Dagur - 24.09.1952, Blaðsíða 4

Dagur - 24.09.1952, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaghin 24. sept. 1952 r D A G U R Ritstjóri: HAUKUR SNORRASON. Afgreiðsla, auglýsingar, innheimta: Erlingur Davíðsson. Skrifstofa i Hafnarstræti 88 — Sími 1166 BlaðiS kemur út á hverjum miðvikudegi. Árgangurinn kostar kr. 50.00. Gjalddagi er 1. júlí. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Farið lieilar, fornu dyggðir MÐAN FORNAR DYGGÐIR voru enn í heiðri hafðar í landi hér, var börnunum kennt það heilræði, að drottinn hjálpaði þeim, sem hjálpuðu sér sjálfir. Mörgum landsmönnum hefur virzt þetta gott heilræði og hafa reynt að komast á efri ár — eða fram á tryggingaaldurinn — í sem bezt samræmi við það. Líklega hefur sú lífsskoðun, sem lýsir sér í þessu heilræði, þó átt heldur erfitt uppdráttar í þjóðfélaginu allt frá „nýsköpunar- tímarbllinu“ og fram á seinni ár, þó héldu ýmsir, að heldur hefði miðað í rétta átt nú á allra síðustu tímum. Vafasamt verður þó að teljast, að sá aft- urbati hafi hitt fyrir hin æðri stjórnarvöld. A. m. k'. er svo að sjá, sem það þyki nokkur hyggindi á sumum stöðum suður þar að treysta því, að for- sjónin sjái fyrir þeim, sem þykir sjálfsbjörgin eitt minni háttar atriði í nútíma þjóðfélag. Akureyrar- kaupstaður hefur a. m. k. ástæðu til þess að draga þessa ályktun af framvindu sögunnar. Þetta er að vísu dálítið þungbær lexía að nema fyrir fólk, sem fram á þennan dag hefur treyst því að skynsamleg fjármálastjóm, samfai-a þungum fjárhagslegum byrðum borgaranna, gæti á ýmsan hátt orðið til fyrirmyndar um það, hvernig bæjarfélag eigi að sjá sér farborða. En lífsreynslan er öllum teóríum þyngri á metunum og hún hlýtur líka, er tímar líðá, að yfirskyggja vel meintar hugmyndir óæfðra stjórnmálamanna hér um sjálfsbjörg og þjóðarbú- skap. Skahnú vikið nokkrum orðum að lífsreynsl- unni. SÍÐASTA ALÞINGI veitti 4 millj. króna til þess að ráða bót á erfiðu atvinnuástandi í kaup- stöðum landsins. Nú hafa borgararnir hér hagað 3tjórn kaupstaðarins þannig — og hafa lagt á sig þungar byrðar til þess að gera það mögulegt — að bæjarfélagið kom út úr nýsköpunar- og stríðs- gróðatímabilinu með fremur lítinn feng miðað t. d. við höfuðstaðinn, en með fremur góðan hag miðað við ýmsa aðra staði, sem meira treystu á forsjón ríkisvalds og æðri máttarvalda annarra. Slík fjár- málastjórn varð þess valdandi, að það fjármagn, sem hingað rann til framkvæmda, var vel tryggt, enda hefur ekki þurft að herma vanskil upp á bæinn eða stofnanir hans né önnur þau fyrirtæki hér, sem settu undir leka stríðsgróða- og nýsköp- unartímabilsins. Yfirstandandi erfiðleikar iðnað- arins hafa komið verulega við hag bæjarins og það er á almanna vitorði, að atvinnuástandið hér er á ýmsan hátt uggvænlegt eins og sakir standa. Má í því efni minna á, að stjórnarvöld innflutnings- og siglingamála hafa lítinn skerf lagt fram allt frá stríðsbyrjun til þess að gera það traust og lífvæn- legt. Nú skyldu menn ætla, að ekki hefði reynst erfitt fyrir þetta bæjarfélag að sanna rétt sinn til þess að fá lítinn skerf af atvinnubótafé ríkisins, er þannig horfði, þegar fornar dyggðir eru hafðar í huga og sú staðreynd, að ríkissjóður hefur ekki fram á þennan dag mátt þola neinar búsifjar af hendi Akureyrarbæjar eða íbúa hans. En þessi ætlun er á sandi reist, því að heilræðið forna er fyrir löngu borið út á öskuhauga Reykjavíkur, og önnur lífsstefna sezt undir stýri. Þegar um- boðsmenn Akureyrar