Dagur - 24.09.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 24.09.1952, Blaðsíða 1
AUGLÝSINGAR í DEGI lesa flestir Akureyringar og Eyfirðingar! AGU POSTKRÖFUR fyrir andvirði blaðsins 1952 verða sendar næstu daga til fjarlægra staða. Innleysið þær greiðlega! XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 24. september 1952 38. tbl. I deild KEA á Iðnsýningunni í Reykjavík er m. a. greint frá stál- húsgagnagerð og málmhúðun félagsins á Oddeyrartanga og eru þar m. a. sýnd húsgögn frá stálhúsgagnagcrðinni, sem sjást hér á Iðnsýningimni Frambjóðandi Framsóknar- flokksins í aukakosningunni í Vesíur-ísafjarðarsýslu, Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstjóri, vann glæsiiegan sigur í kosning- unni sl. snunnudag. Taliiingu atkvæða lauk síðdeg- is í gær og urðu úrslit þessi: Eiríkur Þorsteinsson, Framsókn- arflokkur, 405 atkvæði. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, frambjóðandi Sjálfst.fl., 273. Sturla Jónsson, frambjóðandi Al- þýðufl. 233 atkv., og Gunnar M. Magnúss, fram- bjóðandi kommúnista 34 atkv. Auðir seðlar 4, ógildir 6. Á kjörskrá 1068, 958 kusu, eða 89,7%. í síðustu Alþingiskosningum var Ásgeir Ásgeirsson, frambjóð- Vígsia nýja knalfspyrnu- vaiiarins á sunnudaginn Á sunudaginn kemur er ætiun- in að vígja knattspymuvöllinn á íbróttasvæðinu nýja. Vígslan hefst með því að formaður ÍBA, Ármann Dalmannsson, flytur ávarp, þá keppa meistarafl. K. A. og Þór í knattspyrnu (40 mín. leikur), boðhlaupssveitir frá K. A. og Þór munu reyna að setja ntt íslanýdsmet. í 1000 m. boð- hlaupi og loks verður „old boys“ knattspymukappleikur og er ætlunin að blaðamenn velji í annað liðið en knattspyrnuráðið í hitt. Keppendur verða ýmsir meistarar og enginn degi yngri en fertugur. — Allur ágóði af sam- komunni rennur til áhaldakaupa fyrir nýja ihróttasvæðið. andi Alþýðuflokksins, kjörinn með 418 atkv., Eiríkur Eiríksson, frambjóðandi Fram.sfl. hlaut 336 atkv., Axel Tulinius, Sjálfstæðis- fl. 213 og Þoi valdur Þórarinsson, kommúnisti, 28 atkv. Um 350 iniffiir þegar gefnir til byggðasafnsins í gærmorgun bauð Ragnar Ás- geirsson ráðunautur, sem hefur undanfarið unnið að því, ásamt Snorra' Sigfússyni námsstjóra, að safna munum til fyrirhugaðs byggðasafns í Eyjafirði, blaða- mönnum að líta á árangminn af söfnuninni til þessa. Hefur mun- unum verið komið fyrir til bráðabirgða í herbergi í kjallara nýja spítalans. Er buið að raða þeim þar í hillur, merkja þá og skrá. Samkvæmt frásögn Ragnars eru þegar komnir um 350 munir í safnið og eru ýmsir þeirra mjög merkir. Hafa ýmsir aðilar fært safninu að gjöf marga góða gripi og vitað er um ýmsa muni víðs vegar um héraðið, sem safn- inu munu berast á næstunni. Það vekur furðu, hversu margt hefur safnast á skömmum tíma og Ragnar Ásgeirsson tók fram, að nær undantekningarlaust væru munimir gefnir en ekki seldir og íylgdi gjöfinni góðvilji fólks til byggðasafnsmálsins og áhugi fyr- ir því, að slíkri stofnun verði kcmið hér upp hið fyrsta. (Framhald á 8. síðu). verkefnin hér um slóðir Fjárskortur Iiáir mjög endurbótum og viðhaldi á vegakerfi landsins Stutt samtal við Geir G. Zoéga vegamálastjóra Vegamálastjórinn, Geir G. Zoega, hefur undanfarna daga verið á ferðalagi um Eyjafjarðar- cg Þingeyjarsýslur, m. a. til þess að kynna sér ásigkcmulag vega og athuga um nauðsyniegar endurbæt- urf og framkvæmdir í næstu íramtíð. Úrslit kosninganna í Verka- mannafélaginu hér á Akureyri um lI. helgi urðu þau, að kommúnistar löfðu á 4 atkv. og fengu kjörna fulltrúa sína á Alþýðusambandsþingið. Hlaut listi þeirra 194 atkv., en Iisti lýðræðissinna 190 atkv. Komrn únistar smöluðu mjög liðs- mönnum sínum og tókst með harðíylgi að verða ofan á. — Lýðræðissinnar sóttu kosning- una lakar og urðu því af sigr- inum. En kommúnistar eru komnir í minnihluta í Verka- mannafélaginu og eru það markverð tíðindi út af fyrir sig og mun þess nú skammt að bíða að verkamenn hrindi flokksstjóm kommúnista á hagsmunasaintökum sínum. Lýðræðissinnar hafa sérsfakan lisfa í kjöri í Jðju” Urú næstk. helgi verða kjörnir fulltrúar á Alþýðusambandsþing í Iðju, félagi verksmiðjufólks hér í bæ og verða tveir listar í kjöri, annar borinn fram af lýðræðis- sinnum, en hinn af stjórn félags- ins og trúnaðarráði (listi komm- únista). Á