Dagur - 07.08.1952, Qupperneq 1
Forustugreinin á 4. síðu:
Nýr forseti sezt undir
stýri á þjóðarskútunni.
Dagu
GJALDDAGI BLAÐSINS
var 1. júlí síðastliðinn.
XXXV. árg.
Akureyri, fimmtudaginn 7. ágúst 1952
31. tbl.
Hátíðlesr athöfn' í dómkirkiu]
iiigislmsmy
Forsetion og kona haos ákaft hyllt, er hami
ávarpaði Btiannfjöldami af svölum þinghússins
Herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, var settur
inn í þjóðhöfðingjaembættið með prjállausri, en
þó stílhreinni og virðulegri athöfn í dómkirkju
og alþingishúsi 1. ágúst sl. — Mikill mannfjöldi
hafði safnazt saman úti fyrir húsinu, og fagn-
aði fólkið foísetahjónunum innilega, þegar þau
gengu fram á svalir þinghússins, er forsetinn
hafði undirritað eiðsstafinn
Kirkjuathöfnin.
Dómkirkjan var fullsetin gest-
um, er athöfnin hófst kl. 3,30
Hópur presta í fullum skrúða
gekk fyrir fylkingunni og tók
sér saeti í kórnum. Síðan gengu
ráðherrar, sendiherrar erlendra
ríkja, frú Georgía Björnsson,
fyrrverandi forestafrú, og ýmsir
æðstu embættismenn ríkis og
bæjar. Þegar fyrirmenn þessir
höfðu tekið sér sæti, gekk forseti
í kirkju við hlið Jóns Ásbjöms-
sonar, forseta hæstaréttar, þá
forsetafrúín, Dóra Þórhallsdóttir,
við hlið biskupsins yfir íslandi,
herra Sigurgeirs Sigurðssonar.
Næst gengu þeir forsætisráð-
herra og forseti sameinaðs þings
og loks forsetaritari og skrif-
stofustjóri Alþingis.
Forsetahjónin sátu innst í
kirkjunni, gegnt kór og prédik-
unarstól. Hófst guðsþjónustan
með því, að sunginn var sálmur
og söng dómkirkjukórinn fyrir.
Biskup las ritningarorð og flutti
ávarp, þar sem hann bað forset-
anum og starfi hans blessunar.
Enn söng kórinn, en biskup
blessaði yfir söfnuðinn, og að
lokum var sunginn sálmurinn
„Beyg kné þín, fólk vors föður-
lands“. Var kirkjuathöfninni þar
með lokið, en hún var öll hin
virðulegasta.
í alþingishúsinu.
Embættistakan sjálf fór svo
fram í fundarsal neðri deildar.
Söngflokkur undir stjórn dr. Páls
ísólfssonar söng „Rís íslands
fáni“, en Þorsteinn Hannesson
óperusöngvari söng einsöng. —
Þá tók til máls Jón Ásbjörnsson,
forseti hæstaréttar, lýsti því yfir,
að Ásgeir Ásgeirsson væri rétt-
kjörinn ríkisforseti íslands og
las síðan eiðstafinn:
„Eg undirritaður, sem kosinn
er forseti fslands um kjörtíma-
bil það .sem hefst 1. ágúst 1952
og lýkur 31. júlí 1956, heiti því,
að viðlögðum drengskap mín-
um, að halda stjórnarskrá lýð-
veldisins fslands."
Undirritaði Ásgeir Ásgeirsson
eiðstaf þennan í tvíriti, en forseti
hæstaréttar afhenti honum kjör-
bréfið í nafni þjóðarinnar og árn-
aði honum heilla. — Þá gekk for-
setinn fram á svalir þinghússins,
en mannfjöldinn fagnaði honum
ákaft. Bað forsetinn ættjörðina
lengi lifa, en fólkið tók undir
með ferföldum húrrahrópum.
Var forsetafrúin þá kölluð fram
á svalirnar og þau hjónin bæði
hyllt innilega. — Að þessu loknu
gekk forsetinn aftur í þingsalinn
og flutti snjallt ávarp.
Allri athöfninni í kirkju og
þinghúsi var útvarpað, og þótti
hún fara sérlega virðulega fram.
Var kirkjan, en einkum þó þing-
salurinn fagurlega skreyttur
blómum og íslenzkum fónalitum.
Er athöfnin var á enda, var for-
setinn enn kallaður fram á svalir
þinghússins, og hyllti mannfjöld-
inn þjóðhöfðingjann enn á ný og
hvað eftir annað af mikilli hrifn-
ingu.
Njörður, Ak. 875
Pétur Jónsson, Húsavík 885
Smári, Húsavík 1011
Snæfell, Ak. 1453
Stígandi, Ólafsf. 935
Súlan, Ak. 841
Særún, Siglufirði 545
Von, Grenivík 722
Vörður, Grenivík 906
Bræðslusíldin nú 26 þús. mál, en 257 f)ús.
í fyrra - Saltsíldin nú 28 þús. tmmur,
en 65 þús. í fyrra
A rniönœtti laugátdagskvöldið 2.
dgúst var sildaraflinn norðanlands
alls orðinn 28.142 tunnur i salt,
26382 mdl í brœðslu, 5A35 tunnur
í beitufrystingu og 3.702 mál af
ufsa. Er þelta aðeins litill hluti af
þvi, sem aflazt hafði á sama tíma í
fyrra, en þá var aflinn 65.000 tn.
i salt, og nccr 255.000 mál í brœðslu.
