Dagur - 01.10.1952, Blaðsíða 5

Dagur - 01.10.1952, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 1. október 1952 D A G U R 5 Sveinn Bjarman aðalbókari - Nokkur minningarorð - Á öndverðu ári 1898 sá eg Svein Bjarman í fyrsta sinn, og kynnt- ist honum. Það var á heimili for- eldra hans, Árna Eiríkssonar og konu hans Steinunnar Jónsdótt- ur, að Reykjum í Tungusveit í Skagafirði. Eftir sjö daga göngu framan úr Austurdal, í þungri færð og út- mánaða hríðaham, náðum við bræður tveir, annar 10 en hinn 8 ára, loks settu marki, heimili þeirra mætu hjóna. Skyldum við dvelja þar til vorsins. Þetta voru mikil, og urðu minnisstæð umskipti, fyrir mig. 1 fyrsta sinn á æfinni fór eg nú að heiman úr foreldrahúsum. Eg var hálf kviðáfullur. Mig grunaði einhvern veginn ■ að óvíst væri hvort, eða hvenær, eg fengi að fara heim aftur, né hvað um mig yrði nú að vordögunum, ef það brygðisí. Eg hafði- hugboð um að hverju draga mundi með heilsu- far móður okkar. Það fór líka svo, að hvorugur okkar bræðra átti afturkvæmt þangað heim. En þessar áhyggju mínar hurfu brátt' fyrir hlýhúg' og ágætu at- læti, sém við mættum þarna, og glaðværð heimilisins á Reykjum. Eg hafði ekki veiúð þarna marga daga er mér fannst það Ijóst, að hægt væri að eignast vandalausa foreldra og systkini. Að vísu var Árni á Reykjum náfrændi okkar bræðra. En við höfðum lítil kynni haft af honum til þessa, og engin af fjölskyldu hans. En þarna nut- um við, í stuttu máli sagt, alls hins sama og börn þeirra hjóna. En þau nutu ástríkis góðra for- eldra, og umhyggju þeirra. Árni vár af velmetnum skag- firzkum bænda- og prestaættum kominn í marga liðu upp, Hann ólst upp hjá móðurbróður sínum, Sveini Guðmundssyni bónda í Sölvanesi, sem var barnlaus. Fór vel um Áma þar, og kostuðu þau hjón þennan fósturson sinn til mennta nokkurra, miðað við það, sem þá var títt um sveita- börn á íslandi. M. a. lærði Árni að leika á orgel. Hygg eg að hann hafi verið einn af þeim fyrstu, sem þá list lærði í Skagafirði. — Segir svo í samtímaheimild, Fréttum frá fslandi, að á búfjár- sýningu, sem haldin var að Garði í Hegranesi vorið 1881, og fjöldi manna úr héraðinu sótti, að „Árni organleikari frá Sölvanesi hélt þar uppi fögrum söng með góðum flokki karla og kvenna“. — Um langt skeið var hann for- söngvari í Mælifells- og Reyka- kirkjum. Kona hans, Steinunn Jónsdótt- ir prests á Mælifelli, Sveinssonar, var af alkunnum og merkum ætt- um. Móðir hennar var Hólmfríð- ur Jónsdóttir, ein af hinum fjór- um nafnkunnu Reykjahlíðarsystr um. Hún náði háum aldri og lifði það að yerða langalangamma. — í eina ættgrein, frá hinum þrótt- miklu Goðdalaprestum, voru þau Reykjahjón að fjórða og fimmta að frændsemi. „Steinunn var kona fluggáfuð og hið mesta góð- kvendi. Þótti hún einn hinn bezti kvenkostur í Skagafirði, og þótt víðar væri leitað.“ Svo farast einum síðari tíma rithöfundi, sem þó man langt aftur, orð um hana. Jörðin Reykir er í miðri þétt- byggðri sveit. Þarna var því um- ferð mikil, og oft gestkvæmt. Á þessum tíma var nágrenni Reykja vel setið, eins og að vísu jafnan hefuf verið síðan. Má þar nefna Ólaf Briem alþingismann á Alfgeirsvöllum, Björn í Kolgröf, þá bræður Hannes á Skíðastöðum og Jón á Nautabúi, séra Jón Magnússon á Mælifelli og bróður hans Konráð á Vatni, Þorgrím á Starrastöðum, hinn aldna og auð- sæla búhöld Jóhann á Brúna- stöðum, sem var hreppstjóri