Dagur - 15.10.1952, Side 1
AUGLÝSINGAR í ÐEGI
lesa flestir Akureyringar
og Eyfirðingar!
PÓSTKRÖFUR fyrir andvirði
blaðsins 1952 hafa verið send-
ar til fjarlægra staða. —
Innleysið þær greiðlega!
XXXV. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 15. október 1952
41. tbl,
Herbergi í nýja heimavistarhúsinu
Um 80 nemendur Mcnntaskólans á Akureyri búa nú í nýja heima-
vistarhúsinu, sem enn er í smíðum og hefur miðað talsvcrt áfram
síðan í fyrra. Herbergin í nýja húsinu eru björt og vistleg. Húsbún-
aður er cinfaldur, cn smekklegur og þægilegur. Húsið var notað
sem gistihús sl. sumar, og líkaði gestum vel að búa þar. — Myndin
hér að ofan er úr nemendaherbergi í hcimavistarhúsinu. Unga
stúlkan virðist kunna vel við sig þar. — Ljósm. Guðni Þórðarson.
Alasimdsbók Helga Valtýssonar Iiefir
vakið mikía athygli í Noregi •-
Heilsíðugrein í „Sunnmörsposten“ um Akureyri,
Álasund og starf Helga heima og erlendis
Unnið á bví að gera iöndun ísfisks
mögulega í Breflandi - þrált fyrir
andstööu ófgerÖarmanna
Ekki óSíklegf að hægf sé að auka salffiskúfflufning
fil Danmerkur
Akureyrarkaupstaður gaf á sl.
vetri út fallega bók um vinabæ
sinn, Álasund í Noregi, eftir
Helga Valtýsson rithöfund. Hafði
bæjarstjórn Álasunds lánað öll
myndamót í bókina og gefið
ágætan myndapappír til útgáf-
unnar, en Helgi gaf handritið.
Reyndist því mögulegt fyrir
Akureyri að gera bókina vel úr
garði án þess að kostnaður yrði
óviðráðanlegur. Bókin var ágæt-
lega prentuð í Prentverki Odds
Björnssonar h.f.
Grcin í Sunnmörsposten.
Þetta framtak hér — að gefa
þannig út fallega bók til þes að
kynna vinbæ — hefur vakið
mikla athygli í Noregi og segja
Norðmenn það einsdæmi. í blað-
inu „Sunnmörsposten“, sem gefið
er út í Álasundi, birtist fyrir
uokkru heilsíðugrein um útgáf-
una og starf Helga Valtýssonar til
þess að kynna Noreg og norska
menningu á íslandi. Ritar norski
sendikennarinn í Reykjavík,
Halvard Mageroy lektor, grein-
ina, og fylgja henni fallegar
myndir frá Akureyri. Fer hann
mjög lofsamlegum orðum um
það, hvernig Helgi kynnir íslend-
ingum Álasund og Sunnmæri í
bókinni, og minnir á, að Helgi
nýtur þar gamalla og rótgróinna
kynna af þessum norska lands-
hluta og af norskri menningu. í
greininni eru auk þess ýmsar
upplýsingar um Akureyri, vina-
bæinn, sem gerði þetta myndar-
lega átak til þess að kynna Ála-
sund.
Blaðinu er kunnugt um, að víð-
ar hefur bókarinnar verið getið
og höf. hennar hefur fengið þakk-
arorð fyrir framtak sitt frá ýms-
um góðum Norðmönnum, m. a.
mun eitt af stærstu iðnaðarfyrir-
tækjum Noregs hafa pantað ein-
tök af bókinni og jafnframt sent
höf. árnaðaróskir.
Laugardaginn 27. sept. sl. hélt
Kcnnarafélag Eyjafjarðar aðal-
fund sinn í Barnaskólanum á
Akureyri.
Helztu mál fundarins voru
þessi:
Erindi námsstjóra, Snorra Sig-
fússonar um skólastarfið á kom-
andi vetri. Framhaldsmenntun
kennara. Frummælandi Stein-
grímur Bernharðsson skólastjóri.
— Heimanám skólanema. Frum-
mælandi Hannes J. Magnússon.
