Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 6

Dagur - 16.07.1952, Blaðsíða 6
6 D A G U R Miðvikudaginn 1G. júlí 1952 Ferðasögubrot Eftir Jón Norðfjörð leikara Ekkert er eins bölvað gegn gigt og öðrum krankleika og kuldinn. Eg hafði því hlakkað til að fara héðan úr kuldanum og komast í hlýindin í Danmörk, því að venjan er sú þar, að í byrjun maí er komið sumar og sól með í kringum 30 stiga hita. En von- brigðin urðu mikil vegna veður- farsins. Þessa hartnær tvo mán- uði, sem eg dvaldi í Danmörk og Svíþjóð, voru stöðugir kuldar daga jafnt sem nætur og fyrri hluta maímánaðar meira að segja frost stundum á næturnar. Danir og Svíar undu þessu líka illa og í samtölum manna á milli var venjulega hyrjað á því, að tala um kuldann og enginn skidi í þessum ósköpum. En þrem dög- um áður en eg lagði af stað heim styttist veðrið til batnaðar, sól- skin og logn réðu ríkjum og veð- urstofan danska spáði áframhaldi á því. Eg átti tvö erindi til Danmerk- ur. Hið fyrra var að leita gagn- gerðrar rannsóknar og lækninga á illkynjuðum hrygg-kvilla, sem hefur hrjáð mig um undanfarin ár, en hið síðara var að leita mér nýjunga í leildist og leiklistar- kennslu, sem eg hafði hlotið nokkurn styrk til úr Utanfarar- sjóði Félags ísl. leikara. Eg skipti því deginum þannig þennan tíma, sem eg var í Danmörk, að mið- bikið úr deginum var eg undir handleiðslu færustu sérfræðinga í hryggsjúkdómum, en morgnana og kvöldin notaði eg t-il að afla mér nýjunga hjá leiklistarmönn- um og í leikhúsum. Um árangurinn af rannsóknum og læknisaðgerðum þessum er eigi hægt að segja enn, en það mun koma í jós hvort einhver hefur orðið eða enginn. Leikhús þau, sem eg heimsótti í Danmörk, voru þessi: Konung- lega leikhúsið, Folke-leikhúsið, Det ny Teater, A. B. C. teatret, Appolloteatret, Alléscenen, Nörre hrosteatret í Röde Kro-teater, Ny Ravnsborg-scenen, Pantomime- teatret í Tivolí, Odenteatret og írska Hamlet-sýningin í kastala- garðinum á Kronborg í Hesingör. í átockholm heimsótti eg þessi leikhús: Kungliga dramatiska teatrens stóra og litla leiksviðið, Kungliga Operan, Blanche- og Folkan-leikhúsin og Skansen. Sýningarnar á þessum stöðum voru með ýmsu móti. Sorgarleik- ir, gleðileikir og skopleikir, óperui', óperettur, dansleikir (Ballett )og þegjandi leikir. Ynd- isegt var að fá tækifæri til að sjá allt þetta og margt var nýstárlegt og hugleikið. Fyrir utan þessar nefndu sýningar var eg einnig viðstaddur margar kabarettsýn- ingar (kvöldskemmtanir með alls konar skemmtiefn), heyrði fræga leikara lesa upp kvæði og sögur. Þá hafði eg einnig leyfi til að vera viðstaddur kennslu í leiklist, sem gamall nemandi þaðan sjálf- ur, og líka fékk eg að vera við- staddur upptöku stórs leikrits í danska ríkisútvarpið, með ágæt- um leikurum og alls konar ný- tízkubúnaði. Að síðustu reyndi eg að afla mér nýjunga í leiklist og leiklistarkennslu einnig með viðtölum við fræga leikara, évo sem hr. Paul Reumert og fleiri. Eg hafði því bæði gaman og gagn af þessu ferðalagi mínu. Leiklist*og sönglist eru á háu stigi í Danmörk og Svíþjóð. Ef eg