þeirra Lýtinga um 60 ára bil, og ýmsa fleiri. Árni var oddviti hins víðlenda og fjölmenna Lýtingsstaðahrepps. Þurftu því margir að finna hann þeirra erinda vegna. Átti hann samskipti við alla hina nýnefndu menn, en þeir munu hafa átt sæti í hreppsnefnd um lengri eða skemmri tíma, auk margra ann- ara mætra manna. Öllum þeim kynntist Sveinn, þá hann var ungur, og mundi þá vel. Munu þeir nú allir horfnir héðan á und- an honum, og flestir löngu fyrr. Þá var og Árni deildarstjóri sveitarinnar í Kaupfélagi Skag- firðinga, tók á móti vörupöntun- um manna og skrifaði þær niður. Reykir er kirkjustaður, og á þeim tíma var vel sótt kirkja þar. Formaður sóknarnefndarinnar, Ólafur á Álfgeirsvöllum, var kirkjurækinn maður, og þá þótti grönnum hans ekki sæma að sitja heima, þótt ekki bæri annað til, svo mikillar virðingar naut hann og álits. Auk þessa áttu fjölmargir aðr- ir leið þarna um. Og öllum var þeim beini borinn, sem þar knúðu dyr. Þurfti mikið til þessa, enda munu þau hjón aldrei hafa safnað veraldlegum auði, þótt bú hefðu þau jafnan sómasamlegt. Þessi öra umferð var nýtt fyrir- brigði fyrir mig, sem lítið þekkti annað til en hið afskekkta dala- heimili foreldra minna. Og þó er það ekki það, sem ég minnist helzt frá hinni stuttu dvöl minni þarna fyrir nálega 55 árum. Það er heimilið sjálft, sem ég man bezt. Það er hið góða og hlýja viðmót hjónanna, og um- hyggja þeirra fyrir okkur ein- stæðingunum. Það eru hinir nýju leikfélagar, sem við eignuðumst þai-na, börn þeirra Reykjahjóna fjögur. Þau voru á líku reki og við bræður. Við Sveinn vorum svo að segja jafnaldrar, eða um tíma á sama árinu. Þegar komið var í þann hóp, var ekki hægt annað en að vera glaður, hvað sem fortíð eða framtíð annars leið. ■— Margt æskufólks var þarna í sveitinni þá, og hafði það sæmilega aðstöðu til samfunda, enda nokkurt félagslíf á meðal hinna eldri einnig, sem síður náði upp til hinna dreifbýlu dala. — Kunnu Reykjasystkini því fleira til leikja' og gleðskapar en við bræður, og voru leiðandi þar. Varla mun það ofmælt, að Reykjaheimilið hafi í tíð þeirra hjóna þar verið miðstöð sönglífs sveitarinnar. Mörg vetrarkvöld, að loknum önnum dagsins, settist Árni yið orgelið, en börnin og annað heimafólk, en það var all- margt, tók lagið. Og jafnvel fólk af næstu bæjum kom til að njóta þessa eða gerðizt þátttakendur í söngnum. Börnin öll voru söng- hneigð svo að af bar og lærðu snemma að leika á orgel. — Eitt sinn minnist ég þess, að Guðrún dóttir þeirra hjóna settist við org- elið og vildi reyna söngeyra Jóns bróður síns, en hann mun þá hafa verið 12 ára. Studdi hún á nót- urnar hér og þar og lét Jón, sem sat úti í horni baðstofunnar, segja hvaða tónn þetta og þetta væri. Skeikaði honum ekki frá hinu rétta. Ekki veit ég, hvort svo er al- mennt um þá menn, sem söng- fróðir eða sönghneigðir eru kall- aðir, en undraverð þykja mér þau eyru vera, sem svo eru næm á tóna. Jón varð síðar einn af leiðandi söngmönnum héraðsins. Og svo hef ég heyrt kunnugan mann segja, að eftir fráfall hans hafi hinn rómaði Skagfirzki bænda- kór aldrei borið sitt barr. Eg hygg, að Sveinn hafi ekkert staðið Jóni bróður sínum að baki hvað söngnæmi snerti, né hin systkinin. Og eftirtekt vakti hin bjarta barnsrödd yngsta bróðurs- ins, Stefáns, er hann söng lagið: ísland, ísland, ó ættarland. Bókhneigð voru þau systkin eigi síður en sönghneigð. Árni