin er gefin út árið 1950. Hans Jörgen Hansen fræðslumálastjóri í Kaupmannahöfn og tveir aðrir danskir fræðimenn völdu efnið í bókina. í bók þessa er tekinn orðréttur kafli úr bókinni „Kátum pilti“ eftir Björnson. Þessi kafli á að sanna dönskum æskulýð, hversu fyrirmyndardönsku Björnson skrifað, og hversu danskt norska ríkismálið er. Hvað segir ritstjóri ,,Dags“ um slíka sönnun? Þurfum við í rauninni fleiri vitna við? Kaflinn er 8 blaðsíður í bókinni og í honum er vísað niður til skýringar á 17 orðum samtals í öllum kaflanum, eins og t. d. hér væri um að ræða kafla úr Njálu í íslenzkri lestrarbók, sem annars væi'i tekinn saman úr nútíðar- bókmenntum okkar. Þrátt fyrir nauðsynlegar skýringar á nokkr- um orðum, hygg eg að við ritstj. „Dags“ myndum sammála um, að Njála væri skrifuð á góðri ís- lenzku. EG LÆT ÞETTA nægja til að sanna það, að ritmál Björnsons var og er danska, hvað sem ritstj. ,,Dags“ segir og hversu hneyksl- aður, sem hann er. Sama er að segja um ritmál Ibsens, Jónasar Lie, Kiellands o. fl. Þeim var sár vorkunn, þessum mönnum. Þeir þekktu ekki annað. Rétt mun það vera, að vel get- ur átt sér stað, að tveir Norð- menn úr fjarlægum landshlutum skilji ekki hvor annan fyrst í stað ,ef þeir tala hratt byggðar- mál sitt. Mun slíkt einsdæmi úr lífi þjóða eða veraldarsögunni? Slíkt gerist og getur gerzt í fjöl- mörgum löndum, enda þótt hið eiginlega mál sé rnótað og fast í tali og skrift. Austfirðingur hitti einu sinni Hornstrending. Ekki kváðst hann hafa skilið nærri þll orð í máli Hornstrendingsins. Töluðu þeir þó ekki báðir íslenzku? Var ástæðan fyrir því, sem á milli bar um orðaval þessara landa okkar, sú, að íslenzkan væri ekki og sé fastmótað mál í tali og riti? Þessum ummælum er lokið af minni hálfu, nema eitthvað sér- stakt tilefni gefizt til. En fróðlegt þætti mér að vita, hversu lengi ritstjóri „Dags“ hefur dvalið í Noregi og þá hvar, ef hann ann- ars hefur þangað komið. — Þökk fyrir birtinguna. Þorsteinn Þ. Víglundsson.“ DAGUR vísar til fyrri um- mæla sinna um þetta mál og telur (Framhald á 7. síðu). ’ATýyk Hver hefir lengstar fiéttur? Svíar eru annálaðir fyrir rannsóknir og skýrslu- gerðir á öllunr mögulegum og ómögulegum hlutum. Nýlega hafa þeir látið fara fram rannsókn á því, hvaða kona í landinu hafi lengstar fléttur. Þetta er að sjálfsögðu ekki venjuleg rannsókn, heldur mætti fremur kalla þetta samkeppni, og er keppt í tveim aldursflokkum. í A-flokki eru telpur og í B-flokki fulltíða konur. Af þessari samkeppni hefur komið í ljós, að fléttur eru algengari heldur en flestir álíta, og eru þær einkum á telpum innan 15 ára aldurs og svo aftur konum yfir fertugt. Á milli 15— 40 ára er gloppa — á þeim árum eru flestar með stutt hár. í telpuílokkinum var lengsta fléttan, sem af frétt- ist 80 cm., og í B-flokki, það er meðal hinna full- orðnu, fundust fléttur, sem voru 105 cm. langar. Hvernig skyldi samanburðurinn vera hjá okkur? Gaman væri að frétta af löngum fléttum hjá les- endum kvennadálksins og vita, hvort við gætum ekki slegið hinar sænsku kynsystur okkar út á þessu sviði. EIN BLÚSSA — MARGAR BLÚSSUR. Ameríkumenn eru manna hugkvæmastir í fram- leiðslu kvenfatnaðar eins og raunar á fjölmörgum öðrum sviðum. Nýlega hefur frétzt af blússum, sem þeir eru farnir að framleiða, sem þannig eru gerðar, að ermai' eru settar á sjálfa blússuna með rennilás. Með hverri blússu er hægt að kaupa stuttar ermar, hálfsíðar ermar og langar, og getur sama blússan þannig orðið 3 mismunandi flíkur, allt eftir því hvaða ermum er rennt í handveginn. Þetta er óneit- anlega bæði skemmtileg og hagkvæm uppáfinning og vonandi, að hér sé ekki aðeins um söguburð að ræða — eða blaðamannaskvaldur — heldur raun- veruleika, sem við eigum eftir að kynnast af eigin reynd. GOTT SALAT — FLJÓTGERÐ OLÍUSÓSA. Ef þú átt heima soðnar kartöflur, lauk, tómata, agúrku og eitthvað fleira af grænmeti, geturðu út- búið ágætis salat á skömum tíma. 1 egg er hrært í skál með tæpum bolla af matarlími. Olíunni er hellt saman við í mjórri bunu og hrært vel í á meðan. Þessi sósa er bragðbætt með salti, pipar, sykri og sítrónusafa eða súrmjólk (má nota edik). Græn- metið er skorið í smábita eða sneiðar og öllu bland- að saman við. Þetta er ágætis „mayonnaise“, þótt allt eggið sé notað og olían hrærð í bunu, en ekki í dropatali, eins og oftast er kennt. Soðið grænmeti og hrátt fer ágætlega saman, og það er hægt að nota ótal tegundir í þetta salat, sem mun áreiðanlega smakkast vel. — Salat þetta má bæði nota á kvöld- borð, *eins er það mjög gott með heitum réttum, bæði fisk- og kjötréttum. Þeir se meru á „græn“-fæði ættu að reyna það með soðnu blómkáli, það á sérlega vel saman og gerir ekkert til, þótt bæði soðið og hrátt blómkál sé í salatinu. Yfirleitt er það því betra, því fleiri tegundir, sem í því eru. as. j HEIMSÓKN SKAGFIRZKRA KVENNA. Hér var á dögunum á ferð fjölmennur hópur skagfirzkra húsmæðra, á vegum kaupfélaganna á Hofsósi og Sauðárkróki. Þessi hópför kvenna var hingað til Eyjafjarðar og til Þingeyjarsýslu og voru heimsóttir merkir og fagrir staðir og fyrirtæki skoð- uð. Þessar hópferðir kvenna, ekki sízt úr sveitunum, eru að verða vinsæll þáttur í fræðslu- og upplýs- ingastarfi margra kaupfélaga. Konurnar njóta þess í senn ,að lyfta sér upp og yfirgefa amstur búsýsl- unnar, koma á nýjar slóðir og kynnast um leið stai-fsemi samvinnufélaga í nágrannabyggðunum. — Þetta er starfsemi, sem kaupfélögin almennt ættu að gefa gaum og raunar við hér líka, sem gjai'nan fáum slíkar heimsóknir, af því að hér er ýmislegt (Framhald á 7. síðu).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.