Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 7

Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 30. júlí 1952 D A G U R 7 • ÚR BÆ OG BYGGÐ MÓÐIR, KONA, MEYJA. (Framhald af 4. síðu). fínir og endast 8 sinnum skemur heldur en sokkar með merkinu 51 gauge og 30 denier. Hinir síð- arnefndu eru því mjög heppi- legir til hversdagsnota en 15 denier sokkar ættu að vera góð- ir sparisokkar. as. — Fokdreifar (Framhald af 4. síðu). styggð á vatni, surnir hafa það cnn þá.“ Og enn staiida þar þessi spak- legu orð: „Það hafa allir hátt í vatni," og ennfremur: „Allt vatn er botnlaust, þcgar maður er illa syndur." — Kannske er þarna kom- in hin klassiska skýring á því, hvers vegna komnuinistar og blöð þeirra eru altaf svo hávær og þykir ástand- 'ið ávallt svo botnlaust og vitlaust í alla staði: Flokkurinn og blöð hans ltafa alltaf svona hátt og þykir allt svona botnlaust, af því að hann er alltaf staddur í grunnu vatni og er illa syndur! Bændalíf og hundalíf. OG ER sunnudagsblað „Þjóð- viljans" liefur gert öpunum og sundíþrótt þeirra verðug skil, snýr það sér enn að því uppáhaldsefni sínu að fræða okkur um íslenzka bændur, og er þar vissulega margt vel og spaklega mælt, svo sem vænta mátti urn þessa sérgrein blaðsins og flokksins! — „Hvar stendur bónd- inn?“ segir þar meðal ann'ars. „Nýtt mat á þessari fornu stétt var eitt verkefni dagsins." Qg .ekki stendur lengi á þessu yfirmati konunúnista, fnemur en fyrri daginn: „En hvað ef Jiá títr úr* Iitigarheimi' sveita- mannsins? Sagan leiðir það í ljós, að hugmyndir dalbúa um þjóðfélag og lífsbaráttu eru úreltar og gamal- dags, á eítir tímapum. 1 sveitinni vicrmáp ekjti,bgtqr en þjóðfélag- ið sjé enn með kyrrum kjörum: eng- inn banki, engin embættisstétt, ekkeit; pólitískt yfirvald. Og ljúg- andi frambjóðendur eiga hægan leik á^borði þeirra.... Líf þeirra ber ekki svip af neinu mannlífi, sem hægt væri að nefna því nafni, og það stendur langt að baki venju- legu hundalífi. Hundtík Bjarts í Sumarhúsum á vissulega sælli daga en eiginkona hans. Líf hans er i stórum dráttum einn allsherjar ó- sigur, endalaust lramlengdui af hryllilegum óartarskap.“ Þessar og þvílíkar kveðjur scudi „Þjóðviljinn"' á sunnudaginn var ríkisforsetanum íslenzka, útlendum öpum og íslenzkum bænduro. Og auðvitað voru það útlendu aparuir, sem hlutu allt lofið, vegsemdina og dýrðina! — Erindi Ólafs Jónssonar um Glerárdal (Framhald af 5. síðu). opnar dalinn, nýting landkosta kemur af sjálfu sér, hvort sem þeir verða nýttir af bænum eða félögum og einstaklingum.“ Þetta erindi Ólafs Jónssonar hefur vakið athygli, sem vonlegt er. En verður látið þar við sitja, eða verður málið tekið til frek- ari athugunar? í þessu efni — sem á svo mörgum öðrum svið- um — vantar forustu frá áhuga- mönnum. Hér væri verkefni fyr- ir borgaranefnd þá, sem Dagur lagði til að sett yrði á laggirnar til þess sð hlynna að ferðamanna málunum og ferðamannamóttök- unni hér. Slík nefnd gæti haldið þessu máli vakandi og hlvnnt að því á ýmsan hátt, að það yrði ekki. látið niður. falla. - Ovamaltine fæst nú aftur. Kaupfélag Eyfirðinga N ýlenduvörudeild og útibú Ánanassafi í dósum, tvær stærðir. Odýr og góð vara! Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvörudeild og útibú. Nýkomnarvörur: Polifloor-gólfbón Eifursódi Vindolene Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild og útibú. Sænskir poffar rauðir, emailíeraðir 3,4,6 og 8 lífra aluminium, m. teg. Skafípoffar Blikkþvoffapoffar (galvaniseraðir) Járn- og glervörudeild BEDDAR TJALDBEDDAR BAKPOKAR SVEFNPOKAR Jám- og glervörudeild. PAPPÍRSLÍM í glösum TÚBULÍM fleiri tegundir HILLUPAPPÍR MYNDAHORN margar tegundir Jám- og glcrvörudeild. BTH strauvélar nýkomnar. Pantaðar vélar vitjist sem fyrst! Véla- og varahlutadeild. íbúð óskasf. Tvö herbergi og eldhús eða aðgangur að eldhúsi óskast frá 1. sept. n. k. — A. v. á. Herbergi til leigu í Munkaþverár- sti’æti 34. Afgreiðslustulku til að leysa af í sumarfríi, Vantar nú þegar. Upplýs- ingar í Hafnarstræti 105 kl. 7—8 í kvöld. íbúð óskast. Þriggja til fjögurra her- bergja íbúð óskast frá 1. nóv. — Uppl. gefuf Oli P. Kristjánsson. Grár hesfur hefur tapazt fi;á Vogum í Mývatnssveit. Márk: biti a. hægra. Finnandi er vinsam- lega beðin að gera aðvart á símastöðinni Skútustöðum. Kvenhjól nýuppgert til sölu í Verzlunin Hrísey. Bifreið óskast til leigu í viku sum- arfrí. Vanur ökumaður. — Algreiðslan \ ísar á. Uppsláftartimbur notað, til sölu með tækifær- isverði. — Upplýsingar í síma 1541 eftir kl. 6 e. h. Glænýtt Hrefnukjöf KJÖT & FISKUR Sími 1473 — Akureyri Samkoma verður í Zíon n. k. sunnu- dag kl. 8.30. — Allir vel- komnir! Afvinna. Unglingstelpa á aldrinum 8—10 ára, óskast á sveita- heiinili 4—6 vikur til snún- inga. -—. Afgr. vísar á. Kirkjan. Messað í Lögmannshl. sunnudaginn 3. ágúst kl. 2 e. h. F- j. R. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína í Kaupmannahöfn ungfrú Bryndís Jakobsdóttir cand. phil. (kaupfélagsstjóra Frí- mannssonar), Ak., og Magnús Óuðmundsson frá Hvítárbakka (bónda Jónssonar), fulltrúi hjá SÍS í Kaupmannahöfn. Opinbera samkoman að Sjón- arhæð fellur niður næsta sunnud. vegna væntanlegs trúaðramóts við Ástjörn. Nánari upplýsingar um mótið á Sjónarhæð. Undarlega eru þeir bílstjórar innrétta'ðir, sem halda að þeir eigt að stjórna umferðinni á . þjóðvegúnum. Þeir aka rólega á miðri braut og kæra sig koll- ótta þótt heil bílalest sé fyrir aftan þá og fjöldi manns vilji hafa annan hraða á ferðinni en þessum stjórnsömu mönn- um þóknast. Þessir fuglar vita ekki hvað það er, að vera „gentleman of the road“. Á sunnudaginn var mikil umferð um þjóðveginn til Húsavíkur m. a. vegna samvinnuhátíðar- innar þar. A. m. k. tveir vöru- bílar gerðu sitt til að gera um- ferðina greiðari í þetta sinn: Vörubíll G—95, sem sleppti engum bíl frarn hjá sér á Ieið- inni Vaglaskógur—Landamót og Þ—52, sem „átti“ veginn í Ljósavatnsskarði og hafði ör- ugga stjórii á umferðahraðan- um þar. — Maklegt væri, að þeir, sem gera sig seka um slíkan þjösnahátt á vegum úti væru látnir sæta sektum, sem lög standa til. Látin er að Möðrufelli í Eyja- firði frú Jóna Þorsteinsdóttir frá Upsum, kona Kristins O. Jóns- sonar bónda þar. Látin er að heimili sínu, Sjón- arhóli í Glerárþorpi, frú Jónína Stefánsdóttir Hörgdal, kona Þor- steins Hörgdal kaupm. þar, 65 ára gömu. Afgreiðsla Samvinnuiuiar fyrir Akureyri og Eyjafjörð er fyrir löngu flutt burt af skrifstofu Dags. Er þetta tekið fram enn einu sinni vegna endurtekinna kvartana um vanskil á ritinu. — Þeir, sem verða