átti nokkurt bókasafn, og lestrarfélag var í prestakallinu með allgóðum bókakosti, og fengu systkinin bækur þar að láni. Ekki þarf að efa, að börnin á Reykjum^ólust upp á góðu heim- ili og hollu. Hin virðulega fram- koma og milda viðmót húsmóður- innar og þátttaka húsbóndans í opinberum málum, og skynsam- legar umræður um þau, mótaði framgöngu og hugsun hinnar upprennandi æsku. Sveinn kunni vel að taka á móti gestum og ræða við þá. Fág- aða framkomu og hleypidóma- lausa gerhygli átti hann í ríkum mséli. Hann kunni ágætlega að' segja frá og lýsa mönnum og málum og var einkar orðhagur á bundið mál og óbundið, enda eðlisgreindur maður. Um vorið skildu leiðir okkar Sveins að sinni. Sáumst við frem- ur sjaldan næstu 20 árin eða þar um bil, enda lá vegur hans til Akureyrar ekki alllöngu eftir aldamótin, þar sem heimili hans var lengst af síðan. En ég hvarf aftur inn til dalanna, á enn ein- angraðra og fámennara heimili en foreldra minna hafði vérið, og ólst þar upp. Hins vegar fluttist að Reykjum þetta sama vor bróð- ir okkar, hinn yngsti, og var þar alla tíð síðan, unz fjölskyldan fluttist öll til Akureyrar rúmum 10 árum síðar. Má geta þess hér, að fleiri voru og fósturbörn þeirra Reykjahjóna en hann einn. Um ævi Sveins að öðru leyti en hér hefur verið gert, né störf hans, ætla ég ekki að rita, enda verður það efalaust gert af öðr- um. En mér var kunnugt um, að hann mat æskuheimili sitt mikils og þótti vænt um bernskustöðv- arnar. Tíðasta umræðuefni okkar og hugstæðasta nú í seinni tíð var að minnast atburða þaðan og þeirra manna, sem við höfðum kynni af, þegar við vorum upp- vaxandi drengir þar vestra. Og í síðasta sinn er við sáumst, viku áður en andlátsfregn hans barst oss, hneig talið enn að hinu sama. Og við hefðum áreiðanlega oft átt eftir að gera svo, að ræða um og „líta í anda liðna tíð“, okkur báðum til ánægju, ef hon- um hefði orðið lengra lífs auðið. En nú verða þær viðræður niður að falla ,— í bili að minnsta kosti. Og því kaus ég að haga loka- orðum mínum til þín, kæri frændi, á þennan veg. Þökk fyrir bernskukynninguna. Þormóður Sveinsson. Örn á Steðja sextugur Sextugur er í dag, 1. október, skáldið og fræðimaðurinn Orn á Steðja. Orn heitir fullu nafni Jóhannes Öm Jónsson og er Skagfirðingur að ætt, fæddur að Neðra-Lýtings- staðakoti (nú Árnesi) í Tungu- sveit 1. okt. 1892. Hann fluttist hingað norður fyrir rúmum 20 árum og settist að í Fagranesi í Öxnadal ,ásamt konu sinni, Sig- ríði Ágústsdóttur frá Kjós á Ströndum. En á Steðja á Þela- mörk hafa þau hjón nú búið í samfleytt 17 ár. Örn á Steðja hefur lengst af verið fátækur einyrkjabóndi og pví haft mörgu að sinna. En bók- um sínum og fræðum hefur hann helgað hverja stund, sem mátti, og í önn og erli daganna verið sí- hugsandi um skáldskap og önn- ur bókmenntaleg efni. Sjálfur hefur hann skrifað furðu mikið og stökur hans og kvæði víða þekkt. Helztu verk hans, prentuð, eru „Burknar“, ljóðmæli, 1922, og Dulsjá, þjóðleg fræði frá ýmsum tímum. Jóhannes Örn er manna prúð- astur í öllu dagfari og hinn bezti drengur, einlægur og hjarta- hreinn ,Á hann því alls staðar vini .Munu margir hugsa hlýtt til hans í dag og árna honum, konu hans og börnum, heilla og bless- unar á þessum tímamótum. Frú líristjánsdóttir látin Sú sorglega fregn barst nýlega hingað, að sunnud .14. sept. hefði látizt á sjúkrahúsi í Gautaborg frú Rannveig