Dagur - 07.08.1952, Side 2

Dagur - 07.08.1952, Side 2
2 D A G U R Fimmtudaginn 7. ágúst 1952 Sjötugur: Jón H. Þorbergsson á Laxamýri 1 Hugleiðingar Hjörleifs bónda Jónssonar á Gilsbakka í tilefni af sextugsafmæli lians 2. ág. 1950 í fyrradag til sólarlags þá var ég verkamaður og vann þá fyrir spesíu og nærri hálfum dal, svo hvíldist ég með vclþóknun. í gær var ég svo glaður, því glöggt eg heyrði saklausra barna minna hjal. f dag er ég sem konungur með vinahóp að verði, sem vakta mína göngu, já næstum fótmál hvert, með lof fyrir það allt, sem ég aldrei raunar gerði, en ýinsum þótti gagnlegt og næsta mikilsvert. Á morgun verð ég kannske að mestu leyti gleymdur, en minningarnar tíni ég £ reynslu minnar sjóð, og má svo fara, að þar verði margur hlutur geymdur, sem minni á hrunda vörðu á ferðamannsins slóð. Eg bý mig svo á ströndinni, bíð þar cftir fari og byr, sem greiðir förina yfir hafið þvert. Eg ber fram eina spurningu, býst ekki við svari: — Báturinn mun koma og flytja mig — en hvert? Síðastl. fimmtudag varð bænda- höfðinginn, Jón H. Þorbergsson á Laxamýri, sjötugur að aldri. Hann er fyrir margra hluta sakir einn af merkustu mönnmn í bændastétt, þjóðkunnur fyrirlcs- ari, rithöfundur og forvígismað- ur um margvísleg menningar- og hagsmunamál landbúnaðarins. Hann er fæddur að Helgastöð- um í Reykjadal og er af kunnura þingeyskum bændaættum kom- inn. Hann hóf snemma nám í lífsins skóla, bví að hann vai-ð að fara að heiman 10 ára að aldri og sjá fyrir sér sjálfur upp frá því. Slík lífsreynsla er ekki léttbær, a. m. k. mun yngri kynslóðinni í dag virðast svo, en þeir sem kom- ust heilir og höldnu upp úr þess- um harða skóla, til þroska og manndóms, munu samt telja, að hann hafi styrkt þá og stælt og mannað á marga und, þótt annars væri farið á mis. Og furðu marg- ir af beztu sonum þjóðarinnar hafa þannig hafizt af sjálfum sér til virðingar og forráða. í þeim hópi er Jón á Laxamýri. Saga hans er lærdómsrík dæmisaga um fátækan sveitapilt, sem brýzt áfram af eigin rammleik, til fjár- hagslegs sjálfstæðis fyrst, en síð- an til menntaheima erlendis og flutti nýjar hugmyndir og ný viðhorf um byggðir landsins. Á unglingsárum sínum dvaldi Jón í Fnjóskadal og síðar í Reykjadal. Vann hann þá um skeið hjá Ingólíi lækni Gíslasyni, þeim merka manni, sem mun hafa hvatt hinn unga mann til þess að framast erlendis. Ingólf- ur læknir bar Jóni síðan vel sög- una og minntist hans mjög lof- samlega síðar meir. Hjá læknin- um nam Jón ýmis bókleg fræði, þ .á. m. tungumál og vmdirbjó utanför, sem hugur hans stóð til. Árið 1906 réðist hann til náms- farar til Noregs og dvaldi hann næstu árin við bóklegt og verk- legt nám í Noregi og á Skotlandi. Mun enginn íslenzkur bóndi hafa farið jafn oft utan til þess að kynnast nýjungum og víkka sjóndeildarhring sinn, sem Jón Þorbergsson, því að hann hefur farið utan 8 sinnum alls og dvalið samtals 5 ár á Norður- löndum og Bretlandi. Eftir heimkomuna hóf Jón að ferðast um byggðir landsins til þess að leiðbeina bændum um ýmisleg efni, er hann hafði num- ið erlendis, einkum þó sauðfjár- ræktina, sem hann hafði lagt sérstaka stund á í Skotlandi. Þessu fyrirlestra- og leiðbeininga starfi hélt Jón áfram í 10 ár, 1909 —1919 og lagði grundvöll að margs konar framförum og um- bótum í sveitum landsins. Jafn- framt fyrirlestraferðunum ritaði hann um málefni laridbúnaðarins' í blöð og tímarit og hefur hann, haldið áfram að láta til sín heyra á þeim vettvangi allt fram á þennan