Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 16. júlí 1952 D A G U R 7 Bréf til blaðsins: Leiklistarstarfsemin úti á landi Undirföt Náttkjólar Undirkjólar Buxur, silki og bómull Corselett Sokkabandabelti Sokkabönd Vcfnaðarvörudeild. Ullarjavi Ullargarn Ullarefni Stoppteppi V ef naðarvörudeild Hallamál úr aluminium Jám- og glervörudeild. Mótorhjól til sölu. Afgr. vísar á. Hallgrímur Valdimarsson skrif- ar blaðinu á þessa leið: Lárus Sigurbjörnsson rithöfund- ur og bókavörður Þjóðleikhússins sem er öllum mönnum hér á landi betur að sér og kunnugri öllu því, er að leiklistar- og leikhúsmálum veit, og sem oft skrifar um þau efni í blöð og tímarit, segir svo meðal annars í 2. hefti tímaritsins Eimreiðin, apríl—júní-heftinu: „Það er vitað mál, að íslenzk leiklist stendur hæst i höfuðstaðn- um. Þetta er ekki mælt af neinum höfuðstaðargorgeir. Þar er eðlileg afleiðing af því, að leiklistin í Reykjavík stendur á grunni meir en hálfrar aldar gömlum, sem á- hugamenn lögðu henni með þrot- lausu, árvökru starfi. Enn sem komið er skiptir það ekki verulegu máli, að nokkur hluti leikenda hér er orðinn fast- launaður, hefur gert list sína að lífsstarfi. Fyrir örskömmum tíma voru þessir leikendur áhugamenn, rétt eins og leikendur alls staðar utan Reykjavíkur eru enn. Hver áhrif nýgræðingurinn, skólageng- inn heima og erlendis, kann að hafa, er vandséð, en það er víst, að fyllist hann stærilæti eða of- metnaði gagnvart einlægri og heið- arlegri viðleitni áhugamanna, og telji sér ósamboðið að tileinka sér hið bezta úr íslezkri leikmennt, eins og hún birtist hjá leikurum eins og Friðfinni Guðjónssyrii, og Gunnþórunni Halldórsdóttur, — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). ástæðulaust að bæta þar nokkru við eða efna til frekari umræðna, a. m. k. í þeirri tóntegund, sem skólastj. — af einhverjum óskilj— anlegum ástæðum — þykir nú rentast að skrá þetta svar sitt í. Brynjólfi Jóhannessyni og Arndísi Björndóttur, þá er íslenzkri leiklist voðinn vís. Það var þess vegna al- veg sérstaklega lærdómsríkt og mjög ánægjulegt að sjá í hópi gestanna utan af landi Svövu Jóns- dóttur, leikkonu frá Akureyri. Hún lék með Leikfélagi Hveragerðis í hlutverki frú Midget í sjónleikn- um A útleið, fyrsta leikritinu, sem sýnt var á vegum Bandalags ísl. leikfélaga. Leikur hennar var sannur frá fyrsta til hins síðasta, byggður á einfaldri en þó sterkri innlifun í hlutverkið, á ytra borði, í máli og fasi, mjög vel samstillt- um, skemmtilegum og sjálfstæðum skilningi leikkonunnar á skaphöfn hinnar langhrjáðu og hversdags- gæfu persónu. Slíkar persónur er auðvelt að ýkja með ósannri til- finningasemi, en leikur frú Svövu var laus við allt slikt. Það er á- nægjulegt að hugsa til þess, að leiksvið Norðurlands hefur alið upp slíka listakonu, er nú lék sem gestur í ungu og atorkusömu leik- félagi hér syðra.