Kristjánsdóttir Hallberg frá Dagverðareyri. En hún var, eins og kunnugt er, dóttir hinna merku hjóna Sess- elju Eg^|rtsdóttur og Kristjáns Sigurðssonar, kennara, sem bæði eru látin fyrir fáum árum, og var hún næstelzt fimm barna þeirra. Rannveig var fædd 23. maí 1917 á Dagverðareyri og því að- eins 35 ára, er hún lézt. Hún var stúdent frá Akureyrarskóla og síðan um árabil við nám erlendis, og lagði stund á hússtjórnarvís- indi og uppeldisfræði. Eftir heimkomuna starfaði hún um hríð á vegum Kvenfélagasam- bands fslands og fræðslumála- stjórnar, og varð þá landskunn, m. a. fyrir athyglisverðar grein- ar og erindi um hússtjómar- og skólamál. Hún giftist árið 1945 Peter Hallberg, sænskum lærdóms- manni, 9em þá var sendikennari hér við háskólann og mörgum er kunnur. Fluttust þau litlu síðar alfarin til Svíþjóðar. Hlaut mað- ur Rannveigar embætti í Gauta- borg og þar stóð heimili þeirra. Áttu þau tvö böm, dreng og stúlku. Rannveig frá Dagverðareyri Góðum tónleikum spillt með ósmekklegum r f * aroori Hingað kom í s. 1. viku svo- nefnd sendinefnd frá Rússlandi á vegum félagsins „Menningar- tengsl íslands og Ráðstjórnar- ríkjanna". Skipuðu nefndina rit- höfundur, verkfræðingar og pí- anóleikari. Akureyrardeild þessa félagsskap efndi til samkomu hér s. 1. miðvikudagskvöld og var hún auglýst sem píanóhljómleik- ar frú Tatjönu Nikolajevu, en þegar á hólminn kom tróðu sér fram ýmsir af forsprökkum heimakommúnista hér og vitnuðu á góða heimatrúboðsvísu. Var í ræðum þeirra ósmekklegur áróð- ur, og mun uppskeran hafa orðið eftir því. Hins vegar gætti einn Rússanna, sem þarna stóð upp, kurteisi og flutti siðmennilega ræðu. Vegna þess, hve hinar frelsuðu sálir tóku upp mikið af tímanum, urðu tónleikarnir í styttra lagi, og voru það slæm skipti fyrir áheyrendur, því að frú Nikolajeva er afbragðspíanó- leikari, hefur yfir að ráða stór- mikilli tækni og skaplyndi stór- brotins listamanns. Hún lék ein- göngu verk viðurkenndra meist- ara, auk tveggja tónsmíða eftir sjálfa sig. Voru verkin eftir Bach, Grieg, Chopin og Rachmaninoff. Mun óhætt að fullyrða, að betur hafi ekki verið leikið á slaghörpu á tónleikum hér, síðan Rudolf Serkin var hér á ferð fyrir nokkr- um árum. Eyfirðingar látnir vestan hafs Nýkomin blöð frá Winnipeg segja frá andláti tveggja Eyfirð- inga vestur þar. Hansína Hann- esson lézt á sjúkrahúsi í San Fransisco. Hún var fædd í Eyja- firði árið 1873, skýrir Lögberg frá, faðir hennar var Kristján Jónsson frá Lögmannshlíð, en móðir hennar Kristjana Jóhannes dóttir bónda Grímssonar á Kjarna. Hansína fluttist vestur með foreldrum sínum árið 1876. Hún giftist Jóhanni Hannessyni og áttu þau síðustu árin heima á Berkeley, Cal. — Hún var talin mikilhæf kona. Þá er nýlega lát- inn Svanberg Sigfússon bóndi á Blómsturvöllum á Nýja-íslandi, fæddur að Dæli í Svarfaðardal 1880, sonur Sigfúsar bónda Jóns- sonar á Þverá, síðar spítalahald- ara í Möðrufelli', og Bjargar Jónsdóttur frá Þverá í Skíðadal. Þau fluttust vestur um haf 1883 og bjuggu alla ævi í Hnausa- byggð í Nýja-íslandi og tók Svanberg spnur þeirra við búi þar að þeim látnum. var mikil atgerfiskona, fríð, glæsileg og gáfuð. Er sár harmur kveðinn að ástvinum hennar, fjær og nær, við fráfall hennar á bezta aldri. Og margir munu þeir aðrir hér heima, er sakna hennar af heil- um hug. Sig. Stefánsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.