Dagur - 01.10.1952, Blaðsíða 1

Dagur - 01.10.1952, Blaðsíða 1
AUGLÝSINGAR í DEGI Iesa ílestir Akureyiiiigar og Eyfirðingar! AGU POSTKROFUR fyrir andvirði blaðsins 1952 hafa verið send- ar til fjarlægra staða. — Innleysið þær grciðlcga! XXXV. árg. Akureyri, miðvikudaginn 1. október 1952 39. tbl. Málmhúðun KEA á Iðnsýningunni í sýningardeild KEA á Iðnsýningunni er m. a. deild frá Málmhúðmi félagsins á Oddeyrartanga, líkan af verksmiðjuhúsinu, er hýsir stál- hiií gagnagcrðina og máimhúðunina og ýmsar upplýsingar um máím- húðunina, sýnishom og frásagnir. Sjá nánari frásögn af Iðnsýn- ingunni annars staðar hér í blaðinu. Þáiftaka nor Góð auglýsing fyrir iðnaðinn á Akureyri Rösklega 30.000 manns hafa nú séð Iðnsýninguna í Reykjavík, og munu flestir, sem inn á sýn- ingarsvæðið koma, líta inn á deildir SÍS og KEA, sem sýna þar margvíslega iðnaðarfram- leiðslu frá verksmiðjunum hér á Akureyri. Vekja þessar vörur mikla athygli sýningargesta, að því er Arnór Karlsson deildar- stjóri, sýningarstjóri KEA, sagði blaðinu í viðtáli í gær. SPYR HVAR VÖRURNAR FÁIST Arnór sagði, að það væri áber- andi, að fólk spyrði, hvar væri hægt að fá t. d. pylsugerðar- og efnagerðarvörur KEA í Reykja- vík. Væri auðheyrt ,að KEA- vörur hefðu gott orð. Mjólkur- samlagið væri t. d. löngu lands- þekkt, og nefndu það margir sýn- ingargestir. Sama máli gegnir raunar um smjörlíkisgerðarvörur KEA, en hin yngri framleiðsla er minna kunn. En Arnór taldi vafa- laust, að aukinnar eftirspurnar eftir þessum vörum mundi gæta syðra vegna Iðnsýningarinnar. HEKLA VEKUR SÉRSTAKA ATHYGLI Arnór sagði ennfremur, að enda þótt sýning SÍS-verksmiðj - anna hér á Akureyri væri öll hin myndarlegasta og að iafnaði væri fjölmenni á öllum sýningardeild- um, mætti segja, að Heklu-vörur vektu ekki hvað sízt athygli, og þætti fólki gaman að sjá, hversu langt væri komið á landi hér að búa til prjónafatnað, undirföt, vinnuföt o. fl., sem stæðist fylli- lega samanburð við góða erlenda framleiðslu um útlit, verð og gæði. Mætti raunar segja hið sama um Gefjunar-vörur, að enn ættu margir landsmenn eftir að átta sig á því, hversu vönduð og smekkleg framleiðsla þar væri á ferð, og um Iðunnar-skó og leður væri það að segja, að fjöldi fólks hefði enga hugmynd haft um það, að hin fallegu og fjölbreytilegu yfirleður og undirleður, sem not- uð væru í íslenzka skó, væri al- íslenzk framleiðsla, og því síður að þetta væri tilfellið með bók- bandsskinn og ýmis önnur fínni skinn. SJAFNAR-SÝNISHORNIN FLJÚGA ÚT! Ein deildin á sýningu SIS er helguð Sápuverksmiðjunni Sjöfn hér í bæ, og er framleiðsluvörum Framh. á 7. síðu. Villiminkur kom- inn í Eyjafjörð í gær far.nst dauður mínkur á þjóðveginum um Moldhaugaháls. Mun bíll hafa ekið yfir hann. Adolf Gíslason bílstjóri, Árnesi í Glerárþorpi, fann niinkinn dauð- ann á vegínum og liirti hann til sannindamerkis um að þessi vá- gestur sé nú kominn í héraðið. Lausafregnir hafa áður gengið um minka hér, cn hafa ekki verið staðfestar. Er koma villiminks- ins hin verstu tíðindi. Plága þessi stórspillir hvar- vetna fugla- og fiskigengd, en Al- þingi daufheyrist við öllum ósk- um um hann við minkaeldi í landinu. Barn varð fyrir bíl Síðdegis sl. laugardag varð lítil telpa, Lydía Jónsdóttir, 2ja ára gömul, fyrir fólksbíl við Aðal- stræti 74 í Innbænum og slasað- ist allmikið og var flutt í sjúkra- hús. Meiðslin eru ekki talin lífs- hættuleg og líðan telpunnar tal- in sæmileg eftir atvikum er blað- ið hafði síðast fréttir. Rafmagn leltt í Lögmanns- hlíðarksrkju Nýlega er lokið við að leggja rafmagn í Lögmannshlíðarkirkju og koma fyrir ljósaútbunaði í kirkjunni. Ber þar mest á tveim- ur fögrum ljósakrónum og fall- egum veggljósum, sem Málmiðj- an í Reykjavík hefur gert. Það er sóknarnefndin, undir forustu formannsins, Þorst. Hörgdal, sem hefur beitt sér fyrir máli þessu og meðal þeirra, sem hafa stutt það er kirkjukór sóknarinnar, sem hélt söngskemmtanir.