----- Um leik frú Svövu dæmi eg full- um fetum, en sama mælistika verður ekki borin á leik annarra leikenda, er komu fram á leikviku bandalagsfélaganna, og er þó gaumur gefandi að leikmeðferð nokkurra þeirra. I heild voru sýn- ingarnar til frásagnar um gengi, getu og takmarkanir leiklistarinn- ar utan Reykjavíkur.“ Um leik frú. Svövu . í hlutverki frú Midget hafa ýmsir leikdómarar Reykjavíkurblaðamna' fárið mjög lofsamlegum orðum. Eg set þessar fáu línur hér, og mér kom jafnframt til hugar, að betra væri seint en aldrei, og á eg þar við, að á síðustu árum hafa nokkrir leikendur héðan komið fram á leiksviði höfuðstað- arins og ekki fundið náð fyrir aug- um leikdómaranna, því miður. H. V. X ★ * ★ * ★ * ★ * ★ * ★ * ★ Nýjung í kvenfatagerð! Nú um þessar mundir eru að koma á markaðinn svonefndar "STJÖRNUDRAGIIR” eins og sést á myndinni er fylgir þessari auglýsingu. yL. Þessar dragtir kosta frá kr. 735,00 ^ Stjörnujakki og pils. jf ★ Einnig er hægt að fá keypta Stjörnujakka án pils, ★ sem kosta frá kr. 543,30 stykkið, og þá er jafnframt hægt að fá pilsið saumað á einum degi, eða keypt ★ efni í pilsið eftir vild kaupendanna. * STJÖRNUDRAGTIR eru nýjasta kvenfatatíska J * ★ * ★ * ★ * ★ * ★ * ★ * ■fc ★ ***************************************** hvar sem er í heiminum. Komið - Skoðið - Kaupið Saumastofa GEFJUNAR Húsi K. E. A. III. hæð. Sími 1347. ÚR BÆ OG BYGGÐ Kirkjan. Messað á Akureyri næstk. sunnudag kl. 11 f. h. — F. J. R. Útför Sigurðar Pálssonar for- stjóra á Gefjuni var gerð hér sl. laugardag og var mjög fjölmenn. Séra Pétur Sigurgeirsson talaði í kirkjunni og jarðsöng. Rotary- félagar báru kistuna í kirkju, en þar stóðu Oddfellowar heiðurs- vörð og þeir báru einnig úr kirkju. Síðasta spölinn báru sam- starfsmenn á Gefjuni. — Blaðið mun minnast Sigurðar Pálssonar nánar síðar. Nýja sjúkrahúsið. Áheit kr. 50 frá Þ. K. Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 25 frá ónefndri konu. — Kr. 50 frá S. — Mótt. á afgr. Dags. Áheit á Æskulýðsfélag Akur- eyrarkirkju. Kr. 125.00 frá N .N. Kærar þakkir. — P. S. Áheit á Akureyrarkirkju. Kr. 50.00 frá G. G. og kr. 20.00 frá J. R. — Þakkir. Á. R. Áheit á Strandarkirkju. Kr. 50 frá X. Mótt. á afgr. Dags. Til Sólheimadrengsins. Kr. 50 frá A. og M. Þrastahjónin. Kr. 20 frá Ásdísi Jónsdóttur. — Mótt. á afgr. Dags. Bifreiðaslys varð hér skarnmt frá Lónsbrú í Glæsibæjarhreppi sl. föstudagskvöld. Fólksbifreið úr Reykjavík steyptist út af veg- inum og skemmdist mjög mikið. í bifreiðinni voru þrír menn. Sluppu tveir ómeiddir að kalla, þ. á. m., þifreiðarstjórinn) en annar farþeginn hlaut talsverð meiðsli og var fluttur í sjúkrahús. Var það Hjörtur Eiríksson ullarfræð- ingur á Gefjuni. Mun líðan hans nú sæmileg eftir atvikum. ■— Atvik að slysi þessu munu hafa verið þau, að bifreiðin ætlaði fram hjá hjólareiðamanni í beygj unni, en lenti þá út af á tals- verðri