Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 1
Málverka- og góbelínvcfnaS- arsýning í Gagnfræðaskóla- húsinu þessa viku. GJALDDAGí BLAÐSINS var 1. júlí síSastliðinn. XXXV. árg., w' .... ■■■■ Akureyri, miðvikudaginn 30. júlí 1952 39. tbl. Frá háííðahöldunum í Húsavík sl. sunnudag. Frá vinstri: Mannfjöldinn á torginu við verzlunarhús K. Þ., Karl Kristiánsson alþm. setur samkomuna, Vihjálmur Þór for- stjóri ávarpar mannfjöldaim, Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri ílytur ræðu, Jón Sigurðsson í Yztafelli í ræðustólnuni. Páll H. Jónsson og Ketill Indriðas. fluttu kvæði. Þingeyingar minntost frumherja samvinnustarfsins og viðburða- ríkrar sögu Samband íslenzkra samvinnu- félaga hefur fært Kaupfélagi Þingeyinga að gjöf líkneski af fyrsta kaupfélagsstjóranum á ís- landi, Jakobi Hálfdánarsyni frá Grímssíöðum í Mývatnssj^it, og var líkneskið afhjúpað við hátíð- lega athöfn í Húsavík sl. sunnu- dag. Var dagurinn helgaður sam- vinnustarfinu og minningu frimi- herjanna hvar vetna um héraðið og komu Þingeyingar fjölmeimir til Húsavíkur hvaðanæfa úr héraðinu. Fjölmenn útísamkoma. Hátíðahöld dagsins hófust á torginu fyrir framan hið reisu- lega verzlunarhús K. Þ. klukkan 2 síðdegis, í mildu og góðu veðri. Var þá fjölmenni þar saman komið. Karl Kristjánsson alþm., formaður kaupfélagsstjórnarinn- ar, setti hátíðina og bauð vel- komna heiðursgestina, en þeir voru m. a. Vilhjálmur Þór for- stjóri SÍS og frú hans, dætur Jakobs Hálfdánarsonar, er kom- ið höfðu frá Reykjavík til þeíS að taka þátt í þessum fagnaði og vera viðstaddar afhjúpun minn- ismerkisins, og fulltrúar þing- eysku kaupfélaganna, á Kópa- skeri og Svalbarðseyri, Pétur Siggeirsson formaður K. N. Þ. og Finnur Kristjánsson kaupfélags- stjóri á Svalbarðseyri og konur þeirra. Karl minnti á það í setn- ingarræðu sinni, K. Þ. hefði ekki haldið slíka hátíð sem þessa síð- an það minntist 25 ára afmælis síns að Breiðumýri árið 1907, en sú hátíð var lengi rómuð í hér- aðinu og er enn í minni margra. Oskaði hann þess, að samvinnu- hátíð sú, er nú væri sett, skildi eftir minningar eigi síðri né skammlífari. — Lúðrasveit Ak- ureyrar lék á hátíðinni í milli ræðuhaldanna, og Karlakórinn Þrymur söng og var báðum klappað lof í lófa fyrir góða frammistöðu. Afhjúpun líkneskisins. Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS, ávarpaði manníjöldann að lok- inni setningarræðu formanns K. Þ. og flutti Þingeyingum þakkir fyrir brautryðjandastarf þeirra í samvinnumálum, er þeir hefðu stofnað bæði K. Þ. og SÍS, og fundið þaú framkvæmdaform, er vel hefðu dugað. Hann minntist frumherjanna og starfs þeirra og þeirra hugsjóna, er þeir hefðu aþð í brjósti. Hann leiddi líkur að því, að náttúra héraðsins í fjölbreytileik sínum hefði mótað hina glæsilegu brautryðjendur cg andans menn, er þar hefðu lifað og starfað fyrr og síðar. Hann kvað sér það í senn heið- ur og ánægju, að