Dagur - 10.09.1952, Side 2

Dagur - 10.09.1952, Side 2
2 D A G U K Miðvikudaginn 10. scpt. 1952 Dagskrárraál landbúnaðarins: K 0 F A Nýtt efni til notkunar við votheysgerð Með hverju árinu sem líður er vaxandi áhugi fyrir votheysgerð. Undanfarin hallæri hafa mjög ýtt undir áhuga bænda á votheys- gerð. Ymiss konar votheys- geymslur hafa verið byggðar víða um sveitir og áreiðanlega verður meira verkað í vothey á þessu sumri en áður hefur verið gert. Þótt votheysgerðin sé mjög þýðingarmikil heyverkunarað- ferð, er hún ekki jafn einföld í framkvæmd eins og t. d. þurr- heysverkun, og þótt tíðarfarið hafi að jafnaði ekki mikil áhrif á verkun votheysins, þá er verkun þess oft og tíðum mjög misjöfn og efnatap oft engu minna en í hrökktu þurrheyi. Hér á landi má segja, að ein- ungis ein aðferð sé notuð við vot- heysgerð, en aðferðin er sú, að setja nýslegið heyið í votheys- hlöðurnar án nokkurrar tilsetn- ingar af efnum, er flýta fyrir gerðinni í heyinu eða tryggja sams konar verkun. Fyrir stríð var nokkur áhugi fyrir A. I. V. votheysgerð og var þessi aðferð notuð á einstöku stöðum. Aðferð þessi byggist á því, að saman við heyið er sett þynnt blanda af breninsteinssýru og saltsýru, sem hefur þau áhrif að heyfrumurnar drepast á mjög skömmum tima og hagstætt sýrustig myndast í heyinu eða um pH 4. Aðferð þessi er notuð .mjög mikið víða um heim, eink- um þó á Norðurlöndum og er tal- in einhver tryggasta og bezta að- ferð sem enn er þekkt, til að verka með nýslegið gras. Okost- ur þessarar A. I. V.-aðferðar er hins vegar sá, að sýran sjálf er alldýr, og auk þess er töluvert umstang við það að koma henni í heyið. Verð sýrunnar er það mikið, að ekki hefur komið til mála að flytja hana hingað til lands, m. a. af því, að umbúðir um hana eru mjög dýrar. Á með- an verðlag á A. I. V.-sýrunni er eins hátt og verið hefur, þá er A. I. V.-votheysverkun að kalla úti- lokuð hér á landi. ■—o— Fyrir um það bil 10 árum síð- an kom á markað i Þýzkalandi efni, sem fékk verzlunarheitið KOFA, fundið upp af prófessor G. Peeiffer við háskólann í Bonn. Efni þetta samanstendur af kalcí- umsalti maurasýrimnar (kalci- umformiat) og örlitlu magni af natríumnítrati. Efni þetta' á að koma í stað A. I. V.-sýru við votheysverkun og reynsla sú, sem þegar er fengin, bendir í þá átt, að verkanir Kofa standi ekki langt að baki sýru- verkun. Kofa var fyrst reynt í Svxþjóð 1950, og þá aðeins hjá 5 bændum, en 1951 voru um 100.000 tonn verkuð með Kofa, eða heymagn, sem svarar til ca. 250.000 hestum. í Danmörk hefur áhugi fyrir Kofa aukizt mjög mikið og þús- undir bænda nota nú Kofa í stað sýru. í búnaðarblöðum hefur mikið verið rætt um Kofa, bæði í Sví- þjóð, og þó einkum í Danmörk. Þeir, sem halda mest með A. I. V.-votheysgerð, telja að Kofa muni ekki vera eins gott og sýru- vei-kun. Það sem Kofa er talið til gildis fram yfir sýrunotkun er m. a.: , 1. Það er mjög auðvelt í flutn- ingum og flytz í 25 eða 50 kg. bréfpokum. Sýruna vei-ður hins vegar að flytja í glei-flöskum eða stálkútum. 2. Kofa geymist ágætlega og rennui1 ekki saman, og við notk- un þess er ekki þörf á neinurn sérstökum hlífðarfötum. 3. Kofa inniheldur kalk, og er talið að auðgi fóðrið af kalkefn- um, og í tilfellum af kalkskorti, t. d. hjá kúm, geti Kofa-verkað vothey verið mjög gagnlegt. 4. Kofa er mjög auðvelt í notk- un og dreifing þess saxjian við heyið tekur mjög' stuttan tíma. Því má dreifa með hendi yfir heyið í votheyshlöðunni líkt og salti. 