Dagur - 10.09.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 10.09.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 10. sept. 1952 D A G U R 5 Nefnd Sasneinudu þjóðanna leifar og sfriðsglæpamenn Estelie Bernadoíte -greifafríi og frú Eugenie Anderson taka þátt í starfinu Hversu margir eru enn á lífi a£ þeim sem týndust í síðustu heimsstyrjöld? Hversu mörgum föngum er enn haldið í framandi landi og hafa verið dæmdir sem stríðsglæpamenn? Spurningar þessar hafa verið ræddar á mörgum fundum, sem haldnir hafa verið í Genf af þriggja manna stríðsfanganefnd S. Þ., sem hefur samráð, við full- trúa 12 landa. í nefndinni á með- al annars sæti Estelle Bernadotte greifafrú, ekkja Folke Berna- dotte greifa. Þýzku fulltrúarnir, sem sóttu fundi nefndarinnar, lögðu fram mikið efni í þessu máli og voru skýrslur þeirra um stríðsfanga í 50 stórum bindum. í þeim voru nöfn næstum 100 þúsund þýzkra fanga, sem sagt er að hafi ekki komið heim, nöfn 1300 þúsund þýzkra hermanna, sem týndust og upplýsifxgai’ . um óbreytta borgara,- sem fluttir voru frá heimilum.. síiium. Ekki hefur verið hægt ,að ganga endanlega úr skugga' um tölu. þeirra, en vit- að er að.á meðál. þeirra eru 3000 börn. Fultrúi ítalíu greindi frá því, að í ítalska hernum á austurvíg- stöðvunum hefðu verið 230 þús- und menn. Þár áf létu 11 þúsund lífíð í orrustum og 73 þúsund týndust,- Síðar-hafa 10 þúsund þeifra, sem týndust, verið sendir heim ffá" Rússlándi ,en ítalska stjórnin hefúr ekki fengið neinar upplýsingar um örlög hinna. ítalski fulltrúinn lagði fast að nefndinni að hún aflaði upplýs- inga um þessa menn og útvegaði ítalskri sendinefnd leyfi til þess að fara til Ráðstjórnarríkjanna í leit að ítölskum mönnum, sem hafðir eru í haldi þar. Fulltjíli Japans lýsti yfir því, að enn hefðu 300 þúsund jap- anskir stríðsfangar ekki verið sendir heim. Tass-fréttastofan hafði sent út tilkynningu þess efnis, að nú væru aðeins eftir 2000 japanskir stríðsfangar á yf- irráðasvæði Rússa, en japanska stjórnin gat ekki fallizt á að þessi tala væri rétt. Formaður nefndarinnar, Jose Guerrero dómari frá E1 Salvador, skýrði frá því, að Ráðstjórnin hefði verið beðin um lista yfir fanga, sem látizt hefðu í haldi hjá Rússum, einkum eftir 1946, en ekkert svar hefði borizt við þeirri beiðni og kvaðst hann harma það mjög að Ráðstjórnin hefði ekki sent neina fulltrúa til fundarins. Áskorun frá sendihena Bandaríkjanna í Danmörk. Frú Eugenie Anderson, sendi- herra Bandaríkjanna í Danmörk, var fulltrúi síns lands á fundin- um í Genf. Hún beindi sérlegri áskorun til Ráðstjórnarríkjanna um „að grípa þetta einstaka tækifæri til þess að veita sér upp- reisn gagnvart almenningsálitinu í heiminum.“ — Eg skora eindregið á Ráð,- stjórnarríkin að binda endi á þjáningar hunduruð þúsunda manna með því að taka þátt í starfi nefndarinnar og auðvelda það, sagði frú Anderson. Eg hvet Ráðstjórnarríkin til þess að láta strax lausa og gera fulla grein fyrir öllum þeim föngum, sem teknir voru í síðari heimsstyrj- öldinni. Af Ráðstjórnarinnar hálfu hef- ur aðeins verið lögð fram ein til- kynning í sambandi við stríðs- fangamálið — er það svar við orðsendingu frá stríðsfanga- nefnd S. Þ. eftir fyrsta fund hennar sumarið 1951. Ráðstjórnin svaraði, að lokið væri heim- flutningi þýzkra, japanskra og ítalskra stríðsfanga, nema þeirra einna, sem dæmdir hefðu verið eða lægju undir ákæru um stríðsglæpi. Þau 12 ríki, sem taka þátt í stríðsfanga-fundunum í