Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 8

Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 8
8 Dague Miðvikudaginn 16. júlí 1952 Starl SIBS byggir brú milli heilsu hælanna og vinnumarkaðsins Frá 8. þingi sambandsins að Kristnesi í sl. viku Nð verðið að gera svo vel að venja Brezkur útgerðarforstjóri ávarpar almenning Áttunda þing SÍBS var haldið hér að Kristneshæli dagana 11.— 13. b. m. og sóttu það 72 fulltrúar sambandsdeildanna og auk þess fulltrúar frá öllum Norðurlönd- unum og nokkrir aðrir gestir. Eru Iiinir crlendu fulltrúar hingað komnir til þess að sitja þing Berklavarnabandalags Norður- Ianda, sem háð er að Reykjalundi nú í þessari viku og kynnast merku starfi SÍBS að Reykja- Iundi og víðar. Maríus Helgason, forseti Sam- bandsins, setti þingið, en þing- forsetar voru kjörnir Steindór Steindórsson menntaskólakenn- ari, Jónas Þorbergsson útvarps- stjóri og Garðar Jóhannesson, Kristneshæli. Að þingsetningu lokinni og að afloknum ávörpum erlendra full- trúa, hófust störf þingsins með því að trúnaðarmenn og starfs- menn SÍBS fluttu ársskýrslur sinar um starfsemi liðins árs. Maríus Helgason forseti SÍBS flutti skýrslu stjórnarinnar.Björn Guðmundsson gjaldkeri las reikn inga sambandsins, Þórður Bene- diktsson flutti skýrslu um vöru- happdrætti SÍBS og starf Norð- urlandabandalagsins, formaður vinnuheimilisnefndar skýrði frá starfrækslunni að Reykjalundi og Oddur Ólafsson yfirlæknir skýrði frá árangri starfsins þar og fyrir- komulagi. Þá voru fluttar skýrsl- ur frá einstökum sambandsdeild- um. Umræður og tillögur. Það kom í Ijós við umræður um skýrslurnar, að félagsmenn eru mjög ánægðir með það starf, sem leyst var af hendi sl. ár og hlutu trúnaðarmenn sambandsins þakkir þingsins fyrir sinn skerf. Það kom glöggt í Ijós, að þing- heimur allur telur sambandið og málefni þess standa í mikilli þakkarskuld við þjóðina alla, al- þingi og ríkisstjórn, fyrir mikinn skilning og stuðning allt frá fyrstu tíð. Var lögð á þetta áherzla í ræðum manna og einn- ig samþykkt tillaga er tók þetta sérstaklega fram. Framkvæmdir að Reykjalundi. Aðalmál þessa þings var fram- kvæmdir að Reykjalundi og hvernig unnt væri að hraða þeim sem mest. Nú er hafin bygging vinnuskála, eins af þremur, er það mikil bygging, 600 fermetrar að flatarmáli. Vinnan hefur til þessa farið fram í herskálum, sem eru ófullnægjandi. Fram til þes'sá hefur verið lögð megináherzla á byggingu íveruhúsa og-allsherjar stórbyggingar þeirrar, sem nú er að mestu lokið og hýsir margt fólk, auk mötuneytis, setustofa o. s. frv. Það er vöruhappdrætti SÍBS, sem stendur undir fjár- Góð lnndaveiði á Mánáreyjum og Lundey Lundaveiði hefur verið stund- uð í allt vor í Mánareyjum og í Lundey á Skjálfandaflóa, og hef- ur veiði verið góð, sérstaklega á Mánareyjum, enda hafa veiði- menn legið þar við langtím. sam- an. í Lundey er veiðin um 5000 lundar nú í vor. Nóg er um lunda segja veiðimenn, en ótíð hefur gert veiðiskapinn erfiðari. framlögum til bygginganna að verulegu leyti, enda er það hlut- verk þess, en framleiðsla vist- manna á ýmsum varningi, á að standa undir rekstri heimilisins. Maríus Helgason forseti SÍBS komst svo að orði, að hlutverk heimilisins að Reykjalundi væri ekki hvað sízt að byggja brú í 'milli heilsuhælanna og hins al- menna vinnumarkaðar og skapa fólki, sem ekki á kost á starfi í þjóðfélaginu, aðstöðu til þess að vinna þjóðfélaginu gagn og sjálf- um sér farborða um leið. Að þessu marki væri keppt og mætti segja að verulegur árangur hefði þegar náðst, en mikið væri ógert og treysti sambandið á velvilja þjóðarinnar allrar í því efni sem fyrrum. Þingið samþykkti að fela stjórn- inni að hraða framkvæmdunum í Reykjalundi eftir því sem unnt er. Ennfremur skoraði það á hið opinbera að endurbæta og auka húsnæði vinnustofanna að Vífil- stöðum og Kristnesi. Þingið þakkaði læknum og starfsfólki heilsuhælanna ágætt starf á liðn- um árum. Kosningar. Forseti SÍBS til næstu fjögurra ára var endurkjörinn Maríus Helgason. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Oddur Ólafsson yfir- læknir, Þórður Benediktsson framkv.stj., Gunnar Ármanns- son skrifstofum. Fyrir í stjórninni voru: Ásberg Jóhannesson, Björn Guðmundsson og Brynj, Einars- son. í stjórn Reykjalundar var endurkjörinn Ólafur Björnsson. í stjórn vinnustofunnar að Krist- nesi var endurkjörinn Ásgrímur Stefánsson framkv.stj. Akureyri. Erindi. í lok þingsins flutti Oddur Ól- afsson yfirlæknir stórfróðlegt er- indi um notkun berklalyfja og þær vonir, sem við þessi lyf ei-u tengd, og Jónas Þorbei-gsson út- varpsstjóri flutti snjalla ræðu um baráttuna gegn berklaveikinni og sögu Kristneshælis. Var Jónas hylltur af þingheimi fyrir braut- ryðjandastarf á sviði heilsuhæl- ismálsins. Að þingstöi-fum loknum fóru fulltrúarnir til Mývatns, en voru óheppnir með veður. Þyrilfluga yfir Akureyri Hér kom fyrir helgina amerískt flutningaskip, tilheyrandi sjó- hernum, og hafði meðferðis þyr- ilflugu (helicopter). Hóf flugan sig upp af þilfari skipsins hér við Torfunefsbryggju á mánudags- morguninn og flaug síðan hér umhverfis bæinn. Er þetta í fyrsta sinn, sem slík flugvél sést á flugi hér. Flugvélin settist jafn- auðveldlega á þilfar skipsins, stanzaði í loftinu í nokkurri hæð og seig síðan hægt niður á þil- farið. Þýzkur methafi í svif- flugi kominn í bæinn Hingað er kominn heimsmet- hafi í þolflugi á svifflugu, Ernst Erich Vergens að nafni, og mun hann verða til leiöbeininga hér hjá Svifflugfélagi Akureyrar. Stjórnar Vergens námskeiði, sem haldið verður við Sellandafjall í Mý- vatnssveit, og taka um 20 svifflug- menn þátt í því. Svifflugfélagið hér átti 15 ára afmæli á sl. vetri, svo sem þá var getið um hér í blaðinu, og standa þeir félagarnir í þessum stórræð- um nú m. a. til þess að minnast 15 ára starfs. Komnir alla leið til fs- lands til að veiða lax Hingað eru komnir tveir gestir frá Bandaríkjunum til þess að veiða lax og skrifa fyrir amerísk blöð um ísland sem sportveiði- land. Menn þessir eru Mr. Sample og Mr. Hayword, hinn fyrrnefndi kunnur teiknari og málari,' en hinn síðari rithöfundur og blaða- maður. Þeir hafa stundað veiði í Laxá í Kjós og fara á morgun austur í Laxá og verða þar við veiðar 1—2 daga, en halda að því búnu til Vopnafjarðar og ætla að veiða í Selá og Hofsá. DAGUR Vegna suniarleyfa kemur blaðið ekki út í næstu viku. Það kom fyrir í Fleetwood í Bretlandi fyrir nokkrum dögum, að brezki togarinn „Red Rose“ kom af Grænlandsmiðum með fullfermi, en gat ekki losnað við allan aflann. Fiskkaupmennirnir sögðu að fiskurinn væri magrari og miklu verri en íslandsfiskur og af afla sem nam 25.000 stone, seldust ekki nema 15.000 stone til neyzlu, en 10.000 stone fóru til fiskimj ölsvinnslu. Flann hafði verið 21 dag í „túrn- um“, og útgerðarfyrirtækið held- ur því fram, að tap á veiðiförinni nemi 2000 sterlingspundum. Verða að venja sig við Grænlandsfiskinn. 