ætti að segja hug minn allan, þá mundi eg samt telja Konungl. svensku óperuna fremri þeirri dönsku, en aftur leiklist danska Konungl. leikhússins fremri þeirri sænsku. Snilldarlegasta meðferð á karlmannshlutverki, sem eg sá, var tvímælalaust leikur hr. Reu- merts í sjónleiknum Sweden- hielms. Það var ógleymanlegt Næstur honum kom, að minni hyggju, hr. John Price í sorgar- leiknum Kong Richard III. Af dönskum kvenleikurum fannst mér bezt frú Bodil Kjær, gömul skólasystir mín, sem margir ís- lendingar munu kannast við frá kvikmyndaleikhúsunum. í Stock- holm sá eg beztan leik hjá hinni gamalkunnu og þrauti-eyndu leikkonu Tora Teje á Dramaten í sjónleiknum Colombe. Óperett- unni Tiggarstudenten í Konungl. svensku óperunni gleymi eg aldr- ei. Þá var og mjög gaman að heyra Einar Kristjánsson syngja í óperunni Rakarinn í Sevilla, í Kaupmannahöfn. Alls staðar þar sem eg kom var mér mæta vel tekið og vildu leikarar og söngfólk allt fyrir mig gera, sem var aðallega að fá að sjá ýmsan leiksviðsútbúnað, og allir leystu úr spurningum mín- um eftir beztu getu. Eg tel mig því eins og áður er sagt hafa haft mjög mikið gagn og gaman, í leiklistarlegu tilliti séð, af för þessari. Þar sem það varð að sam- komulagi milli mín og ritstj. Dags, að eg skrifaði nokkur orð um þetta ferðalag mitt í blaðið vil eg nota tækifærið og biðja Dag fyrir mínar beztu kveðjur til fólksins í sendiráðunum í Dan- mörk og Stockhólmi með þakk- læti fyrir mjög vinsamega fyrir- greiðslu í ferðinni og jafnframt kveðjur til hjónanna Önnu Snorradóttur og Birgis Þórhalls- sonar, en á hinu vinalega og smekklega heimili þeirra í yndis- legu umhverfi úti í Wirum, rétt fyrir utan Kaupmannahöfn, átt- um við — þrenn hjón frá Akur- eyri — ógleymanlega kvöldstund kvöldið áður en við lögðum af stað heim til íslands. Flugfélag íslands gat áreiðanlega ekki valið betri manneskjur en þau hjónin til að kynna félagið og ísland á erlendum vettvangi. Mótorhjól til sölu. Afgr. vísar á. Kúrenur í pökkum og lausri vigt Rúsínur með steinum Rúsínur steinlausar Sveskjur Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. Ilmvötn margar tegundir Kaupfélag Eyfirðinga N ýlemduvörudeild og útibú Þú sem tókst sjóstakk á mánudagskvöldið var við Hríseyjarg. 11, ert vinsam- lega lieðinn að skila honum þangað sem fyrst. Ung góð kýr til sölu nú þegar. Uppl. í síma 1797. Einbýlishús úr timbri, á Oddeyri, ásamt verzlunarplássi, verkstæðis- plássi og fallegri, stórri lóð, til sölu nú þegar og afhend- ingar í haust. — Upplýsing- ar veittar í síma 1312 kl. 5 —(i e. h. næstu daga. Björn Halldórsson. Dráttarhestur Ungur dráttarhestur til sölu. A. v. á. Herbergi til leigu í Norðurgötu 47. Stærð 4 X 4 m. Hansína Jónsdóttir. Til sölu: Rúmgafl með áföstum nátt- borðum. Gjafverð! i Afgr. vísar á. fbúð 2—3 herbergi og eldhús, . óskast 15. sept. eða 1. okt. næstk. Afgr. vísar á. Jón Norðfjörð. AUGLÝSIÐ í DEGI IBKHKHKHKHKHKBKHKBKBKBKBKHKBKHKHKHKHKHKBKBKHKHKH. Helga Helgadóttir í Presthvammi „Ljósið loftin fyllir og loftin verða blá. Vorið tánum tyllir tindana á“. Vart voru þcssi