leituðu eftir því fyrr á þessu ári, hvern skerf bæjarfélag þeirra mundi nú hljóta af fé þessu til þess að hjálpa þeim, sem hafa vissu- lega reynt að hjálpa sér sjálfir, voru svörin skýr og auðskilin; Þið fáið ekkert, bæjarfélag ykkar er ekki reyrt í skuldaviðjar, þið getið séð um ykkur sjálfir. Hið eina sem sendimenn kaupstaðar- ins höfðu upp úr viðræðunum við nefnd þá í stjórnarráðinu, sem útdeilingu fjárins hafði með höndum, var, að geta í einrúmi dregið skynsamlegar ályktanir af atburðunum um ríkjandi móral. OG SlÐAN eru liðnar nokkr- ar vikur og nú er vitað, hvað orð- ið er um féð, sem átti að rétta við atvinnuástand kaupstaðanna: Höfuðborgin fékk nokkur hundr- uð þúsund krónur til að búa til fisktrönur, og kann það að vera • lofsamleg athöfn út af fyrir sig, enda þótt flaumur stríðsgróðans hefði átt að gera slíkar styrk- veitingar fremur ónauðsynlegar. Siglufjarðarkaupstaður fær IV2 milljón króna til þess að gera viðbót við þau hraðfrystihús þar á staðnum, sem hafa haft heldur lítið að starfa í seinni tíð, ýmsir aðrir verðugir fá fjárhæðir, þannig, að upphæðin mun öll uppétin. Þannig hafa rétt stjórn- arvöld verðlaunað fólkið í sam- ræmi við þá lífsstefnu, sem nú virðist eiga mestum uppgangi að mæta hjá nefndum, ráðum og stjórnarskrifstofum.Þeir, sem eru svo gamaldags, að trúa á gildi fornra dyggða, verða augsýnilega að endurskoða afstöðu sína. Óskilsemin og óráðssían hafa enn ekki uppskorið öll sín verðlaun í íslenzkum þjóðarbúskap. FOKDREIFAR Stutt athugasemd. Á. M. R. skrifar blaðinu á þessa leið: „í SLENDIN G AR hafa frá fornu fari verið talin fréttafýsin og fróðleiksþyrst þjóð. Áður á tímum var ferðalöngum og jafn- vel flækingum tekið tveim hönd- um, ef búizt var við fréttum með þeim og notuðu sumir sér þetta óspart. Enn er þjóðin jafn frétta- sækin og enn kunna ýmsir að nota sér það og þó einkum út- varpið og blöðin. Margar þessara frétta eru nauðsynlegar og koma mörgum vel, en sumar eru alger- lega gagnslausar og margar skað- legar. Fréttasnápar eru alls stað- ar og keppast hver um annan þveran að verða fyrstir til að koma hvers konar frásögnum á öldur hljóðvakans eða í prent- svertu blaðanna. Alþjóð hlustar og les og gætir þess ekki sem skyldi, að sumt af því fréttablaðri sem út er sent, er beinlínis skað- legt sumum börnum og ungling- um. Skal nú með fáum orðum leitast við að færa rök fyrir þess- ari skoðun. ALLIR VITA, að ungmenni og börn eru tilfinningarík og hrif- gjörn. Eftir upplagi þeirra getur skipt í tvö horn, hvernig áhrif verka á unglinginn. Frásagnir af afbrotum, óknyttum og þjófnaði, drykkjulátum og skemmdarstarf semi o. s. frv. geta orsakað hrifn- ingu og aðdáun meðal ung- menna, sem standa á lágu sið- ferðisstigi. Og stöðugar fréttir af slíku tagi sljóvgast beinlínis rétt- lætis- og sektarmeðvitund þess- ara vandræðaborgara og geta auðveldlega vakið hneigð til óknytta og slarks. Nákvæmar lýsingar og frásagnir af hvers konar afbrofum tel eg afvega- leiðandi og spillandi fyrir allstór- an hóp barna og unglinga þessa lands, því að það æsir þá upp. Þess vegna álít eg varhugavert að láta öll kurl koma til grafar, því að „oft má satt kyrrt liggja“. — Þessum hóp barna geta fréttirnar orðið óbein kennsla. ÞÁ MÆTTI benda á það í þessu sambandi að daglegar fréttir útvarpsins af hernaði og morðtækjum — allar æsandi stiíðsfréttir — eru sízt til þess fallnar að bæta hugsunarhátt eða framferði æskunnar. Myndi þjóðin fara mikils á mis, þó að þær væru ekki nema einu sinni á dag (í stað 5 sinnum) og ekki á eftir guðsþjónustu í útvarpinu eða. sem kvöldbæn áður en farið er að sofa? Eg vil beina máli mínu til upp- eldisfræðinganna og væri gaman að heyra hvað þeir hefðu um þetta að segja, því að þeir eiga öðrum fremur að vera gæzlu- og varðmenn æskunnar í landinu.