1 tilefni af þessari útreið, sagði forstjóri útgerðarfélagsins eftir- Síldveiðiflotinn í landvari I norðangarðinum undanfarna þrjá daga hefúr síldveiðiflotinn legið í landvari og engin síld hefur veiðzt. Vonir stóðu til þéss í gær, að veðrið væri að lægja svo á miðunum, að skipin mundu kom- ast út í nótt eða morgun. Verið að ryðja Lágbeiði og Siglulf jarðarskarð Verið er að ryðja Lágheiði og Siglufjarðarskarð og var þar mikill snjór fyrir. Er óvenjulega seint, sem þessir vegir opnast, enda óvenjuleg snjóalög og mikl- ir kuldar á þessum slóðum. Kuldatíð - snjóar í f jöll Iiin mesta kuldatíð ríkir enn hér nyrðra, eftir skamma góð- viðristíð gekk aftur til norðaust- lægrar áttar á föstudaginn og um helgina snjóaði víða í fjöll, t. d. voru Súlur hvítar allt niður á Súlumýrar. Sláttur er almennt hafinn hér um slóðir, en spretta mun víðast heldur léleg og hey- skapartíðin með afbrigðum slæm þessa síðustu daga. Lítill drengur drukkn- ar í Svarfaðardalsá Það hörmulega slys varð í grennd við Dalvík fyrra þriðju- dag, að lítill drengur, Ingvar Gestsson, drukknaði í Svarfaðar- dalsá. Hann var aðeins 2 ára, sonur hjónanna Jónínu Sigur- jónsdóttur og Gests Sigurðssonar verkamanns í Dalvik. Hafði hann hlaupið að heiman með félaga sínum til að leika sér og fannst eigi síðar fyrr en örendur eftir nokkra stund. farandi í blaðaviðtali: „Fólk •verður að gjöra svo vel að venja sig við Grænlandsfiskinn. Víð- áttumikil veiðisvæði á íslandsmið um eru nú lokuð togurum. En við látum ekki hugfallast. Græn- landsþorskurinn verður að eign- ast vinsældir hér. Grænlandsmið er nú eini staðurinn þar sem hægt er að veiða þorsk að nokkru ráði.“ „Litla flugaii44 skemmtir á Akurevri j Hingað eru komnir þirír lista- menn frá Reykjavík, sem hér halda skemmtikvöld, og var það fyrsta í gærkvöldi. Flokkurinn kennir sig við „Litlu fluguna” hans Sigfúsar Halldórssonar, enda er hann sjálfur með í förinni og leik- ur og syngur eigin lög, þar á meðal Fluguna og Tondeleyo. — Mun marga fýsa að sjá þennan óvenju- lega fjölhæfa og skemmtilega listamann. Aðrir í förinni eru frk. Soffía Karlsdóttir, hin góðkunna revýu-söngkona, og Höskuldur Skagfjörð leikari. Golfmeistaramót ís- larids Iiáð hér Golfmeistaramót íslands verður háð hér á Akureyri dagana 17.— 20. þ. m. Á morgun verður golf- þing íslands sett. Þá hefst einnig öldungakeppni, en undirbúnings- keppni meistaramótsins, sem fer fram 19. og 20. þ. m„ hefst á föstu- daginn. Núverandi golfmeistari ís- lands er Þorvaldur Ásgeirsson, Reykjavík, og er hann mættur hér til keppni. — Nokkrir bæjarmenn taka þátt í mótinu, þar á meðal Sigtryggur Júlíusson, núverandi golfmeistari Akureyrar, og Jón Egils, fyrrv. golfmeistari. í STUTTU MÁLI ÞEGAR NÝJA landhelgis- reglugerðin íslenzka gekk í gildi, voru fánar dregnir að hún um Suðurnes og víð'ar á íslandi, en íiskiskip í flestum brezkum höfnum fiögguð'u í hálfa stöng, að því er Fishing News hermir: f ílull, Grimsby, Fleetwood, Lowestoft, North Shields, Milford Ilaven, Swansea og Cardiff! ★ JOHN LANGAARD, for- stöðumaður listasafnsins í Osló, segist vera mjög hrifinn af hinum ágætu viðtökum, sem verk norska málarans Edward Munch hafa fengið, en þau hafa verið sýnd víðs vegar í Bandaríkjunum. í grcin sinni í norska dagblaðinu Aften- posten segir Langaard að sér virðist hin mikla tilfinning fyrir listum í Bandaríkjunum sé að þakka: „óskertum hæfi- leikum tií þess að taka við öllu því bezta á öllum sviðum mannlegrar viðleitni.“ I Kaupvangsstræti klukkan f jög;ur Klukkan fjögur síðdegis leggja flestir mjólkurflutningabílarnir upp frá Kaupvangstorgi út í sveitirnar og þá er þar ys og þys og mikið urn að vera. Þessa mynd tók Jöran Forsslund í fyrra, en þetta er svipmót torgs og strætis á hverjum degi sumarmánuðina.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.