Genf, eru: Ástralía, Brasilía, Belgía, Danmörk, Frakkland, Þýzkaland, ítalía, Japan, Luxembourg, Bret- land og Bandaríkin. „Ósamkomulag um eitt orð kom í veg fyrir einingu Þýzkalands. Osamkomulag um eitt orð kom í veg fyrir einingu Þýzkalands. Þessar uppýsingar komu fram á fundi fyrir sömmu í sérlegri nefnd S. Þ., sem fjallar um laga- mál. Það var Georgie F. Saksin, fulltrúi Ráðstjórnarríkjanna, sem skýrði frá þessu. Saksin sagði, að Þýzkaland myndi hafa verið „frjálst og óháð“ í dag ef hinir „fjórir stóru“ utanríkisráðherrar er hittust í London árið 1946 hefðu getað náð samk’omulagi um eitt einasta orð. í samræmi við Potsdam- sáttmálann hafði Ráðstjórnin lagt til að fjórveldaráðstefnan skyldi kynna sér möguleikana ft „frið- arsamningi við Þýzkaland." Bandarríkin höfðu hins vegar haldið því fram, að standa bæri „friðarsamningur fyrir Þýzka- land.“ Ráðstjórnarríkin gátu ekki sam- þykkt þetta, sagði Saksin enn- fremur, og vegna þessa ósam- komulags um orðalagið hafði ekki verið mögulegt, að gera uppkast að friðarsamningi — og niður- staðan varð sú, að Þýzkalandi er skipt í tvo hluta enn í dag. Ráðstjórnarfulltrúinn nefndi þetta sem dæmi um það, hve erf- itt gæti verið að semja og orða lagasetningu. Nefnd S. Þ„ sem kynnir sér vandamál í sambandi við orðun lagasetningar var skip- yppi stríðsfangs uð af Allsherjarþinginu til þess að endurbæta þær aðferðir, sem fram að þessu hafa verið notaðar er um orðalag lagasetningar hef- ur verið að ræða og þá einkum í sambandi við sáttmála ýmsa. Setubaðker óskast keypt eða í skiptum fyrir venjulegt baðker. Afgr. vísar á. Fólksbifreiðin A-416 og pallbíllinn A-916 til sölu. Ennfremur Ford-mótor. — Upplýsingar í síma 1641. Sölubúð til leigu á góðum stað í bæn- um. Leggið inn á afgreiðslu Dags bréf, merkt Sölubúð. Bókamenn, lesfrarfélög! Til sölu er ca. 350 binda bókasafn, með tækifæris- verði. I safninu eru úrvals skáldsögur, þýdclar, gamlar og nýjar, margar löngu ófá- anlegar. Einnig tímarit, svo sem: Eimreiðin complet, Helgafell, Úrval o. fl. Bæk- urnar eru allar bundnar í gott band og flestar gylltar á kjöl. — Afgr. vísar á. Stúlka óskast til innanhússverka í vetur. Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Brekkug. 13. Sími 1206. Lítil íbúð til leigu. Afgr. vísar á. Járn- og gleruörudeild. Grasklippur Járn- og glervörudeild Karföfluklórur og Rófuupptakarar Járn- og glervörudeild. Dagskrá Allsherjarþings SÞ í sfórum dráffum Fær Danmörk sæti í Öryggisráðinu? Þann 14. október hefst sjöunda Allsherjarþing S. Þ. f fyrsta skipti koma fulltrúar 60 banda- lagsríkjanna saman í hinum nýju aðalbækistöðvum S. Þ. í New York ,en smíði þeirra er rétt að Ijúka. Á bráðabirgða-dagskrá þingsins eru 65 mál — og er það lengsta dagskrá í sögu samtak- anna — og dagskráin verður sennilega enn lengri, því að stöðugt er vei-ið að bæta við hana. Mörg mál á dagskránni eru hin veigamestu stjórnmál, efnahags- mál og félagsmál nútímans. Einna tímafrekastar verða án efa um- ræðurnar um Kóreu, afvopnun og hið alþjóðlega öryggi, en einn- ig má búast við löngum umræð- um um mál eins og ástandið í Túnis og Marokkó. Kórea. Vopnahlésviðræðurnar í Kóreu eru ekki á dagskrá S. Þ., en búast má við umræðum um ástandið í Kóreu þegar skýrsl- urnar frá nefnd S. Þ. um einingu Kóreu og endurreisnarstarfið þar verða lagðar fram. Afvopnun. Afvopnunarnefnd- in, sem skipuð var á síðasta Alls- herjarþingi, mun leggja fram skýrslu um tilraunir sínar til þess að ná samkomulagi um „eftirlit, takmörkun og jafnmikinn sam- drátt alls herafla og alls vígbún- áðar.