Þá voru fyrir tekin venjuleg að-
alfundarstörf.
Aðgangur að Háskólanum.
Meðal tillagna, sem samþykkt-
ar voru á fundinum voru þessar:
„Fundur haldinn í Kennara-
félagi Eyjafjarðar, 27. sept. 1952,
beinir þeirri ósk til mennta-
málaráðherra, að hann beiti sér
fyrir því, að kennarar, er lokið
hafa kennaraprófi frá Kennara-
skóla íslands, öðlist rétt til að
Engin kreppa í vændum
- segir Keyseriing
Einn af kunnustú hagfræðing-
um Bandaríkjanna og ráðunautur
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmál-
um, Leon Keyserling, hefur ný-
lega birt grein um efnahagsmál,
og segir þar, að árið 1960 muni
Bandaríkin hafa bætt við fvam-
leiðsluverðmæti þjóðarinnar 100
milljörðum dollara, en í dag er
framleiðsluverðmætið 340 mill-
jarðar árlega. Hann beldur því
fram, að engin kreppa sé í vænd-
um í Bandaríkjunum, hvort
heldur sem útgjöld til vígbúnaðal-
'aukast minnka eða komast í
ákveðnar, fastar skorður í næstu
framtíð. Keyserling segir m. a.,
að þjóð, sem hefur gengið í gegn-
um fjárhagsreynslu heimsstyrj-
aldarinnar og eftirstríðsáranna
síðustu ásamt með endurvígbún-
aðinum, þurfi ekki að óttast að
henni verði hrundið út af mark-
aðri braut í neinni skyndingu. —
Verðlag og skattar er nú hærra í
Bandaríkjunum en nokkru sinni
fyrr, en þetta sama gildir einnig
um laun og framleiðslumagn.
Það sem mestu máli skiptir í
þessu efni, er ekki einstakar töl-
ur, heldur jafnvægið, sem gildir í
milli þessara megingreina efna-
hagslífsins. Og þessu jafnvægi er
haldið stöðugu nú og mun verða
í framtíðinni, að áliti þessa kunna
hagfræðings.
AGÆT VEIÐI
Reknetaskipin héðan halda
áfram veiðinni austur í hafi og
afla afbragðsvel. M.b. Ingvar
Guðjónsson fékk 300 tn. í eina
lögn fyrir helgina, önnur skip
eitthvað minna, en afbragðsveiði
samt.
stunda framhaldsnám í BA deild
Háskóla íslands og ljúki prófum
þaðan í þeim námsgreinum, er
þeir sjálfir velja. Prófin veiti rétt
til að kenna við alla mið- og
gagnfræðaskóla í landinu í við-
komand igreinum.“
Uppeldisstofnun að Boíni.
„Aðalfundur Kennarafélags
Eyjafjarðar, haustið 1952, lýsir
ánægju sinni yfir hinni höfðing-
legu gjöf Lárusar Rist, er hann
gefur Akureyrarbæ eignarjörð
sína, Botn í Eyjafirði. Um leið og
fundurinn þakkar gefandanum
framsýni hans og skilning á upp-
eldismálum þéttbýlisins, vill hann
láta þá ósk í ljós, að sem fyrst
verði hafizt handa um að koma
upp vísi að myndarlegri uppeld-
isstofnun að Botni, er síðar geti
fært út kvíarnar eftir þörfum.“
Fundinn sátu milli 30 og 40
kennarar.
Untiið er að því um þessar
mundir að gera löndun ísfisks
úr islenzkum togurum mögulega
í Bretlandi enda þótt samtök
brezkra togaraútgerðiymanna
hafi neitað að leigja löndunar-
tæki sín til þess að skipa upp
fiski fyrir íslendinga. Má telja
sæmilegar horfur á því, að til-
raun brezkra togaraútgerðar-
manna til þess að útiloka íslenzk
skip frá brezka markaðinum, beri
ekki tilætlaðan árangur.