“ Veiðiskapur hér og þar. MÖNNUM ÞYKJA að vonum ófagrar lýsingar sunnanblhðanna af veiðiskap veiðiþjófanna í lax- ánum sunnanlands og harma nú flestir það, að viðurlög fyrir skemmdarstarfsemi og þjófnaði af þessu tagi skuli ekki vera þyngri en ákveðið er í gildandi lögum. En það væri hin mesta blekking að ætla að veiðiþjófnað- ur sé lítt þekkt fyrirbæri í þess- um fjórðungi.. Um það hafa að vísu ekki verið skrifaðar greinar undir stórum fyrirsögrium, en það er alkunna að á hverju vori eiga eigendur veiðiréttar í ánum hér við Eyjafjörð í höggi við veiðiþjófa, sem laumast með net sín upp í árósa í skjóli nætur og „vinna þar hin mestu hervirki. Það má telja víst, að silungsgengd í eyfirzku ánum hafi mjög hrak- að vegna heimsókna veiðiþjófa í árósa. Hér er um alvarlegra mál að ræða en almenningur gerir sér grein fyrir. Ýmsir halda að sú sé sökin mesta í þessu sambandi að skaprauna stang- veiðimönnum og bændum, en því miður er hér um meira að ræða. Hin stóra bleikja, sem gengur í eyfirzku árnar gerist nú æ sjaldgæfari á landi hér. Sunnan- lands er að verulegu leyti búið að útrýma þessum göfuga fiski, sem útlendingar margir telja einn hinn skemmtilegasta og bezta vatnafisk, sem völ er á. Neta- veiðin á vorin, þegar þessi fiskur er að ganga, er hið mesta skað- ræði. Menn gæta þess ekki að bleikjustofn í ám er mjög við- kvæmur. Bleikjan fer ekki að hrygna fyrr en hún er orðin nokkurra ára gömul og æviskeið hrygningarfisksins er því skammt. Óhófleg veiði eitt vor, getur haft mjög skaðvænleg áhrif á alla ána mörg næstu árin á eftir. Ef brögð eru að ofveiði nokkur vor, getur slíkt gjörspillt ánum. Líklegt er að þetta sé að gerast hér í Eyjafirði, t.il mikils skaða fyrir náttúru héraðsins. Ef stóru bleikjunni, sem eyfirzku árnar voru eitt sinn auðugar af, verður útrýmt, verður fátæk- legra hér í Eyjafirði en áður var. Hér þarf að spyrna við fótum áð- ur en það er orðið of seint. Herða þarf stórlega á eftirliti við árósa á vorin og þyngja mjög viðurlög við brotum á veiðilögunum. Má þar hafa Skota til fyrirmyndar. Þeir stinga veiðiþjófunum skil- yrðislaust í tugthúsið. Með slík- um aðgerðum — og fiskiklaki — hefur þeim tekizt að varðveita veiðivötn sín nú um langan aldur og gera þau arðgefandi og mjög verðmæt fyrir þjóðárbúskapinn Afmæli Laugalandsskólans SÍÐASTL. SUNNUDAG var hátíðlegt haldiS 75 ára afmæli Laugalandsskólans gamla (eða kvennaskólans á Laugalandi), en 15 ár liðin frá stofnun itins núver- andi lnismæðraskóla þar á staðnum, og var liann nú settur í 16. sinn. Þetta var hátíðlegur dagttr að Laugalandi. Húsakynni eru nú orðin mun rúmbetri en áður, síð- an hæð var bætt ofan á skólahúsið, og mikill mvndar- bragur var á öllu undir stjórn frk. Lenu Hallgríms- dóttur skólastjóra. Margt manna var þarna samankomið, skólameyjar fjörutíu talsins, mjög glæsilegur hópur, og þar að auki fjöldi fólks úr sveitinni og frá Akureyri. Sex námsmeyjar voru þarna mættar úr gamla Laugalands- skólanum, og kom ein þcirra fljúgandi frá Siglufirði til þess að vera viðstödd athöfnina. Einnar saknaði ég úr jiessum hópi. Var Jiað frú Guðný Jónsdóttir frá Grænavatni, fyrrv. bæjarfógeta- frú