ferð. Til nýja spítalans. Safnað í Skútustaðahreppi kr. 10.570.00. — Gjöf frá Sig. Kristjánssyni kr. 50.00. — Gauðlaug Stefánsdóttir, áheit, kr. 50.00. — Stefán Tryggva son, áheit, kr. 300.00. — J. G., áheit kr. 50.00. — Verkalýðsfélag Þórshafnar kr. 2000.00. — Kven- félag Reykdæla kr. 2000.00. — Frá starfsmönnum Vélsmiðjunn- ar Atla, í tilefni af 10 ára afmæli vélsmiðjunnar, kr. 1957.00. —* * Grímsevjarhreppur kr. 1500.00. — Mývatnshreppur kr. 2950.00. — Reykjahreppur kr. 1300.00. — Fjallahreppur kr. 3000.00. — Bárðdælahreppur kr. 6875.00. — Útgerðarfélag Akureyringa h.f. kr. 4300.00. — Með þökkum mót- tekið. G. Karl Pétursson. Kvöldferð Ferðafélags Akur- eyrar i kvöld er fram Fnjóska- dal, að Reykjum. Sólhcimadrengurinnn. Kr. 50 frá N. N. Mótt. á afgr. Dags. Brúin á Rauðá á Fljótsheiði, sem varð ófær, hefur nú verið gerð fær til bráðabirgða og er því unnt að aka þá leið til Húsavíkur aftur. Menn undrast að ekki skuli 'meira vandað til brúargerðar nú hin allra síðustu ár — þetta er ný brú — að það skuli geta komið fyrir að ekki meira vatnsfall en þarna er um að ræða skuli hafa náð að grafa undan brúarstöplin- um sem raun varð á. Hinn góðkunni brezki veiði- maður L. S. Fortescue, sem hing- að hefur sótt til lax- og silungs- veiða í áratugi, er vænt- anlegur til landsins nú um mánaðamótin næstu og mun dvelja hér nokkurn tíma, aðallega við veiðar í Fnjóská. Akureyrartogararnir þrír, Kald- bakur, Svalbakur og Harðbakur, eru á Grænlandsmiðum og veiða í salt. Jörundur, hinn fjórði Ak- ureyrartogaranna, er á síldveið- um. Laxveiðin í Laxá í Aðaldal er nú allmjög að glæðast og hafa ýmsir fengið góða veiði að und- anförnu bæði á neðri og efri veiðisvæðunum í ánni. Akureyr- ingar byrja sinn aðalveiðitíma í ánni síðdegis á morgun og verða hópar héðan að veiðum þar fram til 7. ágúst. FRÚ ELENAOR ROOSE- VELT stakk upp á því í ræðu, er hún hélt við lokapróf nokk- urra háskólastúdenta, að þeir víkkúðu sjónarsvið sitt með því að vinna um nokkurn tíma utan Bandaríkjanna. Hún sagði m. a.: „Þeim ykkar, sem notið tækiíærið og farið til annarra landa, vil eg gefa það ráð, að vera fúsir að miðla og fúsir að læra af þessum gömlu þjóðum — að þið farið von- góðir og verið tryggir þeim hugsjónum, sem munu gera okkur fært, að lifa góðu og gagnlegu lífi.“ MÓÐIR, KONA, IMEYJA. * (Framhald af 4. síðu). að sjá, ekki sízt fyrir samvinnu- fólk. Heimsóknir af þessu tagi efla skilning og gagnkvæmt traust og styrkja allt samvinnu- starfið, jafnframt því sem þær veita konunum litils háttar sum- arfrí, og er það eitt mikilsvert atriði. Olíukynfar eldavélar væntanlegar á næstunni. Sýnishorn fyrirliggjamli. Olíusöludeild. Vinnupláss óskast til kaups, 50 fermetra eða stærra. Semja ber við Jónas Jakobsson, Brekkugötu 15, eða > Emil Sigtirðssoiij .Eaxþgöiu .7$ . > ,i;.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.