dag. Mun Jón tvímæla- laust vera einn hinn afkastamesti rithöfundur í bændastétt. Auk fjölmargra greina og greina- flokka í blöðum og tímaritum, hefur hann skrifað og gefið út rit og bæklinga um ýmis málefni landbúnaðarins, svo sem um hirðingu og kynbætur sauðfjár (1912—1915), Um hrossasölu (1916), Frá Skotlandi (1915), Landnám (1930), Tímamót (1934) og afmælisrit Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga (1949). Jón naut nokkurs styrks frá Búnað- arfélagi íslands til fyrirestra- ferða sinna, en stærsta hlutinn af ferðum hans átti eldlegur áhugi hans fyrir framfaramálefnum lands og þjóðar og bændastéttar- innar sérstaklega, enda mun far- areyrir frá opinberum aðilum oftast hafa verið af skornum skammti. Jón var og um langt skeið einn af útgefendum og að- alstuðningsmönnum búnaðar- blaðsins Freys og hann var einn af aðalhvatamönnum að stofnun Tímans. Jón Þorbergsson réðist ungur í það stórvirki að kaupa höfuðból- ið Bessastaði á Álftanesi og þar bjó hann í 11 ár og varð á þeim tíma í hópi kunnustu og vinsæl- ustu bænda á Suðurlandi og þrá- faldlega kjörinn til margvíslegra trúnaðarstarfa fyrir þá. Jón gerði ýmsar umbætur á Bessastöðum, lagði þangað síma, gerði akfæran veg, byggði útihús og sléttaði tún. Kostaði hann og miklu til viðhalds íbúðarhúss og kirkju og bjuggu Bessastaðir lengi að dugnaði og framfaraáhuga Jóns. En þótt hagur Jóns blómgaðist allvel á Suðurlandi, stóð hugur hans jafnan til stórbúskapar á heimaslóðum norður í Þingeyjar- sýslu, og þegar kostur var að fá höfuðbólið Laxamýri, stóðst hann ekki mátið, keypti jörðina, flutti norður og hefur búið þar með mikilli sæmd alltaf síðan. Jón hefur hér nyrðra eins og syðra gefið sér tíma til þess frá búskap sínum og umbótum á Laxamýri að vinna að félags- málum bænda og skrifa hvatningar- og leiðbeiningar- greinar um ýmis málefni land- búnaðarins. Syðra var hann frumkvöðull að stofnun Búnað- arsambands Kjalarnessþings og stofnandi hins merka nýbýla- félags Landnáms, sem markaði nýja stefnu í nýbýlamálunum. Nyrðra beitti hann sér fyrir stofnun Búnaðarsambands Suð- ur-Þingeyinga ásamt Hallgrími bróður sínum og fleiri góðum héraðsbúum. Búnaðarþingsfull- trúi Þingeyinga var hann um langt skeið og fjölmörgum trún- aðarstörfum öðrum hefur hann gegnt fyrir sveit sína. Jón H. Þorbergsson á Laxa- mýri er einn af vormönnum þessarar aldar, hann flutti ungur nýjar hugmyndir og nýja þekk- ing til landsins, og hann sparaði ekki fé né fyrirhöfn til þess að brýna fyrir landsmönnum að ís- lenzkur landbúnaður ætti mikla framtíð fyrir sér og mörg tæki- færi ónotuð. Hann hefur lifað að sjá marga drauma -snte rpgljajst-.Qg náð að fylgja mörgum áhuga- málum fram til sigurs. En enn í dag sér hann hvarvetna óleyst verkefni og enn á hann — þrátt fyrir 70 ár — eldlegan áhuga fyrir framfara- og menningar- málum þjóðarinnar og nennir vel að láta í ljósi skoðun sína, hvar sem slíkt málefni ber á góma. Hann er sjálfstæður í orðum og athöfnum, fer sínar götur og seg- ir skoðun sína hispurslaust hverjum sem er, enda er hann drengskaparmaður og laus við hrekkvísi, og jafnan hefur hann einhvern sannleik að segja sam- ferðamönnunum, sem þeim er hollt að hlýða á. Á 70 ára afmæli þessa norð- lenzka bændahöfðingja, senda fjölmargir landsmenn úr öllum fjórðungum honumoghinniágætu húsfreyju hans, Elínu Vigfús- dóttur frá Gullberastöðum, hjartanlegar kveðjur og árnað- aróskir. ÞÝÐINGARMIKIÐ járn- brautarfyrirtæki í Bandaríkj- unura, The Chesapeake and Ohio Company, hefur ákveðið að gefa starfsmönnum síniun kost á að gerast meðeigendur í fyrirtækinu. Lögð hafa verið til hliðar 300.000 hlutabréf, sem allir starfsmenn, er unnið hafa 5 ár eða lengur hjá fyrir- tækinu, hafa forgangsrétt að . ★ LISTAVERKASALAR í Bandaríkjunuin segja, áð þar sé keypt 2V'i sinnum meira af málverkum nú, en fyrir 10 ár- um síðan. Þessi aukni áhugi á listum virðist vera meðal fólks af öllum stéttum og ár- Iega eyðir fólk um 10 milljón- um dala til slíkra kaupa.