“ Alþjóðlegt öryggi. Nefndin um sameiginlegan viðbúnað, sem skipuð var í samræmi við „Uni- ting for Peace ályktanir11 (hina svonefndu Acheson-áætlun), mun leggja fram skýrslu um starf sitt við að finna leiðir til þess að varðveita og efla friðinn og auka öryggið í heiminum í samræmi við tilgang og grundvallarreglur Sáttmála S. Þ. Nýir meðlimir. Á síðasta Alls- herjarþingi varsamþykkt ályktun um að skora á Öryggisráðið að taka til nýrrar athugunar allar umsóknir um upptöku í banda- lagið. Öryggisráðið á.nú að skila skýrslu um niðu.rstöðurnar af at- hugunum sínum. Þau 14 ríki, sem sótt hafa um uppt.öku í S. Þ„ en hafa ekki fengið nægilegt magn atkvæða í Öryggisráðinu, eru: Albanía, Búlgaría, Ceylon, Finn- land, írland, ítalía, Jordanía, Lí- býa, Mongólska alþýðulýðveldið, Nepal, Portúgal, Rúmenía, Ung- verjaland og Austurríki. Túnis og Marokko. Eftir beiðni 13 Árabaríkja hefur verið tekið á dagskrá að fjalla um ástandið á hinum tveimur verndarsvæðum Frakka, Túnis og Marokkó. Eftir styrjöldina hefur öflug sjálfstæð- ishreyfing starfað á báðum svæð- unum og hefur það, eins og kunnujjt er, leitt til alvarlegra óeirða, einkum í Túnis. Araba- ríkin óska þess nú, að S. Þ. fjalli um þessi mál og hvetji Frakkland til þess að verða við kröfum íbú- anna. Upplýsingafrelsi. Allsherjar- þingið skal ræða um grundvall- arreglur upplýsingafrelsis og fjalla um uppkast að sáttmála um upplýsingafrelsi. Mannréttindi. F'párhags- og Félagsmálaráðið hefur gengið frá uppkasti að tveimur sáttmálum um mannróttindi — annan um borgaraleg og stjórnmálaleg rétt- indi, hinn um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg rétt- indi. Sáttmálar þessir eiga að vera lagalega þindandi fyrir allar ríkisstjórnir, sem fullgilda þá. Mannréttindayfirlýsingin, sem samþykkt var árið 1948 var, eins og kunnugt er, einungis yfirlýs- ing, sem sló föstum ákveðnum grundvallaratriðum. Gæzluverndarmál. Landssvæði, sem ekki njóta sjálfsstjórnar. Að venju mun Allsherjarþingið fá skýrslur um starf á sviði féags- mála og menntunarmála á síðast- liðnu ári á hinum tíu gæzlu- verndarsvæðum. Efnahagsmál. Meðal mikilvæg- ustu efnahagsmála, sem rædd verða í New York, má nefna fjár- öflun til efnahagslegrar þróunar og tæknilegrar aðstoðar við ýmis landssvæði. Einnig verður rætt um leiðir til þess að auka heims- framleiðsluna, svo og um vanda- mál í sambandi við ræktun landa. Danmörk í Öryggisráðið? Með kosningunum til Öryggisráðsins mun verða fylgzt með af miklum áhuga á Norðurlöndunum. Möguleikar eru á því, að Dan- mörk taki við af Hollandi, sem fulltrúi hinna minni ríkja í norð- ur- og vesturhluta Evrópu. Tveir aðrir fulltrúar verða kosnir í ráðið í stað Brasilíu og Tyrk- lands. Sex í-íki víkja sæti í Fjárhags- og Félagsmálaráðinu. Þau eru Bandaríkin, íran, Kanada, Mexi- co, Pakistan og Tékkóslóvakía. Gæzluverndarráðið fær tvo fulltrúa í stað E1 Salvador. Suðvestur-Afríka. Meðal þeirra mála, sem kunna að verða hita- mál eru meðferð á indverska þjóðarbrotinu í Suður-Afriku og hin alþjóðlega réttarstaða Suð- vestur-Afríku og hin alþjóðlega réttarstaða Suðvestur-Afríku. — Einnig mun verða rætt um flótta- mennina í Palestínu. Saum^véla- Lampar Jám- og glervörudeild. Hraðsuðukatlar Jám- og glervörudeild. Hurðalamir Jór«- eg glervðrucfeilcL Berjatínur Járn- ög glervörudeildin

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.