lista lýðræðissinna eru þessir menn: Ingimar Da- víðsson, Mjólkursamlaginu, Adam Ingólfsson, Iðunni, og Karólína Stefánsdóttir, Gefjuni. Til vara: Brjánn Guðjónsson, Iðunni, Ingibjörg Jóhannsdóttir, Gefjuni, og Guðmundur Andi’ésson, Sjöfn. Á lista kommúnista eru: Jón Ingimarsson, Klapparstíg 3, Kristján Larsen, Árbakka, og Kristlaug Guðmundsd., Kletta- borg. Til vara: Sveinn Benedikts- son, Framnesi, Helga Hannes- dóttir, Norðurgötu 36, og Laufey Bjarnadóttir, Kaupvangsstræti 1. aðalbókari, látijm Sveinn Bjarman, aðalbókari hjá KEA, andaðist í Reykjavík sl. mánudag eftir skamma lcgu. Banamein hans var hjartabil- un. Hann varð 62 ára gamall, fæddur 5. júní 1890 að Naula- búi í Skagafirði. — Þessa mcrka borgara og ágæta drengs verður minnst hér í blaðinu síðar. Dagur átti stutt samtal við vegamálastjórann í fyrradag og spurðist fyrir um horfur á fram- kvæmdum í vega- og brúargerð- armálum hér nærlendis. Brýr á Skjálfandafljóti og Glerá. Vegamálastjóri skýrði svo frá, að hann væri hér m. a. vegna fyrirhugaðra brúargerða á Skjálfandafljóti undan Stóru- völlum og á Glerá. Um Skjálf- andafljótsbrúna sagði hann, að ýmis undirbúningur og mælingar yrðu gerðar nú í haust, og nokk- úð af efni keyrt á brúarstaðinn, en brúarsmíðin sjálf mundi hefj- ast að vori. Þetta verður hengi- brú allmikil, sama gerð og brúin á Jökulsá á Fjöllum, en ekki miðuð við eins mikinn þunga- flutning og því ekki eins veiga- mikil. En mikil samgöngubót yrði að brúnni fyrir Bárðardal. Um Glerárbrúna væri það að segja, að ekki væru horfur á að meira yrði gert í ár en að steypa stöplana. Ekki hefði verið veitt fé til þessarar brúargerðar á fjárlögum og enda þótt bærinn hefði boðist til að lána fé, væri tími nú svo hlaupinn að naum- ast mundi hægt að Ijúka brúar- gerðinni í ár, þótt fé fengizt. Endurbætur á Vaðlaheiðarvegi og Eyjafjarðarbraut. Vegamálastjóri sagði að sér virtist aðkallandi að gera veru- legar endurbætur á ýmsum veg- um hér í Eyjafirði og þá einna helzt á Vaðlaheiðarvegi og Eyjafjarðarbraut og reyna með slíkum endurbótum að fyrir- kyggja að vegirnir tepptust eins snemma í snjóum og nú er orðið. En þessi mál væru mjög erfið viðfangs vegna fjáiskorts. Sann- leikurinn væri sá, að vegagerð- ina skorti mjög fé til nauðsynleg- asta viðhalds á vegakerfi lands- ins og um endurbætur að nokkru ráði væri þaðan af síður að ræða meðan ekki blési byrlegar með fjárveitingar. Ýmsir vegir, sem kallaðir hefðu verið fullgerðir hér fyrr á árum, þyrftu nú mik- illa endurbóta við. Nú þyrfti að brjótast yfir heiðar á öllum árs- tímum, enda væru nú tæki til þess, en slíku hefði ekki verið að heilsa á árum áður. Á meðal vega, sem stórra endurbóta þyrftu við, væru t. d. Vaðlaheiðar vegur — að koma honurn burt úr skaflihum og mestu snjóalögun- um, — og Eyjafjarðarbraut, sem þyrfti verulegra endurbóta við, m. a. vegna snjóalaga. Ilvað um Fnjóskadalsveg og þá leið austur? Um vetrarleið um Fnjóskadal yrði naumast að ræða fyrr en fé hefði verið veitt til þess að gera þar nýjan veg að mestu leyti, en slík vegagerð mundi kosta stór- fé. Ekki vildi vegamálastjóri spá neinu um það, hvort líklegt mætti telja að fé yrði veitt til þessa veg- ar á næstunni. Ný Hörgárbrú. Um brúargerð á Hörgá, sagði vegamálastjóri, að hann hefði fyrir löngu gert tíllögu um að fé yrði veitt til þess að gera þar nýja brú, enda væri þess mikil þörf. Hann taldi nokkra von- til þess að e. t. v. yrði hafizt handa um það á næsta ári, en þó væri það engan veginn víst. Þetta samtal við vegamála- stjóra gat ekki orðið lengra að sinni, því að eftir honum beið bíll og nokki'ir samferðamenn og var ætlunin að aka Laugalandsveg til þess að athuga hann og heyra tillögur um endurbætur á hon- um. Dagur þakkar vegamála- stjóra greið svör. Það er gott að hann gefur sér tíma til að koma hingað norður og kynnir sér af eigin reynd ástandið. Sennilega fer það ekki fram hjá honum, að mikil og almenn óónægja er hér ríkjandi vegna ófullnægjandi viðhalds vega og erfiðleika að komast bæjarleið eftir að snjóar ganga í garð. Verður að vænta þess að vegamálastjórnin leggi kapp á að greiða úr slíkum erf- iðleikum, t. d. í sambandi við Vaðlaheiðarveg, eftir því sem efni framast leyfa.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.