- BÆKUR Litmyndir af íslenzkum jurtum I. og II. hefti. — Utg.: ísafoldarprentsm. H. J. lÁrið 1948 kom' útlítið heftf, lit-' myndir af nokkrum íslenzkum jurtum. Var það gefið út í sam- ráði við fræðsíumálastjórnina, en Ingólfur Davíðsson mag. valdi plönturnar. Hverri mynd fylgdi nafn á íslenzku og latínu og ætt- arheiti. Einnig voru nokkur orð um vaxtarstað o. fl. Á sl. ári kom svq út II. hefti, og eru um 40 myndir í þeim báðum til samans. Myndirnar í II. hefti hafa tekizt betur, litirnir hreinni og eðlilegri, einstök blóm sýnd sér svo og ald- in. Hverri mynd fylgir allglögg plöntulýsing og er hefti þetta því hið aðgengilegasta og mikill létt- ir fyrir þá, sem vilja læra að þekkja algengustu plöntur eða safna þeim. Ættu slík litmynda- kver, sem þessi, að vera til á hverju heimili, þar sem börn eru. Með litmyndunum mætti vekja hjá þeim ást og virðingu til gró- anda og gi'óðurs og sýna þeim fegurð og fjölbreytni í ríki blóm- anna. Myndi það glæða skilning og auka eftirtekt þeirra á nytsemi og þýðingu jurtanna.' Þá væru kver þessi, einkum II. hefti, ágætt við gagnfræðakennslu og ætti hver skóli að eiga þessi hefti eða hafa aðgang að þeim, enda mun það hafa verið tilgangurinn með útgáfu þeirra, að nota þau sem kennslutæki, bæði í skólum og á heimilum. Er vonandi að fleiri hefti komi út innan skamms og að sem flestir njóti þessara lit- mynda íslenzkra jurta. Á. M. R. Helluofn til sölu. Afff'r'. vísár á. IÞROTTIR Knattspyrnufélagið K. R. var í knattspýfiiúlör hér. Knattspyrnuféla? Reykjavíkur i v)9r hértf knattápjjPnuför með 3.J flokk um síðustu helgi. Fyrir “ þrem árum var .eg í því félagi og' lærði mjög mildð af þjálfara þess og hef verið rhikið í kunnings- skap við félagið síðan, en 5. ágúst; 1949 var stöfriáð’ riýtt kriatt- - spyrnufélag £ Reykjavík ‘sem' heitir Þróttur..gg hef eg verið í: því síðan og leikið með því. K. R. spilaði fyrsta leik sinn föstudaginn 25 .júlí við úrval úr Þór og K. A. hér. Maður gat haldið, að maður væri að sjá 1. flokk K. R. og 4. flokk úr Þór og K. A. spila, því að þeir voru svo litlir, vað þeir náðu ekki nerna upp í mitti á K. R.-mönnum. Leikurinn endaði með 3 : 0 fyrir K. R. eftir lélegan leik, og hef eg aldrei séð strákana í K. R. spila eins lélega og hér. Markmaðurinn hjá Þór og K. A.- liðinu bjargaði alveg markinu, hann hefur mjög góð úthlaup, en staðsetti sig ekki nógu vel í markinu. K. R. spilaði annan leik simi laugardaginn 26. júlí við 2. flokk hér og endaði sá leikur með jafn- tefli, 3 : 3. Hefði sá leikur ver- ið sanngjarn 3 : 1 fyrir K. R., því að þeir fengu 2 klaufamörk á sig. Dómararnir á þessum leikjum voru mjög lélegir. Síðast spiluðu K. R.-ingarnir við 2. flokk aftur og unnu Akur- eyringarnir með 2 : 1. Vil eg taka það fram, að margir hér í bænum héldu að K. R. væri með ólöglegan flokk eftir stærð á mönnum, en þetta er hreint og beint 3. flokkur þeirra, sem þeir senda á mót í Reykjavík. G. E. Hjónin á Laxamýri.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.