Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 2

Dagur - 30.07.1952, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 30. júlí 1952 Signrður Pálsson forstjóri Ullarverksm. Gefjunar Dánarminning: Alt eins og bómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgun stund á snöggu augabragði afskorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Manni kemur ósjálfrátt í hug þessi fagri sálmur þegar sam- ferðamenn okkar hverfa héðan á bezta skeiði lífsins. Við sem störfuðu með Sigurði Pálssyni, áttum von á að eiga með honum langa samleið, því hann var hér sem forstjóri Gefjunar, nýlega tekinn við því starfi af fóstur- fþður sínum Jónasi Þór. En' hin duldu öfl sem ráða lífi og dauða, hafa í því efni viljað fara aðrar leiðir en við. Sigurður Pálsson byrjaði sitt ullarjðnfræðinám hér á Gefjuni undir handleiðslu Jónasar Þór, og að því námi loknu sigldi hann til framhaldsnáms til Þýskalands, og nokkr-um árum síðar til Eng- lands og USA til framhaldsnáms. Það má því með sanni segja að Sigurður Pálsson, hafi öðlazt betri menntun í þessum fræðum en flestir ef eigi allir nú lifandi íslendingar. Eins og að líkum lætur lenti það því mjög í hlut Sigurðar að vinna með Jónasi Þór að uppbygggingu hinnar nýju fullkomnu ullarverksöaiðju Gefjunar, sem Sambandið hefur verið og er að koma hér upp. Þeir sem lítið þekkja til slíkra mála, gera sér varla grein fyrir því, hversu stórbrotið og vanda- samt verk hér hefir verið og er verið að leysa. Sigurður Pálsson, hefir átt mjög merkan þátt í öllu sem hér hefir verið gert, og hefir hann þannig á stuttu æfiskeiði, öðlast þá hamingju að leggja styrka hönd á merka upp- byggingu nýrrar ullarverksmiðju sem öll þjóðin á komandi árum á eftir að njóta ávaxtanna af. Við fráfall Sigurðar er sár harmur kveðinn að eftirlifandi ekkju börnum og móður, en nokkur tregabót má það vera, að vera þess vitandi að eftir Sig- urð liggur mefkilegt' starf, sem þjóðin á komandi tímum á eftir að skilja enn betur en hún nú gerir. — Blessuð sé minning hans. A. Þorsteinsson. Alúðarfyllstu þakkir flyt eg börnum minum og I tengdabörnum, vinum og kunningjum, sem á ýmsa lund auðsýndu fnér 'ástúð og virðingu á áttrœðisafmœli minu þann 21. þ. m. og gerðu mér daginn ógleyman- 1 legan. Lifið öll heil i guðs friði. Friðrika Tómasdóttir. Skozka bómullaraefnið er nú komið! Vefnaðarvörudeild. NÝKOMIÐ! Frá Englandi: Hurðarhandföng og skrár Hurðaskrár Utidyraskrár, m. handfangi Smekklásar (Union) Skápalæsingar, fl. teg. Hengilásar, fl. teg. Láshespur Rennilokur Staflalamir Jám- og giorvöriideild. Frá Svíþjóð: Skrár og handföng Ú tidyraskrár Ú tidyrahandföng Hliðgrindalamir Hliðlokur Fjaðralásar (skápsmellur) Dyraklinkur Fatasnagar Skápalæsingar Káetuskrár, með hand- föngum og skiltum Jám- og' glervöfúdeild. Guðný Loftsdóttir frá Þúfnavöllum I Eins og áður er getið hér í blað- Ullarmóttaka sfendur yfir hjá Kaupfél. Eyfirðinga Eins og auglýst er í þessu blaði er ullarmóttaka hjá KEA hafin fyrir nokkru og fer fram í vöru- geymslu félagsins á Gleráreyr- um, þar sem áburðarafhending fór fram á sl. vori. Félagið beinir þeim vinsamlegu tilmælum til bænda, að þeir komi ullinni frá sér hið allra fyrsta og forði frá auknum kostnaði við móttökuna með því að gera móttökutímann óþarflega langan. r Islandsmet í svifflugi Nú fyrir sköfnmu fóru félagar úr Svifflugfélagi Akureyrar til æfinga við Sellandafjall í Mý- vatnssveit undir leiðsögn þýzka svifflugkennarans, sem hér dvel- ur. Er góð flugaðstaða við fjallið í hvaða vindátt sem er. Við þetta tækifæri setti Tryggvi