5. Efnistap Kofa-verkaðs heys er mjög lítið eftir þeim efna- greiningum og athugunum, sem gerðar hafa verið. Eins og áður er getið saman- stendur Kofa af kalcíumfoi-miat natríumnítrati. Verkanir þessara salta byggjast á því, natríum- nitratið sundurliðast og saltpét- urssýra myndast, en síðar sýrist hún og myndar sýringa og fleiri köfnunarefnissambönd. Þessi efnabreyting auðveldar mjög starfsemi mjólkursýrugeilanna, sem valda hinni réttu gerð í vot- heyinu og með mjólkursýrugerð- inni minnkar hættan á smjör- sýrugerð og annarri skaðlegri gerjun í votheyinu. Kalcíumfoi-miatið liðast einnig í sundur í heyinu og maurasýran verður frjáls og stuðlar að eðli- legi-i gei-ð. Kalkið vei’ður fi-jálst, en síðar sameinast það mjólkur- sýrunni. Sé allt með felldu eiga þessar, : efnabreytingar að raða mégtú um! gei'junirla í votheyinu, þannig, að efnatap verður mjög lítið og sýrustig heysins verður fljótt mjög næi'ri því sem krafa er gerð til, svo að votheyið geti geynxzt óskert í votheyshlöðunum mán- uðum og jafnvel árum saman. —o— Síðastliðinn vetur kom eg að máli við forstöðumann KEA á Akureyri og spurðist fyrir um það, hvort þeir mundu ekki vilja útvega Kofa hingað til lands og reyna það. Þessari málaleitun var tekið mjög vel, eins og vænta mátti, og sendi KEA þegar í stað pöntun til Þýzkalands, og nú fyrir nokkru síðan komu 500 kg. af Kofa hingað til Akureyrar og vei'ður það í-eynt í haust, bæði hér í Tili-aunastöðinni og hjá nokkrum bændum í Eyjafirði. Verðið á Kofa er kr. 6.00 pr. kg. og verður því ekki talið, að það sé dýrt. Og sé það rétt, að efnatap í votheyi vei'ði ekki meira en 5— 10% með notkun þess, er lítill efi á að hagur mundi vei-a af notk- un þess. Samkvæmt leiðai'vísum um notkun Kofa er talið að 150 grömm nægi í 100 kg. af venju- legu gi'asi, grænfóðri, kálblöðum o. fl. því líku fóðri. Reiknað er með í leiðarvísum að 25 kg. pok- inn nægi í 16.000 kg .af grasi, og samsvari það 22 rúmmetrum í votheyshlöðu, en það ætti að jafngilda 40—45 þui'i'heyshestum og yrði þá kostnaður á heyhest ekki meiri en um kr. 3.60. Vinn- an við dreifinguna er ái-eiðanlega ekki mikil, og því má ætla, að með þessu verði kosti Kofa, komið í hvei'n heyhest í votheys- hlöðu, ekki yfir 5 krónur. Reynslan verður nú að skei-a úr um það, hvort hér er á ferð- inni nýjung, sem ei'indi á til ís- lenzkra bænda, en það er skylda þeirra stofnana, sem vinna fyrir bændastéttina, að athuga og í-eyna þær nýjungar, sein ætla má að kunni að hafa hagnýtá þýðingu fyrir landbúnaðinn í nú- tíð og framtíð. A. J. STUTTII MÁLI „BERLINGSKE TIDENDE“ segir íiýlega eftirfaiandi sögu: — Nánustu vinir og vanda- menn Winstons Churchill, forsætisráðherra Breta, hafa um alllangt skeið að undan- förnu haft miklar og vaxandi áhyggjur af sálarástandi þessa stórmennis, og ekki að ástæðulausu, að því er vix'tist á ytraborðinu. Hafa þeir oft stungið samán nefjum sín á milli um þessi „sjiikdómsehi- kenni“, sem gert hafa vart við sig í sálarástandi ♦ gamla mannsins, en hins vegar hafa þeir ekki viljað hafa á þeim orð við óviðkomandi, fremur en unx mjög alvarlegan leynd- ardóm væri að ræða, sem sízt af öllu mætti verða uppskátt um eða komast í færi blaðanna og þar með í hámæli. — Þeir höfðu líka gildar ástæður til þess að vera kvíðnir, því að .ekki virtist n'okkur vafi leika á því, að eitthvað mcira en lít- ið bogið væi'i við hegðun og hugarástand hinnar öldnu kempu: — Oft og mörgum sinnum höfðu menn séð Churchill æða fram og aftur um trjágarðinn á sveitasetri sínu, Chartwell, og tala stöð- ugt við sjálfan sig með hinum kynlegustu tilburðum. En til allrar hamingju fékkst þó fljótlega gild skýring á öllu saman, svo