fá að afhenda Kaupfélagi Þingeyinga líkneski af fyrsta kaupfélagsstjóranum og brautryðjandanum Jakobi Hálf- dánarsyni, er SÍS færði félaginu að gjöf, í virðingarskyni við minningu þessa ágæta manns og sem þakklætisvott samvinnu- hreyfingarinnar til Þingeyinga. Gekk forstjórinn síðan inn í anddyri hins nýja verzlunarhúss K. Þ., þar sem styttunni hafði verið komið fyrir, og afhjúpaði hana. Myndin er gerð af Jónasi Jakobssyni mydhöggvara, í fullri líkamsstærð. Á fótstallinum er mynd af börnum, sem eru að bisa við bjarg. Myndin mun framveg- is standa í anddyrinu og hefur henni verið búinn þar sérstakur staður. Ræðu Vilhjáms Þór var | ágætlega fagnað af mannfjöldan- | um en Karl Kristjánsson færði i fram þakkir K. Þ. fyrir ágæta gjöf og lét mannfjöldinn SÍS lengi lifa með ferföldu húrra- hrópi. Minnst 70 ára samvinnustarfs. Að lokinni athöfninni fluttu ræður Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri, Karl Kristjáns- son alþm., formaður K. Þ., Jón Sigurðsson í Yztafelli, Þórir Friðgeirsson gjaldkeri K. Þ., Pét- ur Siggeirsson á Oddsstöðum, formaður Kaupfélags Norður- Þingeyinga og Finnur Kristjáns- son kaupfélagsstjóri á Svalbarðs- eyri. Þeir Þórhallur og Karl minntust í ræðum sínum frum- herja samvinnustarfsins i Þing- eyjarsýslu og héraðsins sjálfs, og litu yfir farinn veg 70 ára sam- vinnustarfs. Jón Sigurðsson í Yztafelli talaði m. a. um gildi bókasafns Þingeyinga fyrir hér- aðið og tengsl þess og samvinnu- stefnunnar og minnti á nauðsyn þess að búa vel að safninu, en ákveðið er að það verði hýst í hinni nýju og veglegu stórbygg- ingu K. Þ. þá fluttu þeir Páll H. Jónsson kennari á Laugum og Ketill Indriðason bóndi á Ytra- Fjalli snjöll kvæði, er þeir höfðu ort, í tilefni af 70 ára afmæli K. Þ. Þórir Friðgeirsson flutti kveðjur starfsmanna félags ins, Pétur Siggeirsson flutti kveðjur frá K. N. Þ. og tilkynnti að félagið mundi gefa K. Þ. brjóstmynd af Jóni Jónssyni Gauta, er var fyrsti kaupíélags- stjóri Kaupfélags Norður-Þing- eyinga. Finnur Kristjánsson flutti kveðjur frá Kaupfélagi Svalbarðseyrar og minntist langrar samvinnu K. Sv. og K. Þ. Að lokum þakkaði Karl Krist- jánsson kveðjurnar og árnaðar- óskirnar, las heillaskeyti, sem borizt höfðu, minntist fóstur- jarðarinnar og sleit síðan þessari' myndarlegu útisamkomu, en (Framhald á 5. síðu). Líkneski Jakobs Kálfdánarsonar í anddyri K. Þ. í Húsavík, eftir afhjúpunarathöfnina á sunnudaginn. Jónas Jakobss. gerði myndina. Á fóístalli, sem er IV2 m. hár, er táknræn mynd af bömimi a'3 bisa við bjarg. Myndin mun framvegls prýöa hið veglega anddyri nýja verzlunar- og skrifsíoíuhúc-sins, sem nú er sem næst fullbyggt. — Dætur Jakobs Háífdánarsonar, er voru heiðursgcstir á hátiðinni: Frá vinstri: Herdís, Jaliobína og Aðaibjörg. Þórhallur Sigtryggsson kaupfé'agsstjóri minntíst þeirra sérstaklega í ræðu í veizlu K. Þ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.