Helgason, Akureyri, íslandsmet í þolflugi á svifflugu, var á lofti samfleytt í 16 klst. og 25 mín. Tryggvi flaug á Olympia-flugu, og var flugan í 400—1200 metra hæð, lengst af í 800—1000 metra hæð. Þýzki kennarinn átti um skeið heims- met í slíku þolflugi. Á hausti lcomanda veroa liðin 75 ár frá því að kvennaskólinn eldri tók til starfa á Laugalandi í Eyjafirði. Var hann einn af fyrstu hús- mæðraskólum landsins og þótti á þeim tíma mikilsvert um þá menntun, sem hann veitti. Mörg ungmeyjan kleif þá þrítugan hamarinn til að verða aðnjótandi skólavistar þar og' var skólinn sóttur úr öllum landsfjórðungum, en þó mest af Norður- og Aust- urlandi. Heimili margra þessara kvenna urðu til fyrirmyndar og þóttu bera af um menningar- fræðslu. Við, sem höfum notið ástúðar þeirra og umhyggju, stöndum í þakkarsklætisskuld við þær og þá brautryðjendur, sem að skól- anum stóðu. Enda þótt þorri þeirra kvenna, sem stunduðu nám í Laugalandsskólanum á ár- unum 1877—1896, séu gengnar til hinztu hvíldar, lifa þær í verk- um sínum og þakklátri minningu vandamanna og vina. Hefur því Héraðssamb. eyfirzkra kvenna þótt hlýða að gangast fyrir því, að heiðruð verði minning þeirra, með einhverjum þeim hætti, sem varanlegur væri og staðnum til prýði, og jafnframt fagur og táknrænn um líf þeirra og störf. í þessu skyni samþykkti H. E. K. svohljóðandi tillögu á síðasta aðalfundi: „Héraðssamband eyfirzkra kvenna samþykkir að gangast fyrir því, að koma upp minning- arlundi að Syðra-Laugalandi, til minningar um námsmeyjar og kennara gamla Laugalandsskól- ans.“ Á fundinum bárust strax fyrir- heit um minningargjafir, og þótti líklegt að margir vildu styrkja þetta fyrirtæki. með, minningar- gjöfum um máéð'ur sínar, eða áðrar ættkonur, sem í skólanum inu, andaðist Guðný Loftsdóttir frá Þúfnavöllum 10. júní si. að Elliheimilinu í Skjaldarvík. Hún var lögð til hinztu hvíldar 16. s. m. heima á Þúfnavöllum við hlið manns síns, í grafhýsi, er liann hafði gera látið mörgum árum fyrir dauða sinn. Guðný var fædd 29. júní 1861 að Baugaseli 1 Hörgárdal, dóttir Lofts Guðmundssonar þónda þar og konu hafa dvalið og sótt þangað mennt un sína. Æskilegt væri að þeir, sem áhuga hafa fyrir því, að •heiðra minningu einhverra hinna gömlu námsmeyja eða kennara Laugalandsskólans með þessum hætti, sendi stutt æviágrip þeirra og mynd af þeim, ef unnt væri. Verður varðveitt í Húsmæðra- skólanum sérstök minningabók, þar sem þessar myndii' verða festar inn og æviágripin skráð, eða það sem gefandinn kynni sérstaklega að óska. Verður unnið að því að eignast þannig skrá yfir sem flestar námsmeyjar eldri skólans, en hana geta vitanlega ættingjar og vinir bezt látið í té. Ætlunin er, ef mál þetta fær ákjósanlegar undirtektir, að marka fyrir minningarlundinum á 75 ára afmæli skólans í haust, en girða hann og planta á næsta vori. Hefur lundinum þegar ver- ið ti-yggður fagur staður í grennd við Húsmæðraskólann, sem nú starfar á Laugalandi. Er svo til ætlast, að þessi reitur megi jafn- framt vekja áhuga þeirra náms- meyja, sem sækja Laugalands- skólann í framtíðinni fyrir ti-já- rækt og allri heimilisprýði utan- húss. Minningargjöfum þessum hefur frk. Arnheiður Skaptad., gjaldkeri á skrifstofu KEA, góð- fúslega lofað að veita móttöku fyrst um sinn. Gefur hún jafn- framt nánari upplýsingar um málið, ef menn óska. Mér er ekki kunnugt um hve fjölmennur hópur nómsmeyja frá gamla Laugalandsskólanum hef- ur verið, né hverjar þeirra eru á lífi. En þær, sem treysta sér til, ættu að rifja upp æskudagana við skólasetninguna á Laúgalandi á