Vikuna 27. júlí til 2. ágiist var
enn að heita mátti aflalaust á síld-
armiðunum fyrir Norffur- og Aust-
urlandi. Einnig var veður lengst af
óhagstætt.
Alls nam aflinn i vikunni 2435
tn. i salt, 6879 mál í brccðslu, 709
In. til beitUfrystingar og 1277 mál
af ufsa.
Við Suðvesturland voru stund-
aðar veiðar rneð reknetjum af
nokkrum bátum og var sú síld, sem
veiddist till fryst til beitu. Var á
laugardagskvöld búið að frysta alls
um 4.300 tunnur.
Af skipum þéini, Sem stunda síld-
veið'ar með hringnót eða herpinót
fyrir Norður- og Austurlandi, en
þau munu vera hátt á annað
hundrað að tölu, höfSu s.l. laugar-
dagskvöld aðeins 47 skip ailað meir
en 500 mál og tunnur, en af þeim
eru þessi frá höfnum við Eyjafjörð
og nágrenni:
Mál & tn
Bv. Jörundur Ak. . 1601
Akraborg, Ak. 2299
Bjarmi, Dalvík 558
Dagný, Siglufirði 498
Einar Þveræingur, Ólafsf. 591
Garðar, Rauðuvík 510
Gylfi, Rauðuvík 863
Hagbarður, Húsavík 671
Haukur I., Ólafsf. 1398
Ingvar Guðjónsson, Ak. 1559
yVuk þess hafa nokkur skip feng-
ið upsa, sem ýmist er ílattur og
saltaður cða settur í bræðslu. Hafa
fengizt 55 aurar iyrir kg. til söltun-
ar, en ekki stórum minna íyrir
málið til bræðslu en fyrir bræðslu-
síld með því verðlagi, seni á henni
er nú. En viðhald veiðarfæra er
miklu meira á upsaveiðunum, því
að sá fiskur fer illa með næturnar.
Lýðræðisflokkarnir
þrír Iiafa nú ákveðið
frainbjóðendur sína
í V.-fsaf jarðarsýslu
Sökum þess að þingmaður
Vestur-ísfirðinga, Ásgeir Ás-
geirsson, hefur sagt af sér
þingmennsku um leið og hann
tekur við emhætti sínu sem
forseti íslands, verður nú háð
aukakosnhig í héraðinu.
Hafa nýskeð Iilutaðeigandi
stjórnarvöld ákveðið, að kosn-
iugin fari fram 21. sept. n.k.
Lýðræðisflokkarnir þrír hafa
þegar ákveðið frambjóðendur
sína við aukakosningu þessa.
En blaðinu er ekki kunnugt
um, hvort kommúnistar muni
hyggjast hafa þar mann í
kjöri, né heldur — ef svo er —
hver frambjóöandi þeirra
muni verða, enda skiptir það
litlu máli, því að harla lítið
mttn sá flokkur og frambjóð-
andi hans koma við sögu í
þessum kosningum, hvorí sem
er.
Að hálfu Framsóknarflokks-
ins verður í kjöri Eiríkur Þor-
steinsson, kaupfélagsstjóri á
Þingeyri, kunnur gáfu- og at-
orkumaður, sem mjög hefur
komið við sögu framkvæmda
og félagsmála þar í héraðinu
síðustu tvo óratugina.
Sjálfstæðismenn bjóða fram
ungan og líttreyndan lögfræð-
ing úr Reykjavík, Þorvald
Garðar Kristjónsson að nafni,
sem nýlcga hcfur, að sögn,
gerzt liðhlaupi úr herbúðum
Alþýðuflokksins og þá helzt
þeirra erinda að komast í
þessa krás, ef þess væri frem-
ur kostur á vegum íhaldsins
en krataima.
Frambjóðandi Alþýðu-
flokksins er Sturla Jónsson,
útgerðarmaður þar vestra.
Frá ferðaskrifstofimni á Akureyri:
m um helqra
Næstu ferð á vegum ferða-
skrifstofunnar á Akureyri er
heitið austur í Mývatnssveit, en
þaðan að Dettifossi og um Ás-
byrgi, Kelduhverfi, Reykjaheiði
og Húsavík hingað til bæjarins
aftur. Verður Laxárvirkjunin
skoðuð í heimleiðinni. — Lagt
verður af stað að afliðnu hádegi
(kl. 1,30) á laugardag ,gist í Mý-
vatnssveit, en ■ komið aftur til
bæjarins á sunnudagskvöld.
Næstu ferðir á vegum ferða-
skrifstofunnar hafa enn ekki ver-
ið fyllilega ákveðnar, en ráðgerð
er hópferð til Reykjavíkur
snemma í september, m. a. til
þess að skoða iðnsýninguna, sem
þá stendur þar yfir. Verour sú
hópferð eins ódýr þátttakendum
og framast er nokkur kostur og
mun taka þrjá daga: — lagt af
stað héðan á laugardag snemma
og komið aftur til bæjarins á
mánudagskvöld. Þeir, sem hug
hafa á þátttöku í slíku ferðalagi,
ættu sem fyrst að gefa sig fram
við ferðaskrifstofuna,