fyrir vanskilum, ættu að skrifa afgreiðslu ritsins í Samþandshúsinu, Reykjavík. Minningargjöf til Sjúkrahúss- ins á Akureyri um Sigurð Páls- son Gefjun kr. 250.00 frá Guð- rúnu Jóhannesdóttur Sólheim- um 2, Glerárþorpi. Móttekið á afgr. Dags. Júlíus Þorleifsson frá Grýtu varð sjötugur 18. þ. m. Hann dvel ur nú að Munkaþverá. Drengjajakki var skilinn eftir í Brauð- gerð KEA. Réttur eigandi vitji hans og borgi auglýs- ingu þessa. Herbergi og lítið eldhús eða eldunar- pláss óskast til leigu handa eldri konu, er vin'nur heima Uppl. í síma 1889. Ástæða er til að minna bæjar- búa á að nota ruslakörfurnar í miðbænum. Þótt körfurnar séu þar er jaínan dreif af bréía- rusli og öðrutn úrgangi á göt- unum, jafnvel rétt í kringum körfurnar. Séra Benjamín Kristjánsson dvelur um þessar mundir í þýskalandi en er væntanlegur heim aftur um miðjan ágúst. Séra Friðrik J. Rafnar þjónar fyrir hann á meðan. S.I. laugardag gerðizt sá sjald- gæfi viðburður á golfvellinum hér að slegið var í einu höggi í holu. Gcrði það Adolf Ingi- marsson, Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn, sem þetta tekst á nýja golfvellinum hér, hafði kornið fyrir tvisvar á garnla golfvellinum. Hjónabönd. Hinn 26. júlí voru gefin saman í hjónaband Bára Sigurðardóttir, prentara Jóns- sonar og Sverrir Benediktsson rakari, Reykjavik. Framtíðar- heimili hjónanna verður í Rvík. — Hinn 27. júlí voru gefin saman í hjónaband Borghildur Sólveig Olafsdóttir og Jón Steinar Mari- nósson rafvirki, Akureyri. Fram- tíðarheimili þeirra verður á Ak- ureyri. — Séra Friðrik J. Rafnar gifti þæði hjónin. Þjóðvegurinn hér sunnan við bæinn, fram Staðarbyggðina og í vesturhlíðum Vaðlaheiðar hefur að. undanförnu verið: illa, fœr bif— reiðum vegna stórgerðr'a „þvotta bretta“. Hafa heflar vegagei'ðar- , innar ekki ofieynt sig á því að halda þessum fjölfarna vegi í sæmilegu lagi. Undarl. er það, að vegirnir hér í kringum Akureyri skuii sífelt verða í röð leiðinieg- ustu þjóðvega fyrir lélegt við- hald. Vegleg minningargjöf. %. sjö- tugsafmæli Árna heit. Jónssonar símastöðvarstjóra á Hjalteyri, 20. júlí sl., gáfu dætur hans sóknar- kirkju hans á Möðruvöllum í Hörgárdal kr. 5000.00 — fimm þúsund. — Er þetta ein af mörg- um gjöfum, sem kirkjunni hafa borizt nú á skömmum tíma, en að vísu sú stærsta. — Fyrir hönd kirkju minnar og safnaðar flyt eg góðum geföndum beztu þakkir. Sig. Stefónsson. Á golfmeistaramóti íslands, sem háð var hér 17.—20. þ. m., sigraði Birgir Sigurðsson, Akureyri, 2. varð Jón Egils, Ak., og 3. Sigtr. Júlíusson, Ak. Fyrrverandi ís- landsmeistari, Þorv. Ásgeirsson. varð 7. í röðinni. Öldungakeppni vann Gunnar Schram, Ak., og 1. flokks keppni Stefán Árnason, Ak. Dagur kemur næst út fimmtu- daginn 7. ágúst (ekki á miðviku- daginn, vegna frídagsins mánud. 4. ágúst). Talsverð síld veiðist á austursvæðinu í fyrrakvöld fenugu nokkur skip allgóðan afla á austursvæð- inu, 20—30 mílur undan Bjarn- arey, 200—800 mál. Síldarleitar- flugvélin héðan sá síldina vaða og var þá aðeins eitt skip að veiðum þarna, en talsverður floti skammt undan. Komust mörg skip á staðinn í tæka tíð. Á meðal skipa, sem fengu allgóða veiði eru Jör- undur, Snæfell, Akraborg^ Haukur I o. fl. ■ • '-V

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.