Þetta sagði Guðmundur Guð-
mundsson forstjóri Utgerðarfél-
ags Akureyringa h.f. í viðtali við
blaðið í gær. en hann er nýlega
kominn heim úr för til Dan-
merkur, Þýzkalands og Bretlands
þar sem hann ræddi við við-
skiptamenn togaranna og vann
að ýmsum málum fyrir útgerðina.
En ekki er unnt að skýra nánar
frá þeim gagnráðstöfunum, sem
fyrirhugaðar eru, að sinni.
Saltfisksútflutningurinn
til Danmerkur.
íslenzkir togarar hafa að
undanförnu selt talsvert af salt-
fiski til Esbjerg í Danmörk, m. a.
hafa togarar Útgerðarfélagsins
selt þrjá farma nú að undanförnu
(Kaldbakur er á leið til Esbjerg
af Grænlandsmiðum með þriðja
og síðast farminn). Þessi viðskipti
hafa verið sæmilega hagstæð fyr-
ir togarana. Guðmundur taldi
nokkrar horfur á því að unnt
mundi að halda þesum viðskipt-
um áfram og ef til vill auka þau
nokkuð.
Þýzkalandsviðskipíin.
Um viðskiptin við Þýzkaland
sagði forstjórinn, að það væri von
togaraútgerðarinnar, að sölu-
samningurinn við Þýzkaland, er
gildir til 15. nóv. n. k., fengist
framlengdur, enda væru mark-
aðshorfur allgóðar í Þýzkalandi.
Markaðurinn þyldi að vísu ekki
mikinn landburð af fiski, en eins
og sakir standa, eru margir þýzk-
ir togarar að síldveiðum og ísfisk-
landanir því hóflegar. Þjóðverjar
gera út 212 togara um þessar
mundir, og af þeim voru 65% á
síldveiðum, 5% í „klössun“ og
aðeins um 30% á ísfiskveiðum.
Mikil úrbót væri það, sagði Guð-
mundur, ef íslenzkir togarar gætu
keypt ýmsan búnað til skipanna
í Þýzkalandi með sömu kjörum
og þýzkir útgerðarmenn, en ís-
lendingar hafa til þessa ekki átt
kost á því. Ymsar útgerðarvörur
fást í Þýzkalandi með hagstæðara
verði en annars staðar. Athugun
hefur nú farið fram á því að fá
þessu breytt, og taldi Guðmundur
góðar horfur á því, að málið
mundi leysast. Ef svo færi, gerði
það siglingar á Þýzkalandsmark-
að eftirsóknarverðari en áður.
Af togurum Útgerðarfélagsins
er það að segja, að Svalbakur fer
út á ísfiskveiðar í dag, kom hann
fyrir helgina frá Esbjerg, en þang
að flutti hann Grænlandsafla.
Harðbakur kom í gær frá Esbjerg,
hafði landað þar 317 tonnum af
Grænlandssaltfiski, og Kaldbak-
ur er á leið til Esbjerg með góðan
afla. Líklegast er, að allir togar-
arnir þrír fari á ísfiskveiðar, sagði
forstjórinn að lokum.
Sökkvandi skip
í Svíþjóð, og kvittaði sænska
þjóðin þar reikningana við kom-
múnista, sem hafa á undahförnu
kjörtímabili orðið uppvísir að
stórfellduni njósnum um her-
varnir Svíþjóðar fyrir Rússa.
Meðlimir sænska konunúnista-
flokksins stunduðu njó&nirnar, en
flokkurinn hélt verndarhendi yfir
þeim tneðan stætt var. Kommún-
istar töpuðu um helmingi kjör-
fylgis síns og hafa nú aðcins fimm
þingmenn. — Sænskt bláð birti
þecsa mynd af flokknum — hinu
sökkvandi skipi — nú nýlcga.
Síðasta rottan er að stinga sér til
sunds af borðstokknum, en kotn-
múnistablaðið Ny Dag reynir ár-
angursfaust að stöðva lekann.
Rússadekrið sekkur allri flokks-
starfsemi í auguin sæmilegra
manna.
Keimarar vilja fá aðgang að Háskóla
íslands til framhaldsnáms
Frá aðalfundi Kennarafélags Eyjafjarðar