orð úr penna Þorsteins Gíslasonar þornuð á pappírnum, er íslenzkar vorsálir höfðu gert þau að sínum söng. Og þegar eg minnist á íslenzkar vor- sálir, kemur mér í hug Helga í Presthvammi. í fyrravor leit eg inn til hennar. Þá stóð hún við gluggann sinn, og horfði út yfir túnið og móana, út yfir Laxá, þar sem hún liðaðist um engjar og hraun, og vorgleðin ljóm- aði úi' augum hennar og svip. f áttatíu og fimm ár hafði hún glaðst yfir hækkandi sól og grænkandi jörð, en í vor fengu jarðnesk augu hennar ekki litið dalinn hennar færast í sumar- skrúðið. Hún kvaddi um leið og sumarið tók að kveðja. Helga Helgadóttir var fædd að Hallbjarnarstöðum í Reykjadal, 26. febrúar 1866, ein tíu systkina. Lifir nú aðeins eitt þeirra, Jón Helgason á Húsavík, og hafa flest þeirra náð hárri elli. Hún giftist um veturnætur 1890 24 ára göm- ul, Gísli Sigurbjörnsson, og lifir hann konu sína. Höfðu þau því búið saman í nærfellt 61 ár er hún andaðist. Gísli og Helga bjuggu fyrstu tvö áriii að Halldórsstöðum í Reykjadal, en fluttust þá í Aðal- dal, og í Presthvammi höfðu þau átt heima í 57 ár. Fátæk voru þau, sem flestir aðrir, framan af árum, en eljusemi, sparsemi og hagsýni húsfreyjunnai’ í Presthvammi greiddi þeim götuna til vaxandi velmegunar. Helga í Prest- hvammi var einstaklega vel verki farin. Er því viðbrugðið, hvað hún spann fínt band, og komin var hún undir áttrætt, er hún síð- ast spann band í húfu. Þá er því viðbrugðið, hversu vönduð Helga var til orðs og æðis. Segir kunn- ugur mér, að aldrei hafi hann heyrt henni hrjóta Ijótt orð af vörum. Þau Gísli og Helga eignuðust 9 börn, en af þeim dóu tvö í æsku. Síðar ui'ðu þau að sjá af tveimur fullorðnum sonum, og það var hið þyngsta reiðarslag fyrir Helgu, er Björn sonur hennar andaðist, skömmu fyrir áttræðisafmæli hennar. Hann hafði þá fyrir nokkru tekið við búi foreldra sinna ásamt konu sinni, Sigríði Björnsdóttur frá Hvoli í Húna- vatnssýslu. Á heimili Gísla og Helgu ólst einnig upp Sveinbjörg Árnadótir, er jafnan kallaði þau föður sinn og móður, og minntist nú fóstru sinnar með þakklæti. Það eru fleiri en þeir, sem næst Helgu stóðu, sem minnast hennar þannig. Það var jafnan gest- kvæmt á Presthvammsheimilinu, og áttu þau hjónin bæði sinn þátt í að laða fólk þangað, svo og börnin, er þau uxu upp. Þangað var jafnan heilbrigða gleði að sækja. Þeim, sem að garði bar, er ef til vill minnisstæðast brosið hennar Helgu. Það ljómaði upp andlitið. Brosandi heilfeaði hún, og brosandi kvaddi hún. Og þeg- ar hún kvaddi í síðasta sinn, hvíldi rólegt bros yfir ásjónu hennar. Slíkra er gott að minnast. Aðalbjörg Bjarnadóttir. Poffurinn og Pannan eru bezt frá sænsku Husquarna-verksmiðjunum! N ý k o m i ð : 5 stærðir af pottum Steikarpönnur Pönnukökupönnur Vöfflujárn KAUPFÉLAG VERKAMANNA Ferðamenn, athugið! Afgreiðum án nokkurs fyrirvar'a alls konar I; heita og kalda rétti allan daginn. Einnig ;! nestispakka. * ;> Hvergi fjölbreyttara, ódýrara né betra! > Opið frá kl. 8 til kl. 23.30. DIDDA BAR Strandgötu 23 — Sími 1473 j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.