í fyrra, undir stjórn Halldórs Jónssonar í Ásbyrgi, til ágóða fyrir þetta málefni, og ónefndur velunnari kirkjunnar, sem færði henni veg- lega peningagjöf. Ljósaútbúnaður þessi var tekinn í notkun í fyrsta sinn við guðsþjónustu í kirkjunni fyrir hálfum mánuði. Rafmagns- lögnina í kirkjuna önnuðust raf- virkjameistararnir Sigtryggur Þorbjörnsson og Jóhannes Ólafs- son. Fjölmenn útför Sveins Bjarman aðalbókara Útför Sveins Bjarman áðal- bókara var gerð í gær. Fylgdi mikill mannfjöldi hinuni vinsæla borgara til grafar. Séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup jarðsöng, en ættmcnn, samstarfsmenn og söng £g!íl Jóhannsson skipsfjóri á „Snæfelli" segir fré reknefaveiðum Akureyrarskipanna M.s. Snæfell lagði á land í sl .viku uni 500 tunnur af fullsaltaðrí hafsíld og hélt aítur á miðin á sunnudag&kvöld. Er heildarafli skips- ins síðan það hóf rekneíaveiðarnar austur í hafi þá orðinn um 1000 tunnur af fullsaltaðri síld. Afli „Akraborgaf“ og „Ingvars Gúðjóns- sonar“ num svipaður og „Súlunnar“ liílu minni, enda byrjaði hún veioarnar seinna. Ðagur náði tali af Agli Jóhannssyni skipstjóra á Snæfelli á sunnudaginn og ræddi við hann um þessa íilraun til þess að sækja síldina austur í haf og gera sumarvertíðina arðvænlegri en ella. . Góð afiabrögð. Egill Jóhannsson sagði, að aflabrögð ó þessum miðum, 160 •—220 mílur suðaustur af Langa- nesi, hafi reynst allgóð og stundum ágæt síðan skipin komu þar fyrst upp úr miðjum ágúst. — Fást oft allt að 100 tunnur í lögn í 62— 64 net, mesta veiði í lögn hjá Snæfelli hefur verið 250 tunnur og er þáð raunar meiri veiði en unnt er að taka á móti um borð svo að vel sé. Mikil síld virðist vera á þessum slóðum á stóru svæði .Hafa ekki aðrir en fslendingarnir verið þarna að veiðum nú síðsumars. Ekkert hefur sést til Rússa, Norðmanna eða Svía, en íslenzku skipin hafa haft samband við Færeyinga sem eru sunnar og austar í hafinu. Eru þeir farnir að veiða síldina allt suður undir Færeyjar, t. d. hafði Egill samband við skip, sem vissi um allgóða veiði 70 mílur norður af Færeyjum nú fyrir nokkrum dögum. Síldin, sem þarna veiðist er yfirleitt stór og falleg gotusíld, og telur Egill engum vafa bundið að hún sé fyrsta flokks vara. Keldurðu að reknetaveiðin á þessum slóðum geymi framtíðar- niöguleika fyrir okkur? — Eg er sannfærður um, að ef síldargangan upp að landinu er háo . straumum í hafinu og síldarleysið orsakast af breyttum straumum, þá er breytingar okkur í hag ekki að vænta á einu ári eða svo, heldur mun sú þró- un taka langan tíma. Og síldin hefur virzt vera að fjarlægjast okkur æ meir á undanförnum ár- um. Af þessu leiðir að við verð- um að taka upp breytta veiði- tækni. Uppgripin í herpinótina við ströndina eru þá úr sögunni í bráðina a. m. k., en hafsíldar- veiði ætti ekki að vera þar með að sækja d. vitað, að vertíð norska flotans á fslandsmiðum hefur gefið góða raun í ár. Hefði siídarflatinn íslcnzki get- bræður báru kistuna til grafar. Karlakórar bæjarins heiðruðu búin, heldur er hægt hinn látna með söng heima og í síld á djúpmiðin eins og Norð- kirkju. menn hafa lengi gert. Það er nú t. að sótt austur í haf með sæmi- legum árangri? — Eg tel víst að næg síld hafi alla tíð verið í hafinu og ef rek- netaveiði hefði almennt hafizt í júlí hefði afkoma síldarflotans orðið önnur og betri en raun varð á. Þess er þó að gæta, að eg tel ekki hægt að stunda rek- netaveiði austur í hafi á minni skipunum, þau hafa ekki dekk- plóss til athafna og ekki nægi- legt rúm til að taka tunnur og vistir sem duga í svo langa ferð, en það hefur sýnt sig, að túrinn hjá okkux', með 400—600 tunnur, tekur íöskan hálfan mánuð. Þegar sótt er svona langt, er mikil nauðsyn að allt sé í lagi og Framh. á 7. síðu. Jóhann Hannesson bókavörður Fiskesafnsins Ameríska blaðið Ithaca Jour- nal skýrði frá því í sl. mánuði, að Jóhann Hannesson, (bóksala Jónassonar í Siglufirði,) hafi verið ráðinn bókavörður Fiske- safnsins við Cornell-háskólann í Itacha, í stað Kristjáns Karlsson- ar (alþm. Kristjánssonar) ,sem gegnt hefur stai-finu síðan 1948. Jóhann Hannesson er stúdent frá Akureyrarskóla og tók meistara- próf í ensku fi'á Bex'keley-háskóla 1945. Hann hefur stundað kennslu við Berlceleyháskóla síð- an 1950 og vinnur nú að doktors- í'itgerð sinni. Jóhann mun auk bókavai'ðai'starfsins kenna við Cornell-háskóla.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.