að nú þurfa að- standendur Churchills ekki að gera sér frekari grillur út af þessu: — Það kom nefnilega á daginn, að gamli maðurinn hefur eignazt stálþráðar-upp- tökutækLí „vasaútgáfu“. Þeg- ar hann, svo sém óft ber við, gengur um garðinn sinn, talar hann „við sjálfan sig“ í hljóð- ncmann, sem er komið fyrir í hnappagatinu á jakkanum hans, og á þennan hátt les liann fyrir ræður sínar, bækur og bréf. — Churchill hefur sjálfur gefið þær upplýsingar, að hann hafi fengið þetta hug- vitsamlega smátæki frá Am- eríku. SVO VIRÐIST, sem nú sé aðeins cftir herzlumunurinn, að ráðið verði niðurlögum eins skæðasta vágests, er herjað hefur mannkynið í líki skæðra sjúkdóma nú um lang- an aldur, og e. t. v. frá upp- hafi sögunnar, en það er berklaveikin, sem nú hefur um nokkurt skeið gengið und- ir því nafni, en áður gekk undir ýmsum nöfnum, meðan menn kunnu á henni lítil sem engin deili. — Hver stórsigur- inn á fætur öðrum er nú unn- imi í viðureigninni við „hvíta dauðann“. — Hér skulu aðeins tvær nýjustu fregnirnar rakt- ar að nokkru. NÝTT LYF, sem nefnt hef ur verið marsilid, hefur reynzt mjög vel í baráttmmi gegn berklaveikinni ,en bandarískir læknar hafa einnig komizt að raun um, að það er sömuleiðis mjög kvalastillandi og græð- andi yfirleitt. Lyf þetta hefur verið notað gegn ýmsum teg- undtim berklaveiki, en einnig hefur vcrið sýnt fram á ,að ]xað hefur ýinsa græðandi eig inleika og getur, þegar sér staklega stendur á, komið stað deyfilyfa, ekki sízt gegn alls konar þrautum og kvölum í beinum og liðamótum. — Niðurstöður rannsókna, scm einkum hafa verið fram- kvæmdar í deildunx þeim, er fjalla um skcmindir á þcssum (Framhald á 7. síðu). Nýft! Nýtf! Amerískt Gaberdine ♦ úr ull og rayon, tilvalið í karlmannaskyrtur, kvenkjóla, baimafatnað kápur og fleira. Tólf litir. Bi'eidd 1.15 m. Verð frá kr. 35.00 metrinn. VERZLUN B. LAXDAL Hafsteinn Björnsson heldur skyggnilýsingarfund laugardaginn 13. og sunnudaginn 14. þ. m. í Skjaldborg, kl. 9 e. h. — Aðgöngumiðar verða seldir í Bókaverzl. Eddu h.f. og við inngang- inn, ef eitthvað verður óselt. Gúmmí st ígvél létt, lipur og sferk Nr. 26-40 Skódeild KEA. Auglýsing lilkynning frá Félagsmálaráðuneyfinú - «- - - Þar sem þegar liefir verið ráðið í allar þær stöður á Keflavíkurflugvelli, sem auglýstar voru’lausal' 'tíl' tím- sóknar í apríl óg júlí sl., og fjöldi óafgreiddra'ixtvinnu- umsókna liggur’ fyrir, vill ráðuneytið hér’ méð’tilkýnna hlutaðeigendum, að frá deginum í dag að telja, tekur ráðuneytið ekki við frekari umsóknum um störf á Kefla- víkurflugvelli, og gildir sú ákvörðun þar til annað kann að verða auglýst. Þeim, sem þegar hafa lagt inn umsókn um vinnu á flugvellinum og unnt verður að veita vinnu síðar, verð- ur tilkynnt það jafnharðan, og er því tilgangslaust að leita til ráðuneytisins með fyi’irspurnir um það efni. Félagsmálaráðuneytið, 6. september 1952. Samkvæmt ákvæðum 34. og 35. gr. reglugevðar Ríkis- útvarpsins, hef ég í dag mælt svo fyrir við alla innheimtu- menn, að þeini sé að 8 dögum liðnunt frá birtingu þess- arar auglýsingar, heimilt og skylt að taka viðtæki þeirra manna, er eigi greiða afnotagjöld sín af útvarpi, úr notk- un og setja þau undir innsigli. Athygli skal vakin á því, að viðtæki verða því aðeins tekin undan innsigli, að útvarpsnotandi hafi greitt af- notagjald sitt að fullu auk innsiglunargjalds, er nemur 10% af afnotagjaldinu. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Skrifstofu Ríkisútvarpsins, 10. sept. 1952. r Ufvarpsstjórinn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.