á Akureyri, og ef til vill ertt fleiri enn á lífi, sem heldur ekki hafa haft hentugleika á að koma. Athöfnin hófst með guðsþjónustu. Prédikaði séra Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum og sagðist vel. Þar næst setti skólastjóri skólann með snjallri ræðu, og að síðustu flutti séra Benjamín Kristjánsson mjög lróðlegt og skemmtilegt erindi um Laugalandsskólann gamla, og á Jrað vonandi eftir að koma út á prenti. Að Jjví loknu tilkynnti skólastjóri, að vígja ætti minningarlund um gamla I.augalandsskólann niðri á túninu framan við skólahúsið og bað fólk að ganga Jrangað. Athöfn Jrá framkvæmdi formaður Héraðs- sambands eyfir/kra kvenna, frú Sigríður Einarsdóttir á Eyrarlandi með stuttri ræðu, og síðan stakk hún fyrstu skóflustunguna i minningarlundinum tilvon- andi. Var síðan öllum boðið heim í skólann upp á kaffi og ntargs konar kræsingar, sem jtegið var með góðri lyst óg mikilli ánægju. Þá \ar merkitr Jtáttur eftir, en ]>að var að skoða sýningu á munum, er unnir voru á Laugalandsskólan- uni gamla. Þetta var óvenjttleg og skennntiieg sýning, sem bar vott um góðan smekk og fagurt handbragð. Þarna voru 4 faldbúningar, skatteraðar samfellur, bal- díraðar skauttreyjur og íþræddar slæður. Tiltakanlega þótti mér fallegur búningur Þóru Jórisdóftúr á Gáut- löndum. Fylgdi honum líka blúndupils. Búningur Laufeyjar Bjarriardóttur frá Laufási, sem bróðúrdóttir ltennar, frú Þóra V.i.l.hjálmsdóttir á Múnkajiverá erfði, ætti að sctjast á minjasafnið, Jregar Jiar að kemur. IIin fagra prestsdóttir var kennslukona á Laugalandi veturinn 1879—80, en lézt skömmu síðar, 22 ára gömul. Merkilegt þótti mér og að skoða karlmannstreyju (jakka), sem Ólöf Elíasdóttir, Hóli, hafði saumað í höndum. Þvílíkur afturstingur! Jakkinn er sem nýr, sennilega aðeins notaður einu sinni, sem brúðkaups- flík. Krosssaumssessur og sófapúðar voru þarna nokkrir, „kúnstbróderuð" blaðaslíður o. fl., kommóðudúkar með ýmsum saum, allt vel unnið og smekklegt. Sér- staka athygli mína vakli stykki, sem hafði verið inn- rammað, svo að það varðveittist betur, en hefur líklega verið hugsað sem púðaborð. Var það eftir Bergljótu Sigurðardóttur frá Geitagerði, sérstaklega fallega og smekklega saumað. Dóttir frú Bergljótar,. frk. Svava Skaftadóttir, á mestan heiður af því ,að Jiessi sérstæða og ánægjulega sýning komst upp. Átti hún lmgmyndina og kom henni í framkvæmd. Sé henni þökk fyrir! Verst þótti frk. Svövu, að hcnni datt þetta svo seint í hug, að hún gat ekki náð til nema þeirra, sem voru hér nærri til öflunar sýningarmuna. Séra Benjamín á Laugalandi er að safna myndum af kennurum gamla Laugalandsskólns, og hefur hann þegar látið stækka nokkrar Jieirra og innramma og þar þeim komið fyrir smekklega í sýningarsalnum. Voru þær af forstöðukonunni, frú Valgerði Þorsteins- dóttur, sem var skólastjóri frá stofnun skólans 1877 til 1896, en Jrá var hann fluttur til Akureyrar, Lauf- eyju Bjarnardóttur frá Laufási, sem var kennari 1878 —80, Septímu Sigurðardóttur frá Ivjarna, kennara 1891 —92, Sigurlaugu Árnadóttur frá Höfnum, kennara 1888 —91, og Líneyju Sigurjónsdóttur, kcnnara 1892—94. Einnig var þar stækkuð mynd af aðalstyrktarmanni skólans, Eggert Gunnarssyni, alþingismanni á Lauga- landi. Að endingu vildi ég þakka frk. Lenu Hallgríms- dóttur skólastjóra og öllum, cr hlut áttu að máli, fyrir þerinan mjög svo ánægjulega dag að Laugalandi. Kagnheiður O. Björnsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.