hausti komanda, þar sem þær eru alveg sérstaklega velkomnar á þetta hátíðlega nfrnæh skólans, að því er stjórnéndur skólans segja. — S. S. '......... hans, Þorbjargar Jónsdóttur. Ólst hún þar upp með loreldrum sínum. Ekki var siður í þá daga að setja ungt fólk til mennta, sízt stúlkur, þó var Guðný vetrarþartýéið nánt á Ytri-Bægisá hjá frá Hólmfríði Þor- steinsdóttur, konu sr. Arnljóts Ól- afssonar. Baugasel, þar sem Guðný ólst upp, er í Barkárdal, sem er af- dalur vestur úr Hörgárdal. Bærinn er langt frá öðrurn bæjum og af- skekktur. Guðný liefur því sjálfsagt haft lítið samneyti við annað fólk í æsku. Þó kom það æði oft fyrir í þá dága, að næturgesti bar þar að garði og stúndum illa til reika, því að menn lögðu þá töluvert leið sína yfir fjöllin (Héðinsskörð) á milli Hörgárdals og Hjaltadals, einkum skólapiltar á Hóium. Meðal ann- arra bar þar að garði Guðmund Guömundsson, kennara við búnað- arskólann á Hólunt. Kom liann þangað kalinn og lirakinn, eftir að liala brotizt yfir fjöllin í grimmdar stórhríð, og’varð nú að leggjast þar veikur. Þetta urðu örlög Guðnýjar, því að þau Guðmundur trúlofuðust og gengu að eigast 14. .júlí 1884, og lifðu síðan saman í liinu farsælasta hjónabandi í nær því 63 ár, eða þar til hann andaðist árið 1947. Fyrsta árið eftir giftingu þeirra hjóna, var Guðmundur enn kenn- ari á Hólunt. Síðan tóku þau hjón part af Baugaseli til ábúðar, en vorið 1887 reistu þau bú í Sörla- tungu í Hörgárdítl og þjuggu þar til ársins 1892, en þá.fiuttu þau að’ Þúfiiabiillióri/cig bjúggtí þar á infeð-þ an bæði lifðu.............. i *♦ ■ r. Þeim hjónunum, Guðmundi og Guðnýju, búnaðist mjög vel, urðu vel efiuið og ráku stórbú á Þúfna- völluni, énda var Guðmundur, fcins og m^jgir mumtaánunÍJauást.Jiinn mesti athafnamaður og búhöldtuy. og luin manni sínuin 'samlient 1. öllu. Hcimilið 'var sl.órt: margt verkafólk og börnin ínörg. LIús- freyjustaðan hefur því oft. verið erfið, en í því efni naut Guðný á- gætrar áðstóðar íiiágköiiu síiinar, Sigurlaugar Guðnnindsdóttur, sem mjög lengi var önnur liönd hennar í heimilis- og bústjórn. Guðný á Þúfnavöllum var lán- söm kona, enda horfði lnin'í ell- inni þakklátum augum ylir farinn vcg: lnin unni manni sínum hug- ástum og vildi öllu íyrir hann lórna til hinztu stuiidar, og henni auðn- uðust samvistir við ltann til ltárrar élli og bar alltaf þá umhyggju, sem aldrei brást, fyrir honum. Þeim. hjónum varð 8 barna auðið, og eru þau öll á lífi, 6 synir og 2 dætur. Öll liafa börnin gifzt og eignazt börn og barnabörii, svo að afkom- endur Guðnýjar og Guðmnndar á Þúfnavöllum eru nú orðnir niargir. .Xf sonunum eru tveir bændur á Þúfnavöllum og sá þriðji á næsta bæ, tveir eru embættismenn í Reykjavik, cn elzti sonurinn og báðar dæturnar eru hér á Akureyri. Síðustu ár ævinnar dvaldist Guð- ný á elliheimilinu í Skjaldarvík. Þar lcið hcnni vel eftir atvikum, enda voru allir, starfsmenn og vistfólk, henni góðir. Sérstaklega ber að nefna fórstöðumann hælisins, Stef- án Jónsson, sem reyndist henni eins og góður sonur, enda unni hún honum sem syni sínum, og sam- býliskonu hennar, Guðlaugu Benja- mínsdóttur, er var hcnni sem systir. Guðný sál. var gædd góðum gáf- um og fróðleikfús. Hún var trygg- lyiul og vinföst, ]>ar sem hún tók því, en ekki mannblendin, enda dul í skapi. Astrík og umhyggjusöm eiginkona var hún svo að af bar og að öllu hin merkasta kona. S. Bréf til Dags: Kvennaskólinn LaugalandF 75 ára Héraðssamband eyfirzkrá kvenna vill heiðra. minningu braufryðjendanna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.